Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthíaa Johanneaaen, Styrmir Gunnaraaon. Ritatjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsaon. Fróttastjóri Björn Jóhannsaon. Auglýaingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstrœti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Loðnan og Jan Mayen Fagna ber þeirri áskorun sem Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, hefur nú beint til norskra útgerðaraðila, þess efnis, að hefja ekki veiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. Varaði ráðherrann við árekstrum við íslenzk varðskip, „loðnustríði“ eins og hugsanleg átök hafa verið nefnd í fréttum, og taldi slíkt geta stefnt vináttu frændþjóðanna í hættu og torveldað samkomulag milli þeirra á vettvangi þessa viðkvæma máls. Aður hefði norski sendiherrann í Reykjavík gengið á fund Kjartans Jóhannssonar, sem þá gegndi störfum utanríkisráðherra, og kunngjört honum, að loðna hefði fundizt innan 200 mílna efnahagslögsögu íslands á Jan Mayensvæðinu og að norskir sjómenn hefðu látið í ljós, að þeir myndu haga veiðum sínum eftir göngu loðnunnar. „Af hálfu Noregs er þess vænzt“, sagði í orðsendingu sendiherrans, „að íslendingar muni ekki aðhafast neitt, sem gæti spillt viðræðum ríkjanna um ákvörðun línunnar milli efnahagslögsögu Islands og hugsanlegrar norskrar lögsögu umhverfis Jan Mayen“. I þessari orðsendingu, er ýjað að því, að norsk loðnuveiðiskip kunni að fara inn fyrir mörk íslenzkrar fiskveiðilögsögu á þessu hafsvæði, ef loðnan hagaði göngu sinni á þann veg að slíkt kæmi heim og saman við veiðihagsmuni þeirra. Þessi orðsending kom mjög illa við Islendinga, sem hljóta að verja fiskveiðilögsögu sína og halda uppi íslenzkum lögum á þessu hafsvæði, eftir því sem lög og reglugerðir standa til. Þess vegna er áskorun norska utanríkisráðherrans til norskra loðnuveiðimanna fagnaðarefni hér á landi, enda verður að líta á hana sem tilslökun frá fyrri orðsendingu, þ.e. að norsk stjórnvöld hafi dregið í land með alvarlegustu efnisatriðin, sem í henni fólust. íslendingar hljóta að verja fiskveiðilögsögu sína, hverjir sem eiga í hlut, og standa jafnframt fast á rétti sínum utan 200 mílna lögsögunnar, bæði viðvíkjandi hafi og hafsbotni, varðandi nýtingu, sem við eigum rökrétt tilkall til. Innlent benzín Morgunblaðið hefur síðustu vikur birt athyglisverðar yfirlitsgreinar um orku- og eldsneytismál. Þar kemur m.a. fram að dr. Bragi Árnason telur vafalaust, að tæknilega sé hægt að framleiða innlent eldsneyti á bílaflota landsmanna, en rúmlega fimmtungur af elds- neytisinnflutningi okkar fer nú til að knýja áfram þau farartæki. Hann telur að með sérstökum efnafræðilegum aðferðum megi binda vetnið, sem yrði fyrsta stig - eldsneytisframleiðslu, kolefni — og fá metanól, benzín eða aðrar olíutegundir. Kolefnið megi fá. úr mó, sem nóg sé til af hér á landi, en vetnið er unnið úr vatni með rafgreiningu, og vatn og virkjunarmöguleikar eru ærnir hérlendis. Að sjálfsögðu þarf að kanna ýmsar hliðar þessa máls áður en að ákvarðanatöku kemur, ekki sízt kostnaðarhlið framleiðslunnar, sem og að endurmeta eldri skýrslur um mómagn hér á landi. Sú könnun mætti fara fram í samvinnu erlendra sérfræðinga og innlendra, sérstaklega hvað viðkemur mati á þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru hér á landi varðandi þennan áhugaverða möguleika. Slík vísindaleg samvinna gæti sparað tíma — og tími er dýrmætur þegar um er að ræða gjaldeyrisútgjöld á borð við þau sem benzíninnflutningur þjóðarinnar kostar. Hér er á ferðinni dæmigert viðfangsefni til staðfestingar á því, hve ýmis konar rannsóknarstörf geta haft mikið vægi í þjóðarbúskapnum. Stjórnvöld ættu að skapa þessum rannsóknarstörfum forgang með allri tiltækri fyrir- greiðslu. ennandi að prófa eitthvað nýtt“ Jóhannes Pálmi og Regína á heimili sínu í Sönderborg. Ljósm. AðalheiAur _ Undanfarin ár hafa utanlandsferðir Islendinga stöðugt færst í aukana og er það nú orðið nokkurn veginn árviss viðburður hjá ntörgunt fjölskyldum að bregða sér til útlanda. Enn sem komið er eru það sem betur fer færri, sem kjósa að setjast að fyrir fullt og allt á erlendri grund, en margir eignast þar bráðabirgða- heimili, t.d. meðan þeir eru í námi. Fyrir um það bil einu og hálfu ári fluttust þau Regína Grettisdóttir og Jóhannes Pálmi Hinriksson til Danmerk- ur, nánar tiltekið til Sönderborgar, og er blaðamaður Mbl. var á ferð um Danmörku fyrir stuttu lék honum forvitni á að vita hvernig þeim vegnaði. í Danmörku eru allir á hjólum, allt frá verkamönnum upp í virðulega hvítflibba. Þar eru sérstök hjólaplön og eru þau mikið notuð eins og sjá má á þessari mynd. — Hvað varð til þess að þið ákváðuð að flytjast til Dan- merkur? „Eg hafði áhuga á því að læra veikstraumstæknifræði, en ekki er hægt að læra nema hluta af því heima á íslandi," sagði Pálmi. „Námið tekur þrjú ár, en aðeins er hægt að taka fyrsta árið heima og ákvað ég að fara út strax og læra allt þar, því mér fannst verra að þurfa að skipta um skóla." „Okkur fannst líka spennandi að prófa eitthvað nýtt, og því þá ekki að láta verða af því,“ bætti Regína við. — Hvers vegna völduð þið Sönderborg? „Það er einungis hægt að læra veikstraumstæknifræði á fjór- um stöðum í Danmörku. Við fengum upplýsingar um skólana í danska sendiráðinu heima á íslandi og skrifuðum síðan út. Þannig fengum við upplýsingar um námið, íbúðir og annað sem því við kom. Sönderborg var minnsta borgin af þeim sem til greina komu og þar sem við héldum að stórborgarlífið ætti ekki við okkur, völdum við hana. Við sjáum alls ekki eftir því, þar sem þetta er ákaflega vinaleg borg og við kunnum mjög vel við okkur hér.“ „ Yíiríærslan dugar skammt fyrir barnafólk“ — Hvernig gekk ykkur að flytjast út? „Við fengum ekki nema 900 þúsund ísl. krónur yfirfærðar, sem var í rauninni alveg nóg fyrir okkur. Við áttum engar eignir heima á íslandi og erum barnlaus og vorum líka svo heppin að fá vinnu strax og við komum út. Húsnæðið, sem við fengum, var með húsgögnum, en ef svo hefði ekki verið, hefði yfirfærslan dugað skammt. Fyr- ir fólk, sem ekki kemst inn á stúdentagarða og á eitthvað af börnum, er þetta ekki mikil upphæð. Við sendum mest allt dótið okkar með skipi til Danmerkur, en þó við hefðum ekki átt nein húsgögn voru flutningarnir mjög dýrir. Það hefði varla borgað sig að flytja með sér húsgögnin. Sem dæmi um þetta get ég nefnt einn kunningja minn íslenskan, sem fékk senda —spjallaö við Islendinga búsetta í ryksugu frá íslandi, en bara sendingarkostnaðurinn var jafnhár og ný ryksuga hefði kostað hér úti,“ sagði Pálmi. „Áður en við lögðum af stað til Danmerkur vorum við búin að fá loforð fyrir herbergi á stúdentagörðum hér í Sönder- borg og gátum við því flutt beint inn. Þar bjuggum við í þrjá mánuði, en þá fengum við íbúð- ina sem við búum í núna,“ sagði Regína. — Hvernig gekk að fá vinnu? „Við komum til Danmerkur fimm mánuðum áður en Pálmi átti að byrja í skólanum, bæði til þess að hann gæti komist almennilega inn í málið, og eins til að koma okkur fyrir. Um leið og við komum út byrjuðum við að leita okkur að vinnu, og gekk það vel, þrátt fyrir að okkur hafði verið sagt frá miklu at- vinnuleysi í Danmörku. Við er- um þeirrar skoðunar, að ef fólk vill reglulega fá sér vinnu, þá tekst það og við gripum bara það fyrsta sem gafst. Pálmi fékk vinnu í landbúnaðarverksmiðju, en ég í eldhúsi íþróttaháskóla sem hér er,“ sagði Regína enn- fremur. „Danir hafa svo háar atvinnu- leysisbætur, að þær virka allt annað en hvetjandi á menn til að fá sér vinnu. Við áttum auðvitað ekki kost á slíkum atvinnuleysisbótum og urðum því að finna okkur vinnu, og því tókst það strax," sagði Pálmi. „Það kom okkur mjög á óvart að launin hér úti voru tiltölu- lega mun hærri en heima á Islandi, ef miðað er við sam- bærilega vinnu. í Danmörku eru skattar þó mjög háir, en þrátt fyrir það höldum við meiru eftir af kaupinu en við gerðum á Islandi. Við kunnum líka mjög vel við staðgreiðslukerfið, því þá eigum við þá peninga sem við Matvara er aðeins ódýrari en heima sögðu þau Regína og Pálmi, en hér sitja þau að snæðingi. Námið byggist mikið á ritgerðum og þær krefjast mikils lesturs. fáum í hendurnar, en þurfum ekki að leggja til hliðar til að geta borgað skattana seinna." „Börnin hjáipuðu mér að komast inn ídönskunau „Pálmi vann í verksmiðjunni þangað til hann byrjaði í skólanum, en eftir fjóra mánuði fékk ég betri vinnu," sagði Regína. „Ég var orðin svolítið leið á vinnunni í eldhúsinu og sótti því um vinnu sem aðstoðarstúlka á barnaheimili og fékk það starf. Það má eiginlega segja að það væri algjör heppni, en það sem hjálp- aði mér var að ég hef bæði stúdentspróf og starfsreynslu að heiman. Þótt starfsreynslan mín væri ekki endilega tengd barnaheimilisstörfum, skipti það ekki máli, því yfirleitt hefur danskt skólafólk enga starfs- reynslu, þegar það kemur út úr skólunum. Það hefur aðeins sex vikna sumarfrí og hefur því ekki eins mikla möguleika á að öðlast starfsreynslu á milli skólaára og við heima á íslandi. „Eftir um það bil þrjá mánuði fengum við mjög góða þriggja herbergja íbúð á hjónagörðum, þar sem við búum nú, og höfum við verið mjög heppin með ná- búa. Við höfum líka haft mjög góða möguleika á að kynnast fólkinu hér, því það er siður í blokkinni að koma saman með vissu millibili og borða saman. Hér kynnumst við fólki á okkar aldri, sem býr við sömu aðstæð- ur og við, þ.e. er í námi. Fólkið hér er mjög vingjarnlegt og höfum við aldrei lent í neinum vandræðum með að vera útlend- ingar." — Hvernig eru Iífskjörin í Danmörku miðað við heima?. „Húsaleiga og verð á matvör- um er mjög svipað og heima, og ef einhver munur er, þá er heldur ódýrara að búa hérna. Hér er verðlagið allt öðruvísi, því verðið er ekki stöðugt að breytast eins og heima. Á þeim tíma sem við höfum búið hér, hefur verðlagið sama og ekkert hækkað og erum við nú ósjálf- rátt farin að bera virðingu fyrir Regína og Pálmi sögðust kunna ágætlega víö sig í Sönderborg, en á þessari mynd sést ein aðalgata borgarinnar. 4 Mér líkar mjög vel á barna- heimilinu, og þar sem börnin tala mjög einfalt mál, hjálpaði það mér til að komast inn í dönskuna smátt og smátt og ekki er hægt að segja að málið hafi háð mér á nokkurn hátt,“ sagði Regína ennfremur. „Málið háði mér ekkert veru- lega þegar ég byrjaði í skólan- um, þar sem ég var búinn að komast aðeins inn í það áður. Námið hérna á fyrsta árinu byggist þó mjög á ritgerðasmíð- um og það var helst þar sem málaerfiðleikarnir komu fram. Málið á ritgerðunum þarf að vera mjög gott, alveg eins og tíðkast í skólum heima, og má því segja að ég hafi ekki jafna möguleika á við Dani að því leyti. Þetta blessaðist þó allt saman og hefur námið í vetur gengið alveg ágætlega," sagði Pálmi. „Danir fara lítið á dansstaði“ — Hvernig gekk ykkur að kynnast fólkinu? „Fyrstu mánuðina bjuggum við í einstaklingsherbergjum, með sameiginlegri eldunarað- stöðu. Þar kynntumst við strax nýju fólki, því að á svona stúdentagörðum er töluverður samgangur á milli fólks. Við kynntumst því fljótt hvernig Danir skemmta sér, en þarna var mikið af ólofuðu fólki og kom okkur á óvart hvað það sótti almennt lítið dansstaði. Danir skemmta sér mikið í heimahúsum og á krám og er mikið lagt upp úr því að sitja í rólegheitunum með kunningjum og ræða málin yfir góðum bjór,“ sagði Pálmi. peningunum, því verðgildi þeirra helst nokkurn veginn stöðugt." „Skrýtið að sjá bvít- flibba á reiðhjólum“ „Lífsgæðakapphlaupið er hér mun minna áberandi en heima á íslandi. Hér er það ekkert kappsmál að hver eigi sína eigin íbúð og fólk lætur sér það vel lynda að búa í leiguíbúðum, enda virðist vera nóg framboð af þeim, miðað við það sem gerist heima. Fyrst fannst okkur þetta dálítið undarlegt, þar sem hér er hægt. að kaupa sér húsnæði á mun hagkvæmari kjörum en gerist á Islandi. Hér virðist það heldur ekki vera neitt kappsmál að eiga flotta bíla, því reiðhjól eru mikið notuð. Vegakerfið er þannig upp byggt, að öryggi hjólreiðamanna er vel tryggt. Fyrst fannst okkur það-svolítið skrýtið að sjá svona marga á hjólum, því allir hjóla, allt frá verkamönnum upp í virðulega hvítflibba. Okkur rak í roga- stans að sjá virðulega fína menn í jakkafötum með bindi, hjóla í vinnuna með skjalatöskuna á bögglaberanum, því að þó fólk eigi fína bíla heima, eiga allir hjól, sem mikið eru notuð hvers- dagslega. Að okkar mati er þetta mjög jákvætt, bæði frá sparnaðarlegu sjónarmiði og eins heilsunnar vegna. Viðhorf til hjólreiðamanna mætti breyt- ast mikið til batnaðar heima á Islandi og veita ætti hjólreiða- mönnum aukinn rétt í umferð- inni, því að á tímum orkukreppu hlýtur það að vera ein leiðin til sparnaðar," sögðu þau Regína og Pálmi að lokum. A.K. Flugfélag Norðurlands: Hyggst kaupa aðra Twin Ott- er flugvél Flugfélag Norður- lands ráðgerir nú að kaupa vél af gerðinni Twin Otter. en sem kunnugt er af fréttum eyðilagðist önnur vél félagsins af þeirri gerð í eldi á Grænlandi sl. föstudag. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfé- lags Norðurlands sagði í samtali við Mbl., að fyrirhugað væri að kaupa aðra Twin Otter-vél nýja eða not- aða en töluverðan tíma tæki að finna slíka vél og ganga frá kaupum. Sigurður Aðalsteinsson. — Við sendum þegar hina Twin Otter-vélina okkar til Grænlands til að ljúka verkefni okkar þar, sagði Sigurður, og þar verður hún næstu þrjár vikurnar. Á meðan notum við 2 minni vélar okkar, 9 og 5 sæta, í áætlunarfluginu og má segja að það gangi nokk- urn veginn upp með stífri áætlun, en lítið má bregða út af. Sætafram- boð er þó eitthvað minna en flogið er nú á 9 staði, suma allt að 5 sinnum í viku. Sigurður Aðalsteins- son sagði að rekstur fé- lagsins hefði gengið nokkuð vel að undan- förnu, endar næðust nokkurn veginn saman þrátt fyrir verðbólguna, en afgangur væri eng- inn, enda væri verið að greiða niður lán vegna flugvéla félagsins, sem allar eru nýlegar. Átta flugmenn starfa hjá fé- laginu í sumar og kvaðst Sigurður gera ráð fyrir að annast næsta sumar verkefni á Grænlandi, enda hlyti nýja vélin þá að vera komin í gagnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.