Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 „Ekki bændurnir, sem í síðustu viku efndu sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu til fundar á Borg í Grímsnesi um iandbúnaðarmál. Á fundinum höfðu þeir Geir Halljírímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, framsögu en að loknum framsöguræðum fóru fram almennar umræður. Ilér á eftir verður sagt frá ræðum manna á fundinum. Hljóta að vera aðrir snöggir blettir á landbúnaðar- ráðherranum Böðvar Pálsson, bóndi Búrfelli sagði þá fundarsamþykkt Stéttar- sambands bænda, sem Geir Hall- grímsson hefði vitnað til, þar sem Stéttarsambandið neitaði því að fá fulltrúa frá öðrum stéttum til þess að semja lög fyrir bænda- stéttina, hafa verið hugsaða þann- ig að þeir vildu fá að vera einráðir með þau lög, sem þeir ættu að starfa eftir. Það væri svo annað mál, hvað bændur yrðu að þola, en sjálfsagt hefði verið að mótmæla þessu. Böðvar sagðist vilja þakka Sjá.lfstæðisflokknum fyrir að hefja umræður um landbúnaðar- mál. Það væri hart í ári hjá bændum og færi þar saman mikil framleiðsla síðustu ár og kalt vor nú. Kostnaðarauki okkar vegna Frásögn af umræðum á bænda- fundinum í Gríms- nesinu greiða þær 1300 milljóna í útflutn- ingsbætur, sem vantað hefði í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar. Á þessu ári verða mikil um- skipti hjá bændum, sagði Böðvar, og benti á að í fyrra hefðu bændur haft góðar tekjur en á þessu ári kæmi skellurinn af mikilli fram- leiðslu í fyrra og vandinn í haust yrði sennilega sá alstærsti. Ljóst væri að vegna minni heyfengs yrði mikið framboð á kjöti í haust. Við setjum mikið af lömbum í slátur- hús í haust og það getur aftur komið fram í kjötskorti næsta haust, sagði Böðvar, og bætti við að útflutningsbótaþörfin á næsta verðlagsári yrði gífurleg. Varðandi það stefnuatriði í ræðu Geirs Hallgrímssonar að miða útflutningsbótaábyrgðina við hverja búgrein út af fyrir sig sagði Böðvar að það mætti vel vera að þetta væri rétt aðferð. Böðvar Pálsson kúnum mjöl á sumrin og heldur spara við þær í annan tíma en með þessu mætti minnka framleiðsl- una. „En það er bara eitt, sem ég get látið alla kaupstaðarbúa vita, að það eru ekki þændurnir, sem búa til dýrtíðina. Það eru kröfuhóp- arnir, hálaunamennirnir", sagði Ingileifur og bætti við: „Það eru mjólkurfræðingarnir, flugmenn og jafnvel skipstjórar. Þeir búa til dýrtíðina. Þeir gera kröfurnar og allir launþegar og verkamenn. Bændur eru alltaf á eftir með kaupið. Það vita allir, sem hér eru að það eru lög um að bændur hafi sama kaup og verkamenn, sjó- menn og iðnaðarmenn. Þegar sjó- menn voru orðnir tekjuháir voru þeir teknir út úr. Það átti ekki að láta bændur hafa svo mikil laun“. Sagði Ingileifur að ef farið hefði verið eftir þessum lögum, sem hann vitnaði til, hefðu bændur átt Ingileifur Jónsson framleiðslu sína langt fram úr því sem líkur væru til að notað yrði innanlands og mögulegt væri að selja erlendis á einhverju viðhlít- andi verði. Sagðist Helgi ætla að ef vel væri að gáð kæmu þarna til ýmsir hlutir, sem sýndu að ekki væri um að kenna gálausum tilverknaði bænda. Dýrtíðin hér innanlands hefði verið mun meiri en í nálæg- um löndum og framleiðslukostn- aðurinn hefði vaxið hraðar hér. Landbúnaður annarra landa væri einnig í vaxandi mæli verndaður með aðgerðum sem torvelduðu sölu íslenskra afurða. Þá hefði fólksfjölgun hér innanlands orðið mun minni en ráð var fyrir gert og hefur fæðingum fækkað og fólk flutst úr landi í verulegum mæli. Neyslan væri af þessum sölum minni og þessi vandi, sem nú væri uppi, væri tilkominn vegna marg- víslegra áhrifa, sem bændur hefðu verið ómegnugir um að ráða. Þess vegna væri ekki óeðlilegt að bænd- ur litu svo á að samfélagið yrði að taka þátt í þessum vanda. Helgi lvarsson Bændum hlýtur að fækka íkjölfar aukinna afkasta Jón Guðbrandsson dýralæknir á Selfossi sagði að þó árferði virtist ætla að taka í taumana þetta árið þá væri ástand landbúnaðarins þannig að það væri offramleiðsla. Rétt væri hjá Helga í Hólum að margir þættir hefðu þarna haft áhrif en hefðu þær ástæður, sem hann nefndi, ekki komið til hefði offramleiðslan komið aðeins síðar en hún gerði í rauninni. Sagði Jón tæknina vera orðna það mikla að afköst hvers manns biðu þessari hættu heim. Þessi auknu afköst væru þó ánægjuleg því þau væru í raun það, sem við kölluðum betri lífsafkomu. Auðvitað hlyti það, að hver bóndi yki afköst sín, að leiða til þess að þeim fækkaði og það væri ekki hægt að halda þeim öllum uppi. Þessi þróun væri þekkt erlendis og þar væri m.a. gripið til þess ráðs að aðstoða bændur við að hætta. Þetta ráð mætti nota hér því auðvitað hættu þeir lökustu. Nú lægi fyrir hverjir greiddu Jón Guðbrandsson vorharðindanna, sagði Böðvar, er allt að því 25% til þriðji partur og við þetta bætist vöntun á útflutn- ingsbótum. Sjálfur ætti hann milli 700 til 900 þúsund krónur í út- flutningsbótum á sauðfjárafurðir sínar, sem hann hefði ekki enn fengið og það væri von hans að þetta kæmi í haust. Mikið hefði verið úr þvi gert, að minnsta kosti af framsóknar- mönnum, að vandinn með útflutn- ingsbæturnar væri Sjálfstæðis- flokknum að kenna með útgöngu sinni á þingi í vor. Sjálfum hefði sér þótt vænt um að Eggert Haukdal og annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefðu setið kyrrir og greitt atkvæði með ábyrgðarheimildinni. Böðvar sagði að kannski væri það einhver metnaður hjá stjórnarsinnum að vilja ekki þiggja þá aðstoð, sem falist hefði í tillögu Pálma Jóns- sonar og Eggerts Haukdals fyrr um veturinn. Geir Hallgrímsson hefði sagt við myndun þessar stjórnar að hann myndi styðja hana til allra góðra verka og sagði Böðvar að sér fyndist að þegar um málefni þeirrar stéttar, sem virki- lega þyrfti á kjarabaráttu að halda, væri að ræða, mættu þing- menn ekki leika sér að afgreiðslu mála. Það hlytu að vera snöggir blettir á landbúnaðarráðherran- um í öðrum greinum, og því ekki ástæða til að tefja fyrir þeim málum, sem horfa til heilla fyrir landbúnaðinn. Böðvar sagðist ekki á þessum fundi ætla að fara að bera í neinn bætifláka fyrir Framsóknarflokk- inn og það mætti vel vera að landbúnaðarráðherra gengi illa að koma sínum málum fram eins og Steinþór hefði sagt. Böðvar sagði þó að þessi ríkisstjórn hefði komið fram tveimur málum, sem fyrri stjórn hefði ekki getað komið í höfn. Væri það niðurfelling sölu- skatts af kjöti og kjötvörum og að Þetta kæmi þó fyrst og fremst niður á þeim sem framleiddu dilkakjöt og mjólkurafurðir. „Og kannski eigum við að bera það en við viljum jafna þessu niður á alla stéttina," sagði Böðvar. Böðvar sagðist vera sammála því að auka ábyrgð sölufélaganna og í útflutningnum þyrfti að miða við að eitthvað lágmarksverð fengist. Kerfið þyrfti að virka þannig að reynt væri að fá það besta verð sem hægt væri að fá og það væri þess vegna einnig spurn- ing, sagði Böðvar, en tók fram að hann þekkti í því efni nógu vel til, hvort ekki væri reynandi að leyfa fleiri aðilum en Sambandi ísl. samvinnufélaga að selja búvörur úr landi. Böðvar sagðist að síðustu vilja þakka Geir og Steinþóri fyrir komuna og hann sagðist vita að Sjálfstæðisflokkurinn ætti sjálf- sagt oft eftir að komast í stjórn á næstu áratugum en jafnvel þó hann væri í stjórnarandstöðu þá vildi hann treysta því að flokkur- inn reyndi að styðja við öll mál- efni bænda sem horfa til heilla fyrir bændastéttina. Ú tflutningsbæturnar eru ekki ölmusa Ingileifur Jónsson bóndi á Svínavatni sagði að sjálfsagt þætti það ekki mikils virði að elsti maðurinn í húsinu og elsti maður sveitarinnar ræddi þessi mál. Hann sagði ekki rengja það sem Steinþór Gestsson hafði lesið fyrr á fundinum að landbúnaðarráð- herra hefði ráðlagt körlunum. Hitt væri annað, að það væri vitað mál að annað hvort yrði, að fækka skepnunum eða þrengja eitthvað fóðrið á þeim. Einn besti bóndinn í Árnessýslu hefði réttilega bent á að menn yrðu að hætta að gefa rollunum vel á jólaföstunni svo að eigi yrði tvílembt. Hætta að gefa heimtingu á þessum útflutnings- bótum í vor. Þetta væri hins vegar af þeim sem ekki rækju landbúnað talin eins og önnu ölmusa og góðgerðastarfsemi við að halda greyjunum uppi svolítið lengur. Sjálfstæðismenn mættu vara sig á því að ganga alveg framhjá bænd- um en það hefði verið slóðaskapur af landbúnaðarráðherra að draga fram á síðasta dag þingsins að taka á þessum vanda bænda. Spurt hefði verið hver ætti að borga. Auðvitað hefði ríkið átt að borga þetta og því hefði ekkert átt að leyna, ef þessir menn ætluðu að standa við þau orð sín að bændur hefðu sömu laun og aðrar vinn- andi stéttir í landinu. Ingileifur sagði að þessi 10% útflutnings- bótaábyrgð væri fyrrverandi land- búnaðarráðherra, Ingólfi Jónssyni að þakka." Hefði Ingólfur verið landbúnaðarráðherra á síðastliðn- um vetri hefði þetta aldrei farið svona eins og þessu er komið nú,“ sagði Ingileifur. Ef til skerðingar eða aðgerða kæmi og taka þyrfti af öllum bændum sagði Ingileifur að það vitlegasta væri kvótakerfið. Það væri rán að taka af smábændum fóðurbætisskatt. Það eina vitlega væri að taka af þeim stóru, þó það kæmi kannski illa við þá. Vandinn ekki orðinn til vegna gálauss tilverkn- aðar bænda Helgi ívarsson bóndi í Hólum sagði að í umræðum um landbún- aðarmálin að undanförnu hefði það verið orðið offramleiðsla, sem oftast hefði verið nefnt og spurði hvort vera kynni að bændur hefðu alveg stefnulaust og stjórnlaust stefnt út í ófæru með því að auka Helgi sagði það athyglisvert að margt af því sem sagt hefði verið fyrir aðeins fáum mánuðum um hvað gera þyrfti til úrlausnar í þessum offramleiðsluvandamálum væri nú að vera dauður bókstafur vegna þess að veðráttan hefði breytst. Bændur stæðu nú frammi fyrir því að heyfengur yrði kannski tveir þriðju, kannski sums staðar helmingur af því sem áður var og enn annars staðar minni. Þetta þýddi samsvarandi fækkun búpenings, sem skapaði vandamál í haust með mikilli offramleiðslu á kjöti og það kannski lélegu kjöti en aftur skort þar á eftir. Helgi sagðist vera ánægjur með þann vilja, sem komið hefði fram á Alþingi í vetur, að láta gera nákvæma og alhliða úttekt á því hver væri staða landbúnaðarins meðal þjóðarinnar. í því efni þyrfti ekki einungis að líta til bænda heldur þeirra fjölmörgu, sem hefðu framfæri sitt af úr- vinnslu og þjónustu við landbún- aðinn. „Þessi hópur er æði stór og ég ætla að innan hans séu svo margfalt fleiri en bændurnir sjálfir, að þegar stjórnmálamenn- irnir velta þessu fyrir sér og þessi athugun hefur farið fram, verði myndin af útgjöldum til landbún- aðarins okkur stórum hagstæðari heldur en margir hafa í raun álitið,“ sagði Helgi. Helgi sagði að afkoma bænda hefði verið hagstæð 1978 og skatt- arnir væru því nú óvenjumiklir og stórar fjárhæðir á mælikvarða margra bænda og ef ekki reyndist unnt að leysa vanda bænda vegna birgðanna og harðindanna, yrðu bændur í erfiðleikum með. að greiða skatta sína. Ekki vegna þess að þeir væru ekki skilvísir menn heldur af því að þeir myndu enga peninga eiga. hæsta skatta á Suðurlandi og það hefði vakið athygli að í þeim hópi væru þrír bændur á Ásmundar- stöðum í Rangárvallasýslu. Stund- um hefði verið amast við búskap eins og þeir rækju, en það þýddi ekki, því þetta væri framtíðin. Jón sagði að rætt hefði verið um breyta lánum þeirra lökustu í föst lán. Þetta væri mjög hættulegt og ætla með þessu að styðja þá lökustu. Um stjórnunaraðgerðir í bú- vöruframleiðslunni sagði Jón að í því efni væri erfitt að spá langt fram í tímann vegna árferðis og fleiri hluta. Þess vegna þyrftu að vera tiltækar léttar aðgerðir, sem hægt væri að grípa til eftir þörfum og aðgerðir af þessu tagi væru lán og styrkir svo sem til grænfóðurræktar. Jón sagði það forsendu þess að árangur næðist af stjórnunarað- gerðum, hverjar sem þær væru, að þær hefðu einhver fjárhagsleg áhrif. Menn þyrftu að hafa hagnað af því að draga úr framleiðslunni. Ef allar tækju sig saman og drægju úr framleiðslunni þyrfti enginn að tapa neinu. Jón sagði þá hugmynd Geirs Hallgrímssonar að gefa bændum frjálsar hendur um verðlagningu athyglisverðar, en hann væri hræddur um að ríkisstjórnir þyrðu ekki að beita þessu, því landbúnaðarvörur væru notaðar til að hafa áhrif á vísitöl- una. Þá sagðist Jón vilja taka undir orð Geirs um fyrirkomulag sölu búvara úr landi. Hættulegt væri að viöhalda núverandi kerfi. Það væri ekki aðeins að það byði því heim að menn legðu sig ekki fram heldur byði það alls konar öðrum hættum heim svo sem misferli. Þetta væri svo upplagt til þeirra hluta að það lægi við að það þyrfti ofurmenni til að standast þær freistingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.