Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 45 VELVAKANDI ^ SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 3UÍUUÆÍSSLMMJUÍ Poppe-loftþjöppur glumrugangi allt í kringum okkur og ég er sannfærð um að fjöldi hlustenda vill ekki missa sígilda tónlist úr útvarpinu hvað sem öllum skoðanakönnunum líður. Ég fyrir mína parta er ómæli- lega þakklát fyrir hana og vona, að hún hverfi aldrei úr dag- skránni. Það er ýmislegt mikil- vægara heldur en þessar stöðugu skammir um sígilda tónlist. Mætti þar nefna framburð og flutning á okkar kæra móðurmáli. Öfugar áherslur og söngl orkar stundum á mann eins og framandi tungumál. Ánna Snorradóttir. • Kínverjarnir Að því er fréttir herma er verið að starfa að því að hingað til lands komi 30 Kínverjar frá Víet- nam, og tala sumir norður-kín- verskt mál en aðrir suður-kín- verskt. Skulu Kínverjar þessir velkomnir hingað til lands, ef það gerist samkvæmt réttri ákvörðun ríkisstjórnar íslands. Ég leyfi mér þó að efast um að svo sé, því að enga frétt hef ég fundið þar um í blöðum. Hefur til dæmis nokkuð verið athugað um það hvaða trúarbrögð þessir Kínverjar hafa? Á að boða þeim trú eða á að láta þá hafa áhrif á trúarlíf vort? Ymislegt bendir til þess að hérlent fólk sé, hvað það snertir, berskjaldað fyrir austrænum áhrifum. En hvað sém þessu líður þá skulu Kínverjar þessir velkomnir hingað, ef rétt hefur verið að öllu farið. Vandamálið er aðeins hvert þeir eiga að fara og hvar þeir eiga að vera. En það er þó augljóst: Þeir eiga að búa á Keflavíkurflug- velli. Þar eru réttu tengslin við vandamál þeirra, og þar ætti að vera hægt að fá nóg húsrými fyrir þá, ... með því að fækka í varnar- liðinu um sömu tölu. Einn kemur þá annar fer, það er lögmálið sem við ættum að halda okkur við á þessu harðbýla eylandi. En þegar áhugamennirnir fara að streyma suður á völl til þess að finna vinina, þá panta ég að fá að vera með í þeirri Keflavíkurgöngu. Valnastakkur. • Hvar eru hinir tíu? Nýlega var umræðuþáttur í útvarpinu um starfsemi og skipu- lag tónlistardeildar útvarpsins. Það var ekki vanþörf á þeim SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga í fyrra í Graz í Austurríki kom þessi staða upp í skák þeirra West, Ástralíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Taruffi, Ítalíu. 22. f5! - exf5, 23. Hxf5 (Allt hvíta liðið er í sókninni og hún hlýtur þar af leiðandi að gt nga upp.) Hd8, 24. Hfh5! og svartur gafst upp, því að mát er fyrir- sjáanlegt. upplýsingum sem þar fengust fyrir neytendur góðgætisins. 15 manna „orkestra" eða „plötu- snúðar“ taka 40—50 milljónir króna á ári fyrir þennan eina lið, sem fáir hlusta á í alvöru, en kannski sumir með öðru eyranu. Þegar spurt var um vinnu og athafnir „herdeildarinnar" gat svaramaðurinn aðeins talið upp að 5. Spyrjandin sagði þá: Hvar eru hinir 10? ... og komu þá hálfgerð- ar vöflur á svaramanninn. Éf til vill sjá þeir um „sorgartónlistina" fyrir matarlystina um hádegið?... Það er annars sorglegt til þess að vita að þarna er ekki ein báran stök, heldur er þessi ófögnuður í öllu „kerfinu“ og skapar óbærileg- ar skattaálögur fyrir alþýðuna. Nýlega var í Vísi viðtal við Hal Linker og Höllu Guðmundsdóttur, sem hafa starfað í 29 ár við gerð mjög vinsælla og víðfrægra sjón- varpsþátta þar sem spurt var hversu margir aðstoðarmenn væru við gerð þáttanna. Hal svar- aði: „Þegar blaðamenn spyrja mig um þetta atriði þá segi ég 40 menn, og það er ég og Halla. Við erum bara tvö, sem gerum þessa þætti. Ég tek upþ og klippi mynd- irnar og sem handritið í leiðinni, auk þess að vera framleiðandi. Halla sér um hljóðið og talið.“ Þetta er einkaframtak í raun á þessu sviði, og svona er það víðast. Góðir útvarps- og sjónvarpsháls- ar, já og þjóðarskútukapteinar! Veljum hæfileikamenn með vilja og þori til þess að stjórna hinum ýmsu þjóðfélagsþáttum, til dæmis Pétur Pétursson í hljómleikaþátt- inn og Ómar Ragnarsson í al- hliða-deildi'na og aðra álíka eftir þeim. Þolandi. HÖGNI HREKKVÍSI ..béóSi AU6JL'b/A/6 MAZKó!" utvegum pessar heimsþekktu loftþjöppur í öllum stæröum og styrkleikum, meö eöa án raf-, bensín- eða diesel-mótors. SÖtUffifeltUlDyiP (J&XTDSSOtTD (St ©O REYKJAVIK, ICILANO Vesturgötu 16, 101 Reykjavík. Símar 91-13280/14680. Smavörur S -sækjum við i Varahlutir, bónvöiur Ssso MANNI OG KONNA hagtrygging hf ifjfjjp Ofhlaðiö ekki bílinn á feröalögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.