Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Valbjörn þrefaldur heims- meistari oq setti tvö nv heimsmet í sínum flokki „Ungir íþróttamenn ættu að flýta sér að verða gamlir svo þeir geti tekið þátt“ VALBJÖRN Þorláksson bætti þriðja heimsmeistaratitlinum í safn sitt er hann sigraði í 110 metra grindahlaupi á heims- meistaramóti öldunga í Vestur- Þýskalandi I gærkvöldi, og setti nýtt heimsmet í greininni í sínum aldursflokki, 45—50 ára, hljóp á 14.84 sek. Alls tóku 23 keppendur þátt f grindahlaupinu. Annar í úrslitahlaupinu varð Belgfumað- ur en hann hljóp á 15,59 sek., þannig að Valbjörn varð yfir- burðasigurvegari í greininni. Áð- ur hafði Valbjörn sigrað í stang- arstökki þar sem hann stökk 4,10 og í fimmtarþraut þar sem hann setti nýtt heimsmet f sfnum ald- ursflokki, fékk 3813 stig. Val- björn kemur því heim sem þre- faldur heimsmeistari og tvöfald- ur heimsmethafi f flokki 45—50 ára af heimsmeistaramóti öld- unga. Glæsilegur árangur það. — Þetta er hápunkturinn á mínum ferli, sagði Valbjörn, er Mbl. spjallaði við hann í gær. — Ég hef aldrei tekið þátt í jafn skemmtilegri íþróttakeppni, og er alveg ákveðinn í því að taka þátt í næstu heimsleikum. Þetta gefur Ólympíuleikum ekkert eftir hvð varðar skipulag, ofl. Þá voru keppendur um 5000 frá 41 þjóð á mótinu. Keppnin var tekin mjög alvarlega. Ég tók sérstaklega eftir því hversu glaðir menn voru eftir að þeir höfðu sigrað, eða sett met í hinum ýmsu greinum. Jafnvel meiri gleði en þegar menn sigra á Ólympíuleikum. Valbjörn getur talað af reynslu, hann hefur tekið þátt í þremur Ólympíuleikum. — Grindahlaupið gekk vel hjá mér í dag. Ég hljóp rólga af stað þar sem ég geng ekki heill til skógar, er hálftognaður í lærinu. En þegar um 40 metrar voru búnir af hlaupinu var Belgíumaðurinn kominn upp að hliðinni á mér svo að ég gaf í og tókst að sigra á nýju meti. Mótið hér hefur staðið í 6 daga, það er ekki laust við að smá þreyta sitji í mér eftir keppnina. En afraksturinn er líka góður. Þrír stórir gullpeningar. Ég hefði bara átt að taka þátt í fleiri greinum, ég átti góða möguleika í langstökkinu og 200 metra hlaup- inu. Langstökkið vannst á 6,19 m sem dæmi, en ég stökk 6.39 m í fimmtarþrautinni. Að lokum sagðist Valbjörn vilja þakka Úlfari Teitssyni fyrir frá- bæra aðstoð og fararstjórn í ferð- inni. Hann hefði verið sér mikil hjálparhella. Og klykkti út með að segja: „Það er betra fyrir ungu íþróttamennina heima á íslandi að flýta sér að verða gamlir svo að þeir geti tekið þátt í þessu stór- skemmtilega móti.“ Á miklu þingi sem fram fór um leið og leikarnir var ákveðið að næstu leikar færu fram á Nýja— Sjálandi árið 1981, 11. til 16. janúar. Fjórar þjóðir sóttu um að fá að halda leikana. Þá mun hafa verið ákveðið að Evrópumót öld- unga yrði haldið fljótlega. — ÞR. FH og Haukar í úrslitaleik í GÆRKVÖLDI fór fram úrslita- Ieikurinn í meistaraflokki kvenna í handknattleik f útimót- inu sem fram fer í Hafnarfirði á vegum FH. Fram sigraði FH í úrslitaleiknum 9—8, eftir hörku- spennandi leik. Staðan í hálfleik var 6—6. Flest mörk Fram skor- uðu Guðríður og Oddný og voru þær jafnframt bestar í liðinu. Hjá FH áttu bestan leik þær Hildur Harðardóttir og Kristjana Ara- dóttir. Haukar og Valur kepptu Magni— 0*A FH £.4 Einn leikur fór fram í 2. deild f gærkvöldi. FH-ingar sóttu Magna á Grenivf heim og sigruðu í leiknum 4—2, efti lengst af nokkuð jafnan Ie:k. Mikill kraft- ur var f leikmönnum beggja liða f upphafi leiksins. Fyrsta markið kom því ekki fyrr en á 28. mfnútu. Magnaleikmaðurinn Hringur Hreinsson lék laglega á 3 FH-inga og skoraði sfðan af yfirvegun og öryggi glæsilegt um þriðja sætið og gerðu jafntefli 10—10. Leika því liðin aftur í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.00. í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í meistaraflokki karla, erkifjend- urnir úr Hafnarfirði Haukar og FH mætast kl. 20.00 og ef fastir liðir verða eins og venjulega verð- ur um hörkuleik að ræða því bæði liðin eru þekkt fyrir allt annað en að gefa sinn hlut. Haukar hafa titil að verja, og FH-ingar leggja mark. Helgi Ragnarsson nær svo að jafna fyrir FH á 39. mfnútu eftir góða fyrirgjöf frá Pálma. Og Pálmi Jónsson sá um að koma FH yfir rétt fyrir leikhlé eða á 44. mfnútu eftir að hafa fengið góða stungusendingu inn á sig. Síðari hálfleikur var frekar daufur framan af, Magni nær að jafna 2—2, á 35. mínútu leiksins. Var þar að verki Þorsteinn Þor- steinsson, sem skoraði með góðu skoti frá markteig. Pálmi kemur FH svo yfir á 38. mín. og Helgi Ragnarsson innsigl- ar sigur FH á lokamínútu leiksins með skoti frá rnarkteig. þr/sor. mikið kapp á að ná honum af þeim. Áhorfendur ættu því að fá góða skemmtun. Á undan leik FH og Hauka leika IR og Fram um þriðja sætið í mótinu. ÚRSLIT í íslandsmótinu í handknattleik í fyrrakvöld. Meistaraflokkur karla: Valur — Ármann 27:23 FH - Fram 23:23 Víkingur — Stjarnan 39:21 FH og Haukar leika til úrslita í kvöld kl. 20.00. - ÞR. í kvöld fara fram fjórir leikir í 1. deild í knatt- spyrnu og þrír í annarri deild. Leikirnir eru eftirfarandi. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST: 1. deild Laugardalsvöllur Víkingur — ÍBK kl. 20.00 1. deild Vestmannaeyjavöllur ÍBV - KA kl. 20.00 1. deild Akranesvöllur ÍA - KR kl. 20.00 1. deild Kaplakrikavöllur Haukar — Valur kl. 20.00 2. deiid ísafjarðarvöllur ÍBÍ - Selfoss kl. 20.00 2. deild Neskaupstaðarvöllur Þróttur — UBK kl. 20.00 2. deild Akureyrarvöllur Þór — Reynir kl. 20.00 3. deild B Melavöllur Léttir — Þór kl. 20.00 3. deild F Breiðadalsvöllur Hrafnkell — Súlan kl. 20.00 Magni stóð í FH-ingum Bikarkeppni KSÍ Valur—IA leika í Kópavogi NÚ MUN vera ákveðið að bikarlcikur Vals og ÍA verði leikinn á Kópavogsvelli 8. ágúst. Ástæðan mun vera sú að á sama tíma fara fram Reykjavikurleikarnir í frjálsum íþróttum og Laugardalsvöll- urinn því ekki laus. Fram og Þróttur munu hins vegar leika á Laugardalsvellinum í bikarkeppninni 7. ágúst. Það er því ekki fjarri lagi að ætla að tveir stærstu leikir sumarsins milli íslenskra liða fari fram í Kópavogi, svo framarlega sem ekki verður hreinn úrslitaleikur í fslandsmótinu í knatt- spyrnu. Leikur Vals og KR dró að sér mestu aðsókn sumarsins í 1. deild. Og víst er að leikur íslandsmeistara Vals og Bikarmeistara ÍA dregur að sér síst færri áhorfendur. Þá mun þetta verða drjúg tekjulind fyrir Kópavogsvöll, en tekjur af leik Vals og KR námu um 600 þúsund krónum. — þR Þrír á heimsleika stúdenta í Mexico Ákveðið hefur verið að þrír íslenskir frjálsfþróttamenn taki þátt í heimsleikum stúdenta sem íram fara í Mexiko í haust. Þeir Jón Diðriksson, Vilmundur Vilhjálmsson og Óskar Jakobsson munu keppa fyrir íslands hönd á leikunum. — þr Elnkunnagjðfin Fram: Guðmundur Baldursson 2, Hafþór Sveinjónsson 2, Trausti Haraldsson 2, Gunnar Bjarnason 3, Marteinn Geirsson 2, Ásgeir Elíasson 2, Rafn Rafnsson 3, Guðmundur Torfason 2, Gunnar Guðmundsson 2, Pétur Ormslev 3, Guðmundur Steinsson 1, Gunnar Orrason (vm) 2, Baldvin Elíasson (vm) 1. Þróttur: Ólafur Ólafs 3, Ottó Hreinsson 2, Úlfar Ilróarsson 3, Ásgcir Árnason 2, Ágúst Hauksson 3, Halldór Arason 1, Sverrir Brynjólfsson 2. Þorgeir Þorgeirsson 1, Arnar Friðriksson 1, Páll ólafsson 3, Rúnar Sverrisson 2, Baldur Hannesson (vm) 2. Dómari Hreiðar Jónsson 3. Þau leiðu mistök urðu í ein- einkunnagjöfina í leik ÍBV og kunnagjöf íþróttasíðunnar í blað- Þróttar um leið og við biðjum inu í fyrradag að nokkur nöfn lesendur velvirðingar á þessum féllu niður, við birtum því aftur mistökum. ÍBV: Ársæll Sveinsson 3, Snorri Rútsson 2, Viðar Elíasson 2, Þórður Hallgrímsson 2, Valþór Sigþórsson 3, Jóhann Georgsson 3, Örn Óskarsson 3, óskar Valtýsson 2, ómar Jóhannsson 2, Tómas Pálsson 4, Gústaf Baldvinsson 2, Kári Þorleifsson (vm) 2, Guðmundur Erlingsson (vm) 1. ÞRÓTTUR: Egill Steinþórsson 2, Rúnar Sverrisson 2, Úlfar Hróarsson 3, Jóhann Hreiðarsson 3, Sverrir Einarsson 2, Ársæll Kristjánsson 2, Halldór Arason 2, Daði Harðarsson 2, Páll Ólafsson 2, Ágúst Hauksson 3, Baldur Hannesson 2, Arnar Friðriksson (vm) 2, Ottó Hreinsson (vm) 1. Dómari: Róbert Jónsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.