Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Sum ar tónleikar í Skálholti Fimmta árið í röð standa þær Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler fyrir sumartónleikum í Skálholti og kölluðu sér til að- stoðar á fyrstu tónleikunum Sig- rúnu Gestsdóttur, Halldóru Vil- helmsson og Lovísu Fjeidsted. Á þeim tónleikum voru flutt verk eftir Telemann. Bach og Handel, en undirritaður gat því miður ekki komist á þá tónleika. Um síðustu helgi hafði Helga Ingólfsdóttir ein veg og vanda af tónleikahaldi í Skálholti og flutti á sembalinn sinn tvö verk. Fyrra verkið var eftir Johann Kuhnau, sem var Tómasarkantor á undan Bach, en eftir hann liggja nokkur hljómborðsverk og þeirra merk- ust, bæði sakir gæða og þýðingu fyrir þróun hljómborðstónlistar, eru Sex kirkjulegar sónötur (1700). Verkin marka upphaf hljómborðssónötunnar og samdi Kuhnau þau öll á einni viku. Helga lék 6. sónötuna, sem fjallar um andiát og útför Jakobs og skiptist verkið í 5 kafla. 1. Tregi niðja ísraels við banabeð síns elskaða föður. 2. Harmur þeirra yfir dauða hans og ótti um afdrif sín. 3. Ferðin frá Egyptalandi til Kan- aanslands. 4. Útför ísraels og sogarhátíðin sem haldin var. 5. Líkn þeirra sem lifðu. Helga lék verkið á sannfærandi hátt, hátíðlega og hrynsterkt. Þess má geta hér að 1. sónatan fjallar um bardaga Davíðs við Golíat, en þar túlkar Kuhnau ótta og skelf- ingu ísraela með sálmalaginu Aus tiefer Not og í bardagakaflanum, er líkt eftir því er Davíð slöngvaði steininum í höfuð risans. Tónllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON Önnur sónatan fjallar um það er Davíð læknar Sál með hörpuleik sínum og þar notar Kuhnau óvenjulegar stefmyndir og „krómtískt" lagferli til að túlka þunglyndi Sáls. Síðara verkið á þessum tónleik- um var Partítan fræga í h-moll eða Forleikur í frönskum stíl, eftir J.S. Bach. Höfundurinn gaf verkið út, ásamt ítalska konsertinum og er merkt við hvar eigi að spila „forte" og „píanó", sem er tekið sem ábending um að verkið sé frá hendi höfundar ætlað fyrir tveggja hljómborða cembalo. Fyrsti kaflinn er hátíðlegur franskur forleikur með fjörugum millikafla og síðan endurtekningu á upphafi kaflans og er slík A-B-A skipan nokkuð óvennuleg og einn- ig að hefðbundnum Allemande er sleppt. Síðasti kafli verksins, Echo, er einstæður í svítum og partítum Bachs, en í honum er skemmtilega leikið með snöggar skiptingar á milli hljómborða. Einn fallegasti kafli verksins er Sarabandan, lifandi og sterk tónsmíð. í þessu verki lék Helga Ingólfsdóttir með miklum glæsi- brag, sterkum hrynrænum tilþrif- um og skýrt nótuðum laghending- um svo form verksins varð ljóslif- andi. Næstu tónleikar í Skálholti verða 4.-6. ágúst og þá leika þær saman Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir verk eftir Matthes- on, Hovland Bach og frumflytja auk þess nýtt verk eftir Pál P. Pálsson, er hann nefnir Stúlkan og vindurinn og samið er eftir ljóði Þórsteins Valdimarssonar. Jón Ásgeirsson. _________________17_ Knut 0degaard í Stúdenta- kjallaranum I kvöld lesa upp úr verk- um sínum í Stúdenta- kjallaranum skáldin og rit- höfundarnir Knut 0de- gaard frá Noregi, Einar Bragi, Birgir Svan og Thor Vilhjálmsson. Öllum er heimill aðgang- ur, en ljóðalesturinn hefst klukkan 21 í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Fyrir verzlunarmannahelgi BOLIR — BOLIR — BOLIR — BOLIR . . . Laugavegi 89 & 37 Rvk., símar 13008 & 12861

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.