Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 47 r FRAM, tapaði sínum fjórða deild- arleik í röð, er liðið beið lægri hlut fyrir Þrótti í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu í gær- kvöldi. Með sama áframhaldi verða Framarar komnir í botn- slaginn áður en þeir geta deplað auga. Þróttarar bættu að sama Fram (T|H* Þróttur %3u I skapi stöðu sína aftarlega á merinni í deildinni. Sigurmark Þróttar skoraði Páll Ólafsson með glæsilegu skoti utan úr vítateig, er aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 1—0, staðan í hálfleik því eðli- lega 0—0. Leikurinn hafði lengst af róandi áhrif á áhorfendur sem voru frekar fáir. Mikill fjöldi þeirra var lengst af upptekinn við að henda rusli í aðra grunlausa áhorfendur. Maður hefur oft séð lakari knatt- spyrnu, en leikurinn í gær var ekkert sérstakur. Bæði liðin léku oft nett úti á vellinum, en bæði gerðu sig einnig oft sek um tilvilj- anakennda takta. Allan leikinn má segja að Framarar hafi verið heldur skárri, a.m.k. voru þeir nokkrum sinnum mun nær því að skora en Þróttarar, sem segja má að hafi nýtt sitt eina færi til hlýtar. Hafþór Framari Sveinjónsson brenndi af góðu færi á 5. minútu, eftir rosalegan darraðardans á markteig Þróttar og mínútu síðar skaut Ásgeir Elíasson þrumuskoti rétt yfir Þróttarmarkið. Á 9. mínútu varði Ólafur Ólafs vel skalla Guðmundar Torfasonar. Besta færi Fram kom þó á 18. mínútu, er Pétur Ormslex sendi stungu á Ásgeir, sem vippaði yfir Ólaf í markinu, en í þverslá. Leikurinn jafnaðist mjög er líða tók á hálfíeikinn og undir lokin átti Páll Ólafsson tvö góð skot, sem fóru fram hjá. Var hér alger- lega um einstaklingsframtak Páls að ræða. Framarar voru sterkari framan af síðari hálfleik og á 55. mínútu tókst Gunnari Orrasyni að skalla yfir opið markið af 10 sentimetra færi, eftir góða fyrirgjöf Rafns Rafnssonar. Gunnar náði illa til knattarins. Þrátt fyrir meiri sókn- arþunga og heldur liprara spil, gekk Frömurum afleitlega þegar nálgaðist markið og afgerandi færi er ekki hægt að tala um. Nokkrum sinnum virtist allt vera að koma, en ekkert varð úr. 4 mínútum fyrir leikslok fengu Þróttarar eina færi sitt ef frá er skilið þegar Páll skoraði upp úr þurru. Guðmundur Baldursson markvörður Fram missti þá Forest fékk skell Bayern Milnchen vann stórsig- ur á Nottingham Forest í vináttu- leik liðanna í Miinchen í gær- kvöldi. Var sigurinn síst of stór miðað við gang leiksins, en þarna áttust við fyrrverandi og núver- andi Evrópumeistarar. Staðan í hálflcik var 2-0. Liverpool, enska meistaraliðið, vann góðan sigur á Borussia Mönchengladbach í vináttuleik á Anfield Road í gærkvöldi. Loka- tölur leiksins urðu 4—2, staðan í hálfleik var 2—1 fyrir Liverpool. Hamburger SV vann spænska stórliðið Valencia 3—0 í sams konar vináttuleik í gærkvöldi. Þá vann Kaiserslautern í fyrra- kvöld algeran yfirburðasigur á Standard Liege, 7—0. klaufalega frá sér aukaspyrnu Úlfars Hróarssonar, en bætti það siðan upp með því að verja meist- aralega bæði skot Sverris Bryn- jólfssonar og Baldurs Hannesson- ar. Markið skoraði Páll fallega sem fyrr segir á 88. mínútu, en bæði rétt áður og rétt eftir slapp Þróttarmarkið vel er hætta steðj- aði að. Páll var atkvæðamesti sóknarmaður Þróttar og hans var illa gætt er hann skoraði. Pétur Ormslev og Gunnar Orra- son voru skæðustu sóknarmenn Fram, ef hægt er að tala um slíkt þar se'm liðið komst ekki á blað, en báðir áttu ágæta spretti. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Fram — Þróttur: 0—1 (0—0) MARK ÞRÓTTAR: Páll Ólafsson (88. mínútu) SPJÖLD: engin DOMARI: Hreiðar Jónsson -gg. • Asgeir Eliasson hefur vippað knettinum yíir Ólaf Ólafs markvörð Þróttar, en í þverslána hrökk knötturinn og fór þar forgörðum eitt besta færi Fram í leiknum. Ljósm. Emilía. Láttu þér ekki leiðast um mestu ferðahelgi ársins f ferðala Þaö besta sem völ er á PIONECR sterio bíltæki með útvarpi, casettutæki °g tveim hátölurum gera bílinn þinn aö hljómleikasal á hjólum. Verð fyrir allt þetta frá 139.400.- ið SHARP ferðatækin sem eru engu ööru lík Útvarp, casettutæki með sjálf- leitara og frá einum upp í fjóra hátalara gera tjaldiö að tónleika- höll. Verð frá 99.900.- ■ - - og fyrir þá sem heima sitja ★ Hin frábæru japönsku Sharp sjónvörp eru hrein völundarsmíö. Verð 14“ kr. 335.000.- • 18“ kr. 419.000 - • 20“ kr. 484.000.- ★ Frá hinum tækniþróuöu frændum okkar Svíum Lu XOR sjonvörp. Verð 22“ 535.000.- ★ Þiö geriö heimilið aö kvikmyndahúsi meö sjónvörpum frá okkur. ★ Og auövitaö bjóöum viö úrval af hljómtækjum frá (^PIOIMEER °9 SHARP Fram að sligast í fallbaráttuna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.