Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 39 ekkert. Afi vakti og verndaði hópinn sinn vel og Kristín kom inn á heimilið til stuðnings. Laun- in á þessum árum voru rýr en hann var eins og fyrr segir tré- smiður hjá hinu virta útgerðarfyr- irtæki Kveldúlfi. Aldursmunur þeirra hjóna var 18 ár, er afi var eldri. Þau fluttu að Njálsgötu 28. Kristín hafði tekið ástfóstri við litla bróðurdóttur sína, Sigur- fljóðu Jónsdóttur, sem hún kom með á heimilið til afa. „Fljóða" eins og hún er kölluð í hópi fjölskyldunnar varð hún afa mín- um til mikils yndis, enda fann hún frá honum og Kristínu föðursyst- ur sinni yl kærleika, gleðinnar, friðarins, biðlundarinnar, gæsk- unnar, góðvildarinnar, trú- mennskunnar, hógværðarinnar, bindindis. Fljóða var ljósgeisli á heimili þeirra. Fljótlega bættust fleiri í hópinn. Afi minn og Kristín eign- uðust tvíbura 30. apríl 1930, Sigur- jón og Sólmund, eins og fyrr frá greinir, eru þeir miklir mann- kostamenn. Sigurjón er starfs- maður Vöruflutningamiðstöðvar- innar, kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur. Sigurjón á son frá fyrra hjónabandi, Ægi og stjúp- dóttur, Áslaugu, gift Davíð Þ. Löve. Sólmundur er starfsmaður Vinnufatagerðarinnar, kvæntur Sigríði Elíasdóttur, eiga þau þrjá sonu uppkomna, Jóhannes, kv. Kristjönu Einaísdóttur hjúkrunarkonu, eiga þau eina dóttur, Hrefnu Dóru. Búsett í Kópavogi. Þórarin, kv. Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Búsett í Stykk- ishólmi. Elías ókv. Umhyggja Kristínar fyrir son- um sínum var óþreytandi. í móðurástinni birtist hinn einlægi kærleikur í sinni göfugustu mynd. Kristín stjúpamma mín lét aldrei bugast. „Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera.“ Minning hennar mun standa óbrotgjörn. Ég bið henni blessunar Guðs, sonum hennar, tengdadætrum, barnabörnum, barnabarnabörnum votta ég samúð um leið og ég þakka einlæga, gagnkvæma vin- áttu og tryggð. Helgi Vigfússon ÚTKALL um /anc/ allt Kristín Jónsdóttir —Minningarorð fyrr bóndi á Bjarmalandi í Hörðu- dal, síðar að Litla-Langadal á Skógarströnd, nú í Borgarnesi. K.h. Kristín S. Guðmundsdóttir frá Selárdal. Börn þeirra: Sigur- fljóð húsfr. í Reykjavík, Margrét húsfr. á Holti á Síðu, Þorleifur bóndi á Litla-Langadal, Jakob bóndi á Litla-Langadal, Guðmundur bóndi á Emmubergi, Jón bóndi á Setbergi, Ingunn húsfr. í Dýrafirði. Skarphéðinn í Reykjavík, látinn. K.h. Jóhanna Sveinsdóttir frá Seyðisfirði. Dæt- ur þeirra: Bergþóra húsfrú í Rvík. Sveinfríður húsfr. í Florida. Flosi, f. 1898, fyrr bóndi á Hörðubóli í Miðdölum, síðar kennari í Skaga- skólahéraði, A.-Hún. og skóla- stjóri á Svalbarðseyri, nú í Reykjavík. K.h. Ingibjörg, f. 1893, Hannesdóttir úr Stykkishólmi, systir Kristjáns læknis í Rvík. Þeirra synir og fóstursonur: Sig- urður, Hannes í Rvík og Guðmundur. Sigurrós óg. bl. í Rvík. Ólafía húsfr.fyrr í Hlíð í Hörðudal, gift Gesti Jósefssyni, bl. nú í Rvík. Gestur í Reykjav., k.h. Guðrún Sigurjónsdóttir frá Hreiðri í Holtum Rang. Börn þeirra: Sigurjón Hreiðar, Trausti Hafsteinn, Almar, Baldvin, Guðmundur, Kristinn, Gunnar látinn, dóttir ósk. látin. Árið 1928 réðst Kristín sem ráðskona til afa, sem var ekkju- maður, hafði missst báðar fyrri konur sínar, með fyrstu konunni átti hann 8 börn, en miðkonunni Næg tjaldstæði. Stjúpamma min, Kristín Jóns- dóttir, ekkja afa míns, Jóhannesar trésmiðs í Kveldúlfi Jónssonar, andaðist á Hjúkrunardeild Hrafn- istu mánudaginn 23. júlí s.l. á nítugasta aldursári. Kristín fæddist að Hlíð í Hörðu- dal í Dalasýslu 11. jan. 1890. Foreldrar hennar voru hjónin Jón, f. 1852, d. 1911, bóndi þar, síðar í Þorgeirsstaðahlíð, Bergsson, f. 1808, d. 1870, bónda að Hamraend- um í Miðdölum Teitssonar bónda á Fremri-Hranabjörgum, f. 1769, d. 1839, Halldórssonar. Móðir Teits var Steinunn Sigurðardóttir úr Rifgirðingum, föðursystir Sigurð- ar skálds Breiðfjörðs. Eiginkona Jóns Bergssonar var Sigurfljóð, d. 1912, Ikaboðsdóttir frá Saurstöð- um bónda þar, f. 1830, d. 1889, Þorgrímssonar, f. 1801, d. 1842, húsmanns að Skarði í Haukadal Guðmundssonar. Föðursystkini Kristínar voru þessi: Signý Bergsdóttir átti Sig- urð Sigurðsson á Kárastöðum á Mýrum. Katrín Bergsdóttir átti Gísla Tómasson í Efra-Nesi í Stafholtstungum. Halldór Bergs- son vinnumaður á Kárastöðum. Metta Bergsdóttir átti Jón Sigurðsson í Sanddalstungu, Margrét Bergsdóttir. Teitur Bergsson í Hlíð í Hörðudal. Guðrún Bergsdóttir fór til Vestur- heims, ókunnugt um afdrif henn- ar. Móðursystkini Kristínar voru þessi: Guðmundur Ikaboðsson bóndi að Skörðum í Miðdölum, Dalas. Guðrún Ikaboðsdóttir á Borgum á Skógaströnd, átti Einar Sigurðsson Kristjánssonar í Hlíð í Hörðudal. Friðsemd Ikaboðsdóttir í Heyholti, Borgarhreppi, Mýr., átti Jóhann Jóhannsson. Magnús Ikaboðsson bjó á Laufási við Langá á Mýrum, k.h. Þórdís Sig- urðardóttir, systir fyrrnefnds Einars. Jónas Ikaboðsson í Winni- peg, k.h. Anna Sveinbjarnardóttir, foreldrar séra Sveinbjarnar í St. Paul I Minnesota. Tómas á Fremri-Þorsteinsstöðum í Hauka- dal, k.h. Herdís Oddsdóttir. Þórey Ikaboðsdóttir óg. í Grindavík bl. Kristín bústýra á Saurstöðum, óg. Vigfús á Giljalandi, k.h. Margrét Sigurðardóttir. Guðbjörg. Eins og að framan greinir er Kristín komin af sterkum stofnum í Dalasýslu. Margt skyldmenna Kristínar fluttist vestur til Kan- ada, orðið sjálfkjörnir sendiherrar Islands. Álit og heiður íslenzku þjóðarinnar hefir vaxið með degi hverjum, svo fyrirmannlega hafa Vestur-Islendingar farið með þetta umboð. Manngildi, drengskapur, dáð og mannvit er einkenni Vestur-ís- lendinga. Það er mín einlæg ósk að Vestur-íslendingar, sem koma hingað til íslands, finni enn meir en verið hefur yl einlægrar ástúð- ar og frændrækni, sem geislað hefir frá þeim til sérhvers Islend- ings sem átt hefir því láni að fagna að heimsækja þá, jafnvel heyrt hjörtu þeirra slá og séð einlæga ástúð til íslands og þjóð- arinnar í döggvuðum augum þeirra. Þeir hafa sérstaklegan sterkan hug til íslands, forfeðr- anna og formæðranna. Vestur-Is- lendingar eru ósýnilegir gestir okkar á hverjum degi. Kristín stjúpamma mín bjó ekki við örbirgð í æsku sinni, en hún sá hana allt í kringum sig, umkomu- leysi annarra, hrakninga, vand- ræði, þessu gleymdi hún aldrei, og að líkindum haft nokkur áhrif á innri gerð hennar. Kristín var mikil trúkona, þó hún flíkaði því ekki, hafði sérstaka skoðun á framhaldslífinu. Hún gat tekið einlæglega undir orð skáldsins. „Það er þá byggð á bak við heljarstrauma, og blómi á lífsins trénu stöðugt nýr. Það er þá von um okkar beztu drauma og endurfundi þar sem náðin býr.“ (Einar H. Kvaran þýddi úr dönsku) Kristín hafði þá skoðun sem flestir íslendingar hafa, að dauðinn væri fæðing yfir á annað tilverusvið, og að fram- liðnir vitji ástvina sinna hérna megin daglega, ennfremur að sér- hver hefði sinn verndarengil. Á þessu yfirstandandi ári eru 35 ár liðin síðan eiginmaður Kristínar, afi minn, andaðist. Eftir það varð hún að vera húsmóðir og hús- bóndi, allt bjargaðist samt af. En hún taldi þá þrekraun þyngsta að missa mann sinn svo snemma frá sonunum tveimur, Sigurjóni og Sólmundi, á fermingaraldri. En sjálfbjargarhvötin og hin einlæga móðurást fær miklu áorkað. Kristín var mannkostamanneskja og drengur góður, hún var hrein- skiptin og hreinlynd, yfirlætis- laus. í sjóði minninganna geymi ég þær minningar sem ég á um heimilið að Njálsgötu 58 og heim- sóknir mínar þangað, þær eru hugljúfar. Það var gestkvæmt heimili þeirra, og sumir fundu þar í annað sinn föður og móðurhús. Frænd- garður mikill úr Dalasýslu og Borgarfirði. Kristín var elzt í hópi systkina sinna, en þau eru: Jón Bergmann Jónsson, f. 1893, Verzlunarmannahelgin ÁRNES 3. 4. og 5. ágúst Fjölskylduskemmtun Ókeypis aögangur er aö fjölskylduskemmtuninni fyrir alla fjölskylduna. Sérstakir gestir Magnús og Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.