Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 37 vonbrigðum. Samt gefur hann endanlega upp áform um búsetu með framandi þjóð. Það verður landi til láns. — Með frekara framhaldsnámi hefði Þórarni vafalaust tekizt að verða heims- frægur einleikari, svo söngríkur var tónn hans, svo fyrirhafnarlítil voru honum öll gígjugrip og bog- ans brögð. En þá hefði ættjörðin ekki notið krafta hans og braut- ryðjandastarfs sem uppalanda. ísland hefði máske eignazt sinn Keisler, en engan fiðlukennara. Og við þáverandi aðstæður var þjóð- inni meira um vert að eiga lands- föðurlegan fiðlara en farand- virtúós. Tvímælalaust má því telja Þórarin, með þjóðnýtu kennslustarfi sínu, einn meðal merkustu íslendinga þessarar aldar. Hann kynnir fiðluna sem eitt hið undraverðasta hljóðfæri allra tíma og elur upp tvær kynslóðir nemenda, er verða stofn að fjölskrúðugum samleik vakn- andi tónmenntalífs. Kjarni núver- andi konserthljómsveitar er árangur af ævistarfi hans. Og mörg íslenzk tónskáld eiga hand- leiðslu hans mikið að þakka. Sem lagahöfundur er Þórarinn landskunnur. Enda þótt metnaður hans beindist ekki að orðstý tón- skálds, hefir honum auðnazt að skapa söngstef, sem gjarna gleðja hvers manns hlustir. Hann hittir þann tón, sem án allra heilabrota túlkar gleði og þrá í látlausu formi. Fögnuður tjáningar eru honum ríkari en hverskyns tregi, gaman yfirgnæfir alvöru. Sem sannur músíkant syngur hann af hjartans lyst, laus við allar efa- semdir, fjarri öllum fræðilegum útreikningum. Þannig bera lög hans vitni hugarkæti og fölskva- lausri tilfinningu þess manns, sem Hávamál lýsa svo: Glaður og reifur skyli gumna hverr. Enda þótt Þórarinn segðist ekki vera mikill félagsmaður og hafa óbeit á pólitík, þá eru þó afrek hans á sviðið ýmissa almennra samtaka sögulegur kapítuli. Hæst ber þar stofnun Hljómsveitar Reykjavíkur árið 1921, sem Þórar- inn stjórnaði fyrstur allra, bæði sem formaður og hljómsveitar- stjóri. Án tilkomu hans hefði slíkur flokkur svo snemma ekki ýtt úr vör. Þetta var fyrsta hljóm- sveit Islands og undanfari allra síðari samleikshópa klassískra hljóðfæra. Átta árum síðar, á sumardaginn fyrsta 1929, hefir Þórarinn æft efnisskrá með 20 nemendum sínum og stjórnar á hljómleikum þessari nýstárlegu barnahljóm- sveit. Svo mörg fiðluleikandi börn höfðu hér aldrei fyrr saman komið á konsertpalli. Var þetta þá, og er reyndar enn, einstæður viðburður og mikil hvatning upprennandi viðleitni í tónlistaruppeldi. Þannig var Þórarinn merkisberi nýjunga í félagslegum samtökum, bæði Amma var þar, þar til er hún giftist Bjarna Guðnasyni, húsa- smíðameistara, frá Holtakoti, í Biskupstungum, en þau giftust 19. október 1917. Þau reistu sér stórt hús að Hallveigarstíg 9, þar sem þau bjuggu lengst af. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, Guðna Þórs, sem kvæntist Þórdísi Magnúsdóttur, hann lést sviplega þann 18.11.1940. Það áfall varð henni þungbært, en harm sinn bar hún í hljóði. Enn var hoggið skarð í ástvina- hópinn, er eldri sonur hennar Guðni Þór féll frá aðeins 51 árs. Þrátt fyrir áföll þessi bugaðist amma ekki og ávallt var hún jafn bein í baki. Amma var trúuð kona og mjög heilsteypt í trú sinni. Hún trúði á annað líf eftir þetta og óttaðist dauðann ekki, því hún taldi sig vera búna að skila sínu verki hér á jörðu og vissi að þeir er á undan henni voru farnir myndu taka á móti henni. Ég veit ég mæli fyrir munn allra barnabarna þinna, þegar ég færi þér þakkir fyrir allt, sem þú gerðir fyrir okkur, því öll vorum við alin upp undir sama þakinu á Hallveigarstígnum. Hvíldu í friði. Margrét Birna meðal uppvaxandi og fullvaxinnar kynslóðar. Sem starfsmaður Ríkisútvarps- ins frá byrjun þess hvíldi mikill hluti lifandi músíkflutnings á herðum Þórarins. Hér lék hann iðulega einn og með öðrum, bæði í tríói, kvartett og í hljómsveit útvarpsins, sem hann svo stjórn- aði, er liðsmönnum fjölgaði. Var hann ætíð vinsæll og vinmargur í samstilltum hópi hljóðfæraleik- ara. Og þegar við, nokkrir meðlimir í FÍH, stofnuðum Hljómsveit félags íslenzkra hljóð- færaleikara árið 1944, gerðist hann fúslega konsertmeistari. Samstarfsvilji Þórarins kom þá ekki síður fram við stofnun Félags íslenzkra tónlistarmanna árið 1940, en þar gegndi hann fyrstur manna formannsstörfum. Af framanskráðu má ráða, hve margvíst hefir verið ævistarf Þór- arins. Þrátt fyrir oft æði langan vinnudag, var hann jafnan skap- léttur. Lífskraftur hans var ótrú- lega mikill, og spaugsyrði voru honum ávallt tiltæk. Að eðlisfari var hann bjartsýnismaður, kátur í lund og ljúfur í viðmóti. í kennslustundum mínum hjá Þórarni minnist ég þess aldrei, að hann yrði þykkjuþungur né brygði skapi, þótt taktur riðlaðist eða óhreinn tónn óprýddi lag. Slíkt var langlundargeð hans og sál- rænt innsæi. Barn varð að með- höndla af varfærni og laða það með ljúfmennsku að ströngu lög- máli tóna í stað þess að slæva áhuga með lamandi ávítum. Hann sá í barni sérstæðan persónuleika, sem umgangast skyldi með vinsemd þess er vill því vel á tónanna torveldu brautum. Hvert grip, hvert bogastrok skyldi miðast við námsferil og þroska- stig, en ekki við óraunhæfa ósk- mynd. Og þótt fyrstu nótur mínar, sem hann kenndi mér að rita, líktust fremur vansköpuðum rúsínubollum en sæmilegum tón- táknum, þá voru uppeldisfræðileg viðbrögð hans jákvæð, um leið og hann brosandi sagði: „Já, vinur minn, það er augljóst, að þér þykir vænt um hesta; svona teiknum við hrosshóf og eftir þessu hneggjar hesturinn; en nú skulum við skrifa þannig, að knapinn sjálfur syngi á hestbaki! Upp frá þessu þótti mér alltaf vænt um Þórarinn Guð- mundsson sem mann og bar virð- ingu fyrir honum sem kennara. Með Þórarni Guðmundssyni er á brautgenginn einn af frumherjum okkar tónmennta, sem innleiddi fiðluna í íslenzkt samfélag. Hann sjálfur bærir ekki lengur strengi sína dauðlegum eyrum. En minning hans mun áfram hræra og hrífa hjartastrengi allra þeirra þakklátu Islendinga, sem skilja og meta óforgengilegt hlutverk þessa fyrsta forgöngumanns í fiðlutón- anna ríki. Dr. Hallgrímur Helgason. í dag er Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og tónskáld kvaddur hinstu kveðju. Þórarin má með réttu kalla föður fiðlunnar á íslandi, en hann var fyrstur ís- lendinga sem fór utan til fram- haldsnáms i fiðiuleik og helgaði því hljóðfæri ævistarf sitt. Aðeins 14 ára gamall hélt hann til Kaupmannahafnar til náms, en sneri aftur heim að þremur árum liðnum að loknu burtfararprófi frá tónlistarháskólanum þar. Þegar heim kom hóf Þórarinn kennslustörf ásamt öðrum tónlist- arstörfum og sem dæmi um ár- angur af kennslu hans má nefna, að fyrir 50 árum, eða árið 1929, var hér 20 manna barna- og unglingahljómsveit undir hans stjórn. Fyrsti vísir að sinfóníuhljóm- sveit hér á landi var þegar Þórar- inn safnaði saman hópi hljóðfæra- leikara til að leika við Konungs- komuna árið 1920, en fyrstu hljómsveitartónleikar hér á landi voru haldnir 22. maí það ár. Þórarinn stofnaði Hljómsveit Reykjavíkur árið 1921 og um 1930 var Útvarpshljómsveitin stofnuð og starfsemi þessara hljómsveita undir handleiðslu Þórarins er sá grunnur sem Sinfóníuhljómsveit Islands var reist á er hún var stofnuð árið 1950. Því má með réttu kalla Þórarin frumkvöðul Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þórarinn var einkar skemmtilegur maður og hvers manns hugljúfi. Hljóðfæraleikarar Sinfóníu- hljómsveitar íslands minnast hans með eftirsjá og söknuði og þakka honum frábært og óeigin- gjarnt starf í þágu Sinfóníu- hljómsveitar Islands, og senda aðstandendum samúðarkveðjur. Helga Hauksdóttir. Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari og tónskáld, andaðist í Landakotsspítalanum aðfararnótt miðvikudagsins 25. júlí s.l. Þórar- inn var fæddur 27. marz 1896 á Akfanesi, sonur hjónanna Guð- mundar Jakobssonar trésmíða- meistara og konu hans Þuríðar Þórarinsdóttur. Vinur, kennari, félagi, stjórn- andi, bróðir og kammerat. Þetta allt og mikið meira var hann Þórarinn Guðmundsson fyrir mér, undirrituðum. Fyrzt man ég hann, þegar hann kom á Túngötu 12, en þar fékk ég að dveljast um tíma hjá afa, Þórði Thoroddsen og ömmu minni, önnu. Ætíð man ég hann glaðan, og oft settist hann og ræddi við ömmu og okkur hin, þar til Emil frændi og hann héldu af stað út í bæinn. Þeir Emil og Þórarinn voru í þann mund þá að hefja starf sitt sem hljóðfæraleik- arar hjá „Útvarp Reykjavík". Ekki datt mér þá í hug að ég ætti eftir að starfa mikið með þeim þar síðar. Á þessum vetri eignaðist ég fiðlu og gekk þá fyrstu spor mín til náms í fiðluleik eftir Garða- strætinu heim til Þórarins á Tryggvagötu. Oftast tók hún frú Anna ívars, þessi yndislega fríða og góða kona á móti mér og ég beið í stofunni þar til kennslu- stundin hófst. Þórarinn var þá í blóma lífsins og starfsamur fram úr hófi. Hann hafði nálægt 30 nemendur og lék þar að auki á fiðlu sína við öll möguleg tæki- færi, sorgar og gleði, út um borg og bý. í spilatímunum gat hann verið alvörugefinn, en þó er ríkara í minningunni, hve hann fékk mann til að finna hve fallegt og gaman það gat orðið að kunna að hemja þetta erfiða og viðkvæma hljóðfæri — fiðluna. Hann kallaði það í glensi „að saga“ þegar við nemendur vorum að myndast við að spila, og það var sannkallað „sag“ hjá okkur flestum byrjend- anna, — en svo sýndi hann okkur hvernig — framkallaði þennan breiða og mjúka tón með fínlegri snertingu bogans. Þórarinn hafði nefnilega hinn sérstæða náttúru- tón fiðluleikara, sem ekki verður kenndur eða lærður qg Ungverjar tala um sem vöggugjöf — en þar að auki hafði hann nú lært og lokið námi í hinum konunglega músikskóla í Höfn. Var hann fyrstur fiðlari íslenzkur með þann frama. Margir hafa þeir líklega verið á umliðnum öldum hér á landi sem dreymdi um slíkt nám. Fiðlan var hér fyrrum lengi vel eina handbæra hljóðfærið við skemmtan og dansiböll og var þá leikið á hana eina. Þingeyingar hafa líklega verið ríkastir af góðum fiðlungum í þann tíð en þó voru hér í Reykjavík fiðlarar sam gátu sér gott orð á undan Þórarni, s.s. Einar spildemand og Ingi- mundur fiðla. Eftir heimkomu Þórarins frá námi varð það hans hlutverk að verða kennari og fyrirmynd á þessum vettvangi. Menntun hans sáði nú út frá sér. Meðal annars lék hann á þessum árum með prófessor Sveinbirni Sveinbjörnsen hans fyrstu sónötu sem samin var af íslenzku tón- skáldi. Hann minntist oft á Svein- björn við mig og hve vel þeim varð til vina. Þá lék hann með ýmsum öðrum svo sem Sigfúsi Einarssyni og síðar Páli ísólfssyni þegar hann kom heim frá námi í Leipzig, en þessir tveir menn tóku við af Þórarni um stjórnun Hljómsveit- ar Reykjavíkur, sem Þórarinn hafði stofnað árið 1921 og var þetta með fyrstu tilraunum hér- lendis tii flutnings stærri hljóm- sveitarverka að fyrirmynd ann- arra Evrópuþjóða. Margir aðrir komu síðar við sögu og lögðu hönd á plóginn og plægðu þann akur tónlistarlífsins hér sem svo ríku- lega hefur borið ávöxt með til- komu Tónlistarfélagsins, Tónlist- arskólans í Reykjavík, Útvarps- hljómsveitarinnar og síðar Sin- fóníuhljómsveitarinnar, sem dafn- að hefur við skilyrði sem Þórarinn og fleiri mörkuðu við upphaf starfs síns hér í Reykjavík. Þökk sé nú Þórarni Guðmunds- syni fyrir allt hið góða starf, og það sem af því hefur leitt fyrir hljómlistarlíf þjóðarinnar. Þórarinn var gæfumaður í þessu lífi, en þá ber að minnast konunn- ar hans góðu, Önnu ívarsdóttur og fjölskyldu þeirra. Þau eignuðust tvö börn, Þuríði og ívar, en niðjarnir munu nú vera orðnir nálægt 40 talsins. Anna var kölluð brott af þessum heimi og andaðist 2. desember s.l. Oft minntust þau, Anna og Þórarinn, við mig á þá gömlu góðu daga þegar fundum þeirra bar saman á Akureyri, þau þá kornung. Kom þá gjarnan afi minn sr. Matthías inn í myndina en á heimili hans voru þau bæði heimagangar. Og nú er máske tímabært að hafa yfir stef úr einu erfiljóði sr. Matthiasar sem Þór- arinn gjörði sitt fyrsta lag við þá aðeins 8 ára gamall. „Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem lýsir um nótt.“ Já, það er fljótt þegar litið er til baka — en einnig ef litið er á eilífðarbraut. Að lokum vil ég þakka Þórarni samfylgd og vinskap en afkom- endum og skyldmennum þeirra Önnu og Þórarins votta ég samhug með bænum um blessun þeirra beggja alla tíð. Þorvaldur Steingrímsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, AÐALHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta bess' Jónas Jónsson, Jón Jónasson, Gunilla Skaptason, Erla Kristfn Jónasdóttir, Birgir Sveinbergsson, og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, fööursystir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 1.30 e.h. Sígurjón Jóhannesson, Sigrún Guömundsdóttir, SólmundurJóhannesson, Sígríóur Elíasdóttir, Sigurfljóö Jónsdóttir og fjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinakveöjur viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmuT ÁSLAUGAR SIGURDARDÓTTUR, Snorrabraut 33. Brynhildur Kjartansdóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Lárus Bl. Guömundsson, Birna Hafstein, Jakob V. Hafstein, Sólveig Ágústsdóttir, Kristófer Magnússon, og barnabörn. + Öllum þeim mörgu vinum naer og fjær þökkum við innilega auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar, móöur, tendamóöur og ömmu, KRISTÍNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Grettisgötu 45. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A-5, Borgarspítalanum. Jón S. Steinbórsson, Sesselja Ó. Jónsdóttir, Grétar Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín og móöir okkar, PALÍNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Reykjabraut 9, Þorlókshöfn, andaöist á Landspítalanum 24. júlí. Útförin fer fram frá Hjallakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Jarösett veröur í Þorlákshöfn. Fyrir hönd ættingja hinnar látnu, Sigurður Steindórsson og börn. Skrifstofur félagsins eru lokaðar eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar Þórarins Guömundssonar tónskálds. STEF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.