Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Agreiningur sem getur sprengt stj órnarsamstarf’’ BENEDIKT Gröndal, íormaður Alþýðuflokksins, segir í viðtali við Alþýðublaðið á laugardag að afgreiðsla rikisstjórnarinnar á hækkun landbúnaðarvara hafi valdið ágreiningi sem hæglega geti sprengt stjórnarsamstarf. „Ráðherrar Alþýðuflokksins mótmæltu harðlega hækkun landbúnaðarvaranna og snerust afdráttarlaust gegn því, að ríkis- stjórnin staðfesti verðútreikning- inn. Framsóknarmenn og Al- þýðubandalagsmenn knúðu mái- ið fram og bera á því alla ábyrgð, en afleiðingar þessarar hækkun- Gylfi talar í Höfn „Gömul list—ný tízka“ eru ein- kunnarorð samkomu Dansk—íslenzka félagsins í Dan- mörku sem haldin verður í kvöld í Kaupmannahöfn, en frummæl- andi verður Gylfi Þ. Gíslason prófessor. Samkoman fer fram á Hótel Skandinavíu og hefst klukkan 20.00 ar eiga vafalaust eftir að verða miklar,“ segir Benedikt i viðtalinu. Hann var spurður að því hvaða stjórnmálalegu afleiðingar þetta mál hefði og hvort Alþýðuflokkur- inn gæti setið áfram í ríkisstjórn- inni. Benedikt svaraði því til að ágreiningur og afgreiðsla stór- máls af þessu tagi „geti hæglega sprengt stjórnarsamstarf". „En ríkisstjórnin er einmitt þessa daga að ræða um verðbólgumálið í heild og munu þær viðræður innan skamms tíma leiða í ljós, hvort stjórnarflokkarnir geta komið sér saman um hernaðaráætlun gegn verðbólgunni, sem dugir betur en ráðstafanir síðustu mánaða. Það mál mun ráða úrslitum um stjórn- arsamstarfið og leiða í ljós, hvort mynduð verði ný stjórn eða efnt til alþingiskosninga í vetur," segir Benedikt Gröndal einnig í viðtal- inu og bætti því við, að ríkis- stjórninni hefði mistekist að lækka verðbólguna sem þó hefði verið eitt höfuðmarkmið hennar. Bohuslav Chnoupek og Benedikt Gröndal við undirritun samnings um aukna samvinnu íslendinga og Tékkóslóvaka á sviði menningar og vísinda. Tékkóslóvneski utanríkisráðherrann: Opinberri heimsókn hans lýkur í dag Slasaðist lífshættu- lega í árekstri GEYSIHARÐUR árekstur varð á föstudagskvöld skammt frá bæn- um Laxamýri í Aðaldai. Fólksbill frá Akureyri og fjárbíll skullu þar saman mjög harkalega með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins og eiginkona hans, sem sat í framsætinu. siösuðust mjög mikið og var ökumaðurinn enn talinn í lífshættu i gær. Lögreglan á Húsavík fékk til- kynningu um slysið laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld og kom hún á staðinn nokkru síðar. Fólks- bíllinn hafði verið á leið norður þjóðveginn skammt frá Laxamýri, en fjárbíllinn á suðurleið. I fólks- bílnum voru tveir farþegar auk ökumanns, en í fjárbílnum voru 90 kindur á pallinum og einn vörslu- maður auk ökumanns. Ökumaður fólksbílsins virðist, að sögn lögreglunnar á Húsavík, hafa misst vald á bílnum og hemlað með þeim afleiðingum að bíllinn, skall á vinstra framhorn fjárbílsins og við áreksturinn slitnuðu framhjól fjárbílsins und- an og hann valt út af veginum. Ökumaður fjárbílsins og vörslu- maður á pallinum skrámuðust nokkuð en sluppu við öll stórvægi- leg meiðsl. Einnig slapp þriðji farþeginn í fólksbílnum frá árekstrinum án teljandi meiðsla. BOHUSLAV Chnoupek, utanrík- isráðherra Tékkóslóvakíu, kom í opinbera heimsókn til íslands á sunnudag. í fylgd með honum eru eiginkona hans og embættismenn frá ráðuneyti hans. Chnoupek og Benedikt Gröndal utanríkisráðherra hafa átt við- ræður um stöðuna í alþjóðamálum og samband íslands og Tékkó- slóvakíu. í gær gengu þeir frá samkomulagi um aukna samvinnu þjóðanna á sviði menningar og vísinda. Samningur þessi er í anda lokasamþykktar Öryggismálaráð- stefnu Evrópu og fjallar meðal NATO-skip- unum seinkar vegna vedurs HERSKIPUNUM átta úr fasta- flota NATO, sem væntanleg voru til Reykjavíkur í gærmorgun, seinkaði um sólarhring vegna veðurs og voru í gærkvöldi vænt- anleg klukkan 9 í dag. „Allt of snemmt ad ráð- aspirín sem vam- arlyf gegn blóðtappa — segir Vilhjálmur NÝLEGA var frá því skýrt í Mbl. að í Bandaríkjunum hafi verið gerðar tilraunir varðandi áhrif aspiríns á rúmliggjandi sjúklinga. Þar kemur fram að hálf tafla af aspiríni dragi úr myndun blóðtappa og geti kom- ið í veg fyrir hjartaáfail. Morgunblaðið hafði samband við Vilhjálm Skúlason prófessor og innti hann eftir þessum áður óþekktu verkunum aspiríns. „Það kom í ljós árið 1974, að aspirín hafði áður óþekkta verk- un á blóðið," sagði Vilhjálmur. „Það hefur hvorki áhrif á rauð eða hvít blóðkorn, en hefur þannig áhrif á blóðplötur, að það tekur líkamann lengri tíma að stöðva blæðingu á eðlilegan hátt. Tiltölulega litlir skammtar eru nauðsynlegir og hefur sýnt sig að einstakur skammtur, sem nemur 650 milligrömmum, tvö- faldar blæðingartímann næstu 4—7 daga. Þessi verkun verður á þann hátt að aspirín minnkar hæfni blóðplatnanna til þess að krumpast og loða saman, en það er mikilvægur þáttur í blóð- storknun. Á þennan hátt hefur myndast möguleiki á að nota aspirín sem varnarlyf, eða ef til Skúlason Vilhjálmur Skúlason prófessor vill sem lyfjameðferð gegn blóð- tappa, og á það einkum við um kransæðastíflu", sagði Vilhjálm- „Þess má geta að acetylsali- cylsýra, öðru nafni aspirín, hef- ur verið þekkt mjög lengi, eða allt frá því að þýzkur efnafræð- ingur, Felix Hoffmann, við Bayer lyfjaverksmiðjurnar sam- tengdi hana árið 1897. Það hefur prófessor verið vitað mjög lengi að aspirín hefur verkjadeyfandi, hitastill- andi og bólgueyðandi verkun og að hjáverkanir þess eru erting magaslínihimnu og blæðingar úr henni. Áðurgreindar verkanir aspiríns eru taldar stafa af því, að það hemur framleiðslu líkam- ans á efnum, sem kölluð eru postraglandín og eru skyld fitu- sýrum, en þau gegna nánast starfsemi hormóna í líkaman- um,“ sagði Vilhjálmur. „Hins vegar var aspirín prófað á 1239 mönnum árið 1974, en menn þessir höfðu nýlega lifað af kransæðastíflu. Helmingur þeirra fékk aspirín í skammmti sem nam 300 milligrömmum á dag, og 1 ári seinna var dauða- tíðni þeirra 24% lægri en við- miðunarhóps, sem ekki hafði fengið aspirín. Það er alls ekki útilokað, að eftir nokkur ár verði ráðlegt að taka inn aspirín til þess að minnka hættu á eða útiloka blóðtappa, en rannsóknir þar að lútandi eru hvergi nægi- legar og þess vegna er allt of snemmt að ráðleggja aspirín sem varnarlyf gegn blóðtappa,“ sagði Vilhjálmur Skúlason próf- essor að lokum. annars um heimsóknir vísinda- manna, íþróttamanna, listamanna og ferðamanna. í gær fóru Chnoupek og fylgdar- lið hans að Gullfossi og Geysi og heimsóttu einnig nokkrar stofnan- ir í Reykjavík. í dag mun hann heimsækja Ólaf Jóhannesson for- sætisráðherra og Kristján Eldjárn forseta. Héðan heldur utanríkis- ráðherrann síðan til New York síðdegis í dag, þar sem hann mun sitja 34. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hlaup í Skaftá HLAUP hófst í fyrrinótt í Skaftá og að sögn Sigurrósar Gunnarsdóttur, húsfreyju í Hvammi í Skaftártungu óx áin frekar hægt framan af degi í gær en færðist í aukana eftir því, sem á daginn leið. Hækkaði yfirborð árinnar um 36 sentimetra á tímabilinu frá kl. 13 til 20 í gær. Mikla jöklafýlu lagði af ánni. Ekki Margeir fimmti í Manchester NÝLEGA cr lokið skákkeppninni Benedictine-cup í Manchester í Englandi en þar var Margeir Pétursson alþjóðlegur meistari meðal keppenda. Alls voru kcpp- endur 50, þar aí tveir stórmeist- arar og 10 alþjóðlegir meistarar. Margeir varð í 5.-9. sæti með 6 vinninga af 9 mögulegum. Efstir og jafnir urðu Botterill og Chandl- er með 7 vinninga. Þá tefldi Margeir einvígi við enska skákmanninn Crouch, en sá náði alþjóðlegum meistaraárangri á móti í London nýlega. Einvíginu lyktaði með sigri Margeirs 4:0. sagðist Sigurrós geta neinu spáð um hvenær hlaupið næði hámarki en oft væri það ekki fyrr en á þriðja eða fjórða degi eftir að hlaup hæfist. Oft hafa orðið spjöll á brúm og vegum vegna Skaftárhlaupa og hafa menn áhyggjur af því að skemmdir verði á brúnum á veginum að bænum Skaftárdal en ófært var orðið að bænum í gærkvöldi, þó að brýrnar væru ekki enn í hættu. Ráðstefna um áfengis- og barnastúkumál UNGLINGAREGLAN gengst fyr- ir námskeiði og ráðstefnu um áfengis- og barnastúkumál á þriðjudag og miðvikudag í Templ- arahöllinni. Á þriðjudag heldur Ólafur Þ. Kristjánsson erindi um sögu góðtemplarareglunnar og Ólafur Haukur Árnason um áfengismálapólitík í dag. Á mið- vikudag verður fundur í Barna- stúkunni Svövu og á eftir honum umræða um málefni unglingaregl- unnar. Haukur Gröndal látinn IIAUKUR Gröndal, íram- kvæmdastjóri, lézt í Reykjavík aðfararnótt mánudags. Haukur fæddist í Reykjavík 3. febrúar árið 1912 og var sonur hjónanna Benedikts Þorvaidssonar Grön- dals, bæjarfógetaritara og Sigur- laugar Guðmundsdóttur Grön- dal. Haukur Gröndal var einn af stofnendum Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans og var alla tíð einn af helstu stuðningsmönnum íslenzks tónlistarlífs. Sjálfur stundaði Haukur tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Hann brautskráðist frá Verzl- unarskóla íslands árið 1930 og stundaði verzlunar- og síðar skrif- stofustörf í Reykjavík í allmörg ár. Haukur var framkvæmdastjóri Afgreiðslu smjörlíkisgerðanna frá 1946 og seinna fyrirtækjanna Smjörlíkis h.f. og Sólar h.f. Haukur Gröndal var þríkvænt- ur og var fyrsta kona hans Sigríð- ur Pálsdóttir og áttu þau tvö börn. Önnur kona hans var Sigríður Gunnarsdóttir Havstein og áttu þau þrjá syni. Þriðja kona hans var Súsanna Halldórsdóttir. Haukur Gröndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.