Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
7
Vegakerfið —
lífæöar
samfélagsins
Lítil þjóð í stóru og
strjálbýíu landi á mikið
undir góðum samgöng-
um komiö. Vegakerfið
gegnir hliðstæðu hlut-
verki í þjóðarbúskapnum
og samfélagi okkar og
æðakerfíö í líkamanum.
Atvinnulíf og verðmæta-
sköpun f þjóðarbúinu er
háð margvíslegum að-
flutningum og dreifingu
framleíöslu. Neyzluvörur,
sem hver fjölskylda í
landinu er háð, og hráefni
til margs konar iðnaðar
streyma dag hvern eftir
þessum samgöngum til
hinna ýsmu byggöa í
landínu. Fræðslukerfi f
strjálbýli er og háð flutn-
ingi nemenda til og frá
skóla, oft um töluverðar
vegaíengdir. Menningar-
leg og félagsleg sam-
skipti byggða í milli
byggjast á traustum
samgöngum. Þær aö-
stæður, sem við búum
við sem þjóð og einstakl-
ingar, bæði landfræðileg-
ar og veðurfarslegar gera
okkur háðari samgöng-
um á landi flestum öðrum
þjóöum. Það gegnir því
furðu hve vegagerð hér-
lendis er langt á eftir
vegagerð í nágranna-
löndum, þrátt fyrir mynd-
arleg átök á þessum vett-
vangi á umliðnum ára-
tugum. Það er einkum
svokölluð varanleg vega-
gerð, þ.e. lagning slitlags
á vegi, sem orðið hefur
útundan er forráðamenn
þjóðarinnar hafa gert upp
á milli valkosta í fram-
kvæmdum viö fjárlaga-
gerð.
Varanleg
vegagerö
Á liðnu þingi fluttu
þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins tillögu til þings-
ályktunar um varanlega
vegagerð: 15 ára verk-
áætlun um lagningu
hringvegar og vega til
allra þéttbýlisstaöa með
bundnu slitlagi. Tillagan
fól jafnframt í sér hvern
veg fjármagna skyldi
þessa framkvæmd, þ.e.
með umframtekjum af
sérsköttun umferðar,
framlagi byggðasjóðs,
happdrættislánum, auk
fjárveitinga á fjárlögum
til almennrar vegagerðar.
í greinargerð með til-
lögunni kemur fram aö
olíumalarvegur með 1000
bíla árdagsumferð skilar
stofnkostnaöi í minna
vegaviðhaldi á tæpum
áratug, en umferöarþungi
á að sjálfsögöu að ráða,
hverskonar slitlag (olíu-
möl, malbik eða stein-
steypa) verður lagt á ein-
staka vegarkafla. Varan-
leg vegagerð er sem sé
arðbær framkvæmd, sem
skilar stofnkostnaði sín-
um á undraskömmum
tíma, ekki einungis í
minna vegaviðhaldi og
minni snjóruðningi (ef
vegir eru sæmiiega upp
byggðir), heldur einnig í
minni viðhaldskostnaði
ökutækja, lengri ending-
artíma þeirra og síðast en
ekki sízt í 19% minni
bensíneyöslu. Meðaltals-
slit á bifreiðum er talið
60% meira á malarvegum
en vegum meö varanlegu
slitlagi. Hvern veg sem á
mál er litið er það arðbær
og þjóðhagslega séð
hagkvæm framkvæmd að
búa vegakerfi okkar þann
veg í stakk, sem tillaga
þingmanna Sjálfstæöis-
flokksins stóð til.
Stjórnarliðið mátti hins
vegar ekki vera að því að
sinna þessari tillögu.
Sennilega hefur Alþýðu-
flokkurinn verið of upp-
tekinn við að afnema
tekjuskatt af launatekj-
um, Alþýöubandalagið
við að framfylgja stefnu-
miðinu „herinn burt —
ísland úr Nató“ og Fram-
sóknarflokkurinn við að
slá fyrra verðbólgumet
Ólafs Jóhannessonar
(54% verðbólgu í kjölfar
hinnar fyrri vinstri stjórn-
ar 1971—74).
Stefnumótun
stjórnar-
andstööu
Á meöan stjórnarflokk-
arnir fara með alla sína
orku í heimiliserjur, hefur
stjórnarandstaöan, Sjálf-
stæðisflokkurinn, mark-
að framtíðarstefnu í ýms-
um veigamiklum mála-
flokkum. Varanleg vega-
gerð er aðeins einn
þeirra. Forysta stjórnar-
andstöðunnar í Jan-May-
enmálinu er og táknræn í
þessu efni. Efnahags-
stefna flokksins, í anda
frjálshyggju, á og örugg-
lega eftir að setja svip
sinn á framvindu mála, ef
þjóðin velur þann kost að
eiga samleiö með öðrum
vestrænum ríkjum i sókn
þeirra til öryggis og vel-
ferðar þjóðfélagsþegn-
anna. Þessari stefnumót-
un þarf Sjálfstæöisflokk-
urinn að halda áfram.
Þannig skapar hann sér,
málefnalega séð, sterka
vígstöðu, og gegnir bezt
skyldu sinni við samtíð
og framtíð sem flokkur
allra stétta og sterkasta
sameiningartákn í þjóð-
félaginu.
Ríkisstjórnin hefur
gjörsamlega fallið á
reynsluprófinu. Hún er
með falleinkunn í öllum
greinum viðfangsefna
sinna. Stjórnarflokkarnir
eiga ekkert eftir, sem
tengir þá saman, nema
sameiginlegan ótta við
kosningar. Hann er eina
tengibandið þeirra á
milli. Það er heldur veik-
burða samstarfsgrund-
völlur og ekki traustvekj-
andi.
I
I
I
I
I
I
I
„Vögguvísa” Elíasar
Mar í skólaútgáfu
IJT ER komin á vegun IÐUNNAR
skólaútgáfa af skáldsögunni Vöggu-
vísu eflir Elías Mar. Eysteinn Þor-
valdsson annaðist útgáfuna.
Vögguvísa, sem hefur undirtitilinn
Brot úr ævintýri kom fyrst út 1950.
Vakti sagan þá mikla athygli og er
án efa kunnasta verk Elíasar Mar.
Hún fjallar einkum um unglinga í
Reykjavík á þeim árum og greinir
frá innbroti sem nokkrir piltar
fremja og áhrifum þess. Sagan lýsir
reykvísku samfélagi fyrstu árin eftir
stríð, og meðal annars er hún auðug
heimild um lífshætti og málfar
unglinga á þeim tíma.
Eysteinn Þorvaldsson ritar for-
mála þessarar útgáfu og hefur tekið
saman skýringar og athugunarefni
sem ætlað er skólanemum. Vöggu-
vísa er fimmtánda bókin í flokknum
íslcnsk úrvalsrit i skólaútgáfum.
Hún er 120 bls., prentuð í Odda. Á
kápu er brot úr eiginhandarriti
hðfundar að uppkasti sögunnar. —
Næsta bók í þessum flokki verður
skáldsagan Yfirvaldið eftir Þorgeir
Þorgeirsson í útgáfu Kristjáns Jó-
hanns Jónssonar.
jlí ivU.. \ ***•''“
IU. 8-**' f‘- "*A4
„ &OJC, í
Þakkir
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu
mig, færöu mér góöar gjafir og heiöruöu mig á
margvíslegan hátt á 100 ára afmælisdegi mínum
þann 10. sept. sl.
Guö blessi ykkur öll.
Guörún Þóröardóttir,
Mararbraut 9, Húsavík.
kennslan
sem sparar þér
tíma
Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI.
Kvöldnámskeiö — síödegisnámskeiö.
Enskuskóli Barnanna.
fisest Einkaritaraskólinn.
síöast* jgQijr
innntunardag
ISími 10004 og 11109
Málaskólinn Mímir,
kl. 1—7 e.h.
Brautarholti 4.
JANE
HELLEN
kynnir nýja hárnæringu
JANE’S RINSE
mýkir hárið án þess að fita það.
Jane’s Shampoo + Jane’s Rins&= Öruggur árangur.
iHinírj,
<zMmerióKa"
Tunguhálsi 11, R. Siml 82700