Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
RÉTTIR standa nú sem hæst. Þó aö fjárleitir og
réttir séu annatími til sveita, er þeirra jafnan beöiö
meö nokkurri tilhlökkun jafnt af ungum sem
öldnum. Göngur hafa yfir sér sérstakan ævintýra-
Ijóma og þaö eru ekki bara sveitamenn, sem
sækjast eftir aö komast í þær. Margur þéttbýlisbú-
inn hefur átt sér þann draum aö komast í göngur
allt frá unglingsárum, þegar hann var í sumardvöl í
sveit. í réttirnar sækir jafnan fjölmenni, jafnt fólk úr
sveitunum sem þéttbýlisbúar. Hjá mörgum þétt-
býlisbúanum er þaö árviss viöburöur aö fara í
réttirnar og hitta gamla kunningja og vini og hjálþa
til viö dráttinn.
Meðfylgjandi myndir tók fréttaritari Mbl. Sigurð-
ur Sigmundsson, í Tungnarétt og Hrunamannarétt
í síðustu viku. Milli 10 og 12 þúsund fjár var réttaö
í hvorri rétt en taliö er aö vegna slæms veðurs og
erfiöra leitarskilyrða hafi nokkru fleira fé oröiö eftir
á afréttunum eftir fyrstu leit en vant er. í báðum
réttunum þótti mönnum féö með allra lélegasta
móti og þykir mönnum sýnt aö fallþungi dilkanna í
haust veröi jafnvel nokkrum kílóum lægri en
undanfarin ár.
Það þykir við hœfi að hafa örlitið tár með sér i réttirnar, þó að ekki
sé til annars en bjóða Kömlum kunningja. Kristinn Kristmundsson
frá Kalbak i Hrunamannahreppi, nú skólameistari á Laugarvatni
sést hér ásamt Sigurði Hannessyni i Stóru-Sandvik.
Yngri kynslóðin ieggur sitt af mörkum við að draga féð.
I réttum
Freisinu lokið. Fjallmenn i Hrunamannarétt reka hluta af safninu inn i almenninginn.
Ljósm. Sig. Sigm.
Biskupstungum og er haft fyrir satt að sumir leggi þangað leið sína ekki síst til að taka undir í
söngnum með Tungnamönnum. Það er Einar Þorsteinsson frá Vatnsleysu, sem stjórnar söngnum.