Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.09.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 1 5 ------:—: —---------------------------------------------------------------— ........* Kosningar í Svíþjóð: Jafnaðarmenn juku fylgi sitt en Bohman er sigurvegari kosninganna Frá Sigrúnu Gísladóttur. fréttaritara Mbl. í Svíþjóð. AP. Reuter. 17. september. MIKIL SPENNA og eftirvænting ríkir nú hér í Svíþjóð þegar eftir er að telja um 40 þúsund póstatkvæði en þau verða talin á miðvikudag. Þessi atkvæði munu skipta sköpum um hvort borgaraflokkarnir þrír, Hægri flokkurinn. Frjálslyndir og Mið- flokkurinn, halda meirihluta sinum í sænska þinginu eða hvort jafnaðarmenn og kommúnistar fá meirihluta. Vinstri flokkarnir hafa eins og sakir standa undirtökin, en ákaflega mjótt er á mununum, aðeins um tvö þúsund atkvæði skilja á milli. Sagan hefur hins vegar sýnt að borgaraflokkarnir hafa ávallt fengið meirihluta póstatkvæða og Olaf Palme, leiðtogi jafnaðarmanna. var allt annað en bjartsýnn þegar hann ræddi við fréttamenn um endanlegar niðurstöður. „Eg er smeykur um að við missum meirihlutann þegar póstatkvæðin hafa verið talin. Ég óttast að þeir Svía, sem búa erlendis, muni koma borgaraflokkunum til valda.“ sagði hann. Þessi 40 þúsund atkvæði sem eftir er að telja. eru atkvæði kjósenda, sem greiddu atkvæði í pósti. bæði í Svíþjóð og erlendis. Alls munu um 8000 af þessum atkvæðum vera greidd af Svium erlendis. enginn vandi á höndum með, varð til þess að „vandamáP' hans, sem nú eru gleymd hver voru, hurfu; úr þeim var greitt með fáeinum gagnorðum leiðbeiningum. En þarna hófust kynni sem með tím- anum urðu að vináttu, sem höf- undur þessa greinarstúfs lítur til baka yfir með þakklæti; og hefur aldrei heldur getað gleymt þeim orðum félaga síns sem urðu upp- haf hennar, orðum sem segja í látleysi sínu flest og gefa best lýsingu á kennaranum Ólafi Hanssyni. Líklega mun sá nemandi tor- fundinn í hópi þeirra þúsunda nemenda sem Ólafur hefur kennt um dagana, sem ekki tæki heils- hugar undir þessi orð og sendir honum nú í tilefni dagsins í huganum kveðjur með hlýhug og þakklæti. Ólafur hefur um dagana haft flest það til að bera er gerði hann í senn afburðaduglegan og vinsælan kennara. Þó hann brýndi aldrei raustina var agaleysi óþekkt í hans tímum og tregan skilning hafði sá nemandi á eigin hagsmunum sem reyndi það oftar en einu sinni að ganga upp ólesinn hjá Óla Hans. Hitt vissu líka allir að þegar Ólafur hafði fengið fram þau vinnubrögð og kunnáttu sem honum líkaði, stóð ekki á umbun. Okkur nemendum hans fannst ætíð mikið til um yfirburða þekk- ingu hans, en ekki síður um hitt hve hann átti auðvelt með að útlista flókin viðfangsefni, skilja milli aukaatriða og kjarna máls- ins, leysa tyrfnar flækjur upp í auðskiída frumparta. Um þann hafsjó þekkingar sem Ólafur býr yfir og allt að því fótógrafiskt minni hans hafa á liðnum árum myndast margar og skemmtilegar þjóðsögur, sem ekki eru tök á að rekja hér, en óneitanlega var það imponerandi er hann spurði suma nemendur, í fyrstu kennslustund svona eins og hinsegin að nafni; marga þekkti hann fyrir með einhverjum óútskýranlegum hætti, og síðan ekki söguna meir, — hann þekkti þá þar með alla og þekkir enn. Hitt vissu aðeins kunnugir að langoftast þekkti hann einnig og gat rakið ættir þeirra betur en þeir sjálfir; og kennslubók eða minnisblöð bar hann aldrei í kennslustund þau ár sem undirritaður var við nám í sagnfræði hjá honum. Þó mun sá nemandi torfundinn sem minnist þess að Ólaf hafi rekið í vörðurnar sökum þekkingarskorts og væri þó synd að segja ekki hefði margt borið á góma þeirra hluta sem lágu langt utan við tilskilið náms- efni. Ótal greinar og ritverk um ólíklegustu efni sem hann hefur birt á prenti bera þess líka ærinn vott hve vítt hann hefur farið í þekkingarleit, enda hefur sú saga gengið staflaust að þegar fjölmiðl- ar hófu hinar margvíslegu spurn- ingakeppnir um hvers kyns efni, og leitað var eftir keppendum meðal fjölvísra manna, hafi skil- yrðið fyrir þátttöku oftast verið að Ólafur yrði ekki meðal þeirra, því þá væru úrslit ráðin. Hann hefur því orðið að láta sér nægja dóm- arastarfið eins og alþjóð er kunn- ugt. Það lætur að líkum að manni sem búinn er slíkum hæfileikum sem Ólafur hafi verið létt um nám enda var hann jafnan skóladux á sínum námsárum og valdi sér til embættisprófs við Oslóarháskóla að sögn samstúdenta sinna þar, einhverjar þrjár erfiðustu grein- arnar: sagnfræði, þýsku og landa- fræði, og lauk með prýði. En nóg mun nú þulið að sinni. Þeir sem til þekkja vita að Ólafi er lofburður lítt að skapi, þó aldrei nema verðskuldaður sé. Og þar sem greinarkorn þetta er hugsað sem afmæliskveðja verður gengið á svig við að rekja æviferil Ólafs, ættir hans og margvísleg ævistörf, enda gert hér að nokkru af öðrum, en í stað þess sendar kveðjur og hugheilar hamingjuóskir til bæði hans og fjölskyldu hans í tilefni dagsins með þakklæti fyrir liðin kynni og einnig sú von að honum megi endast líf, heilsa og þrek til nýrra starfa í mörg ókomin ár. Veit ég að hér er mælt fyrir munn allra hinna mörgu nemenda hans. E.J.S. Úrslit eru tvísýn en þegar er ljóst að sigurvegari kosninganna er Hægri flokkur Gösta Bohmann. Hægri flokkurinn er nú orðinn næst stærsti flokkur Svíþjóðar en Miðflokkur Thorbjörn Falldins fyrrum forsætisráðherra, galt mikið afhroð og missti fjórða hvern kjósanda sinn frá 1976. Þegar eftir er að telja hin 40 þúsund póstatkvæði, sem greidd voru á kjördag, er staða flokkanna þessi: Kosningaþátttaka var 89.8% og aðrir flokkar fengu 1.5% atkvæða. Menn voru sammála í Svíþjóð um, að hinn litli munur, sem væri á fylkingunum tveimur, væri baga- legur og raddir voru jafnvel uppi um kosningar þegar á næsta ári. Bohman — sigur- vegari kosninganna Það er engum vafa undirorpið, að Gösta Bohman, leiðtogi Hægri flokksins, er sigurvegari kosn- inganna. Hann vann mikinn per- sónulegan sigur og á tæpum ára- tug hefur Bohman, sem nú er 68 ára gamall, tvöfaldað fylgi flokk- sins. Hann hugðist draga sig í hlé á síðasta ári en hann hefur setið á Þingi frá 1958. Hann kaus hins vegar að leiða flokk sinn í kosn- ingunum og vann sinn mesta sigur. Hægri flokkurinn er nú næststærsti flokkur Svíþjóðar og erfitt verður fyrir frjálslynda og Miðflokkinn að ganga framhjá Bohman sem næsta forsætisráð- herraefni — fái flokkarnir þrír meirihluta. Einn af leiðtogum frjálslyndra sagði við fréttamann AP, að hvorki Miðflokkurinn né frjálslyndir væru fúsir til stjórnarmyndunar undir stjórn Bohmans. „Stjórn undir forsæti Bohmans yrði of íhaldsöm og það viljum við ekki,“ sagði hann. Gösta Bohman markaði afdrátt- arlausa stefnu í kosninga- baráttunni — til hægri við hina borgaraflokkana. Hann lagði áherzlu á skattalækkanir, allt niður í 50% sem hæsta skattþrep en undir núverandi kerfi geta skattar numið allt að 85%. Hann veittist harðlega að jafnaðar- mönnum fyrir miðstýringu, sem hefði komist á undir stjórn þeirra og eins skólakerfið, sem hann taldi staðnað og ekki skila nógum afköstum. „Svíþjóð þarfnast sterkrar stjórnar borgaraflokk- anna þriggja," sagði hann og hann margendurtók að nú væri eðlilegt að mynduð yrði stjórn undir hans forsæti ef borgaraflokkarnir fengju meirihluta. Ullsten viðrar sig utan í Palme Ole Ullsten, forsætisráðherra minnihlutastjórnar frjálslyndra, var ekki jafn ánægður. Krsn- ingaspár höfðu gefið til kynna, að frjálslyndir hlytu allt að 4% fylgisaukningu en í þess stað töpuðu þeir fylgi, þó að lítið hafi verið. í viðtali við fréttamenn í Stokkhólmi sagðist Ullsten ekki ætla að segja af sér að svo komnu — hann ætlaði að bíða endanlegra niðurstaðna kosninganna. „Hafi borgaraflokkarnir þá meirihluta er ekki sjálfgefið að ég segi af mér,“ sagði hann og gaf í skyn, að ef borgaraflokkarnir misstu meirihluta sinn, þá væri hugsan- legt að frjálslyndir störfuðu með jafnaðarmönnum í stjórn. „Ég hefði vonast eftir ineira fylgi í kosningunum. En myndun minnihlutastjórnar frjálslyndra var tvíeggjað vopn, sem bæði hafði kosti og galla," sagði Ullsten. Jafnaðarmenn misstu í fyrsta sinn ekki fylgi undir forustu Palmes. Jafnaðarmenn gengu til kosn- inga í þriðja sinn undir stjórn Olafs Palme, leiðtoga flokksins. í fyrsta sinn misstu þeir ekki fylgi og tókst loks að koma í veg fyrir frekara fylgishrun. Honum tókst að styðjast við hlutleysi kommún- ista eftir kosningarnar 1973, en 1976 komust borgaraflokkarnir til valda eftir 44 ára samfellda stjórn jafnaðarmanna. Fréttaskýrendur voru sammála um, að Olof Palme hafi barist fyrir pólitísku lífi sínu og að hann hafi lagt hart að sér í kosningabaráttunni. „Þetta var erfiðasta og harðasta kosninga- barátta, sem ég hef tekið þátt í.“ sagði hann. Palme lifði af — nú 52 ára gamall — en staða hans innan flokksins er ekki alltof sterk. I raun má segja að Palme hafi hvorki sigrað né beðið ósigur. Jafnaðarmenn juku að vísu fylgi sitt, en aðeins um 0.9% og flest bendir til að borgaraflokkarnir haldi þingmeirihluta sínum, því sagan hefur sýnt að borgaraflokk- arnir hafa fengið meirihluta póst- atkvæðanna. Raunar viðurkenndi Palme þetta eins og áður var að vikið og Stein Anderson, ritari flokksins, var bitur þegar hann sagði: „Ég tel ekki sanngjarnt, að þeir, sem hafa flúið skattana hér, ákveði hvernig Svíþjóð skuli stjórnað." Palme lýsti því yfir, að ekki kæmi til greina að jafnað- armenn mynduðu stjórn með frjálslyndum eða Miðflokknum. Hann sagði, að ef sá möguleiki yrði uppi á teningnum, að jafnað- armenn gætu myndað stjórn með hlutleysi kommúnista þá myndu þeir gera það. En þeir vildu ekki áhrif kommúnistastefnunnar. „Okkur hefur tekist að snúa þróuninni við og komið sterkir út úr leiknum. Við verðum að berjast gegn Miðflokkum og hægri sveifiu af öllu afli,“ sagði Palme í sjón- Olof Palme ræðir úrslit sænsku kosninganna. varpinu þegar leiðtogarnir ræddu um niðurstöður kosninganna. Miðflokkur Fáldins missti fjórða hvern _________kjósanda___________ Thorbjörn Fálldin, leiðtogi Mið- flokksins, viðurkenndi osigur flokks síns þegar fylgistap Mið- flokksins var ljóst. í kosningununt 1976 jók Miðflokkurinn fylgi sitt verulega vegna andstöðu Svía við kjarnorkuna. Aðalmál kosn- inganna nú voru hins vegar efna- hagsmálin og þetta virtist bitna á Miðflokknum. „Ég verð að fá tíma til að brjóta ástæður fylgistaps okkar til mergjar en svo virðist sem okkur hafi ekki tekist að koma stefnumálum okkar til skila til kjósenda,“ sagði Fálldin. Staða hans nú sem formaður flokksins hangir á bláþræði, að mati fréttaskýrenda. Mesta fylgi kommúnista í 30 ár Kommúnistar hlutu mesta fylgi sitt í 30 ár á sunnudag. Fengu 5.6% atkvæða. Svo virðist sem kommúnistar hafi fengið talsvert fylgi hjá ungum kjósendum og andmælendum kjarnorku. Flokk- urinn klofnaði á kjörtímabilinu en klofningsarmurinn, sem þykir hallur undir Moskvuvaldið, hlaut aðeins 0.2% atkvæða. Lars Wern- er, formaður flokksins, sagði að kommúnistar væru ekki reiðubún- ir til að styðja stjórn jafnaðar- manna í anda jafnaðarstefnunnar. „Við viljum að stefna okkar ráði meiru ef við eigum að st.vðja Palme," sagði hann. Sprengjuhótanir við kommúnista og jafnaðarmenn___________ Olof Palme varð ásamt flokks- mönnum sínum að yfirgefa aðal- stöðvar flokksins þegar sprengju- hótun barst, maður, er ekki lét nafn síns getið og talaði ensku, sagði að sprengju hefði verið komið fyrir í byggingunni. Jafnað- armenn fluttu sig uni set en engin sprengja fannst. Þá sögðu komm- únistar, að þeint hefði borist sprengjuhótun án þess að sprengja hefði fundist. Leiðtogar borgaraflokkanna í Svíþjúð, (frá vinstri) Ola Ullsten. leiðtogi Frjálslynda flokksins. I Tknrkí/\a>n IniAéiwei MiAfl»lrlr«tn« «<• Pu«4« TJ.. L_l.tkA.._I II __• fl 11 • í » £ J Thorbjörn Fálldin. leiðtogi Miðflokksins, og Gösta Bohman. leiðtogi Hægri flokksins. koma frá blaðamannafundi þegar talningu var að mestu lokið. %1979 %1976 Þing- menn 1976 Þing- menn 1979 Jafnaðarmenn 43.6 42.7 152 155 Hægri flokkurinn 20.4 15.6 55 72 Miðflokkurinn 18.2 24.1 86 64 Frjálslyndir 10.6 11.1 39 38 Kommúnistar 5.6 4.8 17 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.