Morgunblaðið - 18.09.1979, Side 16

Morgunblaðið - 18.09.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Smáskammta- lækningar Það vakti verulega athygli, að Tíminn reyndi ekki að guma af afrekum ríkisstjórnarinnar á ársafmæli hennar — enda af engu að guma — heldur sneri hann sér að stjórnarandstöðunni og hundskamm- aði hana fyrir afmælið! Það er ekki ofmælt, að þeir framsóknarmenn eru gengnir í pólitískan barndóm og vilja helzt ekki muna neitt af því, sem gerzt hefur á undanförnu ári, en tíunda heldur ágæti sitt með öðrum . hætti. Þjóðviljamenn létu auðvitað stóru grundvallarmálin liggja í láginni, nú datt engum kommanna í hug, að herinn ætti að fara burt, hvað þá að boða marxisma og þjóðnýtingu. Þeir vilja heldur gutla í þeirri smáskammtalækningu, sem er orðin einkenni vinstristjórnarinn- ar. Smáskammtalæknarnir í ríkisstjórninni eiga sem sagt enga hugsjón — nema hanga í stólunum. En það er að verða þjóðinni dýrt spaug. Þeir kratar skera sig auðvitað ekkert úr að þessu eða öðru leyti, en þykjast þó unnað slagið vera í stjórnarandstöðu, eins og formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins. Það mun ekki sízt vera sú stjórnarand- staða, sem Tíminn átti við, þegar hann í pólitískum barndómi sínum húðskammaði stjórnarandstöðuna á ársafmælinu. A meðan kommarnir eru að gutla í smáskömmtunum (sem eru raunar orðnir hrikaleg blóðtaka fyrir þjóðina, enda er skattpíningarstefna stjórnarinnar kölluð vitfirring og vitleysa af einum helzta ábyrgðar- manni hennar), virðast þeir Þjóðviljamenn eitthvað hafa lært af félögum sínum á Italíu. Þeim finnst þjóðnýtingin þar orðin allt of mikil og gera allt, sem þeir geta-, til að losa sig við öfgamenn Rauðu herdeildarinnar. Það var athyglisvert að hlusta á það í sjónvarpssamtali á föstudag, félagi í iðnaðarnefnd ítalska kommúnistaflokksins lýsti því yfir, að þjóðnýting og afskipti ríkisvaldsins af málefnum þegnanna væri orðin of mikil og ríkið ætti að hætta ýmiss konar þjóðnýtingu, t.d. í samgöngumálum og á vettvangi tryggingamála. Það er kannski vegna ítalskra áhrifa, sem kommarnir eru hættir við „stóru" hugsjónirnar og komnir á kaf í smáskammtalækningarnar. Svo að vikið sé að hinni einu sönnu stjórnarandstöðu í landinu, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn veitt stjórninni sanngjarnt aðhald, svo og þau blöð, sem gagnrýnt hafa ríkisstjórnina og stefnu hennar, ef stefnu skal kalla. Stjórnarandstæðingar töldu rétt, að ríkisstjórnin fengi starfsfrið, meðan hún var að sýna, hvað í henni bjó, en í ljós kom, að hún er hentistefnustjórn, hugsjónalaus og getur ekki haft frumkvæði um nokkurn hlut, allra sízt það meginverkefni að draga úr verðbólgunni, sem nú er orðin 52—54% miðað við ár. Stjórnin hefur því miður ekkert bolmagn í þessum efnum, en hefur þvert á móti kynt undir verðbólgubálinu með aðgerðum, sem eru verðbólguhvetjandi eins og síðasta „afrekið“, bráðabirgðalögin og 16 milljarða álögur á almenning. Ríkisstjórnin hefur staðið sig herfilega í öðru meginmáli, þ.e. olíumálunum, og þurfti Morgunblaðið að vekja hana af værum blundi, með nokkrum hávaða skal játað. En samt hafa valdhafarnir ekki enn þorað að ámálga það við Rússa, að þeir hætti að arðræna smáþjóð með olíubraski, sem er einsdæmi á Vesturlöndum og líklega víðast hvar. Við höfum verið látnir greiða milli 50—100% hærra verð til Rússa fyrir olíuvörur en aðrar þjóðir á vesturlöndum hafa greitt fyrir sína olíu og erum við þó smælingjar í samanburði við Þjóðverja, Breta og aðra slíka risa. En ríkisstjórnin situr með stírur i augunum og aðhefst ekkert. Hún er hrædd við Rússa. Verður betur vikið að olíumálunum síðar, þegar skýrsla olíunefndar- innar liggur fyrir til umræðu. En þess ber að geta, að það var stjórnarandstöðuflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði forystu um skipun olíunefndarinnar og rækilega könnun á olíuviðskiptum íslend- inga og kverkatakinu sem Rússar hafa á okkur. Honum tókst að rumska við ríkisstjórninni og kannski verður það til að spara þjóðinni nokkra milljarðatugi, eða betur, á næstu árum. Við skulum a.m.k. vona það, þó að svefngenglar vanans tróni enn á heilu opnunum í málgögnum ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðeins verið aðhald, heldur hefur flokkurinn markað stefnuna í nokkrum málum, ekki sízt stórmáli eins og afstöðu okkar til Jan Majen-svæðisins. Þá hefur flokkurinn borið fram stefnuskrá, þar sem lögð er áherzla á, að efnahags- og fjármálin verði leyst í anda frjálshyggjunnar og enda þótt fullyrt sé í forystugrein Tímans á ársafmælinu, að hann hafi ekkert lagt til þjóðmála, þá má minna á það til dæmis, að meira og minna öll þjóðmálaumræðan um langan tíma fjallaði um þessa stefnuskrá, svo athyglisverð þótti hún. En kannski er stjórnarsinnum og pólitiskum smáskammtalæknum fyrir- munað að skilja, að ekki er hægt að hafa, svo að gagni komi, hentistefnu í hverjum einstökum úrlausnarefnum fjármála heldur er nauðsynlegt að leysa þau með heildarstefnu í huga. Þjóðviljinn reynir nú jafnvel að nota orðið frjálshyggja sem skammaryrði og verður gaman að sjá, hvaða árangur hann hefur af því erfiði. Það skyldi þó ekki vera, að þessi nýja notkun blaðsins á orðinu frjálshyggja, þ.e. að nota það sem skammaryrði, sýni betur inn í hugskot margra alþýðubandalagsmanna en ýmislegt annað, sem þeir tönnlast á. En menn skyldu veita þessu athygli. • er ekki rúm til að tíunda störf stjórnarandstöðunnar, hvorki ya né annarra aðila, en þó er hér aðeins ein lítil rúsína í pylsuendann: irgunblaðið þurfti jafnvel að ganga fram fyrir skjöldu, svo að fjórnin fyllti ekki alla skemmtistaði höfuðborgarsvæðisins ungum ’iðsmönnum — og hætti þar með við þá varkáru stefnu í .ptum varnarliðsins og þjóðarinnar, sem verið hefur og gefið : ur góða raun. Það var Morgunblaðið, sem fyrst tók það mál upp, en valdstjórnarherrarnir né málgögn þeirra. yannig mætti lengi telja, ef ástæða væri til. Búvöruverðshækkunin Gunnar Hallgrímsson neytendafulltrúi í sexmannanefnd: „Höfum aðeins farið að lögum’ ’ — Þeir sem ábyrgðina bera, nota sexmannanefndina sem stuðpúða EINN þriggja neytendafulltrúa í sexmannanefnd, tilnefndur af Sjómannafélagi Reykjavíkur, er Gunnar Hallgrimsson, starfs- maður Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. Morgunblaðið ieitaði í gær til Gunnars og bað hann um að útskýra afstöðu sína í sex-mannanefnd til síðustu bú- vöruhækkunnar, sem gekk í gildi í gær. Gunnar sagði, að við verðlagn- inguna í fyrra, 1. september, hafi neytendafulltrúarnir samþykkt að nota til viðmiðunar taxta málm- iðnaðarmanna í stað þess að vera með marga iðnaðarmannataxta, en lögum samkvæmt á viðmiðunin að vera taxti iðnaðarmanna og verkamanna. Var þetta gert, þeg- ar samið var um verðlagsgrund- völl fyrir 1. september 1978. Ástæður þess að taxti málmiðn- aðarmanna var tekinn til viðmið- unar með 10% álagi og 5% meistaraálagi, var m.a. vegna þess að það er sú stétt, sem vinnur langminnst af iðnaðarmönnum í ákvæðisvinnu og akkorði og kvað Gunnar þann taxta vera einna raunverulegastan iðnaðarmanna- taxta. Þessari viðmiðun fylgdi ferða- og fæðisgjald, þar sem „okkur fannst ekki stætt á öðru og þá var þetta ferða- og fæðisgjald málmiðnaðarmanna langlægst af öllum iðnaðarmönnum. Hins veg- ar vöruðum við okkur ekki a því að strax 1. september hækkaði þetta álag málmiðnaðarmanna langt umfram aðrar hækkanir, sem þá urðu. Kom þetta í ljós síðari hluta þessa verðlags tímabils og tókum við það upp nú og færðum það upp eins og það er í taxtanum nú. Töldum við okkur gera að gera leiðréttingu en ekki semja um hækkun aukalega." „í öðru lagi — sagði Gunnar,— gerðum við þá breytingu á launa- liðnum, að við breyttum vigtinni á iðnaðarmanni og verkamanni. Við Pálmi Jónsson, alþingismaður og bóndi, Akri: Trúi þvíekki,að fulltrú enda séu hallir undir t „ÞAÐ blandast engum hugur um það, að ákvörðun um þessa bú- vöruhækkun nú er tekin sam- kvæmt gildandi lögum,“ sagði Pálmi Jónsson, alþingismaður og bóndi á Akri, er Mbl. bar undir hann búvöruverðshækkunina. „Bollaleggingar ríkisstjórnar- innar um breytingar eða synjun á niðurstöðu sexmannanefndar- innar eru mjög einkennilegar vegna þess að framleiðsluráðslög kveða svo á um að þegar niður- staða liggi fyrir í sexmanna- nefnd, þá sé verðið þar með ákveðið.“ „Það hefur hins vegar aldrei gerzt áður,“ sagði Pálmi, „að því væri frestað að láta verðið koma til framkvæmda, þegar sexmanna- nefnd hefur orðið sammála eins og nú hefur gerzt. Er það í sjálfu sér gagnrýnisvert. Hér er auðvitað um mikla hækkun að ræða og reynslan af miklum sveiflum á búvöruverði er sú, að þær hafa komið fram í neyzlunni. Að þessu þarf að hyggja og gerist þetta ef til vill hvað mest fyrir það að framleiðsluráði er gert skylt að auglýsa breytingar á búvöruverð- inu, þannig að það vekur alla jafna mikla athygli á meðan aðrar neyzluvörur hækka dag frá degi án þess að nokkur fylgist með því.“ Pálmi hélt áfram: „Ég hef séð í umræðum um þessi mál, að það er „MÉR skilst að með þessu sé verið að bæta bændum upp atriði sem orðið hafa þess valdandi að þeir hafa dregizt aftur úr í launaþróun,“ sagði Gísli Andrés- son, bóndi á Hálsi i Kjós, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær um verðlagningu búvara. „Þessi hækkun kemur eflaust illa við, þar sem þjóðfélagið er þannig í dag, að lítið framboð deilt um einstaka liði, sem áhrif hafa á þessa búvöruverðshækkun, t.d. kaupgjaldsliðinn og talið að hann hafi hækkað meira en al- menn launamálastefna ríkis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir. Ég hef ekki þau gögn í höndunum, að ég geti rætt þetta í smáatriðum, hefur verið af landbúnaðarvörum. Eflaust er það tímabundið, en þessir samningsaðilar hafa þó litið á, að þetta væri sanngirnis- mái, því að um þessa hækkun varð fullt samkomulag í sexmanna- nefnd. Hvað svo sem Ásmundur Stefánsson kann að segja um þetta, þá er það aðeins í þágu ASÍ, sem alls ekki hefur staðið í stykk- inu fyrir verkamenn í nefndinni, því að þeir hafa skorazt undan því Gísli Andrésson, bóndi, Hálsi í Kjós: Samkomulag í nefnd að þetta er sanngi Fólk er farið að missa verðskj BLAÐAMENN Morgunblaðsins litu við í matvörubúðum í Mið- bænum í Reykjavík í gær til þess að ræða við fólk um nýjustu vöruhækkanirnar á landbúnaðar- vörum. „Meiri hækkanir en nokkru sinni fyrr“ „Mér lízt illa á nýja verðið á landbúnaðarvörunum, þetta er orðið svo hræðilega dýrt að ég veit hreinlega ekki hvernig fólk fer orðið að því að lifa,“ sagði Jónína Gísladóttir húsmóðir, en hún kvaðst vera búin að birgja sig nokkuð upp af kjöti á gamla verðinu. „Ég kaupi kjöt fyrir fjölskylduna einu sinni í viku og fyrir helgar, en þetta hefur hækk- að geypilega mikið og hefur komið í tíðari og stærri stökkum en nokkru sinni fyrr bæði á kjöti og mjólkurvörum. Maður veit að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.