Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
25
notum þrjá taxta verkamanna 3.,
4. og 5. taxta og vorum áður með
55% vægi á iðnaðarmanni og 45%
á verkamanni, en okkur hefur
lengi verið sýnt fram á með
fréttabréfum Kjararannsóknar-
nefndar, að raunveruleg laun
þessara stétta, sérstaklega verka-
manna eru hærri en taxtarnir
segja. Er því mikill hluti verka-
manna á lægri launum en taxtarn-
ir segja til um. Höfum við neyt-
endafulltrúarnir lengi spyrnt við,
þótt okkur hafi verið sýnt fram á
þetta með rökum. Fyrir þessa
verðákvörðun kom síðan á fund
okkar starfsmaður kjararann-
sóknanefndar, sem sagði að í
þessu væri hreinar líkur, stór
hluti verkamanna væri kominn á
aðra og hærri taxta en þessa
almennu taxta. Er það ríkið í
fararbroddi t.d. í ríkisverksmiðj-
unum. Því gáfum við eftir og
viðurkenndum hærri taxta en
þessa almennu verkamannataxta,
sem vega nú meir á launamarkað-
inum. Vegna þessa var hlutfallinu
breytt í 60% fyrir iðnaðarmenn og
40% fyrir verkamenn."
Gunnar Hallgrímsson kvað
þessar breytingar afskaplega
óverulegar og hafa lítið að segja í
þessari miklu búvöruverðshækk-
un, sem nú hefur orðið. „Þó við
hefðum ekkert gert, nema að
framreikna verðbólguna inn í
verðið, þá hefði hækkunin orðið
lítið meiri en hún er og mér
finnast þessi mál blásin talsvert
mikið upp í því augnamiði að
breiða yfir hækkunina. Mér finnst
menn vilji láta líta svo út sem
þessi hækkun stafi af þessu.“
Morgunblaðið spurði Gunnar,
hvort það gæti ekki verið vegna
þess að bóndinn fengi vegna þessa
meiri hækkun en aðrar stéttir hafi
fengið á þessu ári. Hann kvað
þetta ekki valda því að hækkunin
verði meiri. Launaliðurinn hækki
um rúmlega 3% umfram þær
kauphækkanir sem urðu 25.júní og
l. september. Kvað hann það vera
m. a. vegna þessara atriða og í
þriðja lagi vegna þess að veikinda-
álag er reiknað af útborguðum
launum í stað dagvinnulauna, en
er það gert samkvæmt lagabreyt-
ingu. Vegur hún einnig lítið í
grundvellinum.
„I raun höfum við ekkert annað
gert, en það sem okkur er uppálagt
að gera lögum samkvæmt, að
framreikna verðbólguna. Erum
við afskaplega bundnir og íhalds-
samir í að breyta þar nokkru.
Eftir þessa verðákvörðun vorum
við kallaðir fyrir félagsmálaráð-
herra, sem krafði okkur sagna um
hvern einasta lið. Eftir þann fund
fannst mér andrúmsloftið þannig
að við hefðum ekkert gert annað
en það sem okkur-bar. Var þar
jafnvel látið það orð falla að við
hefðum staðið okkur nokkuð vel.
Finnst mér sem bæði Alþýðusam-
bandið og ríkisstjórn reyni að
hlaupa á bak við þetta nefndar-
apparat og er það sjálfsagt til-
gangurinn, að hafa þennan stuð-
púða til þess að taka höggin af
þeim sem í raun eru ábyrgir."
arneyt-
lændur
en það er hlutverk sexmanna-
nefndar að meta þessi mál og mér
hefur skilist að hún hafi tekið inn
í verðið nokkra liði, sem hafi legið
hjá garði. Vil ég þá spyrja, hvort
nokkur trúi því, að fulltrúi Lands-
sambands iðnaðarmanna, Sjó-
mannafélags Reykjavíkur eða sá
fulltrúi, sem er skipaður af ráð-
herra, hafi í niðurstöðu sinni kosið
að vera vilhallir bændum. Hver
trúir því?“ spurði Pálmi, og hélt
áfram:
„Það er svo aftur annað mál, að
þessi hækkun búvöruverðsins mun
sennilega ekki duga til þess að
mæta þeirri rýrnun afurða, sem
verður a.m.k. í sumum landsfjórð-
ungum hjá sauðfjárbændum
vegna árferðis.
Hins vegar er hér
auðvitað' fyrst og fremst um að
ræða afleiðingar af því skelfilega
ástandi og stjórnleysi, sem við
blasir í verðlags- og efnahagsmál-
um þjóðarinnar," sagði Pálmi
Jónsson alþingismaður að lokum.
inni sýnir
rnismál
að taka þátt í störfum nefndarinn-
ar á undanförnum árum.“
„Þá tel ég,“ sagði Gísli, „að
„Ásmundur þekki þessi mál nú
meir en hann segist gera, því að ég
vann með honum í hálft annað ár
að endurskoðun framleiðsluráðs-
laganna og er hann farinn að
þekkja þetta betur nú, enda veit ég
ekki hvað djúpt hann tekur í
árinni."
Morgunblaðið spurði Gísla,
hvort hann teldi að þessi mikla
hækkun gæti dregið úr neyzlu
landbúnaðarvara. „Það má alveg
búast við því að úr henni dragi til
að byrja með,“ sagði Gísli. „Menn
hamstra jú alltaf áður en hækkan-
ir verða. Hins vegar var lítið kjöt
til, það var að mestu búið. En þótt
áformað sé að slátra 194 þúsund
fjár hjá Sláturfélaginu, þá reikn-
um við ekki með meira kjötmagni
en áður þar sem rýrð er miklu
meiri nú. Kemur það við pyngju
bændanna líka. í dag er fyrsti
sláturdagur á Hellu og í Djúpadal
og á miðvikudag á Selfossi. Kemur
þá í ljós, hvernig dilkþungi er en
almannarómur er að fé sé mun
rýrara nú en venjulega."
m vegna tíðra vöruhækkana”
bændur verða að fá sitt, en þetta
er geypilegt."
„Fólk að gefast upp
á að fylgjast með
verðhækkununum“
„Það hefur komið greinilega í
ljós, að fólk er farið að missa
verðskyn vegna hinna sífelldu og
miklu hækkana á vörurn," sagði
Matthías Sigurðsson kaupmaður í
Víði í Austurstræti. „Þetta var
orðið mjög áberandi þangað til
síðasta hækkun kom sem var
mest, en þá tók fólk við sér aftur. í
heild má segja að fólk hefur gefist
upp við að fylgjast með verðhækk-
unum.
Fyrir helgina var mikil sala í
gamla kjötinu, en það er að klár-
ast. Fólk lætur það berlega í ljós
að því þykja síðustu hækkanirnar
miklar, sérstaklega á smjörinu, en
Björgvin Kemp
við eigum ennþá nóg af smjöri á
gamla verðinu. Á morgun, þriðju-
dag, fáum við nýtt kjöt, en segja
má að gömlu kjötbirgðirnar gangi
upp um leið og það nýja kemur á
markaðinn."
„Veltir meira fyrir
sér innkaupunum“
„Eg bý einn og kaupi því ekki
mikið inn, en þessar miklu hækk-
anir koma óneitanlega við pyngj-
una,“ sagði Björgvin Kemp, „en
það er mest áberandi hvað land-
búnaðarvörurnar hækka. Þetta
hafa verið meiri stökk upp á
síðkastið en áður, en þar sem
maður breytir lítið um matarvenj-
ur þá verður maður allavega að
velta meira fyrir sér hvað maður
kaupir og hve mikið og vinna upp
aukinn kostnað á því.“
Ályktun þingflokks og fram-
kvæmdastjóra Alþýðuflokksins:
Búvöruverðsákvörð-
unin hlýtur að hafa
alvarleg eftirköst
SAMEIGINLEGUR fundur þing-
flokks og framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins samþykkti í gær
svofellda ályktun:
„Þingflokkur Alþýðuflokksins
lýsir afdráttarlausri andstöðu
sinni við þá ákvörðun ráðherra
Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknarflokksins að fallast athuga-
semdalaust á niðurstöður sex-
mannanefndar um verðlagningu á
búvöru með þeim afleiðingum, að
launafólk í landinu hefur orðið
fyrir stórfelldri kjaraskerðingu og
hraði verðbólgunnar hefur enn
aukizt.
Þeim mun alvarlegri er þessi
afgreiðsla, þar sem í henni felst,
að í kjölfar meira en tvöföldunar á
tekjum bænda á síðastliðnu ári,
eru beinar launahækkanir til
þeirra nú ákveðnar miklu meiri en
launafólk hefur almennt fengið,
auk þess sem bændur fá því til
viðbótar óbeinar launahækkanir
með þeim furðulegu og órökstuddu
breytingum, sem gerðar hafa verið
á ýmsum útgjaldaliðum í grund-
vellinum, án þess, að eðlilegar og
sannanlegar tekjuhækkanir hafi
verið teknar inn á móti.
Einnig furðar þingflokkurinn
sig á þeirri ákvörðun sexmanna-
nefndar og ríkisstjórnarmeiri-
hluta Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks að hækka verð á
gærum um hvorki meira né minna
en yfir 130% með þeim auðsæju
afleiðingum, að allur skinnaiðn-
aður í landinu hlýtur að stöðvast á
samri stundu, nema til komi mjög
veruleg bein eða óbein aðstoð frá
skattborgurum.
Sú afstaða ráðher‘ra Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks,
sem í umræddum niðurstöðum
felst, er því í hróplegu ósamræmi
bæði við þá launastefnu, sem
tekizt hefur að tryggja þegjandi
samkomulag um, og einnig þá
íslenzku iðnaðarstefnu, sem menn
hafa þótzt vera að boða. Þetta
hlýtur að hafa með sér alvarleg
eftirköst, bæði í launamálum, í
kröfugerðum á hendur ríkissjóði, í
atvinnumálum og efnahagsmálum
almennt, og þegar er t.d. ljóst, 'að
hinar miklu verðhækkanir á land-
búnaðarvörum munu draga stór-
lega úr neyzlu þeirra innanlands
og auka enn þann vanda, sem við
er að fást í útflutningsmálum
landbúnaðarins. Þeim reikningi,
sem ráðherrar Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks hafa með
þessari ákvörðun sent íslenzkum
neytendum, fylgir þannig víxill að
upphæð 4 til 5 milljarðar króna í
útflutningsbótavanda, sem skatt-
borgurum er síðar ætlað að greiða.
Þá vekur þingflokkur Alþýðu-
flokksins athygli á, að umrædd
afgreiðsla á viðkvæmu stórmáli er
knúin í gegn með atkvæðagreiðslu
í ríkisstjórn, þar sem flokkar, sem
hafa minnihluta Alþingis á bak
við sig, taka ákvörðun í krafti
meirihlutavalds, sem þeir hafa
ekki. Alþýðufiokkurinn fordæmir
slik vinnubrögð og telur með öllu
fráleitt að byggja stjórnvaldsat-
hafnir og samstarf flokka á
slíkum málatilbúnaði.
Sú verðhækkun á búvörum, sem
gerð hefur verið með umræddum
hætti, hlýtur að vera endanleg
sönnun þess, fyrir öllum skynsöm-
um og fordómalausum mönnum,
að þær reglur, sem gilda um
verðlagningu landbúnaðarafurða
eru fráleitar og ber tafarlaust að
afnema. Þingflokkur Alþýðu-
flokksins hefur nú þegar hafið
undirbúning að flutningi tillagna
um afnám núverandi verðákvörð-
unarkerfis og mun leita eftir
samstöðu og samstarfi á Alþingi
um nýja skipan þeirra mála strax
í þingbyrjun með þeim staðfasta
ásetningi, að þegar á næsta Al-
þingi verði samþykkt lög um
eðlilega skipan verðlagsmála
landbúnaðarins, þar sem megin-
reglan sé, að um almenna verð-
lagningu á landbúnaðarvöru gildi
sambærileg ákvæði og um verð-
lagningu á framleiðsluvörum ann-
arra atvinnugreina í landinu."
ÁRNI Gunnlaugsson hefur opnaft sýningu á rúmlega 400
ljósmyndum af eldra fólki í Hafnarfirði. Er sýningin í Góðtempi-
arahúsinu og verður opin til 30. september n.k. en hún er opin
daglega milli kl. 20 og 22 á virkum dögum og á laugardogum og
sunnudogum kl. 16 til 22. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Áhugi Árna á því að taka myndir af eldra fólki á förnum vegi í
Hafnarfirði vaknaði að hans sögn fyrir um 20 árum og urðu
ljósmyndir Gunnars Rúnars. sem hann hafði tekið af ýmsum
Hafnfirðingum aðallega á árunum 1940 — 1950. kveikjan að
þessum áhuga. Elztu myndirnar á sýningunni eru frá 1960 af
Markúsi ísleifssyni, Þorbirni Klemenssyni og Gísla Guðmundssyni.
Við hverja mynd er getið um fæðingardag og ár. hvaða ár myndin
var tekin og dánarárs þeirra, sem fallnir eru frá. Með Árna á
meðfylgjandi mynd er sonur hans, Árni Stefán, sem hefur aðstoðað
föður sinn við uppsetningu sýningarinnar og unnið allar
myndirnar.