Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Húsavík: Sinfónían fékk frábærar viðtökur Húsavik. 17. september. „í SIGURFÖR um landið“ lék Siníóníuhljómsveit íslands í fé- lagsheimiiinu á Húsavik í gær við mikinn fögnuð áheyrenda, en hvert sEti var skipað. Hljómleikaskráin í þessari för er mjög fjölbreytt og við flestra hæfi, enda ber hin mikla aðsókn og frábæru viðtökur, sem hún hefur hvarvetna hlotið í þessari hringferð, því ótvírætt vitni. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Páll P. Pálsson, konsertmeistari Guðný Guðmundsdóttir og ein- söngvari Ingveldur Hjaltested, sem sungið hefur á þeim hljóm- leikum sem lokið er. Svala Nilsen tekur svo við á Egilsstöðum. Þegar efniskráin var tæmd hér í gærkvöldi linnti fagnarðarlátum ekki fyrr en Sigurður Björnsson óperusöngvari, framkvæmdastjóri og fararstjóri hljómsveitarinnar söng eitt auka lag og hljomsveitin lék síðan tvö lög. Það má því segja að óbeint hafi verið samþykkt áskorun af áheyrendum til forráðamanna hljómsveitarinnar, að slík hljóm- leikaför verði eftirleiðis árviss atburður og að stjórnvöld veiti hljómsveitinni „dreifbýlisstyrk" til að standa undir kostnaði. - Fréttaritari. Akraborgin ennstöðvud FRAMKVÆMDASTJÓRI VSÍ, Þorsteinn Pálsson, fór í gær til Akraness vegna kjaradeilu þeirr- ar, em stöðvað hefur / raborg- ina frá því á laugardag. Átti Þorsteinn bæði viðræður við skip- stjóra og vélstjóra Akraborgar- innar. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði gert mönnunum grein fyrir því að vinnustöðvunin væri ólögmæt og tjáðu skipstjórar, að þeir myr.' . sigla skipinu um leið og vélar þess yrðu ræstar. Vélstjórarnir héldu því hins vegar fram að stöðvun skipsins væri vegna fyrirmæla Vélstjórafélagsins og Ingólfs Ing- ólfssonar og hefðu þeir ekki tekið ákvörðun um þetta sjálfir. „Þegar við vorum búnir að leggja fyrir þá þau gögn, sem við höfðum meðferis," sagði Þor- steinn, „um að núverandi mönnum skipsins væri lögmæt, höfðu þeir samband við Vélstjórafélagið, sem fyrirskipaði þeim að halda áfram verkfallinu, þrátt fyrir þetta. Við lítum nú svo á að verkfall þetta sé algjörlega á ábyrgð Vélstjórafé- lagsins og munum stefna að málshöfðun fyrir félagsdómi með skaðabótakröfu í huga.“ Þá tók Þorsteinn fram, að í samnings- uppkasti því, sem Ingólfur lagði fyrir samningafund á föstudaginn, gerði hann tillögu um óbreytta mönnun skipsins frá því er verið hefur. Oveður í Mýrdaln- um um helgina Litla Hvammi, 17. september 1979. AÐFARANÓTT laugardagsins skall hér á austan-óveður er olli nokkru tjóni. Var úrkoman fyrst í stað snjókoma með miklu roki en fór að rigna er kom fram á morguninn. Var vatnsveðrið með því allra mesta er hér hefur komið lengi, en mun þó hafa verið mun meira í austurhluta Mýrdalsins. Víða rann yfir vegi og skriður fóru úr fjalllendi. Skemmdir af skriðu urðu á bænum Suður- Hvammi þar sem hún fór yfir þvert túnið skammt frá bænum. Vegir lokuðust um tíma nálægt Vík en voru fljótiega ruddir. Vitað var um tvær kindur sem lentu í skriðu er hljóp úr Höttu og drápust. En þriðja kindin fannst upp á 1 metra háum steini skammt frá. Lá hún þar afvelta en var á lífi. Truflanir urðu á rafmagni og síma og var helst um slit á loftlínum að ræða vegna veðurofs- ans. Símasambandslaust hefur verið við Fossbæi í Reynihverfi og mun jarðstrengur hafa slitnað í brekku er mun hafa sigið töluvert undan vatnsþunga. — Sigþór UM IIELGINA var hið kunna hús, Unuhús, Garðastræti 15 í Reykjavík, fiutt til. Ekki var það þó flutt um langan veg heldur var því lyft af grunninum og sett niður í garði hússins. Að sögn eigenda hússins var orðið nauðsynlegt að gera nokkrar lagfæringar á undirstöðum ef það átti að verða íbúðarhæft í framtíðinni. Var því ákveðið að lyfta húsinu og steypa nýjan grunn undir það og skipta um við i undirstöðunum, sem orðinn var fúinn á stöku stað. Að þessum lagfæringum loknum verður húsið flutt á ný á sinn gamla stað. Unuhús var byggt árið 1896 og það var um tíma eitt helsta athvarf ungra listamanna í Reykjavík. Leikfélag Reykjavíkur: Tvö ný íslensk leikrit í vetur LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýn- ir í vetur sex leikrit, þar af tvö ný leikrit eftir islenska höf- unda. Þau eru „Ofvitinn“ eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar, en hann er jafnframt leikstjóri. Leikmyndin er eftir Steinþór Sigurðsson, en leikritið verður frumsýnt þann 20. október. Hitt íslenska leikritið heitir „Hemmi“ og er eftir Véstein Lúðvíksson. í leikriti þessu er fjallað í gamni og alvöru um ýmsan vanda samtíðar og for- tíðar. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir, og verður leik- ritið frumsýnt í mars. Þá sýnir Leikfélag Reykjavík- ur leikritið „Blessað kerfið" eftir Valentin Kataiev og Marc Gil- bert Sauvajon. Þetta er rússn- esk/franskur skopleikur í þýð- ingu Vigdísar Finnbogadóttur. Einnig verður sýnt leikritið „Kirsuberjagarðurinn" eftir Anton Tsjekhov, en það verk er eitt af öndvegisverkum leikbók- menntanna. Þýðandi og leik- stjóri er Eyvindur Erlendsson, en leikmyndin er eftir Steinþór Sigurðsson. „Kirsuberjagarður- inn“ verður frumsýndur um ára- mótin. Þá verður leikritið „Kvartett" eftir Pam Gems frumsýnt 23. september en leik- ritið er nýtt og fjallar um ungar konur á tímamótum. Þýðandi er Silja Aðalsteinsdóttir en leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Loks heldur Leikfélag Reykja- víkur áfram sýningum á leikrit- inu „Er þetta ekki mitt líf?“ eftir Brian Clark, en leikritið var frumsýnt þann 20. maí sl. og gekk fyrir fullu húsi til leikárs- loka. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir en leikmyndina gerði Jón Þórisson. Atriði úr leiknum „Er þetta ekki mitt líf“? en það verk er tekið í verkefnaskrá LR frá fyrra leikári. A myndinni eru þeir Hjalti Rögnvaldsson og Ilarald G. Haraldsson í hlutverkum sínum. Fiskimálaráðherra Færeyja í heimsókn Sonj? Ðiego til Iceland Review Sonja Diego, fréttamaður há sjónvarpinu, hefur verið ráðin aCstoðarritstjóri hjá Iceland Review frá næstu mánaðamótum að telja, auk þess sem hún verður að- stoðarritstjóri „News from Iceland“, mánaðarlegs frétta- blaðs útgáfunnar. Sonja hefur starfað hjá sjónvarpinu um árabil, lengst af á fréttastofu, en áður var hún blaðamaður hjá Morgun- blaðinu. Sonja mun þó eftir sem áður lesa fréttir í sjónvarpinu, en hún hefur starfað sem frétta- þulur um árabil, auk þess sem hún mun ef til vill sinna öðrum verkefnum fyrir sjón- varpið. Fiskimálaráðherra Færeyja, Héðin M. Klein, kom i morgun í 3ja daga opinbera heimsókn til íslands í boði Kjartans Jóhanns- sonar, sjávarútvegsráðherra. Heimsóknin hófst í Vestmanna- eyjum, en þangað kom færeyski ráðherrann kl. 8,30 í morgun með færeyska varðskipinu „Tjaldrinum“ ásamt Einari Kallsbcrg, skrifstofustjóra Landsstjórnar Færeyja. Kjartan Jóhannsson, ráðherra og Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri, ásamt Páli Zophaniassyni, bæjarstjóra, Vestmannaeyja, og fleirum, tóku á móti hinum færeysku gestum sem í dag munu skoða fiskverk- unarhús, hraunveituna og fleira í Vestmannaeyjum og snæða þar hádegisverð í boði bæjarstjórnar. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri var nýverið endurkjörinn í stjórn Alþjóðaleikhúsmálastofn- unarinnar, en aðild að henni eiga leikhúsmenn í nálægt 50 þjóð- löndum i öllum heimshornum. Sveinn er eini Norðurlandabúinn í stjórninni. Þing stofnunarinnar, sem hald- Á morgun er ætlunin að sýna hinum færeysku gestum Húsavík, Kröflu og Akureyri, en á miðviku- dag munu þeir eiga viðræður í sjávarútvegsráðuneytinu, ráð- herrarnir Heðin M. Klein og Kjartan Jóhannsson, og síðan verða nokkrir staðir og stofnanir í Reykjavík heimsóttar. Heðin M. Klein og Einar Kalls- berg halda síðan til Færeyja aftur á fimmtudag. Heðin M. Klein, fiskimálaráð- herra, er aðeins 28 ára gamall og er hann annar tveggja ráðherra Þjóðveldisflokksins, en það er sá flokkur sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað við Danmörku og stofnun lýðveldis í Færeyjum. ið var í Sofíu í Búlgaríu, var helgað 30 ára afmæli hennar. Á þinginu lét Frakkinn Jean Darcates formlega af starfi aðal- ritara, en því starfi hefur hann gegnt í rúm tuttugu ár. Við stöðu hans tekur Svíinn Lars af Malm- borg. Aðalstöðvar stofnunarinnar eru í UNESCO-húsinu í París. Sveinn endurkjörinn í stjóm Alþjóðaleik- húsmálastoíhimarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.