Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
27
Arni Björn Arnason
lœknir —
Hinn 21. ágúst s.l. var til moldar
borinn í Grenivíkurkirkjugarði
Árni Björn Árnason héraðslæknir
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Ég vil flytja þessum horfna vini
mínum nokkur kveðjuorð með
þakklæti fyrir samfylgdina í rúm
40 ár og svo munu hugsa allir
Höfðhverfingar og aðrir þeir, sem
nutu þess að kynnast honum,
hvort heldur var sem lækni eða á
öðrum vettvangi.
Árni Björn var um margt sér-
stæður maður. Fremur dulur í
skapi en átti í ríkum mæli kímni-
gáfu og glettni sem laðaði til
kynna. Samviskusamur í hverju
því verki er hann tók sér fyrir
Hafsteinn
vélvirki —
Fæddur 15. maí 1923
Dáinn 8. september 1979
Sof þú nú, ok sof þú
á síðsta beði.
Vær þ^r verði
vagKiin Krafar.
Dreymi þÍK. ok dreymi
um daKa liðna
ok ást, sem fiuðrún
þér eitt sinn K»f.
Þessum hugþekku og ljúfsáru
ljóðlínum skaut upp í hugskoti
minu, er ég hugðist festa á blað
nokkur minningarorð um mág
minn og vin, Hafstein Hannesson,
sem andaðist á heimili sínu 8.
september sl. Varð mér þá efst í
huga eiginkona Hafsteins, Guðrún
Finnbogadóttir frá Presthúsum í
Mýrdal. — Leiðir þeirra hafa legið
saman í aðeins einn áratug, en
samofizt og einkennzt af kærleika
og eindrægni á báðar hliðar. Þau
voru mjög samhent og einhuga um
að byggja upp heimili sitt og búa í
haginn fyrir framtíðina.
Guðrún bjó eiginmanni sínum
einstaklega hlýtt og snyrtilegt
heimili. Reyndar lögðu þau bæði
hönd á plóginn að því verki, þar
sem Hafsteinn var engu síður
listfengur en húsfreyjan og einkar
annt um að hlynna að ranni þeirra
hjóna með iðni sinni og frábærum
áhuga. Heimili þeirra prýða mörg
handaverk unnin af húsbóndan-
um, útskorin í tré, og fleira af því
tagi, margt hrein listaverk.
Þess má og geta, að þau hjón
hafa að tindanförnu verið að koma
sér upp myndarlegum sumarbú-
stað í nálægð við ættarslóðir
Guðrúnar, Presthús, sem segja má
um, að aðeins ætti eftir að reka
smiðshöggið á, þegar húsbóndinn
féll frá, fyrir aldur fram. En hann
hafði unnið að smíði bústaðar
þessa með mikilli eljusemi og
dugnaði í frístundum sínum. Þær
voru fáar helgarnar, sem þau
brugðu sér ekki í Mýrdalinn til að
vinna að áhugaefni sínu.
Foreldrar Hafsteins voru
sæmdarhjónin Svanborg Bjarna-
dóttir frá Útverkum á Skeiðum (f.
3. sept. 1893, d. 10. júlí 1956) og
Hannes Björnsson, verkstjóri í
Reykjavík, ættaður úr Húnaþingi
(f. 21. ágúst 1889, d. 10. apríl 1938).
Börn þeirra fimm að tölu voru:
Sesselja, húsfrú í Rvík er andaðist
1955, Ingveldur, Hanna, Hafsteinn
og Svala. Hafsteinn sýndi mann-
dóm sinn þegar á unglingsárum,
er faðir hans féll skyndilega frá.
Hann fór strax að vinna er aðrir
hefja nám við unglingaskóla og
vann öll algeng verkamannastörf
og vörubílaakstur og gerðist í
raun fyrirvinna móður sinnar
meðan erfiðast var. Systur hans
lögðu líka sitt af mörkum til
framdráttar heimilinu, en þá voru
krepputímar og erfitt að komast í
lífvænlega atvinnu og afrakstur-
inn því minni en hugur stóð til.
En 1 stríðsbyrjun rættist nokk-
uð úr. Hafsteinn hafði stundað
tungumálanám og þess vegna fékk
hann vinnu sem túlkur hjá setu-
liðinu.
Hann lagði svo gjörva hönd á
mörg störf til sjós og lands. Var
um skeið á togurum frá útgerð
frænda síns Trsggva Ófeigssonar,
þess þjóðkunna útgerðarmanns,
og var m.a. skipverji hjá Bjarna
Minning
hendur og kom það ekki síður
fram í ýmsum störfum sem hon-
um voru falin í sveit hans en í
læknisstörfunum, sem hann rækti
af sérstakri kostgæfni.
Árni Björn var fæddur á Sauð-
árkróki 18. okt. 1902, sonur hjón-
anna Árna Björnssonar prests þar
og síðar í Görðum á Álftaseni, og
Líneyjar Sigurjónsdóttur frá
Laxamýri. Hann var 6. í röð 12
barna sem ég hygg af nokkrum
kynnum að hafi verið hið mesta
atgervisfólk. Slíkt hið sama mælir
Jón Þorbergsson er þá bjó á
Bessastöðum og hafði mikil kynni
af prestsfjölskyldunni í Görðum.
Hann elst upp á Sauðárkróki til
Hannesson
Minning
Ingimarssyni, þeim frábæra skip-
stjóra og aflamanni, og þótti rúm
Hafsteins þar vel skipað.
Hafsteinn var einstakur hag-
leiksmaður, bæði á tré og járn, og
lék allt í höndum hans. Má með
sanni segja, að hann sleppti varla
verki úr hendi frá morgni til
miðnættis þegar hugur stóð til.
Hann starfaði um nokkurra ára
skeið í Stálhúsgögn og reyndist
þar vinsæll og verkharur mjög,
bæði meðal húsbænda og vinnufé-
laga. Eins var um störf hans í
Vélsmiðju Gríms Jónssonar en
þar stariaoi hann til dauðaaags.
Var þar vel metin verklagni og
útsjónarsemi Hafsteins í vanda-
sömum verkefnum. Sakna þar
húsbóndi og félagar vinar í stað.
Hafsteinn var glæsimenni, ljós-
hærður, karlmannlegur og fríður
eins og hann átti kyn til. — Hann
var af Fjallsætt í móðurætt og
Bergsætt í föðurætt, og tók hann í
arf listfengi sitt og ríkan bók-
menntasmekk frá báðum foreldr-
um. Hann elskaði náttúru lands-
ins síns og þekkti það og sögu þess
allvel enda hafði hann ferðast
nokkuð hon seinustu ár.
Hafsteinn var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Ingveldur Ingvars-
dóttir. Þau skildu samvistir. Son-
ur þeirra er Ingvar Örn húsasmið-
ur sem erft hefur handlagni og
bókelsku föður síns.
Fyrir hjónabönd sín var Haf-
steinn heitbundinn Ingileif
Eyleifsdóttur frá Akranesi. Áttu
þau einn son, það er Eyleifur
rafvirki, hinn kunni knattspyrnu-
maður þeirra Skagamanna sem
oft gerði garðinn frægan.
Áður en ég lýk þessum fátæk-
legu minningarorðum um mág
minn og vin, hlýt ég að senda
Guðrúnu eiginkonu hans, sonum
og barnabörnum, innilegustu
samúðarkveðjur. Frá systrum
Hafsteins, eiginkonu minni,
Hönnu, Ingveldi og Svölu, og
Gunnari, syni mínum, á ég að
færa þessum sömu aðilum hjart-
næmar samúðarkveðjur. Bróður
sínum senda þær alúðarfyllsta
þakklæti fyrir samfylgdina og
árna honum heilla á æðri sviðum
tilverunnar í samfylgd horfinna
ættmenna, ekki sízt móður or
föður, og systur sem voru honum
einkar kær.
Blessuð sé minning míns kæra
mágs.
Ágúst Guðmundsson.
11 ára aldurs en flyzt þá með
föður sínum að Görðum. Stundar
síðan nám í Gagnfræðaskólanum
á Akureyri og lýkur þaðan gagn-
fræðaprófi en stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1926. — Mun hann hafa hugsað
sér að læra til skipstjórnar en
atvikin breyttu þcirri ætlan hans
svo að lagt var inn á nýjar brautir.
Hann hefur nám í læknisfræði við
Læknadeild Háskólans og lýkur
kandidatsprófi árið 1934. Það
sama ár hinn 8. sept. gengur hann
að eiga Kristínu Þórdísi Lofts-
dóttur, dóttur Lofts Loftssonar
skipstjóra, sem fórst með skipi
sínu meðan Kristín var barn að
aldri. Eftir giftinguna flytjast
hjónin til Danmerkur og er Árni
þá starfandi á sjúkrahúsum, eitt
ár í Kaupmannahöfn og annað í
Odense, og leggur stund á barna-
lækningar.
Árið 1937 fer landlæknir þess á
leit við Árna að hann þjóni Höfða-
hverfislæknishéraði um stund og
verður það úr að þau hjónin
flytjast norður sem á að verða
aðeins til stuttrar dvalar en er nú
orðinn þessi tími sem raun ber
vitni.
Þegar litið er til baka og íhugað
við hver starfsskilyrði héraðs-
læknarnir okkar áttu að búa, og
þar er Árni Björn engin undan-
tekning, hlýtur að koma upp í
hugann, að þessir menn unnu oft á
tíðum þrekvirki þegar sótt. var um
torleiði í viðsjálum veðrum, bæði á
sjó og Iandi. Kemur þetta glöggt
fram í frásagnarþáttum héraðs-
læknanna sem út komu fyrir
nokkru.
Þegar Árni Björn tók til starfa í
l'æknishéraðinu heyrði undir um-
dæmi hans Fnjóskadalur, Látra-
ströndin, sem þá var öll í byggð
svo og Þorgeirs- og Hvalvatns-
fjörður norður, auk þéttbýlisins á
Grenivík og Höfðahverfisins. Þar
að auki þjónaði hann Hrísey um
alllangt skeið.
Þessi upptalning sýnir að um-
dæmið var víðlent og erfitt yfir-
ferðar en Árni Björn var ekki
þeirrar gerðar að láta erfiðleikana
beygja sig. Hann gekk að hverju
verki með karlmannlegri ró og
yfirvegun án þess að mikla fyrir
sér hlutina.
Sjúklingar fundu öryggið þegar
hann hafði heimsott þá, og þótt ég
sé eigi fær um það að dæma hygg
ég að sjúkdómsgreiningar hans
hafi alla jafnan staðist og hann
hafi verið af starfsbræðrum sin-
um virtur læknir
Þegar héraðsla'knirinn hafði
lokið sínum afmarkaða starfsferli
árið 1972 og viö átti að taka
náðugri og rólegri dagar, var það
sameiginleg ákvörðun, bæði af
hendi hreppsbúa og hans sjálfs, að
hann starfaði áfram sem héraðs-
læknir sveitarinnar meðan starfs-
kraftur entist. — Held ég að báðir
aðilar hafi verið jafn ánægðir með
þá ráðstöfun.
Fyrir u.þ.b. tvelmur árum verð-
ur Árni fyrir áfalli — lamast að
nokkru — og er þá undir læknis-
hendi í Reykjavík alllengi en
ennþá stefnir hugurinn norður og
þau hjónin flytjast í leiguíbúð í
Grenivíkurþorpi, sem er betur
staðsett og léttari í umhirðu
heldur en læknisbústaðurinn.
Hann andast þar 15. ágúst s.l.
Það sem hér að framan hefir
verið suttlega rakið, sýnir það sem
við vitum allir Höfðhverfingar en
alþjóð má einnig vita, að þessi
ágætu hjón, Árni og Kristín,
sköpuðu sér þá hylli og vinarþel
meðal fólksins í umhverfinu, að
seint fyrnist. En svo uppsker hver
sem hann sáir. Þau hjón Árni og
Kristín hafa átt barnaláni að
fagna þótt að vísu beri .þar skugga
á, þar sem þau misstu dóttur sína
fjögurra ára af slysförum um
miðbik starfsferils hans, en börn
þeirra önnur eru mannvænlegt
atgervisfólk í röðum starfsamra
landsmanna, en þau eru:
Árni Björn vélvirki, búsettur á
Akureyri, giftur Þóreyju Aðal-
steínsdóttur leikkonu og eiga þau
5 börn; Guðrún Heiga hjúkrunar-
kona, gift Vaidimar Ólafssyni
flugumferðarstjóra. búsett í
Reykjavík og eiga han 5 börn;
Loftur Jón verkfræðingur, giftur
Þóru Ragnheiði Ásgeirsdóttur
verkfræðingi og eiga þau 3 börn.
Að lokum flyt ég frú Kristínu og
börnum þeirra hjóna alúðarfyllstu
samúðarkveðjur með þakklæti frá
mér og sveitungum miuum fyrir
samfylgdina.
Lómatjörn. 10/9 '79
Sverrir Guðmundsson.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
..vil ekki annað!”
Alpaábrauðiðog
smjöriiki hf ibaksturinn