Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Fommunir gerð-
ir upptækir
Genf, 17. september.
Keuter —AP.
EMBÆTTISMAÐUR Sameinuðu
þjóðanna, er farið hefur með
málefni flóttamanna á Kýpur,
bauðst í dag til að segja af sér, en
fyrir helgi lagði lögregla hald á
mikið af fornmunum á heimili
hans í Nikósíu.
Poul Hartling, yfirmaður flótta-
mannahjálpar SÞ, sagði að
lausnarbeiðni embættismannsins
yrði ekki tekin til meðferðar fyrr
en að lokinni fullri rannsókn á því
með hvaða hætti embættismaður-
inn komst yfir fornminjarnar.
Alls voru hinir fornu munir
fluttir á brott í þremur flutninga-
bifreiðum. Embættismaðurinn,
Alfred Zur Lippe—Weissenfeld
prins, 57 ára og fæddur í Austur-
ríki, er kunnur safnari fornra
muna. Hann sagðist hafa komist
yfir munina með eðlilegum hætti,
ýmist á Kýpur eða erlendis. Meðal
munanna voru um 30 fornar helgi-
myndir.
Ópíumrækt í
íran bönnuð
Teheran, 17. september.
Reuter.
Landbúnaðarráðuneytið í íran
gaf í gær út þá tilskipan að
valmúarækt væri með öllu óleyfi-
leg í landinu. og að þcir sem sekir
gerðust um óieyfilega_ ræktun
hlytu þunga dóma. Ákvörðun
þessi er liður í þeirri viðleitni
stjórnvalda að koma í veg fyrir
ólögmæta ópiumrækt í iandinu,
en talið er að það séu um tvær
milljónir ópiumsjúklinga og
miklu magni af ópiúm hefur
verið smyglað til Vesturlanda frá
íran.
Þeir sem sekir verða fundnir um
valmúarækt eiga yfir höfði sér
fangelsisvist frá þremur og upp í
15 ár. Endurtekið brot gæti þýtt
lífstíðarfangelsi. Uppskeran og
uppskerulönd hinna brotlegu
verða eyðilögð og hlýtur hinn
brotlegi fjársekt að upphæð jafn-
virði 1.400 Bandaríkjadala fyrir
hvern hektara ræktarlands.
Valmúarækt jókst í íran í árs-
byrjun er lögregluyfirvöld ein-
beittu sér að þeim pólitísku róst-
um sem voru undanfari byltingar-
innar í febrúar. Smygl á þessum
eiturefnum jókst einnig og á
síðustu mánuðum hefur fjöldi
eiturefnasmyglara verið leiddur
fyrir aftökusveitir byltingar-
dómstólanna.
Mannfall í V-Sahara
Rabat, 17. september Reuter.
STJÓRN Marokkós skýrði frá
því I dag, að Marokkóher hefði
Tal efstur
Moskvu, 17. september, Reuter.
JAMES Tarjan frá Bandaríkjun-
um varð eini skákmaðurinn sem
náði að knýja fram vinning í
áttundu umferð á svæðamótinu í
Riga í gær. Tarjan sigraði Ruben
Rodriguez frá Filipseyjum. Skák
þeirra Edgars Mednis frá Banda-
rikjunum og Zoltan Ribli frá
Ungverjalandi svo og skák
Greenfelds frá ísrael og Tals frá
Sovétríkjunum lauk með jafn-
tefli. Fjórar skákir fóru í bið.
Aðeins fengust úrslit í einni
skák níundu umferðar mótsins, er
Brazilíumennirnir Troios og van
Rimsdick gerðu jafntefli. Öðrum
skákum var frestað, þ.ám. viður-
eign Tals og Ljubojevics, en Tal er
sagður vera með talsvert betri
stöðu.
Mikhail Tal, fyrrum heims-
meistari, er efstur á mótinu, hefur
sex vinninga og á tvær ótefldar
biðskákir. Næstur honum kemur
Rúmeninn Florin Gheorghiu með
fimm vinninga og tvær biðskákir.
ERLENT
Þetta gerðist
Carter forseti, kona hans og boðsgestir hlýða á negrasálmatónlist við Hvíta húsið skömmu áður en fréttir
bárust um að heilsa hans væri kannski ekki sem skyldi.
Carter gafst upp í
víðavangshlaupinu
Thurmont, Maryland — 17. scpt. — AP.
CARTER forseti, sem að
jafnaði skokkar um 11
kílómetra vegalengd á
dag, tók um helgina þátt í
víðavangshlaupi í nám-
unda við Camp David, en
varð að gefast upp eftir að
fellt 90 Polisario-skæruliða og
sært fjölmarga í bardögum í
Lemsied í Vestur-Sahara á
fimmtudaginn var. Hafi 55 farar-
tæki skæruliðasveitanna verið
eyðilögð, en í liði Marokkó hafi
aðeins fimm menn særzt.
Lemsied er þorp við Atlants-
hafsströndina, um það bil 115
kílómetra suður af höfuðborg
Vestur-Sahara, Laayoun. Síðan
Spánverjar létu Marokkó og
Máritaníu Vestur-Sahara eftir
fyrir þremur árum hafa
Polisario-skæruliðar, sem hafa
Alsírstjórn að bakhjarli, barizt af
æ meiri hörku fyrir því að Vest-
ur-Sahara yrði sjálfstætt ríki.
Hafa Máritanar afsalað sér til-
kalli til Vestur-Sahara, en
Marokkó hefur innlimað þann
hluta landsvæðisins, sem áður var
undir stjórn Máritaníu.
200 manns fluttir
frá heimilum sínum
Hamborg. 17. september, Reuter.
TVÖ hundruð manns voru fluttir
á brott frá heimilum sínum og 60
verksmiðjum var lokað í úthverfi
Hamborgar í dag þar eð hætta var
talin geta stafað af úrgangsefnum
sem þar eru.
Það var fyrir áratug að einn
fremsti blaðamaður Vestur-Þýzka-
NixoníPeking
Pekinx, 17. september. Reuter.
RICHARD Nixon fyrrverandi
forseti kom til Peking í dag og
kvað heimsókn sina sýna að
enginn klofningur væri milli
demókrata og repúblikana í
Bandarikjunum í afstöðunni til
Kína.
Nixon kvaðst vilja komast að
raun um hvernig frekar mætti
efla vináttu Bandaríkjanna og
Kína og sagði að samskipti þeirra
væru lífsnauðsynleg fyrir bæði
löndin og frið í heiminum.
Búizt er við að Nixon hitti Hua
Kuo-feng forsætisráðherra og
Teng Hsiao-ping varaforsætisráð-
herra í heimsókninni.
lands benti á tilveru eiturefnanna í
haug við gamla verksmiðju í út-
borginni Eidelstedt, en ekkert var
að gert. Könnun á samsetningu
úrgangsefnanna hófst hins vegar
er átta ára gamall piltur fórst er
sprengiefni, sem hann fann í verk-
smiðjunni, sprakk í höndum hans.
Bróðir piltsins sem fórst hlaut
brunasár og annar drengur missti
handlegg.
I gær fundust svo í og við
verksmiðjuna átta handsprengjur
er innihéldu efnið Tabun, sem er
sérstaklega eitrað taugagas. Tabun
er eitt hættulegasta eiturefnið, sem
notað er í hernaði. Að undanförnu
hafa a.m.k. 500 tonn af ýmsum
efnum, sem notuð eru við sprengju-
gerð, og önnur efni fundist í
hrauknum við verksmiðjuna.
Á undanförnum árum hafa
óbreyttir borgarar gert athuga-
semdir við yfirvöld í sambandi við
verksmiðjuna og úrgangsefnin í
kringum hana, en fátt hefur verið
um svör. Þingmenn, sem látið hafa
málið til sín taka síðustu daga,
hafa lýst afskiptaleysi stjórnvalda
sem ótrúlegri vanrækslu.
1973 — Austur-Þýzkaland,
Vestur-Þýzkaland og Bahama-
eyjar fá upptöku í SÞ.
1961 — Dag Hammerskjöld,
framkvæmdastjóri SÞ, ferst í
flugslysi í Norður-Rhódesíu.
1959 — Nikita Krúsjeff ávarpar
Allsherjarþingið.
1952 — Finnar greiða Rússum
síðustu stríðsskaðabætur sínar.
1946 — Stepinac, erkibiskup
Króatíu, fangelsaður.
1931 — Japanir hefja umsátur
sitt um Mukden í Mansjúríu.
1918 — Orrustan um Megiddo
hefst.
1916 — Gríski herinn gefst upp
fyrir Þjóðverjum i Kavalla —
Þjóðverjar hrinda Brusilov-sókn
Rússa.
1915 — Þjóðverjar taka Vilna
Litháen.
1913 — Búlgarar og Tyrkir
undirrita samning um landa-
mærin í Þrakíu.
1885 — Uppþot í Aust-
ur-Rúmelíu til stuðnings sam-
einingu við Búlgaríu.
1860 — ítalskt herlið Camillo
Cavour greifa sigrar páfaher-
sveitir við Castel Fidardo.
1851 — „New York Times" hefur
göngu sína.
1810 — Chile lýsir yfir sjálf-
stæði.
1759 — Frakkar gefast upp fyrir
Bretum í Quebec.
1740 — Belgard sáttmáli Aust-
urríkismanna og Tyrkja (Aust-
urríkismenn láta Orsova,
Belgrad og Serbíu af hendi við
Tyrki).
1544 — Gústaf Svíakonungur
stofnar bandalag með Frökkum
til mótvægis bandalagi Dana og
Þýzkalandskeisara.
324 — Sigur Konstantíns keis-
ara í orrustunni í Litlu-Asíu.
Afmæli. Dr. Samuel Johnson,
enskur rithöfundur og orðabóka-
höfundur (1709—1784) — Greta
Garbo, sænsk leikkona (1905—)
— Kwame Nkrumha, leiðtogi frá
Ghana (1906-1972).
Andlát. Matthew Prior, skáld
1721 — William Hazlitt, rithöf-
undur, 1830 — Sean O’Casey,
leikritahöfundur, 1964.
Innlent. Seðlabanki stofnaður
1885 — Prestaréttur dæmir
Sæmund Hólm 1816 — Jón
Hjaltalín skipaður landlæknir
1855 — Faber kapteinnn flýgur
frá Reykjavík til Vestmannaeyja
1919 — Áhöfn „Geysis" finnst á
Vatnajökli 1950 — Yfirmanni
Varnarliðsins vikið úr starfi
1959 — „Lincoln" reynir að sigla
á „Ægi“ 1973 - f. Laufey Vil-
hjálmsdóttir 1879 — d. frú
Georgía Björnsson 1957 — f.
Ólafur Hansson 1909 — Ármann
Snævarr 1919.
hann hafði hlaupið sex
kílómetra.
Þátttakendur í hlaupinu
skiptu hundruðum og er haft
eftir einum þeirra, að forsetinn
hafi skyndilega farið að slaga og
hafi hann verið öskugrár í
framan og andstuttur mjög þeg-
ar lífverðir hans komu á vett-
vang og studdu hann að bifreið,
sem síðan flutti hann til Camp
David.
Þessi atburður kom sam-
stundis af stað sögum um að
heilsufar forsetans væri ekki
sem skyldi, en líflæknir hans
segir að hér hafi aðeins verið um
að ræða eðlilega þreytu og sé
forsetinn við beztu heilsu.
Veður
víða um heim
Akureyri 2 skýjað
Amsterdam 19 skýjaö
Aþena 25 heiðskírt
Barcelona 26 lóttskýjað
Berlín 16 skýjað
Brussel 18 heiðskírt
Chicago 25 heiöskírt
Frankfurt 17 heiðskírt
Genf 20 heiöskírt
Helsinki vantar
Jerúsalem 25 heiðskírt
Jóhannesarb. 24 heiöskírt
Kaupmannahöfn 14 skýjað
Lissabon 24 skýjað
London 21 heiðskírt
Los Angeles 37 skýjað
Madrid 29 heiöskírt
Malaga 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Miami 30 skýjað
Moskva 14 skýjað
New York 26 heiðskírt
Ósló 9 skýjaö
París 20 heiöskírt
Reykjavík 7 léttskýjað
Rio De Janeiro vantar
Rómaborg 26 akýjaö
Stokkhólmur 13 rigning
Tel Aviv 28 heiöskírt
Tókýó 24 skýjaö
Vancouver 20 skýjaö
Vínarborg 15 heiðskirt