Morgunblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 MORöJM KAFFINll (í cíT^ -4'S:'! GRANI GÖSLARI Já, en Lilli minn, þú verður að > muna hvar þú grófst hann pabba þinn, þvi að þar eru lyklarnir okkar að biinum! Jarðarberjaisinn er búinn! Horfðu á veginn, maður ég skal gefa þér lýsingu á henni! „Með greiðslu sjónvarps- gjalds fullnægir eig- andi skyldum um greiðslu hlj óðvarpsgj alds’ ’ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sagnir andstæðinga koma sagnhafa alltaf að gagni en þó misjafnlega mikið eins og geng- ur. Og sama gildir þegar þeir segja ekki, passið segir oft sina sögu. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. K10 H. ÁK106 T. ÁD52 L. 1063 Vestur Austur S. 852 S. 63 H. 974 H. DG532 T. 96 T. KG83 L. ÁKD97 L. 84 Suður S. ÁDG974 H. 8 T. 1074 L. G52 Eftir pass vesturs opnaði norð- ur á einu grandi, austur pass og suður stökk beint í fjóra spaða. Varð það lokasögnin. Vestur byrjaði með að taka þrjá fyrstu slagina á lauf og skipti síðan í tígulníu. Suður var full- komlega með á nótunum. Vestur hafði sýnt 9 punkta í laufinu og eftir passið í upphafi gat hann varla átt tígulkónginn að auki. Svíningin væri því tilgangslaus og möguleikinn lægi þá í því, að austur ætti hin háspilin. En þá mætti líka koma honum í skrúf- stykkið. Sagnhafi tók því á tígulás og spilaði trompunum. Að því kom, að fjögur spil voru á hendi. COSPER 8111 COSPER Maðurinn minn fékk taugaáfall, hann kom að bjórstofunn lokaðri! Föstudaginn 5. þ.m. svaraði fjármálastjóri Ríkisútvarpsins bréfi undirritaðs, sem birtist í Velvakanda 2. október, um afnota- gjöld hljóðvarps og sjónvarps, þ.e. að heimild skorti til að innheimta hljóðvarpsgjald auk sjónvarps- gjalds af hverju sjónvarpstæki. I svari sínu vitnar fjármálastjórinn í 2. mgr. 15. gr. útvarpslaga, þar sem segir að heimilt sé með reglugerð að sameina hljóðvarps- og sjonvarpsgjöld í eitt gjald, og segir gjaldtökuheimild Ríkisút- varpsins eiga stoð í þessu ákvæði og reglugerð frá 1. nóvember 1972 (nr. 260/1974). Rétt er að taka hér fram, að skrif undirritaðs fyrr og nú taka til afnotagjalda af viðtækjum á heimilum, en ekki í sjúkrahúsum, skólum, skipum o.s.frv. Virðist fjármálstjórinn einnig hafa miðað við það í svari sínu. Fjármálastjórinn fullyrðir í bréfi sínu, að heimildin í 2. mgr. 15. gr. laganna hafi verið notuð í reglugerð. Með tilvitnun í ræðu Benedikts Gröndals á Alþingi við meðferð frumvarpsins styður hann „skilgreiningu" sína á sam- einingu hljóðvarps- og sjónvarps- gjalds. Rétt er að benda á, að á Alþingi voru skiptar skoðanir og töluverðar umræður um afnota- gjöldin. í greinargerð með frumvarpi til útvarpslaga sagði m.a. svo um 15. gr.: „Samkvæmt 2. mgr. er haldið opinni leið til að sameina hljóð- varps- og sjónvarpsgjöld í eitt gjald, ef því yrði við komið, en ekki þykir tímabært að gera það nú.“ Niðurstaðan varð sú, að í 2. mgr. 15. gr. laganna er heimild til að sameina gjöldin með reglugerð. 115. gr. laganna kemur fram að afnotagjöld eru tvenns konar, þ.e. hljóðvarpsgjald og sjónvarpsgjald. Með 2. mgr. 24. gr. reglugerðarinn- ar er svo ákveðið, að með greiðslu sjónvarpsgjalds fullnægi eigandi sjónvarpstækis skyldum sínum um greiðslu hljóðvarpsgjalds. En í reglugerðinni er hins vegar hvergi að finna ákvæði, sem heimilar innheimtu hljóðvarpsgjalds auk sjónvarpsgjalds fyrir hvert sjón- varpstæki. Þvert á móti eru þar skýr ákvæði annars vegar um sjónvarpsgjöld og hins vegar um hljóðvarpsgjöld, sem undirritaður tók upp að miklu leyti í fyrra bréfinu. Útvarpsnotendum til glöggvunar skulu þessi ákvæði enn tilfærð: í 24. gr. reglugerðarinnar segir svo: „Innheimta skal árlegt af- notagjald, sjónvarpsgjald, af hverju sjónvarpsviðtæki, sem hafa má til þess að hagnýta útvarp ríkisins. — Með greiðslu sjón- Norður S. - H. ÁK10 T. D L. - Vestur Austur S. - S.7 H. 974 H. DG5 T. 6 T. K L. - Suður S. 9 H. 8 T. 107 L. — L. - Og í trompníuna fór tígul- drottningin en þá gaf austur tíunda slaginn með afkasti sínu. En vestur hefði betur skipt í hjarta í stað tíguls og þá hefði þessi staða ekki komið upp. L^Lausnargjald í Persíu 83 hvern þann dag sem þér tefjið málið. Ég held ekki að yður myndi hugnast þetta. Yður er óhætt að trúa mér að þetta eru ekki orðin tóm. Ég hringi í yður á morgun. Sem Logan sneri sér að hon- um, hvarf hann skyndilega í mannþröngina. Maðurinn, sem Ardalan hefshöfðingi hafði sett til að skyggja hann, varð að hafa sig allan við að fylgja honum. Fólk starði á Logan Field. Hann hafði reynt að grípa i Sýrlendinginn og einn varð- maður var á leiðinni í áttina til hans. Svo sneri hann sér frá og lagði af stað eftir gangstétt- inni. Hérna úti i heitu og þurru loftinu fannst honum setja að sér velgju og hann þreif til vasaklútsins. Rolls Royceinn frá fyrirtækinu beið eftir hon- um á horninu og bílstjórinn mjakaði bílnum nær honum þegar hann nálgaðist. Hann sté inn. Hans var von á skrifstof- una, hann átti að vera á fundi með ýmsum tækniráðgjöfum sínum. Honum var enn fiökurt. Fyrstu mínúturnar vissi h§nn ekki hvað hann átti að gera. Honum datt fyrst í hug hús Kellys. Einhver staður þar sem hann gæti verið einn, þar sem hann gæti kastað upp og síðan yrði hann að reyna að horfast í augu við þann raunveruleika sem troðið hafði verið upp á hann i bankanum. Hætta við Imshan. Draga sig út úr samningum við írönsku stjórnina, pakka saman og fara heim. Loka öllu saman. Annars skæru þeir einn fingur af Ei- leen í einu. Hann hallaði sér fram í sæt- inu. — Farið að Hiltonshólteinu, síðan til skrifstoíunnar og biðj- ið frú Armstrong að koma. Segið henni að mér líði ekki vel. Ég hef liklega borðað eitthvað æm mér hefur orðið illt af. Hann hafði alltaf tekið ákvarðanir sinar einn. Hann hafði ákveðið í skyndingu, þeg- ar hann sagði Sýrlendingnum að hann yrði ekki við kröfunni. Á þeirri stundu hafði hann verið staðráðinn i þvi, það hafði verið honum eins ósjálfrátt og að draga andann. Hann gat ekki með nokkru móti hugsað sér að tefla Imperiaioliufélag- inu i hættu. Hann gat ekki hætt við að gripa tækifærið sem var að koma upp i hendurnar á honum að gerabreyta stöðunni á oliumarkaði heimsins. Hann hafði sagt það og hann hafði meint það i fúlustu alvöru. En hann átti sér enga vörn gegn seinni hótuninni. Hann hafði staðið einn alla tíð og aldréi viljað hjálp. En nú þurfti hann á hjálp að halda. Og Janet sem elskaði hann var eina mann- eskjan sem gat hjálpað honum á þessari stundu. Said Homsi ók aftur til sýr- lenzka sendiráösins. Hann var bjartsýnn og hress i bragði. Nokkur andartök hafði hann Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku haldið að leikurinn væri glatað- ur. Hann hafði fundið að Logan Field brást við ósjálfrátt og af fullri alvöru. En það hafði verið snjöll hugmynd að segja honum frá því að fingur yrðu skornir af konu hans. Hann var hrifinn af sjálfum sér fyrir að láta sér detta þetta í hug einmitt á því andartaki þegar allt var að fara út um þúfur. Fyrir honum var þetta sjálfsagður hlutur, í mörgum Arabaríkjum var ekk- ert eðlilegra en höggva hönd eða jafnvei fót af þjófi, en i augum Evrópubúa var þetta óhugnaður hinn mesti. Logan Field hafði brugðið meira við það en hefði hann hótað þvi að kona hans yrði líflátin. Homsi hafði einnig hugsað með sér að enda þótt það væri ekki inni i áætluninni yrði að gera alvöru úr þessu. Sjálfur hafði hann aldrei verið íylgjandi því að Logan Field væri beittur þrýst- ingi með því að barni hans væri rænt. Hann hafði ekki orðið uppveðraður þegar hann vissi hvað hafði gerzt. Hann óttaðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.