Morgunblaðið - 09.11.1979, Page 28

Morgunblaðið - 09.11.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1979 Fundur fræðslustjóra Vestfjarða með skólastjórum í umdæminu Um mitt sumar var haldinn að Núpi í Dýrafirði fundur fræðslustjóra Vestfjarðaumdæmis með skóla- stjórum. Er þetta fyrsti fundurinn þar sem allir skólastjórar í umdæminu eru boðaðir. Gestir fundar- ins voru þeir Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi ríkisins og Hörður Lárusson, deildarstjóri í Mennta- málaráðuneytinu. Þarna voru rædd ýmis málefni umdæmisins og sú sérstaða sem Vestfirðir búa við. Nemendur eru um 1800, en skólaeiningar 29. Helgast þetta af fámennum hreppum og kauptúnum og einnig af vondum samgöngum og einangrun stóran hluta ársins. Tók fræðslustjóri sem dæmi Kaldrananeshrepp á ströndum en þar eru tveir skólar í einum hreppi. Þeir skólastjórar sem lengst að voru komnir höfðu ekið í tíu stundir, en þeir voru úr Strandasýslu, og segir það sína sögu. Fram kom hjá fræðslustjóra Sig. K.G. Sigurðssyni, að eitthvað rofaði nú tilí sérkennslumálum umdæmisins, sem nú er orðið stórmál. Ekki hefur staðið á ríkinu að veita fé til þess, en þrátt fyri ítrekaðar auglýsingar hefur menntað fólk ekki fengist. Hefur nú enn verið auglýst eftir sérkennslufulltrúa og kvaðst fræðslustjóri nú vongóður um að hann fengist eftir viðbrögðum að dæma. Þá taldi hann nauðsyn að koma á viðvarandi sálfræðiþjónustu, en sálfræðingur hefur verið á ferð- inni á Isafirði og í nágrenni. Reiknað er með, að sérkennslan verði einkum fólgin í leshjálp hjá sérkenn- urum. Reynir Karlsson gerði grein fyrir því starfi sem unnið er að í sambandi við félagsstörf og félagsmálakennslu í grunnskólunum. Kynnti hann ýmis gögn sem hann hefur unnið í því sambandi. Hörður Lárusson kynnti nýja reglugerð um samþætt- ingu íslensku og samfélagsfræða í neðri bekkjum grunnskólans. Þá gerði hann grein fyrir þeim breyting- um sem samfara eru þeim samdráttargerðum er á döfinni eru. Einnig ræddi hann um samræmda prófið, breytingar á því og kosti þess og galla almennt. Umræður voru líflegar á fundinum og skoðanir viðraðar óspart. F.H. Tíðindamaður Mbl. náði taki á Kristmundi í Reykjanesi eftir fundinn. Kristmundur Hannes- son hefur starfað við Héraðs- skólann í Reykjanesi í rétt fimmtán ár. Fyrst sem kennari í tvö ár og skólastjóri síðan. Aður hafði hann kennt tvö ár við Vogaskólann í Reykjavík. Inntur eftir samanburði á þeim tveim stofnunum sem hann hefur unnið við.: „Það er regin- munur á heimavistarskóla eins og héraðsskólinn er og hins vegar borgarskóla. I heimavist- arskólanum skapast miklu pers- ónulegra samband nemenda og starfsfólks. Ef við tökum hér- aðsskólann sem dæmi þá búa nemendur og kennarar í sama húsi og umgangast meira og minna daglega. Heimavistar- skólinn er því miklu líkari stóru heimili." Hvort ekki væru sambúðar- vandamál sem á öðrum heimil- um? „Já, auðvitað koma upp sam- búðarvandamál, en þau eru hverfandi lítil miðað við þennan stóra hóp sem oft er um að ræða og raunar minni, en ókunnugir kynnu að ætla. Það er náttúrlega ákveðið hegðunarmynstur, sem afmarkast fyrst og fremst af skólareglum og flestir aðlagast þessu nokkuð fljótt og verða að sætta sig við.“ Er sú hætta ef til vill fyrir hendi, að einhver sé tekinn fyrir á svona skóla af hópnum og eigi í fá hús að venda? „Það er spurningin um hvíta hrafinn sem við þekkjum í öllum mannlegum samskiptum, en hvíti hrafninn dökknar yfirleitt fljótt og samlagast þeim brag Kristmundur Hannesson skóla- stjóri héraðsskólans í Reykja- nesi. sem ríkir. Flestir sem sé lagast að skólasamfélaginu og taka þátt í mótun þess. Ég held ég megi líka fullyrða, að börn nái meiri félagslegum þroska í heimavistarskólum en annars staðar. Því valda einmitt þeir þættir sem ég hef nefnt." Nú hefur hlutverk héraðsskól- anna breytzt . með tilkomu grunnskólalaga. Já það verður að segjast, mikilvægi héraðsskólans hefur minnkað með uppbyggingu grunnskólans í sveitarfélögun- um. Þannig er þetta um allt land. Attundi og níundi bekkur er kominn í flestum sveitarfélög- um, einmitt þar sem héraðsskól- inn greip inn í áður. Ég tel orðið brýnt að finna héraðsskólum nýtt hlutverk og þeir þurfi að skipta með sér verkum. Éf til vill ættu þeir að sérhæfa sig hver á sínu framhaldssviði. Einn hefði til dæmis íþróttadeild, annar iðnaðarbraut, verzlunar- og svo frv. Fyrirkomulagið yrði sem sé þannig, að skólarnir kepptu ekki um nemendur. Nú hefur víðast hvar orðið fækkun í héraðsskólum, er skýr- ing á þessu? Ég kom nú inn á þetta áðan og til marks um ástandið á mínu skólasvæði, þá hefur fjöldi hvers árgangs minnkað úr því að vera 8 til tíu í tvo til þrjá. Þetta hefur þýtt að skólinn hefur orðið að taka inn nemendur frá öðrum svæðum og þá sérstaklega þétt- býlinu við Faxaflóa í ríkari mæli. Hefur skólabragur breytzt með aðkomufólki? Nei, henn hefur ekki breytzt nema kannski til aukins frjáls- ræðis. Nú hefur verið kvartað undan litlu framkvæði nemenda í fél- agslífi. Hvað með héraðsskól- ann? Ja, héraðsskólinn hefur við fáa að keppa um athygli nemenda nema kannski sjónvarp, en hérna eru t.d. hefðbundnar há- tíðir, sem eru stærstu punktarn- ir. Innan Reykjanesskóla starfa auk íþróttafélags nokkrar fél- agslegar einingar svo sem tafl- og bridgeklúbbur ljósmynda- klúbbur og svo frv. Um nýjungar í starfsemi? Við erum með 7. 8. og 9.- bekk grunnskólans og vonumst eftir að geta verið með framhalds- deild, en það er komið undir kennarakosti. Héraðsskólinn eins og stórt heimili Ilólmfriður Einarsdóttir Fædd 20. apríl 1896 Dáin 24. ágúst 1979. Yngvar Sigurðsson Fæddur 30. marz 1901 Dáinn 11. janúar 1979 Yngvar Sigurðsson var fæddur að Nesi við Norðfjörð. Foreldrar hans voru Ráðhildur Ólafsdóttir, ættuð frá Gestshúsum á Álfta- nesi, og Sigurður Sigurðsson, er mun hafa rakið ættir sínar í Vestur-Landeyjar. Aldamótaárið munu þau Ráð- hildur og Sigurður hafa hleypt heimdraganum og haldið til Aust- fjarða. Þar mun Sigurður hafa hugsað gott til fanga, þar eð hann var harðduglegur og Norðmenn voru byrjaðir hvalveiðar fyrir Austfjörðum og í þann veginn að hefja byggingar hvalveiðistöðva í Mjóafirði, og á meðan allt lék í lyndi, unnu þarna allt að 3—400 manns. En Sigurði og Ráðhildi gekk ekki sem skyldi og áfið eftir ól hún son í vinnukonustöðu að Nesi við Norðfjörð. Ráðhildur, sem alin var upp á lágu nesi umgirtu sjálfu úthafinu og fögr- u.n fjallahring í fjarska, undi sér ekki í hinum þröngu fjörðum með háum slútandi fjöllum og það varð úr að þau fluttu aftur suður á land. Þegar þangað kom voru þau allslaus, en héldu þó áfram ferð- inni austur í Landeyjar. Þá fannst Sigurði gamla í Ysta-Koti komið nóg og sagði þeim að skilja snáðann eftir hjá sér. Þar ólst svo Yngvar upp í skjóli afa síns og Úlfheiðar Hildibrandsdóttur fram á fermingaraldur, en þá réðst hann í vinnumennsku að Berja- nesi hjá Einari Hildibrandssyni, bróður Úlfhildar. Hólmfríður Einarsdóttir var fædd að Berjanesi í Vestur- Landeyjum. Foreldrar hennar voru Jólín Jónsdóttir og Einar Hildibrandsson, bóndi að Berja- nesi. Jólín mun hafa verið fædd um 1865. Hún var af fátæku bænda- fólki komin og gerðist vinnukona um það leyti er Ameríkuferðir hófust og stóðu sem hæst. Það var ekki frá miklu að hverfa fyrir fjöldann af því fólki, sem flýði land þá. En þó að það sé álitið, að það þurfi kjark til þess að flytja út í óvissuna, þá þarf ekki síður dugnað til þess að standa kyrr og glíma við vandann. Jólín var talin góður vinnukraftur, skapföst og dugleg. Á síðasta áratugnum fyrir aldamót réðst hún vinnukona að Berjanesi í Vestur-Landeyjum. Henni samdi vel við húsmóðurina. Og dag einn, er þær sátu að tóskap, sagði húsmóðirin: „Nú fer að líða að því að ég leggist á sæng, þá ætla ég að biðja þig fyrir börnin mín. Ég ætla líka að biðja þig að vera hér áfram." „Það getur ekki orðið, ég fer í vor,“ sagði Jólín. „O jú, þú breytir um skoðun og þú ert góð stúlka og hér mun okkur öllum geta liðið vel.“ Um sumarmál 1896 fæddi Jólín stúlku- barn. Þetta sumar, sem fór í hönd, gengu miklir jarðskjálftar yfir Suðurland. Skelfing greip um sig, er bæir hrundu og fólk grófst undir rústunum, og víða svaf fólk í tjöldum og útihúsum þetta sumar. Tíminn leið og húsmóðirin í Berja- nesi dó. Þá gekk Jólín öllum börnunum í móðurstað. En þau voru Hermundur, Geir, Þorsteinn, Guðni, Sigríður og Friðbjörg. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi, þau Hermundur og Sigríður. Jólín eignaðist þrjú börn með Einari Hildibrandssyni. Þau voru Hólmfríður, sem er nýlátin, og Jóel og Jónína. Hólmfríður var heimilisföst í Berjanesi þar til að hún gifti sig 1921 og flutti að Stíflu. Yngvar var einnig heimilisfastur vinnu- maður í Berjanesi. Þegar þau fluttu að Stíflu, voru þau eignalít- il, en Hólmfríður var harðdugleg og taldi sig geta sinnt vetrarverk- unum, þó hann færi á vertíð til þess að afla heimilinu tekna. Fljótlega óx ómegðin og eldri börnin urðu að taka til hendinni strax og kraftar leyfðu við úti- verk, skepnuhirðinu og smábarna- gæzlu. Þetta þroskaði ábyrgðar- tilfinningu þeirra. Yngvar var til sjós allar vertíðir framan af ævinni og þá oftast með frænda sínum Sigurjóni Einarssyni, en hann og Ráðhildur, móðir Yngv- ars, voru systkinabörn. Þeir voru þá á Garðari gamla, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Síðari hluta fjórða áratugarins, flutti fjölskyldan að Selskarði á Álftanesi. Þar höfðu foreldrar Yngvars búið um árabil og eignast tvö börn, Guðlaugu og Kristján. En skepnurnar voru fáar, svo þetta var að mestu þurrabúð. Nú settust þau Hólmfríður og Yngvar að með börnin í Selskarði og það var hægara um vik að afla soðn- inga frá Hafnarfirði, þar sem Ingvar kom að landi og nú gat hann fylgst með fjölskyldunni allan veturinn, svo útivistin varð ekki eins einmanaleg. 1940, þegar breski herinn kom, voru elstu börnin orðin það stálp- uð, að þau vildu fara að vinna, og þá flutti fjölskyldan inn í Hafnar- fjörð og þar dvöldu þau stríðsárin. Én að þeim tíma liðnum ákváðu þau að halda aftur í sveitina sína og reyna að byggja upp og bæta jörðina. En Yngvar hélt áfram að sækja sjó á vetrarvertíðum og fór á Surprise. Er hér var komið, voru börnin orðin ellefu. Tvö börn hafði Yngvar átt áður en hann fór að búa með Hólmfríði, þau voru Aðalheiður, er dó 11 ára, og Sigurður. En síðan komu þeirra börn níu talsins, Elín, Einar, Guðlaug, Jólín, Trausti, sem er nú látinn, Sigurður, Ráðhildur, Sig- urgestur og Kristbjörg rak lestina. Þó að ómegðin væri mikil, þá höfðu þau barnalán. Hjálpsemi þessara hjóna var takmarkalaus. Þeim óx það ekki í augum að bæta einum og einum munni til að fæða og klæða. • Þegar Elín, dóttir þeirra, missti manninn fannst þeim sjálfsagt að taka í fóstur stjúpdóttur hennar, er hafði nú misst báða foreldra sína, hún heitir Kristjana og ólst upp í Stíflu til fullorðinsára. Hólmfríði tóku þau af Ráðhildi, dóttur sinni, og ólu hana upp. Erling ólu þau upp fyrir Guð- laugu, dóttur sína. Þarna eru komin 3 fósturbörn, er þau tóku ung og skiluðu út í lífið sem nýtum þjóðfélagsþegnum. Svo voru börn sem Guðlaug, dóttir þeirra, átti, Sigrún og Ragnar, alltaf af og til í Stíflu, og eru þá ótalin öll börn er voru í skamman tíma. Það eru mörg dagsverk, sem þessi hjón hafa skilað og margir munnar hafa verið mettir og mörg tár þerruð. Þegar börnin þeirra tóku við búi í Stíflu og Yngvar var farinn að lýjast á sjónum, fór Hjónaminning: Hóbnfríöur Einarsdótt- ir- Yngvar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.