Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 7
Rætur Ólafs-
laga hjá
Alþýöuflokki
Allan síðastliðinn vetur
stóðu hörkuátök í vinstri
stjórninni um stefnu í
efnahagsmálum. í des-
ember síðastliðnum
kynntu kratar efnahags-
frumvarp i fjölmiðlum og
innan ríkisstjórnar litlu
síðar, án þess þó að
leggja það fram á Alþingi
og standa þar og falla
með því. Innan ríkís-
stjórnarinnar varð mikið
fjaðrafok, er frumvarpið
var kynnt, enda virðast
tilfinningar Alþýðu-
bandalagsins til verð-
bólgunnar sömu tegund-
ar og foreldris til af-
kvæmis. Ólafur Jóhann-
esson gerði á þessu
frumvarpi nokkrar minni-
háttar breytingar, til að
friða Alþýðubandalagið,
og knúði fram samþykki
vinstri stjórnarflokkanna
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
7
allra við það. Þessi efna-
hagslög, sem eruí öllum
meginatriðum byggð á
frumvarpi kratanna, hafa
síðan gengið undir heit-
inu Ólafslög — í munni
fólks — og ráðið þróun-
inni í efnahagsmálum
okkar frá því ( byrjun
aprflmánaðar sl.
Alþýðuflokkurinn fagn-
aði |>essum lögum eins
og flokkssigri, sem þau
Ifka vóru, og talaði um
tímamótalög og gjör-
breytta efnahagsstefnu.
Þingmenn Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks sam-
þykktu allir lögin og bera
á þeim óskipta stjórn-
skipulega ábyrgð gagn-
vart kjósendum. Nú, 8
mánuöum eftir samþykkt
tfmamótalaga krata og
vinstri stjórnar, er verö-
bólguhraðinn kominn í
81%, ef færður er á 12
mánaða tímabil, og raun-
ar nær 90%, ef inn kæmu
verðhækkanir, sem eru
staðreynd kostnaöarlega
í þjóöarbúskapnum, þó
að rfkisstjórnin hafi kosið
að safna þeim saman í
geymslulón fram yfir
kosningarl
Nú vill Alþýðuflokkur-
inn ekki við Ólafslög
kannast, enda þótt þau
sáu frá honum komin í
öllum meginatriðum og
framkvæmd þeirra hafi
heyrt undir ríkisstjórnina
f heild, ráðherra Alþýðu-
flokks ekki síður en ráð-
herra annarra fiokka.
Þegar Alþýðuflokkurinn
rauf vinstri stjórnina var
hann ekki síður að flýja
eigin gerðir, eigin ábyrgð,
en samstarfsflokkanna.
Benedikt Gröndal
Hægt er aö
flýja úr
ríkisstjórn
— ekki frá
eigin gjöröum
Vorið 1978 sungu Al-
þýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag tvíraddaðan
loforðasöng. Textinn
fjallaði um samninga í
gildi, verndun kaupmátt-
ar og kosningar sem
kjarabaráttu. Kaupmáttur
hefur lækkað um tíu til
tólf prósent í stjórnartíð
þessara flokka, samning-
ar aðeins settir í gildi
með lyftingu hálauna-
þaks, sem nýr borgar-
stjórnarmeirihluti sömu
flokka hafði forgöngu
um, og ítrekað krukkað í
kjarasamninga meö laga-
setningu.
Alþýðuflokkurinn lof-
aði afnámi tekjuskatts á
vinnutekjur en stóð að
afturvirkum tekjuskatts-
auka 1978 og iagasetn-
ingu um tekjuskatts-
hsskkun 1979. Hann lofaði
Vilmundur Gylfason '
I
kjarasáttmála en stóð að I
kjarakrukki með lög- |
þvingunum sem fyrr seg-
ir. Hann stóð og að vöru- I
gjaldshækkun, sölu- i
skattshækkun, nýbygg-
ingargjaldi, viðbótar- |
sköttum á atvinnuhús- ,
næöi og sérskatti á I
ferðagjaldeyri, bæöi inn- |
an ríkisstjórnar og á Al-
þingi. Alþýðuflokkurinn I
stóð ekki upp úr ríkis- i
stjórn fyrr en hann hafði '
komiö öllu þessu fram — |
í samstarfi við Alþýðu- .
bandalag og Framsókn I
— og stutt með atkvæð- I
um sínum á Alþingi.
Hann getur aö vísu |
hlaupið úr ríkisstjórn >
þegar sýnt er aö í óefni er '
komið, — en ekki frá |
þeim gjörðum, sem hann .
stóð að á þingi. Hann I
leggur þessar gjörðir i
sínar undir dóm kjósenda
( komandi kosningum. |
Þeir, sem Ijá honum at- ,
kvæði, eru að samþykkja I
framangreindar stjórn- |
valdsaögerðir, sem Al-
þýðuflokkurinn ber fulla I
samábyrgð á með öðrum i
vinstristjórnarflokkum.
I
Fræðslufundur
Haldinn verður fræðslufundur í kvöld kl. 20.30 í
Félagsheimili Fáks.
Á fundinn mætir nýráðinn framkvæmdarstjóri L.H.
Pétur Hjálmsson og greinir frá nýafstöðnu lands-
þingi hestamanna og helstu framtíðarverkefnum
L.H.
Síðan verður sýnd kvikmynd frá Landsmótinu á
Þingvöllum 1978.
Hestamannafélagiö Fákur.
PÍERRE RobERT
Beauty Care — Skin Care
NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ
PIERRE ROBERT.
Andlitssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuð húð-
krem í hæsta gæðaflokki.
Komið og kynnist þessum frábæru snyrtivörum 22. og
23. nóv. kl. 1-6 í
KLIPPÓTEK,
KEFLAVÍK
KOMIÐ, KYNNIST
0G SANNFÆRIST.
Ragnhildur Björnsson verður stödd
þar, og leiðbeinir um val og notkun
Pierre Robert snyrtivara.
inií'Hiar.
ícMmeriókci ?
Tunguhálsi 11, R. Sími 82700
fSNÍÐl
OrNAR
Sniðnir eftir yðar þörfum
7 hæðir (frá 20—99 cm).
Allar tengdir. I ,
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæöastál.
Stenst allar kröfur íslensks staðals.
Hagstætt verð.
Efnissala og fullunnir ofnar
Skipholt 35 — Sími 37033