Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 21 Helgi Magnússon, löggiltur endurskoðandi: Það sem vakið hefur mesta athygli mína í yfirstandandi kosningabaráttu eru þær skorin- orðu yfirlýsingar, sem Sjálf- stæðismenn hafa gefið um fyrir- hugað afnám skattpíningar vinstri stjórnarinnar, komist þeir til valda. Þessi loforð eru svo afdráttarlaus, að með engu móti verður undan þeim vikist eftir kosningar. Það er því miður mikill ljóður á málflutningi forsendur skattlagningar eru oft veikar. Við slíkar aðstæður verð- ur skattpíning þeim mun tilfinn- anlegri en ella. Það olli mér miklum vonbrigð- um, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki ganga fram í að stórlækka beina skatta síðast þegar hann átti aðild að ríkis- stjórn. En sú óánægja hvarf í skuggann, þegar vinstri stjórnin hóf á eftirminnilegan hátt Vörn gegn skattpíningu iminiiinuwi1 nmn'|P»c' Þetta eru skattarnir sem SjáHstæðisflokkur ætlar að leggja niður asíÆMsíS *rtrmn"«nr ^níir s ar þessar skatlaálöKur vinstn st)örnannnar eru _ , . . ly • Nýbyggingagjald • Tekjuskattur rSZjfeaDBl^mjV «*••**— • Tekjuskattur • Eignaskattur • Eignaskattiir^ jjj • Skattar ” • Vörugjald * V* »..ll)»-*ar kr.— • Sérstakur skattur r Hk . frrftan..a"M)»Mr' r., 1»' • a» 1 • stjórnmálamanna, að framsetn- ing stefnu og skoðana er oft svo loðin og teygjanleg, að kjósendur eru engu nær. Það er því gleði- efni, þegar talað er skýrt, eins og í yfirlýsingum SJálfstæð- ismanna um skattamálin. En þeir segja: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið, að komist hann til valda, leggi hann niður viðbótar- skattaálögur vinstri stjórnar- innar, en samtals eru þær að upphæð um 20 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1980. Þessar álögur voru ýmist hækkun á gömlum skattstofnum eða nýir skattstofnar". Síðan er gerð grein fyrir hverjum þessara skattstofna. Hæpinn grundvöllur Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að skattlagning í formi beinna skatta hér á landi sé komin út í tóma vitleysu, einkum þegar þess er gætt, hversu grundvöllur margra þess- ara skatta er hæpinn og hversu hroðalegan skattpíningarferil sinn, sem færði beina skattlagn- ingu íslendinga „út fyrir mörk hins byggilega heims“. Varnarsamtök skattgreiðenda Þetta olli svo mikilli ólgu meðal almennings, að haustið 1978 var mikið rætt um að stofna „Varnarsamtök skatt- greiðenda", en helzti talsmaður þeirrar hugmyndar var Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoð- andi og fyrrum aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans. Ekki kom til aðgerða, því skattgreiðendur eru æði sundurleitur hópur, en þó fyrst og fremst fjölmennur og vitanlega mismikið skattpíndur. Skattgreiðendur eiga raunar ekki margra kosta völ til að mótmæla skattpíningu. Ef þeir neita að greiða það sem á þá er lagt, þýðií það einungis drátt- arvexti, hótanir, lögtök og eigna- sviptingu. Þeir gætu eflaust far- ið í kröfugöngu að hætti þrýsti- hópa (og látið hlæja að sér) eða vakið athygli á skoðunum sínum á einhvern annan hátt. Tækiíærið En ekkert af þessu ber árang- ur. Eina vörnin sem skattgreið- endur geta komið við gegn skatt- píningu, er að fella skatta- harðstjórana í almennum kosn- ingum. Fólkið ræður engu nema í kosningum. Og þá er að nota tækifærið. Eitt slíkt er framund- an! Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að afnema hina illræmdu viðbót- arskatta vinstri stjórnarinnar. En hann þarf að gera betur, því beinir skattar verða engu að síður allt of háir. Skattana þarf að lækka enn frekar í framhaldi af fyrirhuguðu afnámi viðbótar- skatta vinstri stjórnarinnar. Þá fyrst færi að vera einhver brag- ur yfir framkvæmd skattastefnu Sj álf stæðismanna! Kjarabót Skattamálin eru þýðingarmik- il í allri umræðu um kaup og kjör. Því má ekki gleyma, að það eru ráðstöfunartekjur fólks, sem mestu máli skipta. Það hefur enginn gagn af tómum launa- umslögum. Skattalækkun er kjarabót. Skattalækkun eykur ráðstöfunartekjur fólks. Skatta- lækkun er frelsisaukandi — hún er í anda Sjálfstæðisstefnunnar. 17.11.1979. Almanak Þjóð- vinafélagsins 1980 komið út Almanakið um árið 1980 hefur dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur reiknað og búið til prentunar, en annað efni ritsins er Árbók íslands 1978 eftir Ólaf Hansson prófessor og ritgerðirnar Vilhjálmur Stefánsson (1879— 1962; aldarminning hins fræga landkönnuðar og rithöfundar) eft- ir Helga P. Briem fyrrverandi sendiherra og Uxinn S Helgakviðu Hundingsbana eftir Ólaf M. Ól- afsson menntaskólakennara. Þetta er 106. árgangur Alman- aksins og ritið 176 bls. að stærð. Ritstjóri er dr. Þorsteinn Sæm- undsson. Almanakið er prentað í Odda. Flóamanna saga, Gaulverjabær og Haukr Erlendsson Þetta er 36. ritið í bókaflokkn- um Studia Islandica og höfundur Richard Perkins háskólakennari í Lundúnum fjallar um tilurð Flóamanna sögu. Eru skýringar- tilgátur höfundar í því sambandi tvær. Hin fyrri er sú að frumrit sögunnar hafi verið skrifað fyrir Hauk Erlendsson lögmann í Gaulverjabæ (d. 1334), en texta- gerð hennar sem staðið hafi fremst í Vatnshornsbók (Vatns- hyrnu) fyrir Jón Hákonarson bónda í Víðidalstungu (f. 1350). Hin síðari er hins vegar að Jón Halldórsson biskup í Skálholti (d. 1339) hafi haft hönd í bagga við ritun sögunnar, en hún þarf ekki endilega að koma í veg fyrir þá skýringartilgátu að sagan hafi verið rituð fyrir Jón Erlendsson í Gaulverjabæ. Rit þetta er á ensku, 97 blaðsíð- ur að stærð, prentað í Leiftri. Efniságrip fylgir á íslensku, þýtt af Sverri Tómassyni. Nýbók: Kínaævintýri Rit þetta er samið upp úr dagbókarblöðum höfundar frá 1956, en þá fór hann í íslenzkri sendinefnd austur til Kína. Lýsir Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur, hvernig hið fjarlæga og fram- andi ríki kom honum fyrir sjónir, þegar það var að rísa úr rjúkandi rústum styrjaldar og byltingar á dögum kalda stríðsins, en gæðir frásögnina einnig margvíslegum fróðleik, gömlum og nýjum, svo að baksvið bókarinnar er einskonar heimsmynd og veraldarsaga. Kinaævintýri skiptist í þrjá meginhluta sem nefnast: Ferðin austur, í Kína og Á heimleið. Loks rekur höfundur í eftirmála þróun atburða og viðhorfa í Kína síðustu áratugi og allt til líðandi stundar. Kinaævintýri er 132 blaðsíður að stærð, prentað í Eddu. Bókin er prýdd ljósmyndum úr Kínaförinni og litmyndum eftir Magnús heit- inn Jónsson, prófessor, alþing- ismann og ráðherra, en hann var meðal þátttakenda í sendinefnd- inni. Mikið úrval af „Peysufötum“ og Combi-fatnaði ásamt tvDmepptum jakkafötum frá Adamson og Tweed-fötum frá Van Gils. Bankastrætí7 A6alstrætí4 ...hér er réttí staóurínn! o>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.