Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 Halldór Ibsen, Keflavik: Höfnin - lífæð atvinnulífsins Lífæð hvers sveitarfélags sem byggir við sjávarsíðuna er höfnin, þetta skynjuðu menn fljótlega eftir að ísland byggðist, bæði vegna lífsbjargarinnar sem sótt hefur verið í sjóinn frá því land byggðist svo og þeirra aðfanga sem sækja hefur þurft til annarra landa. Víða í kringum landið hefur náttúran séð þannig fyrir hafnar- stæðum að tiltölulega auðvelt er að byggja fyrirmyndar hafnir. Á Suðurnesjum er þessu ekki þannig farið, þar er strandlengjan öll fyrir opnu hafi og engin vík eða fjörður sem dregur úr hafróti, aðeins skerjagarður og klettótt ströndin til landtöku. Þrátt fyrir þetta hófu frumbyggjar sókn á gjöful fiskimið undan ströndum Suðurnesja. Það var og er harðgert fólk sem byggt hefur Suðurnesin, fólk sem taldi sig ekki hafa olnbogarými fyrir athafnaþrá sína, fólk sem vildi berjast við náttúruöflin og sigrast á þeim. Halldór Ibsen Það er gæfa Suðurnesja að til forustu hafa valist menn sem byggt hafa á frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, menn sem hafa hvatt einstaklingana til dáða sér og sveitarfélögunum til hagsbóta. Svo tekin séu dæmi um forustu skal nefnt að athafnamaðurinn Einar Einarsson í Garðhúsum Grindavík stóð að fyrstu fram- kvæmdum að gerð hafnar inn í Hópinu í Grindavík, að vísu hafði um aldamótin ríkisstjórn sú er þá sat farið þess á leit við Bjarna Sæmundsson fiskifræðing að hann kannaði möguleika á hafnarstæð- um á Suðurnesjum. Bjarni skilaði skýrslu til ríkisstjórnarinnar þar sem hann benti á Hópið í Grinda- vík og Njarðvík sem líklegasta staði til hafnargerða. í Sandgerði ruddu brautina þeir Matthías Þórðarson, Loftur Loftsson og Haraldur Böðvarsson. Allt voru þetta miklir athafna- menn sem byggðu sín lífsviðhorf á frelsi einstaklingsins. í Keflavík er það athafna- maðurinn Óskar heitinn Hall- dórsson sem á frumkvæðið að hafnargerð við Vatnsnes. í Njarðvík eru það dugmiklir athafnamenn sem ríða á vaðið með bryggjugerð og sama er að segja um aðra útgerðastaði á hús Sjálfstæðisflokkurinn býður til opins húss kl. 14.00—17.00 laugardaginn 24. nóvember í Valhöll ÓFLOKKSBUNDNIR — FLOKKSBUNDNIR VELKOMNIR MEÐ ALLA FJÖLSKYLDUNA Frambjóðendur taka þátt í gríni og gleöi dagsins. Heimsfrægir skemmtikraftar Lukkumiöar Kaffi, kökur og gosdrykkir • Módel ’79 sýnir vetrartízkuna frá Pelsinum, Kirkjuhvoli r Pelsar — loöskinnshúfur — leöurkápur Haraldur og Skrýplarnir ÞeSSÍT SkemiTlta m.a.! Halli, Laddi og Jörundur. Magn- ús Jónsson og Ólafur V. Al- bertsson Grettir Björnsson, Har aldur og strumparnir I og Jttrundur f- Magnús Júnaaon Yj 011 fjölskyldan í Valhöll Sjálfstæðisflokkurinn Halldór Ibsen sýnir hér Matthiasi Á. Mathiesen uppbyggingu grjótgarðsins i Njarðvikurhöfn. Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson. Suðurnesjum, svo sem Hafnir, Garð og Voga. í dag standa mál þannig að í kjölfar þessara manna sem getið er hér að framan, hafa Suðurnesin átt á alþingi menn á borð við þingskörunginn Ólaf heitinn Thors og aðra á eftir honum sem kjörnir hafa verið til alþingissetu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að byggðar hafa verið á Suðurnesjum hafnir sem talist geta í hópi bestu hafna landsins, svo sem hafnirnar í Grindavík, Sandgerði, Keflavík og Njarðvík. En allar þessar hafnir eru stórvirki miðað við þær aðstæður sem hér eru. En það er enn brýn nauðsyn á því nú að veita Sjálfstæðisflokkn- um það brautargengi sem þarf, til þess að sú uppbbygging sem átt hefur sér stað, að frumkvæði heimamanna en með dyggum stuðningi þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, stöðvist ekki heldur haldi áfram. Verum minnug þess að þeir menn, sem hér hafa verið nefndir, hafa varðað leiðina til betra og fegurra mannlífs við brimsorfna ströndina, og til að feta þá braut áfram er forustu Sjálfstæðis- flokksins best treystandi. Leiftursókn gegn verðbólgu Leiftursókn gegn kjaraskerð- ingu. Gunnar Helgi Hálfdánarson viðskiptafræðing ur, forstöðumaður Verðbréfamarkaðar Fjárfest- ingafélags íslands h.f.: Um helztu fjárfesting- arkosti almennings spariskirteini, fasteign- ir og vaxtaaukainnlán Sunnudaginn 4. nóvember s.l. birtust viðtöl við Ragnar Tómas- son hjá Fasteignaþjónustunni, Þorleif Guðmundsson hjá Fyrir- greiðsluskrifstofunni, Jón Frið- steinsson hjá Seðlabankanum og undirritaðan, þar sem spurt var um hvort hagkvæmara væri að fjárfesta í spariskírteinum eða fasteign. Þar sem margt villandi kemur fram í svörum þeirra Ragnars og Þorleifs þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram: 1. Spariskírteini ríkissjóðs eru auðseljanleg. S.l. 3'/2 ár, sem Verðbréfamarkaður Fjárfest- ingarfélags íslands hefur starf- að, hefur sölutími þeirra verið á bilinu 1—3 dagar. Andvirði þeirra er ætíð staðgreitt við sölu. Innlausnartími og inn- lausnarverð Seðlabankans hafa hverfandi þýðingu, þar sem spariskírteinin eru góð og gild markaðsvara og seljast á hærra verði en innlausnarverð Seðla- bankans er. 2. Spariskírteini ríkissjóðs eru 100% verðtryggð með bygg- ingarvísitölunni og bera auk þess a.m.k. 3,5% vexti umfram verðbólguna. Spariskírteini veita því fullkomna vernd gegn verðbólgunni. Síðustu 12 mán- uðina var arðsemi spariskírt- eina á bilinu 52,4—58,3% (verð- hækkanir síðustu 12 mánuðina voru tæp 48%). 3. Spariskírteini ríkissjóðs krefj- ast ekki neinnar sérþekkingar kaupenda þar sem vísitala tryggir fyrirfram verðtrygg- ingu og arðsemi þeirra. Spari- skírteinin eru því ákaflega hentug fjárfesting fyrir al- menning. Ennfremur má geta þess að umstang í sambandi við spariskírteinin er hverfandi og þarf aðeins að gæta, að þau séu geymd í bruna- og þjófheldri hirslu t.d. bankahólfi. 4. Spariskírteini gefa þeim, sem hafa árstíðabundnar sveiflur í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.