Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Blunt og landráð Eg þurfti að velja á milli pólitískrar samvisku og tryggðar við fósturjörðina. Ég valdi hið fyrr- nefnda." Þannig komst Anthony Blunt að orði, þegar hann skýrði ástæðuna fyrir því, að hann gerðist útsendari Sovétríkjanna, njósnari fyrir þau og milligöngumaður við mannaráðningar til undirróðursstarfsemi. Breska þjóðin stendur agndofa, þegar þessi maður, listráðgjafi konungs- fjölskyldunnar og mikils metinn prófessor, er afhjúpaður sem landráðamaður. Og ekki bætir úr skák, að hann hafði fengið tækifæri til að kaupa sér æruvernd og frið með því að játa syndir sínar í laumi. Eins og orð Blunts sjálfs sanna er uppruna hneykslisins að rekja til blindrar hollustu kommúnista við hugsjón sína. Hún krefst þess af mönnum, að þeir rjúfi helgustu vé eigin þjóðar. „Pólitíska samviskan“ gerir kommúnista að landráðamönnum, segir Blunt. Með svikum og fláræði þjóna þeir best sínum nýju herrum. Það eru einhver mestu öfugmæli okkar tíma, þegar kommúnistar halda því á loft, að þeir berjist fyrir sjálfstæði lands síns og þjóðar. Og það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar þessir menn saka aðra um landráð og er það jafnvel tamast í umtali um andstæðinga sína. „Pólitísk samviska“ marxista krefst þess af þeim, að þeir vinni gegn hagsmunum ættlands síns. Geri þeir það, komast þeir til æðstu metorða innan eigin raða. Það hriktir í helstu valdastofnunum Bretlands vegna uppljóstrananna um Anthony Blunt. Ógjörningur er að segja, hver endalokin verða á því hneyksli, sem breskir stjórnmálamenn takast nú á við. Landráð og laumuspil innan stjórnkerfisins eru þeir verknaðir, sem lýðræðis- þjóðfélögin þola síst af öllu. Ólafur er á útleið Olafur Jóhannesson hefur lýst því yfir, að hann vilji vinstri stjórn að kosningum loknum. Hann hefur jafnframt sagt, að Framsóknarflokkurinn verði að vera stærsti flokkurinn í því samstarfi og að Steingrímur Hermannsson eigi að verða forsætisráðherra í slíkri vinstri stjórn! Þessi yfirlýsing er athyglisverð fyrir þá sök, að hún sýnir, að Ólafur Jóhannesson er að draga sig í hlé frá stjórnmálastörfum. Mörgum finnst tími til kominn. Þessi fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur leikið þjóðina grátt á þessum áratug. Enginn einn mgður hefur átt jafn mikinn þátt í að kalla óðaverðbólguna yfir okkur og Ölafur Jóhannesson. Honum hefur aldrei auðnast að draga úr verðbólgu. Hann hefur alltaf aukið hana, þegar hann hefur fengið stjórnartaumana í hendur. Þess vegna er með ólíkindum, að einhverjir kjósendur hafi hug á að kjósa lista Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna Ólafs Jóhannessonar. En ef þeir kjósendur eru til ættu þeir að huga að því að efsti maðurinn á lista Framsóknarflokksins er á útleið í pólitíkinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík siglir undir fölsku flaggi. Það fer auðvitað ekkert á milli mála, að forsvarsmenn hinnar föllnu vinstri stjórnar stefna að því leynt og ljóst að endurreisa þá stjórn að kosningum loknum. Alþýðu- flokkurinn mun ekki láta á sér standa í þeim efnum, hvað svo sem einstakir frambjóðendur hans kunna aö segja fyrir kosningar. Endurreisn vinstri stjórnar að kosningum loknum þýðir, að engin breyting verður á því ástandi óvissu, kvíða og óðaverðbólgu, sem ríkt hefur í landinu síðustu misseri. Það sýnir auðvitað dæmalausa fyrirlitningu vinstri manna á kjósendum og dómgreind þeirra að láta sér detta í hug að endurreisa vinstri stjórnina. En um leið er þessi málflutningur þeirra undirstrikun á því, að einungis með því að efla Sjálfstæðisflokkinn verulega geta kjósendur forðað þjóðinni frá þeim ósköpum, sem yfir mundu dynja, ef ný vinstri stjórn yrði mynduð eftir kosningar. VITURT HJARTA Vinstri flokkarnir svokallaöir tönnlast á því, aö flokkur frjáls- hyggjufólks sé aö klofna í rótina og mikil sundrung sé í Sjálfstæö- isflokknum. Þá er viðstööulaust reynt að koma því inn hjá fólki, aö flokkurinn sé andsnúinn launþegum, enda þótt hann sé annar af tveimur stærstu laun- þegaflokkum landsins og full- trúar þeirra víöa í forsvari fyrir hann — ekki síöur en hann fyrir launþega. En Sjálfstæöisflokkur- inn hefur ekki boöað falskar lausnir eins og kaupránsflokkar vinstra liösins, sem unnu síöustu kosningar meö vígoröunum: Samningana í gildi, kjósum gegn kaupránsflokkum og kosningar eru kjarabarátta. í frjálshyggjuflokkum eru auö- I vitaö átök, eins og veröa vill, þegar frjálst fólk og eindregiö heldur fram skoöunum sínum. Enginn sjálfstæöismaöur kippir sér upp viö það, þótt sitt sýnist hverjum. Þaö er í raun og veru í | eöli frjálshyggjunnar, sem boðar bæöi frjálst markaöskerfi og mannúöarstefnu, aö kalla á and- stæöar skoðanir í ýmsum efnum. Hugsjón frjálshyggjumanna er beinlínis á því reist, aö menn berjist fyrir ólíkum sjónarmiöum og hver haldi sínu, þótt einhugur sé um grundvallarstefnuna. En hún er ekki í því fólgin, eins og alræöisstefna marxista og raunar sósíalista einnig, aö ein skoöun sé rétt, þ.e. 19. aldar formúla forystuklíkunnar, en allt annaö rangt — jafnvel glæpsamlegt. Ólíkar skoöanir á einstökum at- riðum eru í anda þess umburö- arlyndis, sem frjálshyggjan boö- ar; þetta umþuröarlyndi er einn af hornsteinum mannúöarstefnu frjálshyggjunar. Hún er ekki ein- ungis kenning um efnahags- og viöskiptamál, heldur almenn lífsskoöun frjálsra þegna, sem krefjast mannréttinda og kippa sér ekki upp viö átök milli einstaklinga um ólíkustu efni. Þetta er einn af hornsteinum sjálfstæöisstefnunnar. Sumir telja slíka frjálsa skoöanamynd- un veikleika, en frjálshyggju- menn benda þvert á móti á, aö hún sé styrkur lýöræöisins og þaö, sem allt hvílir á. Ef frelsiö er kæft, hverfur frjálshyggjan eins og dögg fyrir sólu og ekkert veröur eftir annaö en ofbeldiö. Sjálfstæöisflokkurinn hefur oröiö aö glíma viö margvísleg vandamál vegna hugsjónar sinn- ar um frelsi einstaklinganna, en þaö er e.t.v. mesti styrkur hans og sá þáttur í hugsjón hans, sem nær til flestra íslendinga. Þaö er m.a. ekki sízt vegna þess, aö Sjálfstæöisflokkurinn er rúmgóö- ur flokkur, sem blað eins og Morgunblaöiö treystir sér til aö styöja hann. Hugsjónir blaösins og flokksins fara saman, þótt ekki séu þessir aöilar ávallt á einu máli. En þaö skilja ekki [ flokksþrælar heildarhyggju og alræöis — þeir sem telja aö skipulagshyggján sé öllu ofar, en einstaklingurinn skipti í raun og [ veru engu máli. Mesti styrkur Morgunblaösins hefur veriö, eins Klak þorskfiska virð- ist hafa tekizt illa í vor en betur hjá loðnunm VÉLARBIUiN varft hjá (»lrn*ka -.klplnu EW; hamrl rr 1»A var á Iflft tll Kniclands I sdlulrrft. munu írsk sklp hala IA knlluð á vrttvan* tll aftstuftar. Sunomt* i F.nrlandi tll viagrrtar. Launabreytingar 1. sepiembcr: Laun verkamanns hækkaun 18.824 kr. en ráðherra 118.092 M N«N«KK|!N ■“ . Ilu. I I «•*'»••' 4r K.k Wf.r fvnct* flfS . „ .UWI .1« I... Iirlr « ' Evióltur Konr&ft um Rockall og Breto: Tökum ekki tíllit til land- vinningstilrauna Breta þrssl l.uáuru' nsmilrk," við Færey- SSÍSS5 in«a um 5 75Tjf tssrnsi sameigin- .11. „AlktatrhPvM ál»kj JSS legan rétí_ r>7 >L"a rrHi og Bjarni Benediktsson sagöi í ræöu á 50 ára afmæli blaösins, að þaö hefur aldrei veriö mál- gagn Sjálfstæöisflokksins, heldur málsvari sjálfstæöisstefnunnar; þ.e. einstaklingsins. íhaldiö í Reykjavík aö klofna, stóö nýlega stórum stöfum á forsíðu Tímans. Menn sjá nú, hve mikill sannleikur er í þessari óskhyggju. En hún beinir athygli okkar aö öörum staöreyndum og þá ekki sízt aö því, aö í efstu sætum framsóknarlistans í Reykjavík eru lögfræöingur og verkfræöingur, þrír af fjórum efstu mönnum á lista kommún- ista eru viöskiptafræöingur, þjóöfélagsfræöingur og deildar- stjóri, en þó einkum atvinnupóli- tíkusar eins og toppkratarnir. Þetta er allt og sumt. En fólk gleypir ekki hvaö sem er, a.m.k. ekki eftir þitra reynslu af 13 mánaöa vinstri óstjórn. Viö skulum halda okkur viö vígorö falsspámanna fyrir rúmu ári - og láta þau gilda í þessum kosning- um: Kosningar eru kjarabarátta; kjósum gegn kaupránsflokkun- um — þeim tókst á 13 mánuöum með einstakri „stjórnsnilld“ aö lækka kaupmátt fólks um 12% á 400 hundadögum, svo aö nauö- synlegt er aö gera erfiöan upp- skurð á Kerfinu, ef viö eigum aö lifa af. Þaö getur varla orðiö helzta baráttumál launþegasam- taka að hækka kaup Svavars Gestssonar, Magnúsar Magn- ússonar, Steingríms Her- mannssonar, Ólafs Jóhannes- sonar, Ragnars Arnalds, Tómas- ar Árnasonar, Kjartans Jó- hannssonar, Hjörleifs Gutt- ormssonar og Benedikts Grön- dal um 120 þús. kr. á mánuöi, en lofa verkafólki aö fá 20 þús. kr. fyrir náö og miskunn. Niöurstaöa síöustu Alþingiskosninga var því þessi: Kosningarnar voru kjara- barátta - fyrir ráöherrana. Þó eru þaö virðingarverð viöbrögð há- tekjumanna í minnihlutastjórn Alþýöuflokksins að taka ekki tæplega 200 þús. króna verö- bætur 1. des. þó aö margir muni hafa þaö í flimtingum og telji þaö litia fórn aö afsala sér verka- mannalaunum, þegar þeir hafa 1300—1400 þúsund króna laun á mánuöi. Frjálshyggjumenn biöja um innra þrek og styrk til að standa vörö um frelsið. Baráttan um þaö eöa alræði kommúnisma og kerf- iskúgara fer nú fram um allan heim, ekki sízt hér á landi. Þaö er því undarlegt, hve framsóknar- menn og krataforkólfar hafa gert sér mikiö far um aö gera frjáls- hyggjuna tortryggilega. Þaö sýnir einfaldlega, aö þeir eru í hjarta sínu kerfiskarlar og skipulags- trúar. íslenzka þjóöin hefur feng- iö sig fullsadda á þessum kerfis- söng. Eftir hundadagastjórnina lætur sá söngur í eyrum eins og argasta öfugmælavísa og holta- þokuvæl. Veröbólgan er ekki eini kvillinn á íslandi, þeir eru margir. Upp- lausn blasir viö, okkur skortir festu og forystu. En umfram allt þurfum viö aö trúa á verðmæti — og þá ekki sízt frelsi einstakl- ingsins í blóörauöum heimi of- beldis og skipulagshyggju. Sjálf- stæöisstefnan er vörnin. Hún er í senn þjóöleg og á rætur í íslenzkri arfleifö, fornum bók- menntum og kristinni mannúö- arstefnu. Þegar Salómon konungur tók viö af Davíö, fööur sínum, baö hann guö um viturt hjarta. Þeir, sem eru í framboði til Alþingis, biöja hins vegar um atkvæöi. Þau eru aö vísu nauðsynleg. En viturt hjarta er lífsnauðsynlegt. Það stjórnar enginn íslandi meö atkvæöum einum, úr því sem komið er. Ekki heldur meö sprelli og fyrirgangi sirkuskarla. En viö þurfum á aö halda mönnum með viturt hjarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.