Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 Mynd: Krintján. Þorsteinn og Stefán: „Það er mikill kostur ef leikhússtjóri getur verið í lifandi sambandi viö sitt leikhús.“ Nýlega var samþykkt á félags- fundi hjá Leikfélagi Reykja- vikur að ráða þá Þorstein Gunnarsson og Stefán Bald- ursson sem leikhússtjóra hjá L.R. frá og með næsta hausti. Mbl. átti stutt spjall við þá. Það var létt yfir þeim Þor- steini og Stefáni fyrir utan Iðnó. En þögult. Þeir stóðu í kuldanum uti fyrir ieikhúsinu gamla og sögðust ekkert vilja segja enn um það, hvernig þeir hygðust kynda þar innan dyra í fram- tíðinni. „Við ræddumst auðvitað ítar- lega við um okkar skoðanir áður en við sóttum um starfið, og þær reyndust fara vel saman, auk þess sem við þekktum auðvitað til vinnu hvor annars," sagði Stefán. „En það er ekki rétt að gefa stefnuyfirlýsingar á þessu stigi, við erum rétt byrjaðir að ræða hugmyndir okkar við stjórn leikfélagsins." „Þú fylgist með mér, Stefán," sagði Þorsteinn og lagði svo snyrtilega fram setningu um það, að enn hefði fyrst og fremst verið rætt um „praktískar" hlið- ar starfsins við stjórnina. Þorsteinn og Stefán settu hvor um sig sterkt mark á listrænt yfirbragð leikhúsanna í Reykjavík sl. vetur, Stefán sem leikstjóri við Þjóðleikhúsið, en Þorsteinn sem leikari og leik- stjóri í Iðnó. í umsókn þeirra nú fólst, að þeir gætu áfram starfað að leiklistinni sjálfir. „Við verðum í hálfu leikhús- stjórastarfi hvor, en sinnum hluta vinnuskyldunnar með leik- stjórn og leik. En við verðum hreint ekki einráðir um þá hlið starfsins." „Ég mun t.d. bara setja upp eina sýningu á ári, og hlutverka- val Þorsteins verður háð sam- þykki leikhúsráðs," sagði Stefán. „Síðan skiptumst við á um að vera á skrifstofunni til viðtals og verðum þar stundum báðir, en ýmis dagleg smáverkefni ætti hver að geta unnið án afskipta hins. — Við teljum það mikinn kost að leikhússtjóri geti með listrænni sköpun verið í lifandi tengslum við sitt leikhús, en það getur verið vandkvæðum bundið ef hann er einn. Þetta er einn meginkosturinn við slíkt fyrir- komulag." Hyggist þið þá starfa eitthvað að leiklist utan Leikfélagsins? „Nei.“ Stefán sagðist þekkja fordæmi fyrir slíkri verkaskiptingu við leikhússtjórn bæði í Finnlandi Rætt við Stefán Baldursson og Þorstein Gunnarsson, næstu leikhús- stjóra í Iðnó og Þýzkalandi, og þar hefði einmitt gefizt vel að tveir lista- menn skiptu því starfi millum sín. „Svo að hugmyndin er ekki ný. En við getum auglýst „í fyrsta skipti hérlendis". En meira vildu þeir Þorsteinn og Stefán ekki ræða áform sín eða hugsanlegar breytingar á listrænum svip Leikfélagsins. „En það gefur auga Ieið,“ sagði Þorsteinn, „að hver leikhússtjóri hlýtur að marka listræna stefnu hússins á sínum tíma.“ „Það er metnaður á bak við verkefnaskrá þessa vetrar," sagði Þorsteinn „og byrjum leik- ársins lofar góðu. Til dæmis er sýningin á Ofvitanum að mínu mati viðburður. Og þar eru önnur verk sem myndu prýða hvaða verkefnaskrá sem er. — En það er ár þar til við tökum við, og frekari yfirlýsingar um verkefnaval og listræna stefnu- mótun verða að bíða þess tírna." Eigið þið von á að hugmyndir ykkar taki miklum breytingum á þeim aðlögunartíma sem líður fram að því? „Nei, en þær verða komnar í ákveðnara form og búnar að mótast." En þið sjáið engin stór sker framundan? „Nei, — ef frá er skilinn fjárhagurinn, sem verður alltaf erfiður við núverandi aðstæður," sagði Þorsteinn og lítur á gamla Iðnó. „Það er húsið sem háir öllu.“ Skammt er nú liðið síðan Edward Kennedy lýsti yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. Eftir mikið umtal og vangaveltur tók hann loks af skarið. Lengi vel lýsti hann því yfir, að hann myndi ekki sækjast eftir forsetaframboðinu vegna morða bræðra hans, Johns og Roberts og eins vegna fjölskylduerfiðleika. Þá hefur skuggi Chappa- quiddick-slyssins ávallt fylgt honum í þau tíu ár sem liðin eru síðan hinn afdrifaríki atburður varð við ána Chappaquiddick. Það kann þegar fram í sækir að verða honum fjöt- ur um fót. En eins og sakir standa eru vinsældir hans meðal þjóðarinnar meiri en nokkurs annars forsetaefn- is — þar með talinn sjálfur forsetinn, Jimmy Carter. Virðing hans innan öld- ungadeildarinnar er hafin yfir allan vafa eftir 17 ára starf í deildinni. Edward Kennedy er nú 47 ára gamall — hann var aðeins þrjátíu ára gamall þegar hann var fyrst kosinn á þing. Skoðanakannanir Gallups hafa sýnt að nú þegar hann býður sig fram nýtur hann meiri vinsælda en báðir bræðra hans í upphafi kosn- ingabaráttu þeirra. Skoðana- könnun, sem framkvæmd var í september, sýndi, að Kennedy naut meiri vinsælda með öll- um starfsstéttum en Jimmy Carter forseti — ekki aðeins þegar yfir heildina var litið heldur í öllum landshlutum, hvort heldur í borgum eða Fram- bjóðendur til for- setakjörs í Banda- ríkjunum sveitum. Þá sýndu skoðana- kannanir að hann naut meira fylgis en frambjóðendur repúblikana. Sú goðsögn sem umlykur nafnið Kennedy á vafalítið sinn stóra þátt í vinsældum Kennedys. Bandarískur al- menningur virðist þrá það skeið bjartsýni og sjálfstraust, sem þótti einkenna valdaár John Kennedys í Hvíta húsinu. Hann nýtur baráttu bróður síns fyrir réttindum minni- hlutahópa í Bandaríkjunum og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. En Edward Kennedy nýtur ekki einungis vinsælda bræðra sinna. Hann hefur nú setið í öldungadeild þingsins í 17 ár og komist til mikilla virðinga þar, áhrifa og valda. Hann er formaður laga- nefndar þingsins, vísinda- nefndar og orkunefndar. Hann hefur lagt fram viðamiklar áætlanir um almannatrygg- ingar. Hann beitti sér fyrir því, að Bandaríkin tækju við auknum fjölda flóttamanna frá Víetnam, og aukinni að- stoð þeim til handa. Þó að Kennedy hafi lýst því yfir að hann telji Jimmy Carter ekki heppilegan leið- toga þá hafa þeir verið sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.