Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
35
Finnbjörn Hjartarson:
Yestfirðingar söknuðu
Sigurlaugar Bjamadóttur
Þeir sem gerðu sér ferð til
Vestfjarða sl. tvö sumur, komust
ekki hjá því að taka eftir því,
meðal allra flokka fólks, að Sigur-
laug Bjarnadóttir á ítök í hugum
Vestfirðinga sem skeleggur full-
trúi þeirra á þingi og að henni
mikil eftirsjá. Þetta var því eftir-
tektarverðara vegna þess, að þessi
eftirsjá var ekki á nokkurn hátt
bundin við sjálfstæðisfólk eitt,
heldur fólk úr öllum stjórnmála-
flokkum.
Ég er einn þeirra, sem veit vel
að Sigurlaug er skörungur á mál-
þingum, og gerði mér grein fyrir
áhuga hennar á málefnum Vest-
firðinga. En að mér kæmi það í
hug, að hún ætti slík ítök langt út
fyrir raðir sjálfstæðismanna á
Vestfjörðum gerði ég mér enga
grein fyrir.
Þeim sem áhuga hafa á pólitík
fer gjarnan svo, á ferðum sínum
um landið, að þeir ræða oft
stjórnmál við vini sína á þeim
ferðum. Og í mörg sumur hefur
leið mín legið til Vestfjarða. Veit
ég því vel hvað ég er að tala um,
þegar ég segi, að Vestfirðingar
almennt telji hlut sinn lakari á
þingi, eftir að Sigurlaug hvarf
þaðan.
Brottför Karvels
Pálmasonar
Þegar Karvel Pálmason bauð
fram sjálfstætt á Vestfjörðum,
höfðaði það framboð ekki sízt til
sjálfstæðisfólks á Vestfjörðum, og
olli miklu fjaðrafoki meðal vinstri
manna.
Það var fróðlegt að fylgjast með
þeim pólitísku rökum, sem
-þríflokkarnir — Framsókn, Al-
þýðubandalg og Alþýðuflokkur
beittu gegn því framboði, — ein-
ungis sleggjudómar og spádómar
um tilgangsleysi framboðsins. Að-
eins í Sjálfstæðisflokknum átti
slíkt framboð hljómgrunn. — Að
menn megi hafa sjálfstæðar skoð-
anir, án þess að vera með hótanir
um, að slíkir menn yrðu áhrifa-
lausir á þingi og annað í þeim dúr,
eins og Steingrímur Hermannsson
lét í ljós fyrir síðustu kosningar.
Annars er Steingrímur Her-
mannsson kapítuli út af fyrir sig í
pólitískri sögu Vestfjarða. Hann
slítur af sér atkvæðin vestra, eins
og ölóður maður flíkur, svo tölur
og bönd fjúka í allar áttir.
Hér í Morgunblaðinu birtust
fyrir síðustu kosningar greinar
eftir mig um Karvel Pálmason, og
tók hann aðra þá grein „Horft til
Vestfjarða" óstytta í blað sitt
Vestra. Við sjálfstæðismenn get-
um vel lyft undir sjálfstæða menn
þegar þeir koma fram, eins og
varð um Karvel Pálmasori.
Ég persónulega, og eflaust
margir Vestfirðingar, urðum því
fyrir vonbrigðum með að Karvel
Pálmason skyldi ekki reyna til
þrautar óháð framboð vestra, eða
ganga til liðs við sjálfstæðismenn.
En til sjálfstæðra manna höfðar
framboð sem Karvel kom fram
með í kjördæmi sínu, eingöngu.
Um það vitna þau nærtæku dæmi,
sem ljós urðu í síðustu kosningum.
I ljósi þess vil ég halda því fram,
að þá urðu Karveli Pálmasyni á
mikil mistök að ganga í Alþýðu-
flokkinn, og þangað geta ekki
sjálfstæðir menn fylgt honum.
Enginn flokkur á Islandi hlúir
betur að sjálfstæðri hugsun og
verkum en Sjálfstæðisflokkurinn.
Þess vegna átti Karvel Pálmason
að halda áfram á þeirri braut, sem
hann var að leggja út á og ganga
til liðs við sjálfstæðismenn á
Vestfjörðum.
Sigurlaug, þingmaður
Vestfirðinga á ný
Ef Vestfirðingar vilja efla sjálf-
stæði í orði og á borði hvar sem
þeir annars hafa staðið í stjórn-
málum, eiga þeir nú að fylkja sér
um Sigurlaugu Bjarnadóttur.
Ef Vestfirðingar vilja sjálfstæð-
an Vestfirðing á þing munu þeir
kjósa Sigurlaugu Bjarnadóttur.
Ef Vestfirðingar vilja kvenskör-
ung á þing er Sigurlaug svarið.
Eins og ég gat um í upphafi er
það almennt álit, hafið yfir alla
flokkspólitík, að Vestfirðingar
álíta Sigurlaugu Bjarnadóttur frá
Vigur mjög góðan fulltrúa á þingi.
Þeir þurfa því að sameinast um
það, að hún verði þingmaður
þeirra á ný. — Nú kjósa Vestfirð-
ingar Sigurlaugu Bjarnadóttur.
Á Vestfjörðum
Hverfafélög
sjálfstæðismanna
í Breiðholti
Halda stjórnmálafund að Seljabraut 54
fimmtudaginn 22. nóv. kl. 20.30.
Kaffiveitingar veröa á boðstólum
Vandamál líðandi stundar eru:
• Skefjalaus verðbólga
• Versnandi afkoma
• Óvissa í launa og atvinnumálum
Hvernig vill Sjálfstæöisflokkurinn leysa
vandann
Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson munu
hafa framsögu og svara fyrirspurnum fundar-
manna.
Kosningabaráttan
og starfsemi
Heimdallar
Fundur verður í Fulltrúaráöi Heimdallar,
fimmtud. 22. nóv. kl. 20.30, í Valhöll,
kjallarasal.
Gestur fundarins
verður
Ellert B. Schram.
Fulltrúaráðið er hvatt til að mæta vel og
stundvíslega.
■
Sjálfboðaliðar
á kjördag
D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboöastarfa á
kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar
listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa.
Þeir sem vilja leggja D-listanum liö meö starfskröftum
sínum kjördagana 2. og 3. desember næstkomandi,
hringi vinsamlegast í síma: 82927.
Skráning sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum
hverfafélaganna.
listinn
■ ■ •
■ X "i
■ ■
Glœsilegir
badherbergisskdpar
Nýkomnir baöherbergisskápar, margar geröir og
stæröir. Höfum einnig stakar rimlahuröir í ýmsum
stæröum.
diþ Nýborgf
O Ármúla 23 — Sími 86755