Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 „í fúlustu alvöru er sá möguleiki fyrir hendi að ég geti tapað þessu prófkjöri á sunnudaginn og þá dett ég út af þingi og þarf að fara að leita mér að annarri góðri atvinnu," þannig komst Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins og forsætisráðherra að orði í útvarps- þætti þriðjudaginn 23. október s.l., þegar hann var spurður um framboð dr. Braga Jósepssonar gegn sér í 1. sæti lista flokks þeirra í Reykjavík. Ekki nóg með að Benedikt ræddi um það í „fúlustu alvöru", að hann þyrfti e.t.v. að leita sér að „annarri góðri atvinnu", heldur sagðist forsætisráðherra enga dul draga á það „að ég hef meiri áhyggjur af því (framboði Braga innsk.) en nokkru öðru í landsins málum í dag.“ Þessi orðaskipti lýsa barnslega einlægum en öryggislausum stjórnmálamanni, sem aðeins hugsar um eigin hag og stöðu. En þau eru fyrst og fremst fljótfærnisleg og þjóna þeim einum tilgangi að skapa samúð með þeim, sem þau mælti. Auðvitað kom í ljós í prófkjörinu, að Benekikt Gröndal var aldrei í neinni hættu. Öttinn við að missa „góða atvinnu" var aðeins til í hugarheimi hans. Á þeim stutta tíma, sem Benedikt Gröndal hefur verið ráðherra, hefur oftar en einu sinni komið í ljós, að hann talar oft og jafnvel framkvæmir áður en hann hugsar málin til enda. Benedikt Gröndal settist fyrst á Alþingi 1956, þegar hann komst að sem landskjörinn á lista „hræðslubanda- lagsins", kosningabandalags Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Benedikt var þá í framboði í Borgar- fjarðarsýslu. Allt frá því á námsárum hafði hann verið starfsmaður Alþýðublaðsins, en þegar hann komst á þing var hann ritstjóri málgagns SIS, Samvinnunnar, svo að hann var ágætur samnefnari í þeirri viðleitni framsóknar og krata að ýta íhaldinu endanlega til hliðar í íslenskum stjórnmálum. 1959 varð Benedikt ritstjóri Alþýðublaðsins og gegndi því starfi í 10 ár eða til 1969, þegar hann var skipaður forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins, og sat í þeirri stöðu, þegar hann varð utanríkisráðherra í stjórn Ólafs Jóhannes- sonar 1978. Þrátt fyrir þessi föstu störf sín var Benedikt Gröndal líklega þekktastur meðal þjóðarinnar sem STJÓRNMÁLAMAÐURINN BENEDIKT GRÖNDAL formaður útvarpsráðs, en því starfi gegndi hann svo til óslitið frá 1957 til 1971. En hvers vegna varð Benedikt Gröndal ekki fyrr ráðherra? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt. Líklega réð þó mestu, að hann var aldrei alveg dús við samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, viðreisn- arstjórnina, sem sat þó að völdum 1959—1971. Þá var kannske ekki heldur mikill áhugi á því innan þeirrar stjórnar, að fá Benedikt inn í hana. í nýlegu viðtali við Alþýðublaðið lýsir Benedikt viðhorfi sínu til viðreisnar- stjórnarinnar með þessum hætti, þegar hann er spurður, hvaða einkunn hann vilji gefa henni: „Ég myndi skipta því eftir tímabilum í fyrstu einkunn og aðra einkunn lakari ... En á síðari hluta viðreisnar- tímabilsins seig mjög á ógæfuhlið. Þegar það fór saman að síldin hvarf og við urðum fyrir verðhruni á erlendum mörkuðum, 1967, stóðum við frammi fyrir alvarlegri þjóðfélagskreppu. Mönnum sýnist eftir á, að samdrátt- araðgerðirnar, og þá fyrst og fremst hrikaleg gengis- lækkun, sem gripið var til vegna þessara áfalla, hafi verið of harkalegar. En kjarni málsins er sá, að við urðum fyrir áfalli. Það leiddi til atvinnuleysis og landflótta. Þess vegna getur sú stjórn ekki fengið mjög góða einkunn." Óneitanlega er erfitt að sjá rökrétt samhengi í þessum ummælum, en þau sýna þó, að sá, sem talar, hefur ekki mikið póltískt hugrekki. Hann er að draga fjöður yfir þær aðgerðir, sem hann studdi með atkvæði sínu á Alþingi, af því að hann telur sér það henta í núverandi stöðu. Með hliðsjón af því, hvernig Benedikt varð formaður Aiþýðuflokksins er í raun ekki undar- legt, að hann vilji gera sem minnst úr síðustu árum viðreisnarstjórnarinnar. Innan Alþýðuflokksins var mjög megn óánægja eftir kosningarnar 1971, þegar hlutfallslegt fylgi flokksins féll úr 15.7% atkvæða í 10.5% og þingmönnum fækkaði frá því í kosningunum 1967 úr 9 í 6. Ekki var andrúmsloftið betra eftir kosningarnar 1974 þegar fylgið fór niður fyrir 10% (í 9.1%) í fyrsta sinn síðan flokkurinn var stofnaður 1916 og enn fækkaði þing- mönnunum og urðu þeir nú 5. Þær raddir urðu nú háværar sem kröfðust þess, að Gylfi Þ. Gíslason, tákn viðreisnarstjórnarinnar, yrði látinn víkja úr for- mennsku í flokknum. í nóvember 1974 tók Benedikt við formannsstörfum af Gylfa. Kjör Benedikts var talið vísbending um það, að nú mundi flokkurinn halda inn á vinstri brautir. Benedikt Gröndal er trúr hinni sósíal-demókratísku hugsjón að því leyti, að hann er svarinn and-kommún- isti og telur kommúnista hættulegustu andstæðinga jafnaðarmanna innan verkalýðshreyfingarinnar. í þingræðu 1975 sagði hann: „Enda þótt Alþýðubanda- lagið hafi lýst því yfir á flokksþingi að það sé takmark bandalagsins að útrýma Alþýðuflokknum og skipa sess hans í íslenskum stjórnmálum vinna þessir flokkar samt oft saman á þingi. En við gleymum ekki hótuninni og heitum á alla þá sem vilja stöðva valdaskrið kommúnista á íslandi að veita okkur stuðning því að það er Alþýðuflokkurinn sem fyrst og fremst stendur í vegi fyrir framtíðaráformum Alþýðubandalagsforyst- unnar." Þetta mælti Benedikt Gröndal, þegar hann var í forystu fyrir fimm manna þingflokki á Alþingi á sama tíma, sem hann lagði áherslu á samvinnu flokksins við verkalýðshreyfinguna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Umbrotin í Alþýðuflokknum fyrir kosningarn- ar 1978 gjörbreyttu honum. í raun vissi enginn, hvaða pólitík flokkurinn myndi reka að kosningum loknum. Hann varð orðinn að eins konar segulstáli fyrir alla óánægjuna í verðbólguþjóðlífinu. Flokkurinn breyttist í umbótasinnaða pop-hreyfingu, sem þandi sig yfir síður blaðanna og sló um sig í ríkisfjölmiðlunum. „Arkitekt- ar“ mesta kosningasigurs flokksins 1978 telja Benedikt Gröndal ekki í sínum hópi. Hann fékk að fljóta með, og þegar hann gerði kröfu til þess sem formaður flokksins að fá efsta sætið á lista hans í Reykjavík og kveðja kjósendurna í Vesturlandskjördæmi var á það fallist, með nokkrum semingi þó. Kosningasigurinn mikli kom mjög flatt upp á forystusveit Alþýðuflokksins. Flokkurinn varð að sýna ábyrgð. Formanni hans var fyrstum falið að reyna stjórnarmyndun. Þingmennirnir nýju vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og gripu til þess ráðs að sitja á stöðugum fundum í húsakynnum Alþingis sjálfum sér til halds og trausts. Þaðan voru Benedikt gefin fyrirmæli, sem oft voru ósamhljóða, að minnsta kosti í augum þeirra, sem fyrir utan stóðu. En allan tímann stefndi Benedikt á vinstri stjórn, trúr fortíð sinni og pólitískum forsendum. Hann vildi alls ekki samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og sagt var, að hann vildi ekki verða forsætisráðherra, en vegna stefnu Lúðvíks Jóseps- sonar í utanríkismálum gat Benedikt ekki fellt sig við hann sem forsætisráðherra. Raunar var látið að því liggja, að Benedikt hefði í stjórnarmyndunarviðræðun- um veikt mjög samningsaðstöðu sína með því að einblína á utanríkisráðherraembættið. Inn í þetta andrúmsloft sigldi svo Ólafur Jóhannesson með sínar pólitísku freistingar. Undir forystu Benedikt Gröndals hefur Alþýðuflokk- urinn breyst í stjórnmálaflokk, sem ógjörningur er að henda nokkrar reiður á. í fyrra gekk flokkurinn til ríkisstjórnarsamstarfs undir forsæti þess manns, sem var erkifjandinn í kosningabaráttunni og þar sem einn þriggja samstarfsflokkanna var Alþýðubandalagið, sem hefur það takmark að „útrýma Álþýðuflokknum" að sögn Benedikts. Fyrir kosningarnar prédikaði flokkur- inn „kjarasáttmála", sem átti að sameina hin stríðandi þjóðfélagsöfl til sigurs á verðbólgunni. Eftir kosningar var flokkurinn eins og blaktandi strá gagnvart verkalýðsrekendum. Þegar stjórnin hafði setið í nokkra mánuði náðist samstaða innan hennar milli framsóknar og krata um efnahagsstefnu á grundvelli tillagna hinna síðarnefndu og síðan voru kommar knúnir til að sætta sig við þessa stefnu. Engu að síður rauf Alþýðuflokkur- inn síðan stjórnarsamstarfið á þeirri forsendu, að efnahagsstefna stjórnarinnar væri röng. Og ákvörðun um þetta var tekin á meðan Benedikt formaður sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann stóð frammi fyrir orðnum hlut, þegar hann kom heim. Hallarbylting hafði verið gerð í sama stíl og oft gerist meðal þeirra þjóða, sem hafa ekki öðlast mikinn pólitískan þroska. Ráðamenn þeirra þjóða fara stundum ekki úr landi nema með fjölmennu fylgdarliði, sem telur alla þá, er hugsanlega kynnu að gera byltingu. Þótt Benedikt sé vel að sér í alþjóðamálum hefur honum greinilega ekki hugkvæmst þetta! Eftir stjórnarslitin gerðist það svo, að sá þingmaður, sem á liðnum vetri stóð fastast að stefnu Alþýðuflokks- ins og sagði meðal annars af sér sem forseti efri deildar Alþingis máli sínu til stuðnings, Bragi Sigurjónsson, nýbakaður iðnaðarráðherra féll í prófkjöri. Og í Reykjavík var það Benedikt einn, sem mátti standa í prófkjörsslag. Hinir sem á eftir komu skiptu sætunum á milli sín þótt ein ástæðan fyrir sigrinum mikla hafi verið sögð sú af „arkitektunum", hve mikill fjöldi manna tók þátt í að mynda Reykjavíkurlistann 1978. Benedikt Gröndal var mjög vel undir það búinn að setjast í embætti utanríkisráðherra. Hann er vel að sér í alþjóðamálum og hefur rækilega kynnt sér utan- ríkisstefnu Islands en um það efni ritaði hann bókina Stormar og stríð. Eftir að hann tók við ráðherraem- bættinu hefur hann verið einarður talsmaður þeirrar stefnu, að íslendingar séu virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu í varnarsamvinnu vð Banda- ríkin. Um þau mál hefur hann fjallað af skynsemi og þekkingu. Hann hefur einnig verið óhræddur við að skipa kommúnistunum í Alþýðubandalaginu á þann bás, sem þeim hæfir, þegar sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar eru annars vegar. En við framkvæmd utanríkisstefnunnar hafa honum oftar en einu sinni verið mislagðar hendur. Skýrasta dæmið um fljótfærni hans í þeim efnum er sú ákvörðun hans á liðnu sumri að breyta þeim reglum, sem gilt hafa um ferðir bandarískra varnarliðsmanna út fyrir Keflavíkurflugvöll. Að því er virtist tók hann þessa ákvörðun eftir að hafa lesið grein um ísland í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times. Hann hafði greinilega ekki haft fyrir því að leita eftir stuðningi við hana innan eigin flokks hvað þá hjá öðrum. Nokkrum dögum síðar neyddist hann til að afturkalla ákvörðun- ina, þegar almenn andstaða reyndist gegn henni. Þótt segja megi, að í því felist viðleitni til að laga sig að aðstæðum, var öll málsmeðferðin álitshnekkir fyrir Benedikt og nokkur staðfesting á því, að hann vill fremur gefa eftir en heyja harða baráttu. Benedikt valdi einnig þennan kost, þegar hann kom heim af allsherjarþinginu, og sá, að þingflokkurinn hafði svipt hann „góðri atvinnu". Hann gerði tillögu þingmannanna að sinni og fylgdi henni fram innan Alþýðuflokksins. En það var dæmigert um alla þá málsmeðferð, að hvorki hann né flokksbræður hans virtust hafa hugsað málið til enda. Lyktirnar urðu svo þær, að þeir sátu einir eftir í ráðherrastólunum án nokkurra raunverulegra valda. Ræður Benedikts Gröndals gefa til kynna, að honum fari betur að skýra allar hliðar mála en móta ákveðna stefnu. Hann hefur aldrei breyst úr fréttaskýranda í stefnumótandi stjórnmálamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.