Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Atvinnustefna Sjálfstæðisflokksins:
20 milljarðar frá
ríkinu til f ólksins
Hér fer á eftir í heild samþykkt sú um atvinnumál,
sem kynnt var á blaðamannafundi Sjálfstæðisflokks-
ins í fyrradag:
Atvinnustefna Sjálfstæðis-
flokksins byggist á grundvallar
markmiðum flokksins í efna-
hagsmálum, en þau eru:
• Aukin þjóðarframleiðsla og
bætt lífskjör almennings.
• Næg atvinna handa öllum
landsmönnum.
• Stöðugleiki í atvinnu- og efna-
hagslífi.
• Efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar.
• Jöfnuður í utanríkisviðskipt-
um.
Til þess að ná þessum mark-
miðum er nauðsynlegt að auka
framleiðsluna í landinu og það
verður einungis gert með öflugu
og heilbrigðu atvinnulífi. Fram-
farir í atvinnuvegum þjóðarinn-
ar eru forsenda aukinna þjóðar-
tekna og um leið forsenda hærri
grunnlauna og betri lífskjara.
Skapandi atvinnustarfsemi, sem
byggist á framtaki einstaklinga
og frjálsum viðskiptaháttum,
tryggja vöxt framleiðslunnar og
betri lífskjör í stöðugu og
traustu efnahagskerfi.
Frelsi
til framfara
Aðgerðir sem hafa þessi
markmið að leiðarljósi, krefjast
gerbreytts búskaparlags hér á
landi. Ríkisvaldið verður að
hætta lamandi afskiptum af
atvinnulífinu og innleiða þess í
stað almennar reglur, sem veita
einstaklingum, fyrirtækjum og
sveitarfélögum svigrúm til sjálf-
stæðra ákvarðana á eigin
ábyrgð. Á þann hátt vill Sjálf-
stæðisflokkurinn nýta kosti
frjáls viðskipta- og markaðs-
kerfis og fá heilbrigðu framtaki
og þekkingu einkaaðila nýtt
svigrúm.
Með því að byggja efnahags-
starfsemi þjóðarinnar á frelsi og
framtaki einstaklinga er hægt
að draga stórlega úr kostnaði
ríkisins. Afskipti og hentistefna
stjórnvalda af atvinnulífi þjóð-
arinnar hefur leitt af sér sóun á
verðmætum landsmanna. Snúa
þarf af þessari óheillabraut og fá
einstaklingunum sjálfum í hend-
ur ráðstöfun á þeim verðmætum
sem þeir skapa. Þróttur íslenzks
atvinnulífs fær fyrst að njóta sín
þegar ríkisvaldið hættir að
hamla gegn eðlilegri þróun at-
vinnustarfsemi.
Niðurskurður
ríkisútgjalda
20 milljarðar
frá ríkinu
til fólksins
Fyrsta skrefið til framfara í
atvinnuvegunum og betri
lífskjara er að draga stórlega úr
ríkisútgjöldum og ríkisafskipt-
um. Sjálfstæðisflokkurinn vill
þannig leysa framtak einstakl-
inganna úr læðingi, losa um höft
og draga úr ríkisumsvifum og
skattlagningu. Þess vegna hefur
Sjálfstæðisflokkurinn boðað 35
milljarða króna niðurskurð á
ríkisútgjöldum þegar á næsta
ári samfara afnámi skatta
vinstri stjórnarinnar. Niður-
skurður ríkisútgjalda verður
byggður á fjórum höfuðþáttum:
1. Lækkun niðurgreiðslna.
2. Niðurskurði á fjárframlögum
til fjárfestingalánasjóða at-
vinnuveganna.
3. Samdrætti í opinberum fram-
kvæmdum.
4. Hagræðingu í opinberri
starfsemi.
Þessi stefna felur í sér að
ráðstöfun þeirra verðmæta, sem
þjóðin skapar, verður í auknum
mæli færð til einstaklinganna
sjálfra. Samhliða niðurskurði
ríkisútgjalda þarf að stuðla að
auknum sparnaði og hagkvæm-
ari fjárfestingu. í því skyni er
nauðsynlegt að dregið verði úr
opinberri íhlutun í starfsemi
fjármagnsmarkaðarins, hann
efldur og aðstæður á hverjum
tíma fái að hafa eðlileg áhrif til
jafnvægis milli framboðs og
eftirspurnar. Starfsemi ríkis-
banka og opinberra fjárfest-
ingalánasjóða þarf að endur-
skoða meA það fyrir augum, að
styrkja stjórnun þeirra, auka
aðhald, koma á eðlilegri
verkaskiptingu og tryggja, að fé
sé ráðstafað til þjóðhagslega
arðvæniegrar fjárfestingar og
reksturs. Öllum atvinnugreinum
verði gert jafn hátt undir höfði
við lánveitingar. Fjár til fjár-
festingalánasjóða atvinnuveg-
anna verði fyrst og fremst aflað
á innlendum fjármagnsmarkaði
og af eigin fé þeirra, en dregið
verulega úr framlögum hjá
ríkissjóði.
Með markvissri stefnu ríkis-
valds er hægt að stórauka afköst
atvinnuvega þjóðarinnar. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill tryggja
næga atvinnu fyrir alla lands-
menn á þann hátt, að skapa
hvetjandi umhverfi fyrir arð-
bæra atvinnustarfsemi í land-
inu. Það er ljóst, að atvinnulífið
getur veitt næga atvinnu og
greitt há laun fyrir alla lands-
menn um ókomna framtíð, ef
stjórnvöld skapa atvinnustarf-
semi eðlileg og hvetjandi starfs-
skilyrði. Helzta hættan á at-
vinnuleysi og landflótta felst í
óraunhæfum og þarflausum af-
skiptum ríkisvaldsins af
atvinnustarfsemi og einstakling-
um, sem leiðir til lakari lífskjara
alls almennings en annars mætti
ná.
Atvinnuöryggi
og stöðvun
landflótta
Atvinnuöryggi og stöðvun
landflótta er þungamiðja at-
vinnustefnu Sjálfstæðisflokks-
ins. Á næsta áratug munu um 15
þúsund manns bætast á vinnu-
markaðinn. Nauðsynlegt er að
tryggja þessu fólki arðbæra
vinnu og laun og lífskjör, sem
jafnast á við það sem bezt gerist
í nágrannalöndum okkar. Þessu
markmiði er hægt að ná með því,
að beina framkvæmdafé þjóðar-
innar til eflingar og framfara í
hinum hefðbundnu greinum at-
vinnulífsins og til nýrra arð-
bærra atvinnugreina. Einungis á
þann hátt er unnt að tryggja
landsmönnum næga atvinnu og
góð lífskjör í framtiðinni.
Á undanförnum árum hafa
þjónustugreinar tekið til sín um
64% af nýjum starfskröftum,
sem þýðir tæplega 10.000 af
15.000 manna viðbót við vinnu-
aflið á næsta áratug. En nauð-
syn þess að draga úr ríkisum-
svifum og auka framleiðslu þjóð-
arbúsins krefst þess, að helm-
ingur af nýjum störfum eða
7.500 störf verði til í framleiðslu-
greinum þjóðarinnar á næsta
áratug og önnur 7.500 störf í
ýmis konar þjónustustarfsemi.
Með markvissri atvinnustefnu
geta sjávarútvegur, iðnaður og
stórvirkjanir á sviði orkufreks
iðnaðar skapað 7.500 störf á
komandi áratug.
Þjónustugreinar, verzlun,
viðskipti, samgöngur, ferðamál,
svo og heilbrigðismál, mennta-
og menningarmál skapa sam-
hliða minnst önnur 7.500 störf,
ef grundvöllur efnahagslífsins,
framleiðslugreinarnar, er
treystur. Landbúnaði er ætlað
með enn aukinni hagkvæmni, en
án aukins starfsmannafjölda, að
sjá fjölmennri þjóð farborða og
sinna nýjum útflutningsmögu-
leikum.
Sjávarútvegur
— Aukin verð-
mætasköpun
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherzlu á mikilvægi sjávarút-
vegsins fyrir íslenzkt efnahagslíf
og telur að með endurbótum á
fyrirkomulagi veiða og vinnslu
sé unnt að auka verðmæti alls
sjávarfangs og fjölga með þeim
hætti arðbærum störfum í grein-
inni.
Þau markmið sem flokkurinn
leggur höfuðáherzlu á eru
þríþætt:
I fyrsta lagi að vinna að
endurreisn ofveiddra fiskstofna
og fullri nýtingu vannýttra
stofna í íslenzkri fiskveiðilög-
sögu.
I öðru lagi að tryggja varan-
legan hámarksafrakstur hinna
ýmsu fiskstofna og annarra
sjávardýra með samræmdum
Iíffræðilegum og efnahagslegum
aðgerðum.
I þriðja lagi, að bæta nýtingu
og afköst í fiskiðnaði, m.a. með
tæknilegum endurbótum og
hóflegri og jafnari vinnutíma
starfsfólks.
Ef þessi markmið eru höfð að
leiðarljósi er hægt að stórauka
verðmæti sjávarafla og fjölga
þjóðhagslega arðbærum störfum
um 3.000 á næsta áratug.
Iðnvæðing —
4.500 ný arð-
bær störf
Iðnaður er framtíðargrein í
íslenzku þjóðarbúi og mun á
næstu árum gegna stórauknu
hlutverki í atvinnulífi þjóðarinn-
ar. Innlendum iðnaði þarf að
skapa skilyrði til að auka fram-
leiðni sína og fara inn á nýjar
brautir, bæði til framleiðslu
fyrir innlendan markað og til
útflutnings. Tafarlausar ráð-
stafanir þarf að gera til að
iðnaður njóti jafnrar aðstöðu og
starfsskilyrða og aðrar innlend-
ar atvinnugreinar og erlend iðn-
fyrirtæki. Aðgerðir á sviði
skatta-, lána-, verðlags-, tolla-
og gengismála ásamt tækni-
legum endurbótum, geta gert
iðnaðinum kleift að taka við
3.000 manns í ný þjóðhagslega
arðbær störf á næsta áratug.
Á næsta kjörtímabili verði
áframhaldandi uppbyggingu
þeirra stóriðjufyrirtækja, sem
fyrir eru hér á landi hraðað og
undirbúningur að nýju stórfyr-
irtæki á sviði orkufreks iðnaðar
hafinn og stefnt að því, að
framkvæmdir við það geti hafizt
á kjörtímabilinu. Undirbúningur
og framkvæmdir við uppbygg-
ingu stórfyrirtækja í iðnaði
verði miðaður við, að stóriðja
skapi 1.500 ný störf á næsta
áratug. Stefnt verði að því, að
almenningur eignist hlutafé í
þeim stóriðjufyrirtækjum, sem
fyrir eru í landinu og nýjum
stórfyrirtækjum, en að öðru
leyti ráðist samstarf við erlenda
aðila á þessu sviði, af því sem
hagkvæmt er talið á hverjum
tíma.
LOCKHEED ELECTRA — Á þessari mynd má sjá flugvél af gerðinni Lockheed Electra, en flugfélagið
Iscargo hefur fest kaup á flugvél af þessari gerð i Bandaríkjunum vegna vöruflutninga sinna.
Kosningaútvarp fyrir sjómenn
og Islendinga í Norður-Evrópu
KOSNINGAÚTVARP vegna al-
þingiskosninganna 2. og 3. desem-
ber verður sent út á stuttbylgju.
Notuð verður sama bylgja og há-
degisútvarp er venjulega sent út á
12175 khz (24.6 metrar) og auk þess
ein til tvær aðrar bylgjur.
Fjarskiptastöðin i Gufunesi ann-
ast þessar sendingar og er nú verið
að kanna á vegum stöðvarinnar
hvaða bylgjur aðrar koma til
greina. Verður tilkynnt um það
siðar.
Við alþingiskosningarnar 1978
heyrðist • stuttbylgjuútvarp frá
Reykjavík víða í Norður-Evrópu, og
um borð í skipum á leið til og frá
landinu. Nauðsynlegt er að hafa góð
útvarpstæki með góðu loftneti til
þess að ná útsendingunni.
Sem kunnugt er, þá er gert ráð
fyrir því að kosningu verði fram
haldið þriðjudaginn 3. desember, ef
veður hefur hamlað kjörsókn hina
tvo dagana. Þess vegna gæti dregist
fram á þriðjudag að talning hæfist í
öllum kjördæmum landsins. Ef hins
vegar kosningu lýkur alls staðar á
mánudagskvöld, er gert ráð fyrir að
hefja útvarp á stuttbylgju klukkan
19:00 gmt. mánudaginn 3. desember.
Kosningaútvarp hefst svo klukkan
23:00. Utvarpað verður á stuttbylgju
alla nóttina og fram á þriðjudag
eftir því sem ástæða þykir til.
Magnús Torfi ólafsson form. SVF:
Óbreytt afstaða
til varnarliðsins
„STEFNA Samtakanna í sam-
bandi við öryggismál og herset-
una er óbreytt og ekkert hefur
verið ályktað um þetta síðan
stefnuskráin var samþykkt i nóv-
ember 1977“, sagði Magnús Torfi
óiafsson formaður Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna, er
Mbl. spurði hann i gær um
afstöðu Samtakanna nú til varn-
arliðsins.
Magnús vísaði til stefnuskrár-
innar, en í kaflanum um örygg-
ismál og hersetu segir m.a.: „Sam-
tökin berjast fyrir uppsögn her-
verndarsamningsins og gegn
herstöðvum hér á landi, fyrir
brottvikningu hersins og að þjóð-
Tnnlent
aratkvæði skeri úr um framhald á
þáttöku íslands í NATO“.
Færri hross á fæti
flutt út en í fyrra
ÚTFLUTNINGUR Búvörudeildar
Sambandsins á hrossum á fæti
hefur dregizt saman á þessu ári.
Til októberloka í fyrra seldi deild-
in 408 hesta úr landi, en í ár 240,
þannig að samdrátturinn nemur
40%. Aftur á móti hefur orðið
verðhækkun á hestunum, sem nemur
rúmlega 66%. Helztu skýringar á
þessum samdrætti eru taldar vera
vorkuldar á meginlandinu og einnig
ýmsir hrossasjúkdómar, sem herjað
hafa í aðalmarkaðslöndunum, m.a.
V-Þýzkalandi. Nú er talið að um 15
þúsund íslenzk hross séu í V-Þýzka-
landi og um 5 þúsund í öðrum
Evrópulöndum.