Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar Komið er út fyrsta bindi þjóð- sagna, sem Skuggsjá hefur hafið útgáfu á. Er það Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar, en hann var fæddur að Völlum í Hólmi 1787, en lézt 1877 hartnær níræður að aldri. A kápusíðu segir m.a.: „Gísli Konráðsson safnaði og skráði þjóðsögur og munnmæli hvaðan- æva að af landinu. Og eftir að hann settist að í Flatey á Breiða- firði frumskráði hann geysimikið, mestmegnis íslenzka sagnfræði. Fjaðrapenni hans, skorinn af hon- um sjálfum, fór lengri vegu en gerzt hafði áður meðai söguþjóð- arinnar. Þeir fjársjóðir, sem hann lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kynslóða, rannsóknarefni margra alda, og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum". Það var missir." Bókin er 356 bls. að stærð. Torfi Jónsson sá um útgáfu hennar og skrifar formála. Afmælisrit Skóla ísaks Jónssonar komið út FIMMTÍU ára afmæli Skóla ísaks Jónssonar var haldið hátíðlegt árið 1976. Af því tilefni ákvað skólanefnd að gefa út afmælisrit er hefði að geyma sögu hans. Rit þetta, „Skóli Isaks Jónssonar fimmtíu ára 1926 — 1976“ er nú komið út. í því er fjallað um upphaf og eflingu barna- fræðslu á íslandi, lýst þætti skólans í íslenskri skólasögu í hálfa öld og rakið braut- ryðjendastarf ísaks Jónsson- ar í barnakennslu. Fjallað er um vorskóla, æfingakennslu og nýbreytni í kennsluhátt- um og námsefni sem skólinn hefur beitt sér fyrir. Loks er að finna í ritinu upplýsingar um nemendafjölda, kennara o.fl. Sjálfstæðisfélag Seltjarnarness: 50 nýir f élagar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga var haldinn í félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi hinn 31. október 8.1. Fundarstjóri var kosinn Guðmar Magnússon bæjarfulltrúi og fundarritari Helga Einarsdóttir húsfrú. í skýrslu formanns, Skúla Júlí- ussonar rafverktaka, kom fram að störf félagsins hafa verið með miklum blóma á liðnu starfsári, og mikill fjöldi nýrra félagsmanna gengið í samtök Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi á árinu, eða um 50 nýir félagar. Eru nú í félaginu um 300 felagar, en þess má geta, að við bæjarstjórnarkosningarnar 1978 fékk listi sjálfstæðismanna tæp 900 atkvæði, þannig að nú eru félagsbundnir um Va allra þeirra er veittu lista flokksins brautarg- engi við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á liðnu ári. Má álíta að hér sé næstum um eindæmi að ræða. Þessi glæsilega félagatala gerir allt starf margfallt léttara við undirbúning og skipulagningu kosninga, jafnt bæjar sem alþing- iskosningar. Að lokinni skýrslu formanns og gjaldkera, var gengið til stjórn- arkjörs, og var Skúli Júlíusson einróma endurkjörinn formaður félagsins fyrir næsta starfsár, og með honum í stjórn þau Ásgeir S. Ásgeirsson stýrimaður, Áslaug Harðardóttir húsfrú, Magnús Valdimarsson iðnrekandi g Einar Sverrisson framkv.stjóri. I vara- stjórn voru kjörin þau Hulda Kristinsdóttir viðskiptafræðingur og Lúðvík Lúðvíksson hafnsögu- maður. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum urðu fjörugar og málefnalegar umræður um hin ýmsu lands og bæjarmál og tóku margir til máls. Voru fundarmenn einhuga um að vinna stefnu Sjálf- stæðisflokksins allt það gagn er þeir mættu við Alþingiskosn- ingarnar sem framundan eru, og með því tryggja flokknum fjóra þingmenn í Reykjaneskjördæmi, og þar með bæjarstjóranum vin- sæla, Sigurgeiri Sigurðssyni sæti á Alþingi íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn: Kjósendakvöld- vaka í Hnífsdal SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestf jarð- akjördæmi gangast fyrir kjósend- akvöldvöku í Félagsheimilinu Hnífsdal, í kvöld, fimmtudags- kvöld klukkan 20.30. Kvöldvakan mun hefjast með setningarávarpi Kristínar Hálfdanardóttur skrifstofumanns á ísafirði, en hún skipar sjöunda sæti fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þá flytja stutt ávörp fjórir efstu menn framboðslistans, þau Matthías Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sigurlaug Bjarnadóttir og Einar K. Guð- finnsson. Þá verða einnig ýmis skemmti- atriði á dagskránni, samin og sett upp af heimamömmum. Klukkan 22 verður síðan dans- leikur í Sjálfstæðishúsinu Uppsöl- um á ísafirði, sem sjálfstæðis- menn í kjördæminu gangast fyrir. Ljósmynd Mbl. Helicl Ellert. Unnið við gerð aðveitu- og dreifikerfis hjá Hitaveitu Egilsstaðahrepps og Fella, HEF. Hitaveituframkvæmdir ganga vel á Egilsstöðum E^ilsstöðum, 15. nóvember. HITAVEITA Egilsstadahrepps og Fella, IIEF, var stofnuð s.l. voro. Egilsstaðahrcppur á þar 85% en Fellahreppur í Norður- Múlasýslu 15%. Vatnið sem fundist hefur við boranir í Urriðavatni, um fimm kílómetra frá Egilsstöðum, er 65 gráða heitt og fást um 17 sek- úndulítrar úr fjórðu borholunni sem boruð var. Unnið hefur verið af krafti í sumar og haust við lagningu aðveitu- og drefikerfis til um 125 húsa í báðum þorpunum. Jarðfræðingar eru mjög bjart- sýnir á að hægt verði að fá bæði meira og heitara vatn við Urriða- vatn. Næsta vor verður hafist handa við borun holu númer fimm sem verður á svipuðum slóðum og fyrri holur. Reiknað er með að um 40 sekúndulítra þurfi til að hita upp báðar byggðirnar. Áætlaður framkvæmdakostn- aður við upphaf framkvæmda var um 320 milljónir króna, en búist er við að heildarframkvæmda- kostnaðurinn á þessu ári verði ríflega 400 milljónir króna. —Jó- hann. Ljósm. Kristján. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ásamt Örlygi Hálfdánarsyni. Egilsstaðir: Nijr leikskóli fyrir 66 börn í notkun Egilsstöðuni, 15. nóvember NYR leikskóli var tekinn í notk- un á Egilsstöðum 1. september s.l. og er hann i 160 fermetra húsi framleiddu af Trésmiðju Fljóts- dalshéraðs. Þegar skólinn verður fullnýttur er ráðgert að þar geti verið sextíu og sex börn, en í dag er þar 51 barn, þar af 18 fyrir hádegi og 33 eftir hádegi. Fyrir nokkru höfðu fóstrur leikskólans „opið hús“ fyrir íbúa Egilsstaða þar sem starfsemi skól- ans var kynnt og voru myndirnar teknar við það tækifæri. —Jóhann. Frá „opnu húsi“ í hinum nýja leikskóla á Egilsstöðum. Ljósmynd Mbl. Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.