Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Suður-írar
úr leik
WALES sótti ekki gull i greipar
Tyrkja á Ataturk-leikvanginn í
Izmir i gærdag. Leikurinn var
liður í 7. riðli Evrópukeppni
landsliða í knattspyrnu og sigr-
uðu Tyrkir með eina marki leiks-
ins.
í slökum leik voru Wales
búar öllu ákveðnari og sterkari í
fyrri hálfleik, en uppi við mark
andstæðinganna rann allt út í
sandinn eða öllu heldur leirinn, en
það ku vera aðalefni knattspyrnu-
valla í Tyrklandi. Tyrkir náðu sér
betur á strik í síðari hálfleiknum
og þá skoraði vinstri útherjinn,
Erhan, eina mark leiksins, nánar
tiltekið á 79. mínútu. Möguleikar
Wales á sigri í riðlinum ruku með
tapi þessu út í buskann, en Tyrkir
eiga nokkra von, þó að Vestur-
Þjóðverjar séu sigurstranglegast-
ir. Fyrir íslendinga eru úrslit
þessi athyglisverð fyrir þær sakir,
að þessar þjóðir eru báðar í riðli
með Islandi í undankeppninni
fyrir næstu HM-keppni.
I Knallspyrna)
• Árni Sverrisson Haukum brýst í gegn um vörn ÍR og skorar.
„Það gleymdist að segja
mér frá verðbólgunni!"
— segir IVIark Christensen
„Peningarnir sem hér buðust
voru álitlegri heldur en annars
staðar sem ég hefði getað farið,
en það gleymdist að segja mér frá
verðbólgunni!“ sagði Mark
Christensen i spjalli við Mbl.
fyrir skömmu. Tilefnið var, að
Mark var stigakóngur úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik á
síðasta keppnistimabili og fékk
þvi til eignar mjög huggulegan
bikar frá Morgunblaðinu. Mark
var að segja blm. frá þvi hvers
vegna hann valdi ísland fram
yfir aðra staði fyrir þremur
árum siðan. Mbl. spurði Mark
hver væri bakgrunnur hans sem
körfuboltamanns.
„Ég hef leikið körfuknattleik frá
því að ég var 7 ára, og áður en ég
kom til Islands, lék m.a. um skeið
með kanadísku háskólaliði. Lék ég
þar ásamt Garry Schwarz, sem nú
er leikmaður og þjálfari hjá Þór,
gamla félagi mínu. Þá lék ég
nokkur keppnistimabil í hinni
svokölluðu AAU deild, sem er
umfangsmikil körfuknattleiks-
deild fyrir áhugamenn. Það er
geysilega sterk deild, því að marg-
ir sem þar leika, eru ýmist fyrr-
verandi eða upprennandi atvinnu-
menn í körfu.
Síðan fór ég í æfingabúðir þar
sem njósnarar félaga mæta og
skoða hvað í boði er. Ásamt
útsendurum frá Þór, höfðu út-
sendarar frá Frakklandi og Belgíu
áhuga á að fá mig með sér.
Þórsararnir buðu mér hins vegar
betri laun heldur en hinir og eftir
á sá ég ekki eftir að fara til
íslands. Ég fór fljótlega að frétta
af félögum mínum í Évrópu sem
voru sendir heim og ýmislegt
fundið til gegn þeim sem átyllur
fyrir því að greiða þeim ekki
umsamin laun o.fl. Á Islandi hef
ég aldrei lent í slíku, hér getur
maður treyst fólki."
Hvers vegna skiptirðu yfir í ÍR
og hvaða möguleika telur þú liðið
eiga í vetur?
„Ástæðan fyrir því að ég skipti
yfir í IR er sú, að ég hafði verið
tvo vetur hjá Þór og hafði áhuga á
að breyta til. Við í ÍR eigum að
mínum dómi jafn góða möguleika
á því að hreppa úrvalsdeildartitil-
inn og næsta lið. Valsmenn og KR
verða liklega erfiðustu mótherj-
arnir, en öll liðin eru fær um að
skella hvert öðru. Ég tel að það lið
sem stendur að lokum uppi sem
sigurvegari verði með minnst 4
töp á bakinu. Ef ég ber saman ÍR
og Þór, er ÍR betra lið bæði hvað
snertir mannskapinn og einnig
verðandi skipulag. Þórsarar lögðu
ekki nægilega rækt við yngri
flokkana og leikmenn meistara-
flokksins voru ungir og óreyndir.
Þarna voru þó ýmsir frambæri-
legir, einkum Eiríkur Sigurðsson,
sem er leikmaður á landsliðsmæli-
kvarða."
IR leikur ekki vel þessa dagana?
„Nei við höfum verið slakir en
samt ekki misst af lestinni. Við
verðum sterkastir síðari hluta
mótsins. Liðið er skipað nokkrum
reyndum brýnum og nokkrum
ungum leikmönnum sem eru á
uppleið. Sjálfur er ég enn að
venjast að leika með nýjum félög-
um, við verðum sterkir þegar allt
smellur saman."
Hefur verið mikil framför í
íslenskum körfuknattleik meðan
þú hefur dvalist hérlendis?
„Framför? Já, heldur betur, ég
held ég megi segja að körfuboltinn
sé 100 prósent betri nú heldur en
þegar ég kom hingað til lands í
fyrsta skiptið fyrir þremur árum.
Ég held að það sé ekki nema að
litlu leyti að þakka þeim straum-
um sem komu með okkar erlendu
þjálfurunum. Aðalástæðan er
frekar sú að Islendingar eru fljótir
að læra og aukinn áhugi almenn-
ings krefst betri körfuknattleiks.
Þar af leiðandi verða leikmenn að
leggja harðar að sér til þess að
áhuginn dofni ekki á ný.“
Nú leikur þú með og þjálfar hjá
ÍR til vors, en hvað tekur þá við?
„Það hef ég enga hugmynd um.
Mér líkar sérlega vel hérlendis og
ég gæti vel hugsað mér að dveljast
hér áfram. En ég gæti alveg eins
tekið upp á því að leita til Evrópu
eða jafnvel heim til Colorado. Ég
er aðeins 26 ára og á því mörg ár
eftir sem íþróttamaður. Á ferli
mínum hef ég stundað margar
íþróttagreinar, golf, tennis, blak,
hornabolta, sund, hnefaleika og
bandarískan fótbolta („rúbbí"),
það er nú svo, að þegar maður er á
kafi í íþróttum þá eru félagarnir
alltaf á eftir manni að reyna
eitthvað nýtt þangað til maður
finnur loks hvar maður á best
heima. Segja má að áhugi minn
sem íþróttamanns liggi í banda-
ríska fótboltanum, en framtíðin
samt í körfunni, þökk sé meiðslum
sem ég hlaut sem fótboltamaður.
Þegar ég hætti loks að stunda
keppnisíþróttir þá reikna ég með
að þreifa fyrir mér sem hljómlist-
armaður. Það er aðaláhugamál
mitt, ég leik á gítar og píanó og
bögglast við að fremja lagasmíðar.
Hvernig lög? Allan fjandann,
djass, „rythm and blues" popp og
eiginlega allt milli himins og
jarðar. Ég á vini heima sem ég lék
með áður fyrr, við héldum hljóm-
leika í þá daga og ætlum að taka
upp þráðinn á nýjan leik við
tækifæri."
— gg-
• Mark Christiansen tekur við verðlaunagrip sinum úr hendi
Haraldar Sveinssonar framkvæmdastjóra Árvakurs HF. Ljósm.RAX.
Árni skoraði fjögur mörk í leiknum í gærkvöldi. Ljósm. Mbi.: EmiHa.
Tyrkir eygja von
ENGLENDINGAR þurfa ekki að
sparka bolta til þess að tryggja
endanlega sæti sitt i úrslitum
Evrópukeppni landsliða i
knattspyrnu sem fram fer á
Ítalíu næsta sumar. írska lýð-
veldið, eina liðið i 1. riðli, sem gat
náð Englandi að stigum, sá um
málið fyrir England með þvi að
tapa 0—1 fyrir Norður-írum í
Belfast í gærkvöldi.
Lýðveldið varð að vinna tvo
síðustu leiki sína með miklum
mun á sama tíma og England
tapaði síðustu leikjum sínum. Nú
skipta ekki lengur máli úrslit
leikja Englendinga. Þrátt fyrir að
Lýðveldið léki án Liam Brady,
hafði liðið yfirburði allan fyrri
hálfleik og aðeins snilldarmark-
varsla Pat Jennings kom Norður-
írum til bjargar. Snemma í síðari
hálfleik átti heimaliðið sinn besta
leikkafla og á 54. mínútu skoraði
Tottenham-leikmaðurinn Gerry
Armstrong með skalla eftir fyrir-
gjöf Sammy Nelson. Það reyndist
vera eina mark leiksins. Undir
lokin hafði lið Suður-íra náð
öllum tökum á vellinum á nýjan
leik og slapp mark norðanmanna
naumlega þegar bjargað var á
marklínu skalla Dave O’Leary.
Víkingur og Fram
mætast í
EINN leikur fer í kvöld fram í 1.1
deild íslandsmótsins í hand-
knattleik. Víkingur og Fram
mætast í Laugardalshöllinni og
hefst leikurinn klukkan 19.00.
Leikur þessi gæti boðið upp á
spennu og skemmtun. Allir vita
hvers Víkingarnir eru megnugir
kvöld
og þó að Fram hafi aðeins hlotið
eitt stig í tveimuf- fyrstu leikjum
sínum, hefur liðið sýnt á köflum
mjög góðan handknattleik. Nái
liðið sér á strik gegn Víkingi, má
því fastlega búast við hörkuleik.
Þess má geta, að landsliðsþjálfar-
inn Jóhann Ingi Gunnarsson verð-
ur kynnir á leiknum í kvöld.
Bikarkeppni SSÍ
BIKARKEPPNI Sundsambands
íslands 1979 verður haldin í
Sundhöll Reykjavíkur sem hér
Fyrsta deild:
30. nóvember kl. 20.00,
1. desember kl. 17.00,
2. desember kl. 15.00.
önnur deild:
23. nóvember kl. 20.00,
24. nóvember kl. 17.00,
25. nóvember kl. 15.00.
Keppnisgreinar í báðum deild-
um.
Föstudagur: 1. dagur.
1. grein: 400m bringusund
kvenna
2. grein: 400m bringusund karla
3. grein 800m skriðsund kvenna
4. grein 800 m skriðsund karla
Laugardagur: 2. dagur.
5. grein: 200m fjórsund kvenna
6. grein 200m flugsund karla
7. grein lOOm skriðsund kvenna
8. grein lOOm baksund karla
9. grein 200m bringusund kvenna
10. grein lOOm bringusund karla
11. grein lOOm flugsund kvenna
12. grein 200 m skriðsund karla
13. grein 200m baksund kvenna
Hlé í 10 mínútur
14. grein : 4xl00m fjórsund karla
15. grein: 4xl00m skriðsund
kvenna.
Sunnudagur: 3. dagur.
16. grein: 200m fjórsund karla
17. grein: 200m flugsund kvenna
18. grein: lOOm skriðsund karla
19. grein: lOOm baksund kvenna
20. grein: 200m bringusund karla
21. grein: lOOm bringusund
kvenna
22. grein: lOOm flugsund karla
23. grein: 200m skriðsund kvenna
24. grein: 200m baksund karla
Hlé í 10 mínútur.
25. grein: 4xl00m fjórsund kvenna
26. grein: 4xl00m skriðsund karla
I. deild: II. deild:
Ármann KR.
H.S.K. Í.B.K.
Í.Á. Í.B.V.
U.B.K. S.H.
Ægir Á. Ægir B.
Spjallað við verðlaunamenn Morgunblaðsins