Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEIftBER 1979 Mikil fjöldaganga var við bandaríska sendiráðið i Teheran i gær í tilefni af því, að nú halda Múhameðstrúarmenn upp á aldamót og varð mjög róstusamt við sendiráðið. Myndin sýnir nokkra úr fjöldanum bjarga einum félaga sinna, sem meiðzt hafði i mannþrönginni. (Simamynd AP) Þúsundir flóttamanna fluttar frá Kambódíu Bankok, 21. nóv. Reuter. AP. ÞÚSUNDIR flóttamanna frá Kambódiu voru í dag fluttar yfir landamærin til Thailands i nýjar flóttamannabúðir, sem reistar hafa verið á vegum Rauða kross- ins. Búizt var við þvi að um 5 þúsund manns yrðu flutt í búð- irnar í dag, en þar er gert ráð fyrir að rúm verði fyrir allt að 200 þúsund manns. Þessi flutningur fer fram á sama tíma og bardagar hafa mjög aukizt skammt innan landamær- anna milli hermanna hinnar nýju ríkisstjórnar landsins og skæru- liða Pol Pots. Að sögn yfirvalda í Thailandi var ákveðið að flytja fólkið í búðirnar þar sem hætta var á því að það mundi streyma stjórnlaust inn í landið á næst- unni færist bardagarnir enn í aukana. Pólitískum flóttamönnum snúið heim frá V-Þýzkalandi MUnchen, 21. nóvember. AP. Reuter. PÓLITÍSKT hneykslismál virðist í upplýsingu í Bæjaralandi eftir að uppvíst hefur orðið að yfirvöld þar hafi vísað úr landi a.m.k. níu pólitiskum flóttamönnum frá Austur-Evrópuríkjum og sent þá aftur til síns heima. Stjórnarand- staðan í fylkinu hefur óskað eftir opinberri rannsókn á máli þessu, sem talið er líklegt til að valda forsætisráðherranum, Franz- Josef Strauss, erfiðleikum. Tals- maður Frjálslynda flokksins í Ævisaga Katsjatúr- íans ný metsölubók? Vinarborg. 21. nóvember. AP. ÆVISAGA tónskáldsins Aram Katsjatúríans verður að öllum likindum metsölubók, er hún kemur út á Vesturlöndum, segir Die Presse í Vínarborg. Blaðið segir að handriti bókarinnar hafi verið smyglað frá Sovétríkjunum nýlega. Að sögn blaðsins eru lýsingar Katsjatúríans á Sovét-kerfinu og kjörum sovézkra listamanna ekki jafnömurlegar og lýsingar starfs- bróður hans, Dmitri Sjostakóvits, sem nýlega komu út og líka hafði verið smyglað vestur yfir járn- tjald, enda hafi Katsjatúrían verið sovézkum yfirvöldum þóknanlegri en hann. Þetta gerðist 1975 — Juan Carlos prins verð- ur konungur Spánar. 1974 - PLO fær áheyrnarfulltrúa hjá SÞ. 1972 — Nixon afléttir 22 ára banni við ferðum til Kína. 1967 — Ályktunartillaga örygg- isráðsins um frið ísraels og Arabaríkja. 1963 — John F. Kennedy forseti ráðinn af dögum í Dallas. 1962 — Rússar hætta viðbúnaði vegna Kúbu-deilunnar. 1956 — Ólympíuleikarnir í Mel- bourne settir. 1943 — Kaíró-fundur Chur- chills, Roosevelts og Chiang- Kai-sheks. 1941 — Þjóðverjar taka Rostov. 1927 — Aibanir ganga í varnar- bandalag með ítölum. 1922 — Cuno verður kanzlari Þýzkalands. 1921 — Sáttmáli Breta og Af- ghana gerður í Kabul. 1915 — Orrusta Breta og Tyrkja við Tsiphon, Mesópótamíu. 1906 — SOS viðurkennt neyð- arkall skipa í sjávarháska. 1892 — Belgar bæla niður upp- reisn arabískra þrælasala í Efri-Kongó. 1830 — Belgía konungsríki. 1699 — Sáttmáli Dana, Rússa, Saxa og Pólverja um skiptingu Svíaveldis. 1497 — Vasco da Gama siglir fyrir Góðrarvonarhöfða. Afmæli: Charies de Gaulle, franskur stjórnmálaleiðtogi (1890—1970) — Andreas Hofer, týrólskur ættjarðarvinur (1767—1810) — Thomas Cook, enskur ferðamálabrautryðjandi (1808-1892) - André Gide, franskur rithöfundur (1869— , 1951) — Benjamin Britten, enskt tónskáld (1913 - ). f Andiát: Robert Clive, faðir brezka heimsveldisins á Ind- landi, 1774 — Sir Arthur Sulli- van, tónskáld, 1900 — Martin Frobisher, landkönnuður, 1594. Bæjaralandi sagði í dag að flokk- urinn hefði upplýsingar um að rúmlega 50 flóttamenn hefðu verið sendir til baka. Innanríkisráðherrann í Bæ- heimi, Gerold Tandler, staðfesti í dag, að níu manns hefði verið neitað um pólitískt hæli í fylkinu á undanförnum tveimur árum vegna þess að þeir hefðu ekki uppfyllt þau skilyrði, sem sett eru til þess að fólk fái pólitískt hæli, og ekki getað sannað að þeir væru raunverulegir flóttamenn. Hér er um að ræða sex Tékka, tvo Ung- verja og einn Eþíópíumann. Af hálfu stjórnarinnar í Bonn hefur því verið lýst yfir, að aðgerðir fylkisstjórnarinnar í Múnchen hafi verið ólögmætar, þar sem fólk það, sem hér um ræddi, hafi átt málssókn yfir höfði sér, eftir að því var snúið til baka. Innlent: Björn Jónsson ráðherra víkur stjórn Landsbankans frá 1909 — Úrskurður konungs um íslenzkan sérfána 1913 — d. Rafn Oddsson 1289 — Sigurður Gunnarsson prófastur 1878 — f. Rasmus Christian Rask 1787 — Rask hneykslið 1887 — Konung- ur staðfestir fossalögin 1907 — Samningur um strandferðir (við T.E. Tulinius) 1913 - Vest- mannaeyjar fá kaupstaðarrétt- indi 1918 — Kosningaaldur 21 ár 1933 — d. Pálmi Hannesson rektor 1956 — Guttormur J. Guttormsson 1966 — f. Haraldur Á. Sigurðsson 1901. Orð dagsins: Það er betra að ræða mikilsvert mál án þess að leysa það en að leysa það án þess að ræða það. — Ókunnur höf- undur. Vegleysur ogvinstri slys Umboðslaus ráðherra í ráð- herranefnd MISSÆTTIÐí vinstri stjórninni reið ekki við einteyming, svo sem menn rekur minni til. Um miðjan mal, er ráðherrar Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks, gerðu sér grein fyrir, að þær efnahagsráðstafanir, sem þeir hefðu áður staðið fyrir, dugðu engan veginn tii þess að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl var gripið til þess gamal- kunna ráðs, að skipa ráðherra- nefnd. Ríkisstjórnin skipaði sam- kvæmt tilmælum þingflokkanna þriggja manna ráðherranefnd í maí. I nefndinni sátu Steingrímur hvatur. Hann sagði einnig af sama tilefni, að þær tillögur, sem Al- þýðubandalagið hefði gert til lausnar efnahagsvandanum væru „þær tillögur, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar lögfesti fyrir nákvæmlega einu ári, maí- lögin." En þrátt fyrir þetta sat Magnús H. Magnússon ráðherra sem fastast í ráðherranefndinni. Hann sagði um veru sína í nefndinni: „Umboð mitt felst í því að ég hef meirihluta þingflokks Alþýðu- flokksins á bak við mig. Það hefur ekki verið gengið frá því formlega, en það er öruggur meirihluti, sem stendur að baki mér.“ Sighvatur: Magnús hafði ekkert umboð Magnús: Hafði umboð meirihlutans Vilmundur: Magnús umboðslaus Hermannsson og Svavar Gestsson og af hálfu Alþýðuflokksins Magn- ús H. Magnússon. Tveir hinir fyrstnefndu voru tilnefndir af þingflokkum sínum í nefndina, en samdægurs og tilnefningin var kunngerð, lýsti formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson yfir því, að Magnús hefði ekkert umboð þingflokksins til setu í nefndinni. „Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ekki falið neinum ráðherra sínum neitt er- indi í ráðherranefnd," sagði Sig- Einnig var rætt við einn þing- manna Alþýðuflokksins um þetta umboð ráðherrans. Vilmundur Gylfason sagði: „Mér er ekki kunnugt um, að þingflokkur afsali sér umboði til örfárra manna og þingflokkur Alþýðuflokksins hef- ur ekki veitt neitt umboð til samningagerðar í efnahagsmál- um.“ Þetta er lítið dæmi um missætti í vinstri stjórninni — af mörgu er að taka. Vilmundur Gylfason: Morgunblaðið alveg óendanlega lítilsiglt blað þegar nær dregur kosningum í MORGUNBLAÐINU siðastliðinn þriðjudag var sagt frá því, að Finnur Torfi Stefánsson hefði á framboðs- fundi á Blönduósi, skorað á vinstri menn í kjördæminu að efla sig til baráttu gegn Vilmundi innan Alþýðu- flokksins og efla þannig vinstri stefnuna i landinu, en heimildarmaður Morgun- blaðsins sat þennan fund. Blaðamaður Mbl. bar þessi ummæli undir Vilmund Gylfa- son í gær og fer svar hans við spurningu blaðamanns hér á eftir: — Nú eruð þið í kosninga- ham og ef ég segi þér alveg eins og er, þá er Morgunblaðið alveg óendanlega lítikiglt blað þegar nær kosningum dregur, og satt að segja þá held ég, að ég vilji fá trúverðugri heim- ilda mann heldur en Morgun- blaðið fyrir frétt eins og þess- ari. — Þannig að þú hefur ekki hitt eða rætt við Finn Torfa eftir að þessi frétt birtist? — Nei og þegar við Finnur Torfi hittumst, þá höfum við annað og merkilegra að ræða heldur en Morgunblaðið. Mér hefur satt að segja fundist Morgunblaðið vera svo ofbjóð- anlegt að undanförnu og ég er um margt hissa á því, að menn eins og t.d. þú, sem vilt láta taka þig alvarlega sem blaða- mann, skulir vera að taka þátt í þessum eltingarleik í flokk- spólitísku skyni augljóslega. Svo ég af almennum ástæðum og eftir að hafa lesið Morgun- blaðið að undanförnu, þá vil ég nú hafa trúverðugri heimild heldur en blaðið áður en ég fer að svara einhverju, sem þar stendur. H t uiH'iiu i joíiui . > ) ( ííu n i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.