Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Þórir S. Guðbergsson:
arhátta, sem mynda varnar-
múr á milli innri og ytri
veruleika þannig að svigrúmið
á mörkum þeirra hverfur. Að
áliti Winnicotts geta athafnir
mannsins eingöngu verið skap-
andi á þessu millisviði, sem
hann kallar „möguleikasvið"
— þar er sköpunargáfan virk.“
Guðný benti einnig á, að hún
héldi því þó ekki fram, að
ofannefndar hugmyndir væru
algildur sannleikur, en að
hennar áliti vörpuðu þær ljósi
á eðli lista og það sérstæða
hlutverk, sem þær geta gegnt í
uppeldi og námi barna.
Grundvallarþarfir
barnsins fyrir ástúð
tilfinningalegt
öryggi og manneskju-
leg samskipti
Fram kom í erindi Guðnýj-
ar, að rannsóknir bentu ótví-
rætt til þess, að áhrifamestu
aðilarnir í félagsmótun barna
væru foreldrarnir, en næstir
að mikilvægi væru félagar,
barnaheimili, skóli og fjöl-
miðlar. Sagði Guðný, að sá
heimur, sem barnið kæmist oft
í kynni við, hinn ytri veruleiki,
væri heimur ofurmenna og
fyndi barnið fljótt til vanmátt-
ar síns gagnvart ofurmennum
þessa heims og annars og tæki
þá kvíðinn að segja til sín. í
framhaldi af þessu spyr Guð-
ný: „En hvernig fara foreldrar
og þjóðfélagið að því að losa
barnið við kvíðann, sem hlýst
m.a. af þessum uppgötvunum,
og að uppfylla grundvallar-
þarfir barnsins fyrir ástúð,
tilfinningalegt öryggi og
manneskjuleg samskipti? Auð-
vitað er það einstaklingsbund-
ið hvað foreldrar gera, en
neyslukapphlaupið og tilheyr-
andi tímaleysi býður mörgum
upp á einfalda lausn: Eitthvað
er keypt handa barninu, ástúð
er sýnd með hlutum. Foreldr-
arnir vilja vel, en stundum
virðast þeir gleyma að tilfinn-
ingalegum þörfum barnsins er
erfitt að fullnægja með hlut-
um. Innri heimur barnsins
gerir uppreisn og barnið verð-
ur eirðarlaust og óánægt. Að
utan skapast líka kvíði. Barnið
þekkir ekki hinn flókna ytri
veruleika, það er einangrað í
einkalífinu. Það þekkir lítið til
vinnustaðar foreldra, er gjarn-
an á dagheimili eða í skóla,
sem eru í lausum tengslum við
þjóðfélagið sjálft. En í gegnum
sjónvarp, bíó, bækur og blöð |
hellast yfir þau áreiti, sem þau
skilja ekki.“
Skapandi starf
veitir andlega
fullnægju
„Ég er þeirrar skoðunar,"
sagði Guðný, „að listir geti
aukið sjálfsskilning barnsins
og skilning þess á umhverfi
sínu eins og ég nefndi hér að
framan. Slík list ætti að mið-
ast að því, að barnið kynnist
samfélaginu og menningu
sinni sem best, með öllum
sínum innbyggðu árekstrum
og ógnunum. Um leið og hið
óþekkta verður þekkt minnkar
kvíðinn. Barninu líður betur og
það er betur undir það búið að
laga sig að umhverfinu og
breyta því.“ Lagði Guðný
áherslu á, að nauðsynlegt væri
að barnið hefði möguleika á að
ræða við og eiga samskipti við
aðra, þar sem þroskabreyt-
ingar ættu sér helst stað,
þegar gagnvirkt samband tæk-
ist milli einstaklings og um-
hverfis. Barnið þyrfti t.d. að
geta rætt bókmenntaverk við
foreldra sína eða kennara,
leikrit við leikara, foreldra eða
kennara.
„Margt í okkar samfélagi,"
sagði Guðný, „getur hindrað
það, að sköpunargáfan fái að
njóta sín. Mikill þrýstingur er
á aðlögun að gildandi normum
og lítið rúm fyrir einstaklings-
frávik. Andrúmsloftið er hlað-
ið spennu og kvíða, blind
efnishyggja er ráðandi. Æ fleir
fólk virðist afla sér menntunar
í þeim tilgangi fyrst og fremst
að komast í góða þjóðfélags-
stöðu eða í von um góðar
tekjur, frekar en til að öðlast
andlegan þroska." Sagði ræðu-
maður, að skapandi starf veitti
andlega fullnægju og teldi
hann því rétt, að sköpunargáfa
barnsins væri efld en ekki
niðurdrepin., Yrði þetta þeim
mun brýnna, eftir því sem
tæknin lengdi mannsævina og
stytti vinnudaginn.
Lýsti Guðný síðan hvernig
unnt væri að þjálfa upplifun
hjá barninu bæði í námi og á
heimilum, og hversu nauðsyn-
legt það væri, að barnið fengi
að tjá sig í mörgum greinum
lista, fengi að taka þátt í
skapandi starfi. Lagði hún svo
áherslu á, að verulegt átak
yrði gert til að jafna mögu-
leika allra barna til að njóta
listar — að listir yrðu ekki
einkaeign þeirra barna, sem
eiga „menningarlega" sinnaða
foreldra.
Gildi lista í uppeldi
og námi barna
Listir geta aukið
sjálísskilning
barnsins
„Skapandi starf veitir andlega fullnægju og
er því æskilegt, að sköpunargáfa barnsins sé
efld en ekki niðurdrepin,“ sagði Guðný
Guðbjörnsdóttir sálfræðingur á ráðstefnu
listamanna um barnamenningu.
Eins og fram hefur komið
hér í blaðinu, hélt Bandalag
íslenskra listamanna ráð-
stefnu á Hótel Borg 11. nóv. sl.
Ráðstefna þessi var helguð
börnum í tilefni barnaárs og
var fjallað um „barnamenn-
ingu“ út frá ýmsum sjónarhóli
og sérstakur gaumur gefinn
þætti lista og menningar í lífi
barna á Islandi. Kom greini-
lega fram í ræðum frummæl-
enda svo og í umræðum hópa,
að þörf er á sókn á þessu sviði
og nauðsynlegt að auka skiln-
ing yfirvalda og forráðamanna
barna á gildi lista og listrænn-
ar tjáningar í lífi barna.
Fyrir hádegi voru flutt tvö
erindi, og verður hér drepið á
helstu atriði í erindi Guðnýjar
Guðbjörnsdóttur sálfræðings,
sem hún kallaði „gildi lista í
uppeidi og námi barna“. Sagði
Guðný, að hugtakið listir væri
„sértækt og yfirgripsmikið, en
oftast dettur mönnum í hug
eftirfarandi fyrirbæri, þegar
þeir heyra hugtakið listir: eitt-
hvað fallegt og skapandi, sem
auðgar andlegt líf manna,
þróar hugarflug þeirra og til-
finningar. Um þetta má karpa,
en ég mun reyna að rökstyðja
þá skoðun hér á eftir, að gildi
lista í uppeldi og námi barna
felist fyrst og fremst í því, að
listir geti aukið sjálfsskilning
barnsins og skilning þess á
umhverfi sínu, ýtt undir til-
finningalega vellíðan, örvað
fegurðarskyn þess og sköpun-
argáfu, en þessir eiginleikar
geta síðan haft mikil áhrif á
atferli og aðlögun barnsins í
leik og starfi. Eg legg áherslu
á, að listir geti gegnt þessu
hlutverki, en þar með er ekki
sagt, að sú sé raunin um
uppeldi þorra íslenskra
barna.“
Innri og ytri
veruleiki
að ytri veruleikanum veldur
vanrækslu á þeim innri, þá er
gjaldið æði hátt. Því flóknari
og hlutgerðari sem tilveran er,
því meir er okkar innri heimi
ógnað með þeim afleiðingum,
að hann verður kröfuharðari
og truflar samskiptin við ytri
heiminn. Fram koma kvíði,
aðlögunarerfiðleikar og slæm
geðheilsa og einstaklingurinn
myndar varnarhætti gegn
kvíðanum. Kvíðafullt barn
grípur mikið til slíkra varn-
„Á tímum tækniframfara og dýrtíðar ber æ meira á þvi ljóta í
umhverfinu, mengun umhverfis og mannlífs. Listir geta
auðveldlega beint athygli barna að þvi sem fagurt er, og eflt
þannig fegurðarskyn, en telja má vist, að slikt hafi áhrif á
vellíðan fólks og veiti börnum gott veganesti til framtiðarinn-
ar.“
Máli sínu til stuðnings vitn-
aði Guðný í Winnicott sál-
könnuð og uppeldisfræðinginn
Witkin, og studdist hún nokk-
uð við hugmyndir þeirra og
greinarmun á því, sem þeir
kalla innri og ytri veruleika:
„Til er sá heimur eða veruleiki,
sem heldur áfram að vera til
hvort sem ákveðinn einstakl-
ingur er til eða ekki. Þessi
veruleiki er óþekktur barninu,
þegar það fæðist, en barnið
þarf að kynnast honum til að
geta aðlagast eða breytt um-
hverfi sínu. Til er annar veru-
leiki, heimur, sem eingöngu er
til vegna þess að einstakling-
urinn er til. Þetta er okkar
innri veruleiki eða hugarheim-
ur, skynjanir okkar, hugarflug,
tilfinningar og draumar. I
innri veruleikanum erum við
ein en í þeim ytri höfum við
samskipti bæði við félagsheim-
inn og efnisheiminn.
Fyrrnefndir fræðimenn
telja, að það sé nauðsynlegt
fyrir geðheilsu hvers manns að
geta gert greinarmun á þess-
um heimum, enda þótt flestir
hafi tilhneigingu til að rugla
þeim dálítið saman. Ef lífsbar-
átta eða aðlögun einstaklings
•***.■■**«, :*■ X.”
Jt* ^
Fyrstu kynni barnsins af skapandi starfi eru í leiknum.
I leik við önnur börn fá þau mynd af samfélaginu.
„Fólk lifir hvert á öðru ekki hvert með öðru,“ sagði
ræðumaður.