Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
Landið var vanrækt, en
býður upp á næg tækifæri
í RAUN og veru
gerði ég mér litla grein
fyrir út í hvað ég var að
fara, en okkur líkar vel í
Malawi og verðum þar
að minnsta kosti eitt ár í
viðbót. Það er skipaskoð-
unarstjórinn í Malawi,
sem mælir þessi orð. Sá
er ekki svartur í húð og
hár eins og flestir inn-
fæddir, heldur þéttvax-
inn íslendingur, Ólafur
G. Oddsson úr Reykjavík,
sem m.a. kenndi við Vél-
skólann á ísafirði, áður
en hann lagði í langferð
suður á bóginn, ásamt
fjölskyldu sinni, fyrir um
fiórum árum. Hér er
Olafur nú í jólaleyfi
ásamt konu sinni og
tveimur börnum.
Það er ekki ofsögum
sagt af útþrá íslendinga
og á líklegum sem ólíkleg-
,um stöðum er að finna
íslendinga, sem margir
hafa lagt land undir fót
af ævintýraþránni einni
saman og ferðast landa á
milli til að kynnast nýju
fólki og siðum þeirra í
áður ókunnum löndum.
Annars eru ástæður þess
að landinn leggst í
ferðalög margar og mis-
jafnar, en það verður stöð-
ugt algengara að hólm-
inn í norðri er kvaddur
og íslendingar ferðast til
f jarlægra landa til að
miðla vanþróuðum af
þekkingu sinni og
reynslu. Þannig er þessu
farið með Ólaf G. Oddsson,
en hann er bæði mennt-
aður vélstjóri og skipa-
tæknifræðingur.
Ég er í Malawi á vegum danska
ríkisins eða Danida, sem er sú
stofnun í Danmörku, sem hefur
með þróunarhjálp að gera, segir
Ólafur. — Upphafið að þessu var
auglýsing í tækniblaði, sem vakti
áhuga minn. Bróðir minn, Þórður
Oddsson, var þá erlendis í nokkuð
svipuðu, en hann er skipstjóri. Á
sínum tíma byggði Bátalón í
Hafnarfirði tvo báta fyrir Ind-
verja og fór hann með öðrum
bátnum. Óneitanlega hafði hann
sín áhrif á, að ég ákvað að slá til.
Hann er búinn að vera úti um
hvippinn og hvappinn síðan og er
núna í Indlandi á vegum Danida
að kenna innfæddum að fiska.
Hann er tiltölulega nýbyrjaður og
ég hef lítið frétt frá honum að
undanförnu.
— Starf mitt er mjög fjölþætt,
en fyrst og fremst fólgið í því, að
fylgjast með að allur skipakostur-
inn sé í sjófæru ástandi og því
fylgir skráning á öllum skipum og
bátum. Fleyturnar eru margar og
eftir því misjafnar. Stærsta skipið
er’farþegaskip, sem hefur áætlun-
Ólafur G. Oddsson ásamt Ragnhildi konu sinni og Arndísi dóttur
þeirra. Jóhann sonur þeirra var cnn í Maiawi þegar þetta var skrifað,
en væntanlegur heim í jólaleyfi úr skólanum. Ekki sagðist ólafur tala
mikið í Chichewa, sem er helzta málýska innfæddra, en ságði hins
vegar, að bornin kynnu talsvert fyrir sér í þessu framandi máli.
(Ljósm. RAX)
Rætt við
Ólaf G.
Oddsson
skipa-
skoðunar-
stjóra í
Malawi í
Mið-Afríku
arferðir á vatninu og það getur
flutt um 450 farþega, en er þó ekki
nema um 620 rúmlestir. Stærsti
fiskibáturinn er um 25 tonn, en
þarna er mikið af smáskeljum og
allt þetta minna eru trébátar, t.d.
margir eintjáningar, en stærri
bátarnir eru úr stáli.
— Töluvert hefur verið gert í
því að byggja upp bátaflotann og
fiskveiðar í Malawi á undanförn-
um árum. Á vegum Sameinuðu
þjóðanna var sett upp bátasmíða-
stöð í landinu og þeir hafa verið að
smíða smátogara ef við getum
kallað þá því nafni, en þetta eru
bátar, sem eru innan við 10
metrar á lengd. Yfirleitt er notuð
botnvarpa við veiðarnar, meira að
segja á smátrillum, en að sjálf-
sögðu er stærð varpanna í hlut-
falli við stærð bátanna.
Árstíðirnar and-
stætt því sem
er hér á landi
Þegar hér er komið í spjallinu
við Ólaf finnst okkur tímabært að
rifja upp ýmislegt í landafræði og
sögu Malawi. Malawi hét áður
Nyasaland og er um 95 þúsund
ferkílómetrar að flatarmáli, að
frátöldum vöthum, sem eru sam-
tals 17 þúsund ferkílómetrar. Af
vötnunum er Lake Malawi, eða
Lake Nyasa eins og sumir kalla
það ennþá, langstærst. Það er um
550 kílómetrar að lengd og 50—
100 km á breidd. Til viðmiðunar
má benda á að lengd vatnsins er
svipuð og vegalengdin frá
Reykjavík norður á Langanes.
Landið er álíka stórt og Island,
en það er tiltölulega slétt. Mestur
hluti þess er í um þúsund metra
hæð yfir sjávarmáli. Loftslag þyk-
ir þægilegt og þar sem landið er
sunnan við miðbaug eru árstíðirn-
ar andstætt því sem er hér á landi.
Rigningatíminn er frá þvi í nóv-
ember og fram í miðjan apríl. Á
þessum tíma er þó ekki stöðug
rigning, heldur koma annað slagið
hressilegar dembur. í aprílmánuði
fer yfirleitt að kólna í veðri og
finnst heimamönnum oft ansi
napurt í maí og júní og þá kemur
fyrir að verði næturfrost, en þó
sjaldan. Upp úr júlí fer aftur að
hlýna og er heitast í veðri í
október og nóvember. Hitastig er
að meðaltali 25—28 gráður yfir
árið, en það segir þó ekki allt, því
taka verður tillit til rakans.
Heimamönnum finnst kalt ef hiti
fer niður fyrir 18 gráður. Tals-
verður munur er á veðurfari nyrzt
í landinu og syðst. Næstu ná-
grannar Malawi eru Mosambique
og Tanzanía, sem einnig eiga lönd
að vatninu, og svo Zambía að
vestanverðu.
Malawi var áður nýlenda Breta,
en hafði sjálfstjórn í mörg ár áður
en landið hlaut sjálfstæði 1964.
Helzti baráttumaður fyrir sjálf-
stæði Malawi var dr. Hastings
Banda, sem þá var starfandi
læknir í Bretlandi. Að mestu fyrir
hans atorku var Mið-Afríku-
sambandinu, sambandsríki Ród-
esíu og Malawi, slitið árið 1963, en
það hafði verið stofnað 1953.
Zimbabve hafði fjármagnið í
þessu sambandsríki, Zambía var
auðug af málmum, en Malawi eða
Nyasaland hafði vinnuaflið.
Dr. Banda sneri til heimalands
sína 6. júlí 1958 eftir margra ára
veru erlendis, við nám í Banda-
ríkjunum og Skotlandi og sem
starfandi læknir í Lundúnum.
Þúsundir manna tóku á móti
honum á flugvellinum, hann var
leiðtoginn, sem þjóðin þarfnaðist.
Hvar sem hann fór fögnuðu hon-
um þúsundir, en Bretum þótti nóg
um þessi fagnaðarlæti og áhrif
þessa eina manns og hnepptu
hann í fangelsi í rúmt ár. Malawi
fékk síðan sjálfstæði 1964 og að
sjálfsögðu varð dr. Banda fyrsti
forseti landsins eftir að lýðveldi
var stofnað 1966. Árið 1970 var
hann valinn forseti til eilífðar og
er hans titill nú þessi: „Sigurveg-
arinn, lífstíðarforsetinn, hans há-
tign dr. H. Kamuzu Banda."
ólafur kaupir fisk í
soðid af innfæddum.
Arndis litla heldur við
eintrjánunginn.