Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979
15
íbúatala landsins er milli 5 og
5'/2 milljón, en þjóðin er samsett
af mörgum þjóðflokkum. Fjöl-
mennastir eru Chewa og þar sem
forsetinn er af þeim ættbálki var
talið eðlilegt að þeirra mál væri
kosið sem þjóðarmál, Chichewa,
en þó er enskan hið opinbera mál.
Nógir möguleikar
í vanræktu landi
— Margir héldu því fram að
Malawi gæti ekki staðið á eigin
fótum sem sjálfstætt ríki þar sem
í jörðu er ekki að finna málma og
landið er ekki ríkt af náttúruauð-
æfum, segir Ólafur G. Oddsson. —
Dr. Banda hefur ætíð mótmælt
þessu og hefur sagt að auður
landsins liggi í landbúnaði. Hann
hefur sagt sem svo, að möguleik-
arnir séu nægir fyrir hendi, en
landið hafi verið vanrækt. Þegar
hvítir menn komu til landsins á
síðustu öld var það þéttbýlt miðað
við nágrannalöndin og því settust
fáir landnemar þar að. Landið var
ensk nýlenda fyrst og fremst til að
forðast að Portúgalir legðu það
undir sig. Þar sem Bretar höfðu
lítilla hagsmuna að gæta í landinu
var lítið gert í því að þróa landið
og t.d. var mjög lítið gert til að
koma á varanlegu vegakerfi um
landið. Að því leyti eru nágranna-
löndin Zambía og S-Ródesía miklu
betur sett, enda var þar meiri
auðæfa og meiri hagsmuna að
gæta.
— Allflestir innfæddra búa í
smáþorpum á frumstæðan hátt og
lifa af því, sem móðir jörð gefur af
sér. Svo framarlega, sem fólk
nennir að vinna og rækta jörðina
þarf það ekki að kvarta því landið
er frjósamt. Kvikfjárrækt er aftur
á móti sáralítil og þá helzt stund-
uð af gamalli hefð til að sýna hve
ríkir menn eru. Þeir sem búa í eða
nálægt borgum og bæjum eru verr
settir. Því það er langt í frá að
næg atvinna sé þar fyrir alla.
— Helztu útflutningsvörur eru
tóbak og te, en einnig sykur og
jarðhnetur í minna mæli. Mikil-
vægasta landbúnaðarafurðin er þó
maískorn og einnig cassava, sem
er rótarjurt. Þetta ,er aðaluppi-
staðan í fæðu innfæddra, en teg-
undirnar skiptast eftir landshlut-
um. Með maískornum eða cassava
er borðað smávegis af fiski, kjöt-
meti eða grænmeti til bragðbætis.
Ein nútíma
fiskvinnslustöð
— Vatnið, þ.e. Malawi-vatn, er
auðugt af alls konar fiski og hin
vötnin reyndar líka, en í landinu
eru mörg misstór vötn, segir
Ólafur aðspurður um fiskveiðar
landsmanna. Af þeim fisktegund-
um, sem veiðast í verulegu magni,
ber fyrst að nefna chambo, sem er
mjög svo gómsætur fiskur. Hann
er svipaður og karfi í útliti, nema
hvað hann er ekki rauður. Meðal-
þyngd chambo er 1—lVz kíló, en
aðrir fiskar sem veiddir eru í
einhverjum mæli eru minni, en
þykja einnig mjög bragðgóðir.
—Ég hef heyrt talað um 50
þúsund tonna afla á ári, en inni í
því dæmi er ekki afli litlu ein-
trjánunganna, hann kemur hvergi
fram. Þá veiða nágrannarnir frá
Mosambique og Tanzaníu einnig
mikið í vatninu, en þau eiga einnig
land að því. Norðan til í vatninu er
nær eingöngu fiskað með strönd-
um fram með frumstæðum aðferð-
um, en þar er tiltölulega djúpt.
Sunnan til er það grynnra og þar
eru veiðar mun algengari, en í
heild er aðeins 14 hluti vatnsins
nýttur til fiskveiða. Það stendur
þó til bóta, því Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur nýlega hafið rann-
sóknir á nýtingu fiskimiða í norð-
urhluta vatnsins.
--Af nútíma fiskvinnslustöðv-
um er aðeins um eina að ræða, það
er Maldeco-fiskvinnslustöðin, sem
gerir núna út 18 fiskibáta frá
15—25 tonnum að stærð, en
nokkrir þeirra eru þó aðeins fisk-
móttökubátar. Fiskurinn er yfir-
leitt heilfrystur eins og hann
kemur fyrir án þess að blóðgað sé,
hvað þá heldur slægt, en nokkurt
magn er einnig þurrkað.
— Lítið er flutt út af þeim fiski,
sem aflast, en þó má nefna eina
tegund útflutnings, það er á lif-
andi smáfiski, eða skrautfiski í
fiskabúr. I því er töluverð gróska
og þó nokkrir bátar, sem gera ekki
annað en að safna svona smáfisk-
um til að flytja út.
Skólaganga
ákveðin eftir
sérstökum reglum
Talið berst að menntun og
lífsafkomu í Malawi og fjölskyldu-
böndunum, sem eru sterk eins og
víðast hvar á þessum slóðum.
— Enn vantar nokkuð á, að
allir séu læsir og skrifandi, en það
hafa orðið miklar framfarir á því
sviði seinustu ár. Fjöldi skóla er
byggður á hverju ári og vinna
þorpsbúar stóran hluta af því
starfi í sjálfboðavinnu. Allflestir
gera ekki meira en að ljúka
barnaskóla, því það er takmarkað
hversu margir geta komist í fram-
haldsskóla. Sumir komast þó
aldrei í neinn skóla. Þeir ungl-
ingar, sem ég hef kynnst og eru í
gagnfræðaskólum, finnast mér yf-
irleitt vel gefnir og eitt er víst, að
þeir vita meira um ísland en
Isiendingar um Malawi.
— Börnin byrja mjög oft í skóla
þegar þau eru fimm ára gömul, en
aldurinn einn og sér er þó ekki
viðmiðunin á því hvenær börn eru
komin á skólaaldur. Innfæddir
hafa þann sið að senda börn í
skóla þegar þau geta lagt hægri
hönd yfir höfuðið og náð í vinstra
eyrað.
— A síðustu öld kom töluvert af
trúboðum til landsins og þeir
unnu mikið starf, ekki einungis
við að boða fagnaðarerindið, en
einnig við að kenna fólki að lesa og
skrifa og að sjálfsögðu starfræktu
þeir læknisstöðvar á mörgum
stöðum í landinu. Landkönnuður-
inn David Livingstone mun senni-
lega hafa verið fyrsti hvíti maður-
inn, sem ferðaðist um landið og
stærsta borg landsins, Blantyre,
er kennd við fæðingarstað hans,
sem er smábær í Skotlandi.
— Fjölskylduböndin eru sann-
arlega mjög sterk meðal inn-
fæddra og ég get nefnt sem dæmi,
að einn aðstoðarmanna minna,
sem var nýgiftur og hafði góða
vinnu í borginni, ól upp 2 frændur
sína. Þessi aðstoðarmaður minn í
ráðuneytinu hafði efni og það var
því sjálfsagt að hann tæki frænd-
ur sína að sér. Það er ekki
óalgengt að í hverri fjölskyldu séu
5 börn og 10 börn er alls ekki
óalgengt. Annað dæmi má nefna;
maður úr þorpi einu fékk vinnu í
borginni og hann var sá eini í
fjölskyldunni, sem hafði einhverj-
ar tekjur. Hann þurfti því að
senda peninga heim í þorpið, en á
endanum flosnaði hann upp og
flutti frá borginni. Nær allt sem
hann þénaði var hirt af honum til
að framfleyta öðrum fjölskyldu-
meðlimum.
— Opinberir starfsmenn eins
og ég telst vera þarna í Malawi fá
hús við sitt hæfi, ekki endilega
mjög stór, en yfirleitt góð og mjög
stórar lóðir. Mínu húsi fylgir
þjónahús og höfum við tvo þjóna
sér annar þjónanna um húsverkin,
en hinn um garðinn, sem er 4
þúsund fermetrar. Þeir hafa sam-
tals á einum mánuði það sama og
ég hef í laun á einum degi. Hafa
þeir það þó gott á mælikvarða
innfæddra.
— í Malawi hafa á undanförn-
um árum orðið miklar framfarir
segja þeir, sem lengi hafa dvalið í
landinu. Allir landsmenn geta
haft nóga vinnu og enginn þarf því
að líða skort, en þetta er eins og
annars staðar, spurning um dugn-
að einstaklinganna, segir Ólafur
G. Oddsson og við setjum síðasta
punktinn í þessu samtali.
- áij
Við stærstu útgerðarstöðina. bátarnir. sem sjást á myndinni eru allir 15—20 tonn að stærð.
Fiskþurrkun er algengasta aðterðin við að geyma fisk og sjást vinnubrögðin og aðstaðan vel á þessari
mynd, sem er tekin i þorpi við ströndina.
Smiði nútima eintrjánunga í Malawi. Þessir eru fyrir fiskimenn við Shire-fljót. sem rennur i Malawi-vatn.
Jóhann Ólafsson fremst á myndinni.
Nálægt vatninu er urmull af apaköttum og einnig stærri öpum. Margir þeirra hafa áhuga
á brauðmat ef að þeim er réttur.