Morgunblaðið - 22.12.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 22.12.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Islenzkur ullarfatnaður með glæsibrag Það var mikill glæsi- bragur á kynningu ullarvöru frá Álafossi, Hildu h.f. og Iðnaðardeild SÍS, en kynn- ingin fór fram á Hótel Sögu í vikunni og voru sýndar þar 70 flíkur af liðlega 200 teg- undum sem þessi fyrirtæki hyggjast flytja út á næsta ári. Framleiðslu á vörum úr íslenzku ullinni hefur fleygt stórkostlega fram á síðustu árum, en segja má að þáttaskil í vélvinnslu klæða úr íslenzkri ull hafi orðið fyrir 10 árum þótt öll handavinna á því sviði hafa um langan aldur verið frábær. Á sýn- ingu fyrrgreindra fyrirtækja var hver flíkin annarri glæsi- legri og snið á fötum sam- kvæmt ströngustu kröfum um línur og litameðferð. Oft hafa íslenzkar vélunnar ull- arvörur verið nokkuð keimlíkar óunninni gæru, en nú eru íslenzkir framleiðend- ur farnir aö ráða við allt það fíngerða sem samkeppn- isharður markaður krefst og sýningarfólk Model 79 undir- strikaöi framleiðsluna með glæsibrag. Á sýningunni voru voru aðeins sýndar vélunnar flíkur, en fyrirtækin þrjú flytja einnig út verulegt magn af handprjónuðum flíkum. Vadmálid var gjaldmidill Sagt er, að forfeður okkar, landnámsmennirnir, hafi að mestu verið klæddir vaðmáls- flíkum unnum úr ull, þegar þeir fyrst stigu hér fæti á land fyrir rúmum 11 öldum. Allt frá þeim tíma hafa íslendingar notaö ull í fatnað til eigin þarfa. Á söguöld voru vaðmál flutt út og má marka mikilvægi þeirrar framleiðslu af því, að alin vaðmáls var notuð sem gjald- miðill. Talið er, að snemma á 17. öld hafi fyrst verið prjónað hér á landi, en prjónaskap munu Evrópubúar hafa lært af Kínverjum. Á 18. og 19. öld er umtalsverður útflutningur á smábandi, en svo var prjóna- les oft nefnt. Lopaprjón um 1920 Eins og allir vita er enn prjónaö í höndunum í veru- legum mæli á íslandi. Hand- unnar lopapeysur eru mikilvæg verslunarvara, en talið er að um 1920 hafi fyrst veriö reynt að prjóna úr lopa. Bæjarlækurinn dreif kembivélarnar Talið er, að Innréttingar Skúla fógeta hafi verið fyrsta umtalsverða tilraunin til að koma á fót verksmiðjuiðnaði á íslandi, en þær tóku til starfa áriö 1752. Að einhverju leyti voru Innréttingarnar starfrækt- ar fram um lok aldarinnar. Aukin fjölbreytni í fatnaði, fínna handbragð og stóraukin framleiðsla Næsta tilraun til vélanotkunar í ullariðnaði er gerð á Halldórs- stöðum í Laxárdal, en Magnús bóndi Þórarinsson flutti þang- aö kembivélar og spunavélar áriö 1883. Hugðist hann nota bæjarlækinn sinn til að snúa vélunum og tókst það meö kembivélarnar. Spunavélarnar voru 2, 60 og 30 þráöa. Bændur í héraðinu og víðar smíðuðu spunavélar eftir vél- um Magnúsar, og er óhætt að fullyrða, aö notkun þessara véla olli tímamótum í heimilis- iönaði á Norðurlandi. 1100 dagsverk í ullariðnaðinum Árið 1896 var svo stofnað til ullarvinnslu á Álafossi, og ári seinna tók Gefjun til starfa. Þessar tvær verksmiðjur hafa síðan verið í fararbroddi um framleiðslu lopa, bands og dúka úr íslenskri ull. Nú fram- leiða þessar verksmiöjur allt þaö band sem notað er til framleiðslu á prjónavoð vegna ullarfataframleiðslunnar, en voðin er að miklu leyti unnin í prjónastofum víös vegar um landið. Alls munu nú vera starfræktar rúmlega 40 saumastofur, sem sauma úr prjónavoð til útflutnings, og í ullariðnaðinum eru nú unnin um 1100 dagsverk, en starfs- menn eru alls nokkru fleiri. Til atlögu á erlendum mörkuðum Á árinu 1969 urðu þáttaskil í íslenskum ullariðnaði, en þá er gerð fyrsta alvarlega tilraunin til útflutnings á kembdum verksmiöjuunnum prjónaflík- um. Fyrstu flíkurnar munu hafa verið unnar í prjónastofunni Alís í Reykjavík og nokkru síðar í Dyngju á Egilsstöðum. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins stóö fyrir kynningu á íslensk- um ullarvörum í Vestur-Evrópu á árinu 1969 og mun þaö hafa verið fyrsta kynningarferðin, sem opinberir aðilar efndu til vegna ullarvöruútflutnings. Tom Holton hóf um svipað leyti aö kynna verksmiöjuunnar ull- arvörur í Ameríku, en hann hóf útflutning á handprjónuðum vörum upp úr 1960. Á árunum 1970—1971 fór svo fram um- fangsmikil neytendakynning á prjónavörum í Ameríku og má segja að skipulegt og mark- visst kynningarstarf bæði gagnvart verslunarmönnum og neytendum sjálfum hafi auð- kennt sölustarfsemi ullarvöru- útflytjenda fram á þennan dag. Vaxandi sala til Vesturlanda Einsog fyrr segir starfa hér nú a.m.k. 11 — 12 hundruö manns í ullariðnaði til útflutn- ings og ullariönaöurinn skapar umtalsverðan gjaldeyri í þjóð- arbú. Á árinu 1978 var fluttur út ullarfatnaður fyrir 2170.6 milljónir króna, en á árinu 1979 er þessi útflutningur áætlaður 5400—5500 milljónir. Hins vegar nam heildarútflutningur ullarvara fjórum og hálfum milljarði árið 1978 og fyrstu 10 mánuði þessa árs rúmum 6 milljöröum. Söluhorfur eru ágætar á árinu 1980 og ætti útflutningur að geta aukist verulega að magni a.m.k. á vesturlanda- markaði ef framleiöslumögu- leikar verða fyrir hendi. Helstu breytingar sem orðið hafa í útflutningi ullarvara und- anfarin ár eru þær, að sala vex á Vesturlandamörkuðum. Má þar nefna, að mikil aukning hefur orðiö á útflutningi til Þýskalands á þessu ári, eða um tæp 80%, og rúmlega 41% til Kanada. Þá er athyglisvert, að útflutningur væröarvoða til Vesturlanda hefur meira en tvöfaldast. Útflutningsaðilar leggja í auknum mæli áherslu á léttar flíkur til notkunar aö sumrinu eða inni við. Megin- hluti þess, sem nú er flutt út, eru ytri flíkur til skjóls. Þá er rétt aö nefna, að framleiðsla fatnaðar handa karlmönnum hefur mikið aukist undanfarin ár. Aukin reisn íslenzka stílsins Teiknarar á saumastofum framleiöenda hafa náð miklum árangri á undanförnum árum þar sem hinn íslenzki hefð- bundni ullariðnaður hefur ekki aðeins haldið stíl sínum, heldur hefur hann einnig fengið fersk- ari blæ og í mörgum tilfellum klæðilegri og meira spennandi. Lærðir sem ólærðir teiknarar hafa tekið virkan þátt í því ævintýri sem segja má að þróunin í ullarframleiðslu hafi verið á undanförnum árum. Þar hafa lagst á eitt gott hráefni, gamlar hefðir í ullar- vinnslu, markviss kynningar- og sölustarfsemi og góð hönn- un og framleiðsla. í sambýli íslenzku þjóðarinn- ar við sauöféð hafa löngum búið miklir möguleikar og með markvissum vinnubrögðum hafa þeir sífellt farið vaxandi. — á.j. lJósm.Mhl.: I.milia Hjörg Hjörnsdótiir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.