Morgunblaðið - 22.12.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIDfiAUGARBAGUR 22, DESEMBER 1979
21
i
okkar vegum, er framleitt og
unnið hjá okkur, í stúdíói hér í
Osló. Auk þessa höfum við síðar
bætt við okkur dagskrárgerð á
öðrum málum og sendum m.a.
dagskrá til Austur-Evrópulanda,
sendum til Japans og Taiwan og
fleiri landa gegnum stöðvar í þeim
löndum eða nálægum löndum, en í
dag eru unnar dagskrár á okkar
vegum á 20 tungumálum. Þá er
nýlega byrjað að senda út sér-
staka dagskrá fyrir unglinga í
Noregi gegnum Radio Luxemborg
daglega kl. 19:45 til 20. Við höfum
vissu fyrir því að ná til margra
gegnum þetta útvarpskristniboð
eins og við nefnum það, en það
hefur sitt sérstaka nafn, Norea
Radio. Er reyndar gefið út lítið
blað með sama nafni er greinir frá
því helsta sem er að gerast í
þessum málum og er sent til
velunnara okkar.
— Hvernig náið þið til hlust-
enda, hafið þið hugmynd um
hversu margir hlusta á þessar
útsendingar?
— Við fáum á hverju ári fjöl-
mörg bréf frá hlustendum og
gerum okkur líka far um að svara
þeim, því oft bera þeir fram ýmsar
spurningar tengdar efni sem hefur
verið flutt, þeir vilja fá svar við
vandamálum í trúarlífinu, vilja
vita meira um kristindóminn,
spyrjast fyrir um kristniboðsstarf
og yfirleitt hvað eina, sem drepið
hefur verið á í þáttunum. Þá má
nefna að samtals fær Trans World
Radio útvarpið um hálfa milljón
hlustendabréfa á ári, en stöðvar
þess eru nú m.a. í Suður-Ameríku,
Sri Lanka, Asíu og víðar, en stöðin
í Monte Carlo nær til landa í
Afríku og Austur-Evrópu. Hefur
þessi stöð verið starfrækt í 25 ár.
Norea Radio fær árlega 2—4
þúsund bréf frá hlustendum og
alls er talið að nú séu starfræktar
í heiminum 65 útvarpsstöðvar er
eingöngu hafa kristilegt efni á
dagskrá sinni, auk þeirra er fá
inni með dagskrár hjá hinum og
þessum útvarpsstöðvum víða um
heim. Kristilegar útvarpsstöðvar
ná einnig til þeirra landa er
útiloka kristniboðsstarf, en nú eru
það talin kringum 44 lönd með alls
1,7 milljörðum íbúa. Meðal annars
fyrir þær sakir er oftast talað um
útvarpskristniboð í þessu sam-
hengi.
— Reynt er að vinna allt
dagskrárefni þannig að menn frá
þeim löndum er senda á til hafi
alla umsjón með því, þeir vita best
hvað landar þeirra vilja heyra og
hvers konar efni myndi best henta
og erum við því með í okkar
þjónustu menn víða að úr heimin-
um. Auk þessa starfs reynum við
að kaupa sendingartíma hjá öðr-
um útvarpsstöðvum og ná þannig
til enn fleiri og oft eru yfirvöld
líka þakklát fyrir að við viljum
koma kristilegum boðskap á fram-
færi.
— Enn er ónefnd ein leið, sem
NLM notar til að koma boðskap
kristninnar á framfæri en það eru
hljómplötur og snældur. Heitir
fyrirtækið er annast þá hlið Lynor
og hefur farið vaxandi ár frá ári
og kvað Asbjörn þessa leið ekki þá
þýðingarminnstu, á þeim vett-
vangi væri hægt að ná til manna
langt út yfir það sem predikun,
bók eða blað nær.
— í sumar var ákveðið að koma
upp sérstökum fjölmiðlaskóla á
vegum NLM og verður hann í
Kristiansand, stað er nefnist
Gimlekollen. Mun Asbjörn Kval-
Norea Radio framleiðir kristilegar dagskrár til sendingar í útvarp
viða um heim.
Sýnishorn af tímaritunum sem norska kristniboðssambandið gefur út.
bein veita honum forstöðu en þar
verður unnt að fá menntun í hvers
kyns fjölmiðlun, blaðamennsku,
þáttagerð fyrir útvarp og sjón-
varp. Verður um að ræða eins
vetrar námskeið og eru þau m.a.
ætluð þeim er starfa vilja fyrir
NLM að fjölmiðlun og öllum þeim
er kynnast vilja þessum störfum
og búa sig undir það að takast þau
á hendur.
— Byggingarframkvæmdir
hefjast eftir áramót og verður
rúm fyrir 50 nemendur og auk
þess að hýsa skólann um Gimle-
kollen hafa að geyma alla starf-
semi NLM að útvarps- og upp-
tökumálum, m.a. plötur o.fl. Verð-
ur sú starfsemi þá komin á einn
stað og gefur nemendum skólans
um leið tækifæri til verklegra
æfinga.
— Skóli þessi hefur verið viður-
kenndur af norska ríkinu og starfa
við hann 5 fastir kennarar í fullu
starfi auk skólastjóra, en starfs-
menn Norea og Lynor koma einnig
við sögu og taka að sér ákveðna
þætti í verklegri kennslu.
— Við erum kristniboðar og
viljum færa fagnaðarerindi Biblí-
unnar út til fólksins hvort heldur
það er í Noregi eða öðrum löndum
og þess vegna leggjum við áherslu
á að fara þær leiðir er við náum til
fólksins með. NLM rekur skóla
fyrir kristniboða, biblíuskóla víða
um landið fyrir þá sem vilja
kynnast efni Biblíunnar, barna-
heimili þar sem kristileg uppeld-
isáhrif sitja í fyrirrúmi og þannig
mætti lengi telja. Fjölmiðlun
hvers konar fer vaxandi í nútíma-
þjóðfélagi og við teljum nauðsyn-
legt að kristileg viðhorf komist að
hvar sem er í fjölmiðlum og nái til
fólksins. j
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Náttpabbi
Náttpabbi
Höfundur: Maria Gripe
Myndskreyting: Hrald Gripe
Þýðing: Vilborg Dagbjarts-
dóttir
Setning og prentun: Guðjón ó
hf.
Skreyting og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Bókband: Bókfell hf.
Útgefandi: Mál og menning
ÞETTA er saga um unga
telpu, Júlíu, föðurleysingja, og
ungan mann, sem ráðinn er
t.þ.a. gæta hennar um nætur,
meðan móðirin er bundin við
verk. Höfundur lýsir skiptum
þeirra, hvernig telpan reynir
að fylla tóm tilfinninga sinna,
draga til sín drauminn um
föður, og klæða vaktmanninn í
hann.
Ungi maðurinn er að efna til
bókar, taldi þvflétt verk að
gæta sofandi barns, en hug-
myndaflug telpunnar veitir
honum nýja lífssýn, nýjan
skilning. Um sviðið svífur
Smugla, ugla, sem, eins og
náttpabbinn, sefur um daga en
vakir um nætur.
Eg hefi á tilfinningunni að
frúin, höfundurinn, hafi viljað
gera gott verk, hafi lagt sig
alla fram, en samt vantar
þetta sem breytir þokkalegu
efni í góða sögu. Neistann
vantar.
Teikningar eru góðar,
sumar bráð skemmtilegar.
Þýðing Vilborgar er góð og
frágangur prentiðnaðarins
einnig.
Jihi i^Bl iféwJ;
SAMBYGGT STERÍÓSETT
Verð sem þu trúir ekki
am m f Strax eftir jól trúir þú því ekki
aö hafa fengiö hljómtæki meö
Rlík tonnnaRÖi fvrir «?vnn?i lítiö \/P>rö
SHARP SG320
KR. 327.000.-
aö hafa fengið hljómtæki meö
slík toppgæöi fyrir svona lítiö verö
SHARP SG330
KR. 395.000.-
SG-320 SAMBYGGT STERIÓSETT
TÆKNtLEGAR UPPLYSINGAR:
MAGNARAR: 2 ■ 15 WÖTT R M S
ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR. FM, FM STERIO, LW, MW, SW
PLÖTUSPILARI: HÁLFSJALFVIRKUR, S-ARMUR.
SEGULBAND. MEÐ ^ AP8S SJALFLBITARA
HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT, R.M.S. 40 OHM.
SG-330 SAMBYGGT STERIÓSETT
TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR
MAGNARAR 2 • 20 WÖTT R M S.
UTVARP 4 UTVARPSBYLGJUR. FM, FM STERIO, LW. MW. SW
PLÖTUSPILARI: HÁLFSJÁLFVIRKUR S-ARMUR.
SEGULBAND MEÐ ÁÞgS SJALFLEITARA
HÁTALARAR. 2 STK. 40 WÖTT R.M.S. 4 OHM.
_ MAGNETÍSKT PICK UP. _ _
Bestu kaupin nvemig sem a er litið!
HLJÓMDEILD
ULii) KARNABÆR
Laugavegi 66, 1. hæð. Sími frá skiptiborði 85055