Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.12.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 31 Nýr her heíur verið stofnaður í Libanaon, skipaður bæði kristnum mönnum og múhameðstrúar. Ef til vill er það skref í átt til sameiningar þjóðarinnar að nýju. Þessi nýi her tók þátt í hátiðahöldunum á þjóðhátiðardaginn 22. nóv. I fyrsta sinn í fimm ár í fyrsta skipti í fimm ár var þjóðhátiðardagur Libana hald- inn hátiðlegur þann 22. nóvemb- er síðast liðinn. En nú var hann haldinn á öðrum stað en vanal- ega. Á stað sem enginn hafði vogað sér að stíga fæti áður fyrr. Það var fyrir framan safnið „BARBEER", þar sem aldrei hafði verið lát á eldflaugum og sprengjum í fimm ár. Staðurinn var landamæri kristinna og múhameðstrúarmanna í miðborg höfuðborgarinnar, Beirut. Þjóðhátíðardagurinn var stór- fenglegur, allur herinn var sam- ankominn, fólk af öllum trúar- brögðum, stjórnmálamenn og skátar. Líbanska varnarliðið og „United Arab Forces" gættu stað- arins vandlega, því þetta var langhættulegasti staðurinn í sögu stríðsins. Forseti landsins var mættur með herliði sínu og þing- menn og ráðherrar fjölmenntu. Eftir einnar mínútu þögn hélt forsetinn mikla ræðu, þar sem hann reyndi að koma á sáttum milli trúarhópanna og fylla hjörtu þeirra friði. Síðan lagði forsætis- ráðherrann blómsveig á styttu óþekkta hermannsins. Þennan dag fékk forsetinn heillaskeyti frá leiðtogum margra þjóða. Þar á meðal frá páfanum í Róm, Jimmy Carter, Leonid Brezhnew og Gishard d’Estaing. — Páfinn óskaði eftir sameiningu þjóðarinnar og var áhyggjufullur útaf öryggi landsins. Carter lagði hornsteininn að vinfengi Banda- ríkjanna og Líbanons og sagði að Bandaríkin stæðu við hlið þjóðar- innar með öllum sínum mætti og veldi. Brezhnev sagðist einnig standa við hlið Líbanon af öllum mætti ef beðið yrði um hjálp. En Gishard d’Estaing sagði, að franska þjóðin stæði með Líbön- um og myndi veita alla þá hjálp sem í þeirra valdi stæði til að friður kæmist á í landinu. Robert Mazmanian. Rakarastofan Fígaró hefur fyrir nokkru flutt sig um set í Reykjavík. Er hún nú til húsa að Laugavegi 51 og hefur verið tekið í notkun rúmgott pláss fyrir stólana, en þeir eru alls 12. Eru þeir á efri hæðinni á 260 fermetra svæði en niðri eru seldar snyrtivörur á um 50 fermetra svæði. Gunnar Guðjónsson eigandi Fígaró kvað húsnæðið mjög rúmgott og þægilega aðstöðu fyrir viðskiptavini meðan þeir biða, en þeir geta einnig pantað tíma og sagði hann það vel liðið af viðskiptavinum. Tólf hárskerar starfa hjá Fígaró og kvað Gunnar miklar annir hafa verið nú siðustu dagana fyrir jólin. hafa heimsótt jólamagasí frá opnun m. DAGSKRÁ SKEMMTIPALLS í DAG ER: ★ Baldur Brjánsson töframaöur kl. 4, 6 og 9. ★ Jólasveinar koma í heimsókn 4.30 og 6.30. ★ Jónas Þórir leikur jólalög frá kl. 4—8. ★ Heimilistæki h.f. býöur upp á safaríkar steikur af nýja teinagrillinu sem er til sölu á sérstöku kynningarverði. ★ Brunaveröir sýna meöferð slökkvitækja. 30 500 VERSLANIR MEÐ GOÐAR JÓLAVÖRUR BJÓÐA YKKUR VELKOMIN. BILASTÆÐI. Syningahöllinni. Bíldshöfða 20, Sími 81410.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.