Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 34

Morgunblaðið - 22.12.1979, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Soffanías fyrir framan hið mikla hús Fiskverkunar SC í Grundarfirði. Myndirnar tók Ragnar Axelsson. Unnið að vinnslu karfa í Fiskverkuninni. Auk íslendinga sem þar vinna eru einnig nokkrar ástralskar stúlkur þar við vinnu. Soffanías og Guðbjartur Cecilsson bróðir hans (t.v.) við gufuketilinn í Fiskverkunarstöðinni, sem staðið hefur ónotaður í tvö ár. Deilur hafa að undanförnu verið uppi meðal manna á Snæfellsnesi og einnig milli fiskverkenda annars vegar og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar um veiðar og vinnslu skelfisks úr Breiða- firði. Eins og flestum mun kunnugt standa deilur þessar einkum um það hvort aðilar í Grundarfirði eigi að fá leyfi til að veiða hörpudisk og leyfi til að vinna hann eða hvort leyfin skuli alfarið bundin við aðila í Stykkishólmi. Til að kanna þessi mál nánar fóru blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins vestur á Snæ- fellsnes og komu við í Grundarfirði og Stykkis- hólmi og ræddu við þá, sem þessi mál snerta helst. í Grundarfirði er það einkum Soffanías Cecilsson, en í Stykkishólmi þeir Ágúst Sigurðsson og Sigurjón Helgason. Við heilsuðum fyrst upp á Soffanías. „Ég byrjaði veiðar á skelíiski í Breiðafirði“ „Strax árið 1967 hófum við að kanna bláskel hér í Breiðafirði og árið 1968 var hún soðin niður í tilrauna- skyni og í beinu framhaldi af veiðum og tilraunum með bláskelina finnst hörpudisk- urinn, svo það er engum blöðum um það að fletta, að ég varð fyrstur til þess að reyna skelfiskveiðar hér í Breiðafirði," segir Soffanías. „Við hófum vinnslu á hörpu- diski árið 1970, en árin 1973 og 1974 eru bestu árin hjá okkur í þessari vinnslu og hvort árið um sig voru unnin 100 tonn af fullunninni vöru, bæði rækju og hörpudisk. En rækjumið höfðu fundist um svipað leyti og gerðar voru tilraunir með bláskelsveið- arnar og hófum við strax að nýta hana.“ Soffanías segir þessa vinnslu síðan hafa farið minnkandi allt þar til hún sé nú komin niður í ekki neitt. „Það stafar af boðum og bönnum sem sett hafa verið og byggjast á rangtúlkun laga. Þarna er stuðst við breska reglugerð, sem Evrópudómstóllinn hefur dæmt ómerka, þær eru nú ekki merkari en það,“ sagði hann ennfremur. „ Vil fá að veiða eins og ég hef mest veittu „Ég tel mig hafa fullan rétt til þess að vinna eins mikinn afla af hörpudisk og ég hef mestan veitt, eða þá af rækju, mér er alveg sama úr hvaða skel þessi fiskur kem- ur, en verksmiðjan er byggð upp með það fyrir augum að vinna fisk úr skel. En það er mér meinað, á röngum for- sendum eins og ég sagði fyrr. Þessi lög, sem nú er verið að fara eftir, og sett voru af Matthíasi Bjarnasyni, eiga í rauninni fullan rétt á sér, ef þau væru látin ganga jafnt yfir alla, en svo er ekki. Ef þeim væri fylgt í fleiri atrið- um, þá værum við til dæmis ekki með margar kassaverk- smiðjur, margar gosdrykkja- verksmiðjur, eða 100 togara til að veiða afla sem 50 togarar geta vel veitt. — En þannig er málið bara ekki, þessum lögum hefur aldrei verið beitt á öðrum sviðum, þó þau séu notuð til að koma í veg fyrir vinnslu skelfisks hér í Grundarfirði, á sama tíma og íbúum Stykkishólms er það heimilt. Hólmarar byrjuðu ekki veiðar fyrr en '69 Stykkishólmsbúar hófu ekki að veiða skelfisk fyrr en árið 1969, og þá var aflinn sendur suður til Reykjavíkur og til fleiri staða til vinnslu. Árið 1970 fara svo nokkuð margir að stunda þetta þar, og einnig 1971, en þá er þetta keyrt um allt land til vinnslu. — Þá var þessi vinnsla arðvænleg, jafnvel þótt allt væri þetta hand- unnið. Vélvinnsla hófst síðan hjá Kaupfélagi Stykkishólms ár- ið 1971, en þar virtist fjár- málastjórnin ekki vera nægi- lega góð og fyrirtækið kaf- keyrði sig. Sigurjón Helga- son og hans fyrirtæki hóf síðan vélvinnslu árið 1976, eða árið eftir að lög Matthí- asar Bjarnasonar voru sett. Vinnslu hóf Sigurjón hins vegar fyrst árið 1974. Til þessarar vinnslu lánaði ég Sigurjóni hristara og not- aði hann það verkfæri allt til 1978 er hann skilaði honum með góðum skilum, en lög- gildingarstimpilinn vantaði þó á hann. Skelfisksstríðið befst Þessi síðasta barátta, eða skelfisksstríðið, hefst svo þann 10. janúar í vetur, er ég sótti um veiðileyfi fyrir bát í síma er ég ræddi við Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðu- neytinu. Var hann mjög já- kvæður í minn garð og taldi ekki tormerki á því í fyrstu að ég fengi umbeðið leyfi, þótt annað kæmi á daginn. Hefur Jón sagt mér það, og ekki beðið mig fyrir það, að Kjartan Jóhannsson ráð- herra hafi tekið sína afstöðu í blóra við ráðleggingar manna í ráðuneytinu og hafi hann þar algjörlega farið eigin leiðir. Það sem á eftir gerðist er svo flestum kunnugt af blaðafregnum, ég hóf veiðar og vinnslu hér í Grundar- firði, var stöðvaður og síðar dæmdur, og hef nú áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Dómurinn yfir mér og skipstjóranum var kveðinn upp í Stykkishólmi, af Stykkishólmsbúa, í hag Stykkishólmsbúum og án þess að tillit væri tekið til okkar raka í málinu. Því uni ég að sjálfsögðu ekki og hef því áfrýjað málinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.