Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 44

Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 KAFtlNU 1 Hlýtur að vera hrein brandara- uppspretta fyrir þig sem brand- arateiknara að hafna hér á eyðieyju úti í miðju hafi. Hjartnæm saga þetta, en þú átt bara ekki heima hér og ég er ekki konan þín! Já, heilastarfsemin er á fullu um leið og hann er vakinn á morgnana og þar til hann fer í skólann. Gefum þeim nöf nin af tur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í skemmtilegri úrspilsæfingu þarf að gera sér ljóst hver við borðið er virkilega vondur maður. Lokasognin er 3 grönd, spiluð í suður en austur og vestur hafa alltaf sagt pass. Norður S. ÁG H. 85 T. ÁKG3 L. ÁG843 Suður S. K952 H. KG3 T. 1062 L. K107 Utspil hjartafjarki, austur læt- ur tíuna og nú tekur þú við. Eins og vel upp öldum bridge- spilara sæmir byrjar þú á að telja slagina og sérð von bráðar, að níu slagir eru öruggir ef tíguldrottn- ingin kemur í ás og kóng. En slíkur möguleiki nægir þér ekki og kafar dýpra í spilið. Til greina kemur að svína tíglinum og lauf- inu má svína á báða vegu. Báða vegu? Nei, það kemur ekki til mála. Austur má alls ekki komast til að spila hjarta. Hann er lítt hliðhollur maður og þú hættir alveg að hugsa um tígullit- inn. Öðru máli gegnir með laufið. Því má spila þannig, að austur komist alls ekki að en vestur má fá þar slag ef þú færð hina fjóra — nú eða bara þrjá ef hann spilar aftur hjarta. Þar með er þetta komið og þú spilar tígli á kónginn og síðan laufgosa frá blindum með í huga að svína láti austur lágt. Nei, hann lætur drottninguna, sem þú tekur, spilar spaða á á3Ínn og í næsta slag spilar þú laufþristinum og svínar sjöinu. Vinningurinn lendir þín megin jafnvel þó spil austurs og vesturs séu þannig. COSPER Mí sÆ eis ^ COSPER. „Þúsundum saman munu ís- lendingar hafa látið peninga um þessi jé! til styrktar ýmiss konar mannúðarmálum hérlendis og er- lendis t.d. til hjálpar flótta- mönnum frá Víetnam og Kamp- útseu og til líknarstarfa Móður Tereseu. Er þetta vissulega gleði- legur vottur þess að í allsnægtun- um eru margir, sem ekki gleyma hörmungum meðbræðranna. En um leið og minnst er á þessar jólagjafir, verður ekki hjá því komist að vekja athygli á sorglegri staðreynd: Um leið og við skutum hér skjólshúsi yfir flóttafólkið frá Vietnam, sem hingað kom síðsum- ars, gerðumst við sekir um að ræna fólkið því einasta sem það átti eftir er það varð að yfirgefa ættjörð sína og kom hingað til Islands: Skírnarnöfnunum. Hér voru að verki hin ómannúðlegu mannanafnalög, sem í sjálfu sér lýsa ótrúlegum þjóðarhroka. Ég er sannfærður um að það munu margir vera sömu skoðunar og ég er og ég hvet ríkisstjórn og Alþingi til þess að láta fram fara sem fyrst endurskoðun á þessum lagabálki með það fyrir augum að gefa flóttafólkinu aftur nöfn sín. Sverrir Þórðarson.“ • Hlutdrægur samanburður? „í þætti sjónvarpsins, „Undir- heiminum", nú á dögunum tók Einar Sigurbjörnsson, prófessor, sér það fyrir hendur að stilla upp móður Theresu í Kalkútta og Khomeini erkiklerki í íran sem persónugervingum kærleikshug- sjónar kristninnar annars vegar og þess miskunnarleysis, sem ein- kennir Islam, hins vegar. í tilefni þessa er nér spurn: hvernig er hægt að gera samanburð á tveim- ur trúarbrögðum með því að bera saman það besta og fegursta úr öðrum en hið lægsta og purkun- arlausasta úr hinum? Eg á bágt með að skilja hvernig prófessor í samanburðarguðfræði getur leyft sér slíkan málflutning, nema þá í trausti þess að áheyrendur hans séu fullkomnir þöngulhausar. Sú mynd, sem prófessorinn gaf af Múhameð í þættinum, var ýkt og skrumskæld og í miklu ósam- ræmi við þá mynd, sem fremstu Islam-fræðingar nútímans hafa gefið af honum, þ.ám. Arberry, Balyuzi, Montgomery Watt og Sir Thomas Arnold. Einar hélt því fram, að því er virtist í blákaldri alvöru, að Múhameð hefði verið grimmur og umburðarlaus, með sveðju í annarri hendi „til að afhausa andstæðinga sína“ og pyngju í hinni, líklega til að bera á þá mútur. Fyrrnefndir fræði- menn, sem allir hafa gert rann- sóknir á Islam að ævistarfi sínu, ljúka upp einum munni um að Múhameð hafi verið friðsamur og mildur maður, sem laðað hafi að sér fólk með hjartagæsku sinni og Vestur S. 10863 H. ÁD942 T. 954 L. 2 Austur S. D74 H.1076 T. D87 L. D965 Og nú má sjá, að eins gott er að spila laufgosanum frá blindum. Með því fást 10 slagir en einnig er skynsemi í að spila lágu á sjöuna. i\ /laig ret og VÍI ikai Eftir Georges Simenon ipmaöurinn Vegavísir og askja með hálstöfl- um. Það er nsestum öruggt að hann hefur verið að koma út úr húsi hér alveg í grenndinni. Gatan var stutt og þegar Maigret sneri sér við kannaðist hann við stort og myndarlegt húsið sem var rétt hjá. Húsið var byggt um aldamót- in, með útskornum ufsum og hann hafði á tilfinningunni að einhver hreyfing væri inni í húsinu. — Komdu Lapointe... Hann gekk að dyrunum og hringdi bjöllunni. Það leið nokkur stund unz dyrnar voru opnaðar eilítið. 1 dimmum for- salnum stóð kvenmaður og varla hægt nema grilla í eitt auga. — Hvað viljið þér? Maigret hafði borið kennsl á hana. — Gott kvöld Blanche, sagði hann. — Hvað viljið þér mér? — Maigret lögregluforingi hér. Þér þykist kannski ekki muna eftir mér? Nú, það eru víst orðin ein tíu ár síðan við höfum hitzt. Hann hratt upp dyrunum án þess að hafa um það frekari orð. — Komdu bara inn, sagði hann við Lapointe. — Þú ert of ungur til að hafa þekkt Ma- damc Blanche, eins og hún er venjulega kölluð. Eins og ekkert væri sjálf- sagðara ýtti hann á kveikjara í forstofunni og opnaði dyr sem lágu inn f stóran sal, teppaiagð- an og þar voru sófar með flauelspúðum og lampar með rauðum skermum. Madame Blanchc leit út fyrir að vera um fimmtugt en líklega var hún þó tiu árum eldri. Hún var KtiJ og búlduleit sem sum- um hlaut að finnast harla glæsi- leg. Hún var klædd svörtum silkikjól og var með tvöfalda perlufesti um hálsinn. — Alltaf jafn iðjusöm — en prúð og gætin sem fyrr? Hann hafði komizt i kynni við hana fyrir þrjátiu árum, þegar hún vann fyrir sér scm óbreytt gleðikona á Boulevard de la Madeleine. Hún var alltaf í góðu skapi. brosti mikið og hafði ákaflega fallegt bros. Seinna hafði hún orðið „hú.v freyja“ í íbúð í Rue Notre Dame de Lorette þar sem jafnan mátti ganga út frá þvi sem gefnu að menn gætu fengið að hitta snotrar stúlkur. Hún hafði komizt vel áfram. Nú átti hún þetta glæsilega hús og þangað sóttu efnaðir menn og nutu dýrra og göfugra veit- inga, viski og kampavin af beztu tegundum. Og væntan- lega var kvenfólkið sem boðið var upp á eftir því. — Hvernig bar þetta að? spurði lögregluforinginn með alvörusvip. — Bar hvað til? Það skeði ekkert hér inni. Hvað gerist hér fyrir utan kemur mér ekki við. Eg hef bara séð að það var óvenju margt fólk á ferli fyrir utan. — Heyrðuð þér ekki skotin? — Nú, var skotið? Ég hélt þetta hefði verið púströr i bil. — Hvar voruð þér? — Satt bezt að segja var ég að fá mér að borða frammi i eldhúsi. Bara brauðbita og skinku. Ég borða aldrei kvöld- mat. — Hvcrjir eru í húsinu? — Enginn. Hvers vegna spyrjið þér um það? — Með hvaða stúlku var Oscar Chabut? — Ifver er Oscar Chabut? — Þér ættuð að sýna ögn meiri samstarfsvilja, ella neyð- ist ég til að taka yður með mér á stöðina. — Ég þekki aðeins fornafn viðskiptavina minna. Flestir eru þekktir mcnn. ■ — Og þér opnið dyrnar að- eins f hálfa gátt. — Þetta er aimennilegt hús. — Þér hafið kannski einnig litið út um gægjugatið þegar Chabout íór héðan? — Hvers vegna haldið þér það? — Farið með hana á stöðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.