Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 48

Morgunblaðið - 22.12.1979, Side 48
f2 til jóla <£uU& jÉ>ílfur, Laugavegi 35 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1979 Sími á afgreiöslu: 83033 JH*T0iinbInfcib Ástandið betra en ætlað hafði verið Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskafli fari ekki yfir 300 þúsund tonn á næsta ári Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með því, að þorskafli fari ekki yfir 300 þúsund tonn á næsta ári, en þessar upplýsingar komu fram á fundi sjávar- útvegsráðherra með hags- munaaðilum í sjávarút- vegi í gærmorgun. Fiski- fræðingar lögðu til að á þessu ári færi þorskafli ekki yfir 250 þúsund lest- ir, en ljóst er að hann verður 80—90 þúsund lest- um meiri. I tillögum, sem komu frá Hafrannsókna- stofnun í byrjun þessa árs, var ennfremur lagt til, að þorskafli færi ekki yfir 270 þúsund lestir á næsta ári, en nú hafa þær tillög- ur verið hækkaðar í 300 þúsund lestir. — Þetta er gleðileg frétt og greinilegt að ástandið er betra, en fiskifræðingar höfðu ætlað, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Mbl. í gær. — Samkvæmt upplýsingdm sem ég hef fengið byggjast þessar tillögur fyrst og fremst á því að árgangarn- ir frá 1973 og 1976 eru enn sterkari en ætlað var. Ar- gangurinn frá 1974 er að vísu lélegri en ætlað var, en ’73 árgangurinn kemur inn í hrygningarstofninn í vet- ur og hann verður því uppistaðan í aflanum næstu tvær vertíðar, sagði Kristján. Á fundi hagsmunaaðila, fulltrúum Hafrannsókna- stofnunar og sjávarútvegs- ráðherra í gær var fjallað um valkosti í þorskveiðum á næsta ári. Á litlu jólunum í Hólabrekkuskóla. Ljósm. Mbl. Kristján. Steingrímur skilaði stjórnarmyndunarumboðinu aftur: Ákvörðunin mun ekki dragast lengi — segir forseti Islands herra Kristján Eldjárn um fyrirætlanir sínar i stjórnarmyndunarmálinu „MÉR ER það auðvitað kappsmál, að þetta geti gengið og ekki standi á mér, en hins vegar er ég ekki reiðubúinn að svo stöddu að segja hvenær þetta, verður,“ sagði for- seti íslands, herra Krist- ján Eldjárn, í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, er Morgunblaðið spurðist fyrir um fyrirætlanir hans í stjórnarmyndunarmál- inu, hverjum hann myndi fela umboð til stjórnar- myndunar. „Þetta er ekki stórt atriði, þar sem jólin eru nú alveg að koma, og þingmennirnir komnir um land allt. En samt sem áður mun þetta ekki drag- ast lengi.“ Geirfinnsmálið: Opinber rannsókn á gerð leirmyndarinnar RANNSÓKN fer nú fram á tilurð og gerð leirmyndarinnar margfrægu í Geirfinnsmálinu. Leirmynd þessi var gerð í upp- hafi rannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar í nóv- ember 1974 og var höfundur hennar kona í Keflavík. Það kom fram hjá rannsóknaraðil- um á sínum tíma að myndin væri gerð eftir lýsingu af- greiðslustúlkna í Hafnarbúð- inni á bílstjóranum, sem þang- að kom og hringdi kvöldið sem Geirfinnur hvarf en þessa manns var ákaft leitað i upp- hafi rannsóknarinnar. Leirmyndin þótti í upphafi líkjast mjög einum þeirra fjög- urra manna, sem seinna voru handteknir og úrskurðaðir í gæzluvarðhald í Geirfinnsmál- inu, Magnúsi Leopoldssyni, en eins og alþjóð veit kom síðar í ljós að fjórmenningarnir voru á Leirmyndin, sem gerð var í upphafi rannsóknarinnar og kölluð var „Leirfinnur“ í dag- legu tali fólks. engan hátt við málið riðnir. Eiga fjórmenningarnir nú í málaferl- um við ríkissjóð vegna gæzlu- varðhalds að ósekju eins og fram hefur komið. Hafsteinn Baldvinsson hrl., lögmaður Magnúsar, fór þess á leit við Þórð Björnsson ríkis- saksóknara í haust að fram færi rannsókn á tilurð og gerð leir- myndarinnar og eftir fyrirsögn hverra hún var gerð. Saksóknari varð við þessari ósk lögmannsins og mælti fyrir um rannsóknina. Eftir því sem Morgunblaðið hef- ur komizt næst er rannsókninni m.a. ætlað að leiða fram hvort einhver hefur hugsanlega haft þau áhrif á gerð myndarinnar að hún líktist ákveðnum manni. Rannsóknarlögregla ríkisins annast rannsóknina og stjórnar Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri henni. Þórir vildi sem minnst um málið segja í gær. Nokkrir aðilar málsins hefðu verið yfirheyrðir en hann vildi ekkert segja um það hvort einhverjar nýjar upplýsingar hefðu komið fram í málinu. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk á fund forseta íslands í gærmorgun og skilaði því umboði, sem hann fékk 5. desember síðast- liðinn til myndunar meirihluta- stjórnar. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Steingrímur, að hann hefði, á fimmtudagskvöld að loknum viðræðum við forystu- menn hinna vinstri flokkanna sitt í hvoru lagi, komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri að svo stöddu grundvöllur fyrir myndun vinstri stjórnar. Steingrímur úti- lokaði þó ekki slíkt stjórnarsam- starf á síðari stigum. Síðasti fundur vinstri flokkanna hófst í Þórshamri klukkan 09 í gærmorg- un og tilkynnti Steingrímur full- trúum hinna flokkanna þar ákvörðun sína. Gert er ráð fyrir, að ákvörðun forseta íslands falli á þá leið að fela Geir Hallgrímssyni umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Morgunblaðið spurði Geir Hall- grímsson að því í gærkveldi, hvernig hann myndi haga málum, er umboðið væri komið í hans hendur. Kvaðst Geir telja rétt, að forseti íslands fengi ráðrúm til þess að taka ákvörðun sína, áður en menn færu að ræða nýja stj órnarmyndunarmöguleika. Sjá frásögn af blaðamanna- fundi Steingríms Hermannsson- ar á bls. 22 og samtöl við Benedikt Gröndal, Lúðvik Jósepsson og Geir Ilallgrímsson á bis. 25. Leigubíl- ar hækka RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað 9% hækkun á töxt- um leigubíia og tók hækkun- in gildi í gær. Þá hækkar startgjald einnig úr 1150 í 1250 krónur Rekstur Flug- leiða í sama stíl Hugsanlega aukinn samdráttur MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og innti hann frétta af rekstri flugfélagsins, en málið var m.a. rætt á stjórnar- fundi Flugleiða í fyrradag. „Það var rætt almennt um stöðuna og reksturinn á Atlants- hafi,“ sagði Sigurður, „en engar nýjar ákvarðanir teknar í málinu. Staðan var metin og rædd.“ „Hver er niðurstaða matsins?" „Það er ljóst að það er við áframhaldandi erfiðleika að glíma í rekstrinum, en það er búið að gera vissar ráðstafanir í sam- drætti og aðlögunaraðgerðum og þeim verður haldið áfram eins og ráðgert hefur verið. Reksturinn verður með svipuðum hætti og verið hefur á Flugleiðum, en hugsanlega verður eitthvað fært saman eftir því sem ástæður þykja."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.