Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANUAR 1980
Guðmundur aðstoð-
armaður Hiibners
GUÐMUNDUR Sixurjónsson
stórmeistari hefur fallist á það að
verða aðstoðarmaður vestur-þýzka
stórmeistarans Roberts Iliibners, í
kandidataeinvíginu við Adorjan,
svo framarlega sem einvígið rekst
ekki á við Reykjavíkurskákmótið,
Tómas Árnason:
Frétt Morgun-
blaðsins er röng
TÓMAS Árnason, fyrrverandi
fjármálaráðherra, hafði sam-
band við Morgunblaðið í gær og
kvaðst vilja taka fram, að sú
frétt, sem birtist í Morgunblað-
inu si. sunnudag um að meðan
Geir Hallgrímsson hefði kannað
möguleika á þjóðstjórn háfi aðr-
ar óformlegar stjórnarmyndun-
arviðræður átt sér stað um
myndun minnihlutastjórnar Al-
þýðuflokks og Pramsóknarflokks
og forystumenn þar um hafi
verið Tómas Árnason og Sighvat-
ur, væri röng.
Morgunblaðið
stendur við
fréttina
ATHS. RITSTJ. Vegna athuga-
semdar Tómasar Árnasonar vill
Morgunbiaðið taka fram að það
stendur við frétt sína og hefur
fyrir henni traustar heimildir.
en því lýkur 10. marz. Guðmundur
var aðstoðarmaður Hlibners á milli-
svæðamótinu í Buenos Aires á s.l.
hausti.
Guðmundur er nú staddur í Wijk
een Zee í Hollandi, þar sem hann
teflir á hinu árlega stórmóti, sem
þar er haldið. Þátttakendur eru 14
og eru í þeim hópi auk Guðmundar
Kortchnoi, Timman, Byrne og
Browne, svo nokkrir séu nefndir.
Mótið hefst á morgun og teflir
Guðmundur þá við Böhm, Hollandi,
og hefur svart.
Kambódíusöfnuninni
lýkur i dag
125 millj.
hafa saf nast
ALLS hafa nú safnast 125 milljónir
króna í Kambódiusöfnunina, en
henni lýkur í dag, 15. janúar.
Að sögn framkvæmdastjóra
Hjálparstofnunar kirkjunnar, Guð-
mundar Einarssonar, má skila fram-
lögum til sóknarpresta um allt land,
til biskupsstofu og á gíróreikning
númer 20005.
Guðmundur sagði að nýlega hefði
borist bréf frá Kambódíu, sem dag-
sett hefði verið hinn 4. janúar
síðastliðinn. Þar segði að hjálpar-
starfið gengi vel og hefði orðið að
miklu gagni.
Magnús L. Sveinsson Guðmundur H. Garðarsson
Magnús L. Sveins-
son formaður VR
Guðmundur H. Garðarsson lætur af
formennsku eftir 23 ár í forystu
MÁNUDAGINN 14. janúar rann
út frestur til að skila listum til
kjörs stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs í Verzlunarmannafé-
lagi Reykjavíkur fyrir árið 1980.
'f Einn listi barst og var hann því
sjálfkjörinn.
Formaður til tveggja ára var
kjörinn Magnús L. Sveinsson.
Guðmundur H. Garðarsson, sem
verið hefur formaður sl. 23 ár, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs og
• lætur hann af formannsstörfum á
aðalfundi félagsins í marz n.k.
I Morgunblaðið innti Guðmund
p H. Garðarsson eftir því hvers
vegna hann hefði ekki gefið kost á
sér áfram til formennsku í Verzl-
j unarmannafélagi Reykjavíkur.
„Eg hef notið óskoraðs stuðnings
í félagsmanna sem formaður í 23 ár
og fannst bæði tímabært og eðli-
legt að draga mig til baka í
' formennsku stjórnar Verzlunar-
l mannafélags Reykjavíkur," sagði
■ Guðmundur. „Sem betur fer,“ hélt
' hann áfram, „hefur VR á að skipa
góðu forystuliði og við for-
mennsku tekur Magnús L.
Sveinsson, sem ég sem formaður
hef átt gott og farsælt samstarf
við, en hann hefur verið varafor-
maður félagsins mörg undangeng-
in ár.“
Magnús hefur verið varafor-
maður V.R. síðan 1964 og fram-
kvæmdastjóri félagsins frá 1960
og formaður samninganefndar frá
sama tíma.
Aðrir í stjórn voru kjörnir til
tveggja ára: Elís Adolphsson, Pét-
ur A. Maack, Halldóra Björk
Jónsdóttir, Böðvar Pétursson,
Teitur Jensson, Elísabet Þórarins-
dóttir, Arnór Pálsson.
Fyrir í stjórninni voru: Hannes
Þ. Sigurðsson, Helgi E. Guð-
brandsson, Auður R. Torfadóttir,
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Klemenz
Hermannsson, Grétar Hannesson.
JNNLENT
Tveir hinna ákærða í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, Kristján Viðar Viðarsson (t.v.) og Sævar Marínó
Ciesielski, koma tii réttarhaldanna i gær, handjárnaðir við lögreglumenn. Ljósm. Mbl. RAX.
Málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafinn:
Saksóknari krefst
þyngstu refsinga
VIÐ UPPHAF málflutnings í
Guðmundar- og Geirfinnsmál-
um í Hæstarétti í gær gerði
Þórður Björnsson ríkissak-
sóknari þær dómkröfur að
þeir sem ákærðir eru í málinu
skuli dæmdir til þyngstu refs-
ingar samkvæmt lögum.
Gerði saksóknari þá kröfu
að staðfestur yrði dómur und-
irréttar um ævilangt fangelsi
Sævars Marínós Ciesielskis og
Kristjáns Viðars Viðarssonar.
Þá krafðist hann þess að
dómar yfir Tryggva Rúnari
Leifssyni og Guðjóni Skarp-
héðinssyni yrðu þyngdir, en
þeir voru dæmdir í 16 og 12
ára fangelsi. Loks gerði hann
þá kröfu að Erla Bolladóttir
og Albert Klahn Skaftason
yrðu sakfelld samkvæmt
ákæru og dómar yfir þeim
þyngdir, en þau voru dæmd í
3ja ára og 15 mánaða fangelsi
í undirrétti. Loks er þess
krafist að ákærðu greiði allan
sakarkostnað og annað, svo og
sektir.
Málflutningurinn hófst í
gær með ræðu saksóknara
ríkisins. Talaði hann í fjórar
klukkustundir í gær en hann
er enn í miðju Guðmundar-
sínar á danska tungu en að
undanförnu hefur Emil Thomsen
bókaútgefandi hjá Bókagarði í
Færeyjum látið þýða bækurnar á
færeysku og Prentsmiðjan Oddi
hefur prentað bækurnar eins og
flestar bækur Bókagarðs. Fyrir
nokkrum dögum kom út sérstök
bók með listaverkum eftir Heine-
sen en auk ritstarfa sinnir hann
listmálun. í bókinni sem heitir
Filsni og Hampafólk er mikill
fjöldi litmynda af verkum Heine-
sen og einnig fjölmargar
svarthvítar myndir af teikningun-
um. Bókin sem er hin vandaðasta
er nær öll unnin á íslandi. Sigþór
Jakobsson listmálari sá um útlit,
Myndamót litgreindi og Oddi sá
um setningu, prentun og bókband.
Bókin er komin út á færeysku og
dönsku og kemur einnig út á
íslenzku.
Morgunblaðið árnar William
Heinesen allra heilla á þessum
tímamótum.
Forsetakosningarnar:
Á ekki von á því
að Sjálfstæðisflokk-
urinn taki afstöðu
— segir Geir Hallgrímsson
„ÉG Á ekki von á því, en meðan verið rætt um það, að flokkurinn
málið hefur ekki verið rætt vil ég sem slíkur annað hvort tæki
ekki fullyrða neitt um það,“ afstöðu í komandi forsetakosn-
svaraði Geir Hallgrímsson for- ingum eða ekki. Hann var þá
maður Sjálfstæðisflokksins, er spurður, hvort hann hefði per-
hann var spurður að því á fundi sónulega tekið afstöðu varðandi
með blaðamönnum í gær, hvort forsetakosningarnar og sagði
innan Sjálfstæðisflokksins hefði það heldur ekki vera.
málinu og mun halda áfram að
fjalla um það í dag kl. 13.30.
Talið er að sóknarræðu hans
ljúki ekki fyrr en á morgun
eða fimmtudag en málflutn-
ingur muni standa fram yfir
miðja næstu viku a.m.k.
Sjá „Reikulir framburð-
ir sakborninga“ á bls. 14,
15 og 16.
Filsni og Hampafólk
Tékrnngar málningar og litkSpp
William Heinesen
William Heinesen
áttræður í dag
FÆREYSKI rithöfundurinn
William Heinesen er áttræður í
dag. William Heinesen er löngu
kunnur um víða veröld fyrir
skáldsögur sínar sem flestar
tengjast mann- og þjóðlífi Fær-
eyja. Margar bækur eftir Heine-
sen hafa verið gefnar út á
íslandi. Morgunblaðið reyndi að
ná tali af Heinesen í gær, en hann
dvelst um þessar mundir á Hotel
Frydenlund við Gamle Kongevej í
Kuapmannahöfn. Var skáldið
ekki við í gær á herbergi sínu.
William Heinesen ritar bækur