Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 7

Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 7 Takmarkanir efnahags- ráögjafar Þjóöviljinn fjallar í leið- ara á laugardag um tak- markanir efnahagsráö- gjafar. Orörétt segir blaö- ió: „Undir þaö skal tekið meö Morgunbtaðinu að þaó er mjög varasamt fyrir stjórnmálaflokka aó afhenda sérfræðistofnun- um úrslitamat á tillögu- geró sinni. Þess í stað ber að leggja áherzlu á stjórnsýslusjónarmið og að hlutverk stofnunar eins og Þjóöhagsstofnun- ar sé fyrst og fremst að veita sem gleggstar upp- lýsíngar um stöðu og horfur í efnahagsmálum, og hugsanleg áhrif tiltek- inna stjórnvaldsgerða. Stefnumótunin sjálf á síöan að vera í höndum flokkanna sjálfra ...“ „í þessu sambandi er vert að minna á að af hálfu ýmissa forystu- manna Alþýðubanda- lagsins hefur verið gagn- rýnt hversu takmörkuö reiknilíkön Þjóðhags- stofnunar eru í rauninni ... í umsögnum Þjóð- hagsstofnunar um tillög- ur flokkanna úir og grúir af fyrirvörum, óútreikn- anlegum, ófyrirséðum eða óframkomnum frá flokkunum, þannig að í raun eru talnadæmin sem birt hafa veriö að mestu út í hött og segja lítið um hugsanlega framvindu." í lok leiöarans segir: „Afskipti Þjóðhags- stofnunar af stefnumótun í efnahagsmálum eru sér- stakt mál að þessu sinni ... og þeir eru margir sem halda því fram líkt og Morgunblaðið að hún hafi frekar spillt fyrir eðli- legum samskiptamögu- leikum í stjórnarsam- starfi, stjórnarmyndun- arviðræðum og sam- skiptum aðila vinnu- markaöarins en hitt. Því hlýtur það aö vera til skoðunar að brjóta upp núverandi kerfi í efna- hagsráðgjöf, sem fyrir utan allt annað er sundr- aö í margar og dýrar einingar í miklu stofn- anabákni." Rannsókn á landgrunni íslands Eyjólfur Konráð Jóns- son hefur borið fram fyrirspurnir á Alþingi varðandi framkvæmd á ályktun, sem hann fékk samþykkta á síðasta þingi, um rannsókn á landgrunni íslands o.fl. Spurningarnar eru born- ar fram við iðnaðarráð- herra og hljóða svo: • 1. Hvað hefur ríkis- stjórnin gert til að fram- fylgja ályktun Alþingis frá 22. desember 1978 um rannsókn á iandgrunni íslands? • 2. Hvaða íslenzkir sér- fræðingar hafa verið ráðnir og hvað hafa þeir gert? • 3. Hvaða erlendir sér- fræðingar hafa verið ráðnir og hvað hafa þeir gert? • 4. Telur ríkisstjórnin nægilega unnið að öflun upplýsinga um land- grunn islands og afstöðu til landgrunns nálægra ríkja til að íslenzkra hagsmuna verði gætt til hins ítrasta á Hafréttar- ráðstefnunni eða í samn- ingum viö önnur ríki? Engum dylst að þær rannsóknir, sem fram á var farið í ályktun Alþing- is, eru eða verða rökrétt framhald þeirrar hags- munatryggingar þjóðar- heildarinnar, sem fólust í landhelgisbaráttunni og viðleitni til að tryggja hámarksarö af nytjafisk- um okkar, þ.e. veiðisókn í samræmi við veiðiþol og stofnstærðir. Nauðsyn- legt er að kanna og þekkja þá möguleika, sem hugsanleg verðmæti í landgrunni fela í sér, sem við verði stuöst í nauðsynlegri stefnu- mörkun, m.a. á hafrétt- arráðstefnu og í samn- ingum við önnur ríki. í þessu sambandi má og minna á nauðsyn set- lagarannsókna við island og stefnumörkunar í olíu- leitarmálum, sem furðu hljótt hefur verið um, eins og mál hafa þróazt á olíumörkuðum síðustu misserin. Fróðlegt verður að heyra svör viðkomandi ráðherra þegar fyrir- spurnir þessar koma til umræðu á Alþingi, vænt- anlega fyrr en síðar. Eldur sem tortímir Magnús Kjartansson: ELDS ER ÞÖRF Ræður og greinar írá 1947 til 1949. Árni Bergmann, Einar Laxness og óskar Halldórsson völdu efnið. Mál og menning 1979. í formála Elds er þörf fjallar Árni Bergmann um efnisval bókar- innar og segir: „Ekkert hefði verið auðveldara en að bæta við einu bindi eða tveim jafngildum af greinum og ræðum þess manns sem stýrt hefur orðsins brandi af meiri atorku, snerpu og hugviti en menn eiga að venjast á vettvangi íslenskrar blaðamennsku og stjórnmála." Þetta eru hástemmd orð og verða varla skoðuð öðruvísi en sem skylduskrif. Enda kemur að því í formálanum að Árni nefnir kvöl, en hún er sú „að við treystum okkur ekki til að velja af skyn- samlegu viti úr hinum markvissu skeytum, sem Magnús Kjartansson sendi árum saman út í þjóðlífið undir fyrirsögninni Frá degi til dags“. Hér er átt við Austragrein- ar Magnúsar sem dag hvern voru fullar af rangfærslum, aðdróttun- um og öfund. Árna má minna á að Austri hefur nú eignast lærisvein þar sem er Svarthöfði Vísis. Skrif Svarthöfða í Tímanum voru í fyrstu andsvör við ýmsu sem Austri bar á torg fyrir trúgjarnan söfnuð. En hvergi er merki lágkúru í skoðunum haldið dyggilegar á lofti en í þessum spegli andlegs lífs ritstjóra Vísis. Austri og Svart- höfði eiga það að vísu sameiginlegt að geta orðað hugsanir sfnar lag- lega þegar best lætur, en ekki treysti ég mér til að kalla það snerpu og allra síst hugvit. En Árni Bergmann hlýtur að gleðjast yfir framlagi lærisveins meistara síns. Þjóðernisrómantík íslenskra sósíalista finnum við í orðum Árna um „þann vanda sem okkur er stærstur: að vera íslendingur" og þegar hann segir um framlag Magnúsar til íslenskrar þjóðfé- lagsumræðu: „það framlag hefur ætíð nærst af eldi þeirra hugsjóna sem skærast hafa ljómað á okkar þverstæðuríku öld“. Hefur ekki blotnað í þessu púðri? í viðtalinu Þjóðviljinn kveðji saman alþingi götunnar segir Magnús hispurslaust og hrein- skilnislega frá sjálfum sér og ferli sínum á vettvangi blaðamennsku og stjórnmála. Hann játar að enginn einn maður hafi haft eins mikil áhrif á sig og Jón Helgason prófessor og skáld í Kaupmanna- höfn. Magnús talar um „brennandi metnað" Jóns „fyrir hönd íslend- inga“. Þessi metnaður mun þó stundum hafa birst með kynlegum hætti því að þegar Jón las fyrir hina ungu íslensku stúdenta valdi hann úr bókaskáp sínum „ekki síst dæmi um yfirborðsmennsku, hé- gómaskap og loddaralæti sem hon- um fannst um of einkenna íslenskt Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þjóðfélag og kunni þá að ydda mál sitt hvassar en aðrir menn sem ég hef kynnst". Einkennilega er þetta orðalag líkt því sem Árni Berg- mann notar um Magnús Kjart- ansson í fyrrgreindum formála. Þótt auðvelt sé að vera ósam- mála Magnúsi Kjartanssyni um flest ber því ekki að neita að hann er góður stílisti og honum tekst víða að verja sinn málstað. Hann stendur til dæmis dyggan vörð um vinstri sinnaða listamenn og rit- höfunda og slátrar hreinlega þeim sem ekki hlýða dagskipunum. Illkvittni hans í garð andstæðinga er stundum töluverð íþrótta- mennska. Hann vegur til dæmis oft að pólitískum mótherjum og getur verið meinhæðinn í þeim deilum. Meðal þeirra sem hann var sífellt að kljást við var Bjarni Benediktsson. í Bjarna fann Magn- ús verðugan fulltrúa þeirra skoð- ana sem hann fyrirleit. En það er einföldun pólitískrar umræðu að birta í bók rök annars stríðsaðil- ans en geta að engu þess sem hinn hafði fram að færa. Áreiðanlega hefur Magnúsi oft sviðið undan ádrepum Bjarna. Þetta getum við meðal annars skilið þegar lesin eru skrif Magnúsar um Tékkóslóvakíu: Hvað er að gerast í Tékkóslóvakíu? Magnús heldur dauðahaldi drukknandi manns í sinn marx- isma enda þótt efinn um hann skíni í gegn eftir hrakfarirnar í Tékkóslóvakíu 1968. Bjarna varð tíðrætt um skaðsemi kenninga Marx og þróun mála í Austur- Evrópu reyndist samkvæm því sem Bjarni hélt fram, en setti einatt Magnús og meðreiðarsveina hans í varnarstöðu. í ræðu Magnúsar um Tékkóslóvakíu á fundi í Tékknesk- íslenska menningarfélaginu 10. júní 1969 hefur Magnús í rauninni ekkert annað að boða en aftur- hvarf til hins útópíska sósíalisma sem kunnur var fyrir daga Karls Marx. í þeirri staðreynd er sárs- auki fólginn. Og þegar menn finna til í stormum samtíðar sinnar og vilja bæta þrátt fyrir þráhyggju sína á að virða slíkt. Kannski hefur Magnúsi aldrei heppnast betur en í sókn sinni fyrir því að ýmsir hópar olnbogabarna þjóðfélagsins fái að lifa eðlilegu lífi: lamaðir og fatlað- ir, þroskaheftir. í lok bókarinnar vitnar hann í Stein Steinarr sem orti um hinn einskisverða mann: Lífið sjálft sem stendur af sér alla veðra gný. Sú tilvitnun er valin af smekkvísi manns sem hefði getað orðið liðtækur bókmenntamaður. En má minna á orð Steins Stein- arrs í Orðsendingu til ritstjóra Þjóðviljans sem birtist í Alþýðu- blaðinu -2. október 1956 þegar aðalritstjórinn „sannaði" að skáld- ið hefði selt auðvaldinu sál sína og sannfæringu eftir Rússlandsreis- una frægu: „Og þykir mér sárt til þess að vita, ef svo gáfaður og skemmtilegur piltur sem Magnús Kjartansson er, á ekki eftir að skrifa öllu snöfurmannlegri blaðagreinar í náinni framtíð". Það er líklega kaldhæðni örlag- anna að ekki skuli meira hafa orðið úr gáfum þessa manns en Elds er þörf vitnar um. Flest í bókinni er aðeins dæmi Um póli- tískt þraf og þverlyndi kverúlants. Hver man þetta lengur og hver hefur gaman af að rifja það upp? Heimild um dapurleg kaldastríðs- ár er þessi bók eflaust, en varla annað og meira. STJÓRNUNARFRÆÐSLAN FRAMLEIÐSLUHAGRÆÐING Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Framleiösluhagræðingu í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöumúla 23 og stendur þaö yfir sem hér segir: 17.—18. janúar kl. 13:30—17:30 21.—23. janúar kl. 14:30—17:30 Markmið námskeiðsins er að kynna algeng vandamál í framleiðslufyrirtækj- um og auka hæfni manna til aö koma auga á slfk vandamál og benda á úrlausnir. Efni: 1. Inngangur: Kynnt veröur einfalt líkan af fyrirtæki og það notað til að skilgreina markmið þess. Líkanið verð- ur síðan notað til að skilgreina verk- efnasvið hagræðingar. 2. Framleiðsluaðstaða: Kynnt veröur hvernig niöurröðun véla og vinnuað- staöa, skipulagning flutninga, einföldun vinnuaðferöa og vélvæöing geta haft áhrif á framleiðni fyrirtækis. 3. Stýring: Rekstrarfjárskortur er al- gengt vandamál íslenskra framleiöslu- fyrirtækja. Stytting gegnumgangstíma er mikilvæg lausn þess vanda. Skýrt verður hvernig beita má stýringu inn- kaupa, birgða, gæða og framleiðslu í þessu skyni. — Lögð verður áhersla á notkun raunverulegra dæma og lausn hagnýtra verkefna. Námskeið þetta er einkum ætlaö ákvörðunaraöil- um (framkvæmdastjórum, framleiðslustjórum) í framleiöslufyrirtækjum. Æskilegt er aö verkstjóri sæki námskeiðiö sem annar þátttakandi fyrirtækis. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, sími 82930. Helgi G. Þóröarson vélaverkfræöingur Dr. Ingjalóur Hannibalsson iönaöarverkfræöingur J^STJ *1 INUNARFÉLA ÍSLANDS » G 23 - Sfmt 82930 HUSNÆÐI ÖSKAST Tvo teiknara vantar gott húsnæði fyrir teiknistofu, sem næst miðbænum. Vinsam- legast hringið milli kl. '1-6 sími 22866, CoatsDrima tvinninn hentar í öll efni. 195 litir á 100 yarda spólum. Fæst í verzlunum um land allt. coats Drima Heildsölubirgðir. Davíö S. Jónsson og Co, h.f. Sími 24333.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.