Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
Listir
og
stjórn-
mál
3
Jón Óttar Ragnarsson:
Eflum íslenska list
Hér verður tæpt á nokkrum
atriðum sem snerta fjármögnun
á íslenskri list. Um þetta efni
verður nánar fjallað á listaþingi
sem haldið verður að Kjarvals-
stöðum á vegum LÍF OG LAND
í byrjun febrúar n.k.
Þegar einblínt er á ákveðið
svið þjóðmála eins og gert er í
þessari grein er sú hætta fyrir
hendi að það verði slitið úr
tengslum við aðra þætti þjóð-
lífsins. Slík umfjöllun gæti þá
fengið á sig blæ þeirra átaka
milli þrýstihópa sem þegar eru
orðin alltof algeng í þessu þjóð-
félagi.
Af þessum sökum er rétt að
taka það fram strax í upphafi að
traustasti grundvöllur fyrir allt
sem kallast frjáls list-
sköpun er lýðræðislega upp-
byggt borgarasamfélag sem hef-
ur listamenn í hávegum. Jafn-
fram er efnahagsleg velmegun
skilyrði fyrir því að almenningur
geti keypt listaverk og notið
listflutnings.
Að þessu sögðu koma upp í
hugann nokkur atriði sem snerta
samband stjórnmála og lista og
eru svo mikilvæg að þau verða
að sitja í fyrirrúmi.
í fyrsta lagi — af ástæðum
sem raktar voru í fyrri greinum
— er nauðsynlegt að stjórnvöld
geri listamönnum kleift að brúa
bilið á milli þess fjármagns sem
markaðurinn gefur af sér og
hins sem listamennirnir þurfa
til þess að geta lifað eins og aðrir
vinnandi þjóðfélagsþegnar.
í annan stað er opinber stuðn-
ingur við listir afar viðkvæmt og
flókið mál sem ekki verður leyst
á einn heldur á marga vegu.
Mikla hugkvæmni þarf til þess
að búa þannig um hnútana að
slíkur stuðningur skerði ekki
frelsi listamannanna og verki
jafnframt hvetjandi fyrir þá
sem efnilegastir eru hverju
sinni.
Ríkisvaldið getur bæði beitt
beinum og óbeinum aðgerð-
um. Með beinum aðgerðum er
átt við beina styrki eða starfslaun
til listamanna. Einnig getur rík-
ið tekið listamenn í þjónustu
sína á svipaðan hátt og kaþólska
kirkjan gerði á sínum tíma, þ.e.
fengið þeim afmörkuð verkefni.
Með því að leggja áherslu á
óbeinar aðgerðir getur ríkið
komið í veg fyrir að listamenn
verði of háðir ríkinu. Óbeinar
aðgerðir myndu einkum beinast
að því að gera „kerfið" hliðhollt
frjálsri listsköpun en ekki
beinlínis fjandsamlegt eins og
nú er.
Dæmi um óbeinar aðgerðir eru
afnám skatta á fluttri list og
afnám gjalda og tolla á innflutt-
um búnaði til frumsmíða og
flutnings á list. Einnig mætti —
eins og Bandaríkjamenn hafa
gert í ríkum mæli — gera fé sem
varið er til sjálfstæðra lista-
stofnana frádráttarbært frá
skatti.
Þriðja atriðið skiptir ef til vill
mestu máli til frambúðar en það
er að efla menntun og fræðslu á
sviði lista. Því meira sem al-
menningur veit um list og fær
tækifæri til þess að vera þátt-
takandi við listsköpun — þeim
mun hæfari verður hann til þess
að styðja listamennina milliliða-
laust.
Til þess að þetta sé hægt
verður að styðja miklu betur við
listaskóla og gera veg listfræði
og listsköpunar meiri en nú er í
hinu almenna skólakerfi. En
jafnframt þarf að gefa þeim
hluta þjóðarinnar sem ekki situr
lengur á skólabekk tækifæri til
slíks hins sama, m.a. með því að
nota fjölmiðla fyrir fræðslu-
starf.
Þegar rætt er um fjármögnun
lista er gjarnan bent á að hér
áður fyrr hafi listamenn engan
stuðning fengið frá hinu opin-
bera. Þrátt fyrir þetta hafi á
þeim tíma margir færustu lista-
menn landsins vaxið úr grasi.
Þessi skoðun er svo útbreidd að
nauðsyn er á því að svara henni
ítarlega.
Því er fyrst til að svara að það
er ekki rétt að listamenn á fyrri
hluta aldarinnar hafi ekki fengið
stuðning frá stjórnvöldum og
almenningi. Flestir bestu lista-
mennirnir fengu einmitt marg-
háttaðan stuðning, m.a. frá Al-
þingi. Ef hins vegar er litið
lengra aftur í tímann var þessi
stuðningur minni enda árangur
eftir því.
En margt annað kom einnig
til. I byrjun aldarinnar gátu
listamenn sætt sig við léleg kjör
þegar þorri þjóðarinnar bjó við
fátækt. Það sem skorti á fjár-
stuðninginn galt þjóðin lista-
mönnum sínum margfaldlega
með því að þjappa sér saman um
þær hugsjónir og hvatningarorð
sem þeir boðuðu.
Á þessum tíma var þjóðin að
rísa upp eftir eitt ömurlegasta
niðurlægingarskeið sem nokkur
þjóð hefur mátt þola á síðari
tímum. Listamenn voru í farar-
broddi — við hlið margra okkar
merkustu stjórnmálaforingja —
í þeirri baráttu sem þjóðin háði
fyrir sjálfstæði og bættum efna-
hag.
Þegar velmegun er orðin al-
menn eins og nú er óhugsandi að
listamenn — einir allra stétta —
hangi á horriminni. Auk þess
hafa íslendingar sjaldan haft
eins mikla þörf fyrir uppörvun
og uppbyggingarstarf lista-
fólks. Þeirrar örvunar fer þó
ekki að gæta aö ráði fyrr en
betur hefur verið búið að inn-
lendu listafólki.
Einnig virðist það algengt
sjónarmið að til þess að lista-
menn geti skapað góð listaverk
þurfi þeir að vera fátækir. Flest
bendir til þess að þetta sé fráleit
kenning. Þvert á móti hefur
gróskumikið listalíf ávallt verið
fylgifiskur efnahagslegrar vel-
megunar.
En hvernig á að styðja listir?
Ef fyrst er litið á listaflutning
kemur í Ijós að þeir listamenn
sem starfa á þessu sviði — t.d.
leikarar og tónlistarmenn — eru
oftast svo fjölmennir að þeir
hafa myndað með sér stéttar-
félög. Mikilvægt er að þeir sem
mestum árangri hafa náð séu
látnir njóta þess á einhvern hátt.
Til þess að efla listflutning
skiptir sköpum að stjórnmála-
menn styðji dyggilega við þær
stofnanir sem þjóðin hefur — oft
með miklum harmkvælum —
komið á fót. Má í því sambandi
nefna Sinfóníuhljómsveitina og
leikhúsin svo og annað frum-
kvæði á þessu sviði, t.d. óperu-
flutning og ballett.
Ekki má fyrir nokkurn tnun
neyða þessar stofnanir til þess
að reyna að auka tekjur sínar
með því að laga sig um of að
sjónarmiðurm markaðarins.
Listflutningur á ekki síst að vera
tæki til þess að koma nýrri
innlendri og erlendri list á fram-
færi, en ekki aðeins til þess að
endurflytja klassísk verk.
Um leið þarf að tryggja lands-
dreifingu. Út um landið þar sem
listflutningur er mun skemmra
á veg kominn mætti gera gjör-
breytingu með tiltölulega litlum
tilkostnaði. Með því að koma á
fót nokkrum föstum stöðum, t.d.
organista, leikstjóra og söng-
stjóra í kaupstöðum og kauptún-
um væri kominn vísir að lista-
starfsemi sem ótrúlega fljótt
gæti skilað árangri.
Auðvitað væri æskilegt að um
ákveðna verkaskiptingu og sam-
keppni milli staða væri að ræða.
Til dæmis gæti einn staður
komið á fót góðu myndlistasafni,
annar leikhúsi, sá þriðji
strengjasveit o.s.frv. Með þessu
móti væri unnið gegii þeirri
stöðlun sem hefur sett allt of
mikinn svip á íslenskt menning-
arlíf.
En hvað með frumsmíðar
Listamenn sem fást við frum-
smíðar — ekki síst þeir sem hafa
það að aðalstarfi svo sem rithöf-
undar, tónskáld og myndlista-
menn — eru á vissan hátt
grundvöllur alls menningarlífs.
Verk þeirra fara ýmist á markað
— sem bækur, hljómplötur, mál-
verk o.fl. — eða til flutnings m.a.
í leikhúsum.
Ef hægt væri að tryggja þess-
um listamönnum mannsæmandi
kjör með óbeinum aðgerðum
væri það æskilegast. Hins vegar
er vandséð hvernig unnt verður
að brúa bilið nema að litlu leyti
á þann hátt. Eina leiðin sem
gæti skipt verulegu máli væri að
stuðla að því að einhver þriðji
aðili komi til skjalanna.
Á meðan engin bitstæð tillaga
um víðtækar óbeinar aðgerðir
hefur komið fram verður ekki
hjá því komist að ríkið styðji
þessa listamenn beint — eins og
raunar er þegar gert í dálitlum
mæli. En slíkur stuðningur verð-
ur að vera mun markvissari en
hann hefur verið til þessa.
Án efa er besta leiðin að veita
starfslaun til afmarkaðra verk-
efna. Þá þarf að taka tillit til
gæða verkanna svo og tekna
höfundar. En ekki síður þarf að
miða við fastar reglur um vinnu-
tíma sem fer í samningu
verkanna.
Auðvitað er það alltaf vand-
kvæðum bundið að meta slík
verk. En ekki er þar með sagt að
þótt eitthvað sé erfitt eigi ekki
að framkvæma það. Hliðstætt
vandmál kemur upp þegar vís-
indastyrkjum er úthlutað. Án
slíkra styrkja myndi sú litla
vísindastarfsemi sem hér þrífst
leggjast niður á fáeinum árum.
Aðferðir til þess að fjármagna
listastarfsemi verða m.a. til um-
ræðu á listaþingi LÍF og
LAND eins og áður var bent á.
Þess vegna er ekki rétt að gera
umfjöllun um þetta efni lengri
að svo stöddu.
En hvaðan á að taka þetta
fé spyrja stjórnmálamenn og er
það að vonum? Ríkisbáknið er
þegar orðið svo ofvaxið að erfitt
er að finna nýjum kröfum farveg
innan þess. Því verður ekki
neitað að áleitin spurning gerir
w
Því einnig ég man þann lærdóm sem lífið mér kenndi,
hve lágt eða hátt sem veröldin ætlar mér sess:
Þau bláköldu sannindi að allt, sem innt er af hendi,
í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess.
33
Úr „Að fengnum skáldalaunum"
eftir Stein Steinarr.