Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 13 nú vart við sig hjá ýmsum þeim sem hafa hugleitt þessi mál. Nú þegar ríkið er að vasast í öllum mögulegum og ómögu- legum sviðum magnast sú krafa að það geri upp við sig eftirfar- andi spurningu. Hvað er það í þessu þjóðfélagi sem hið opin- bera getur gert betur en nokkur annar aðili og hvað geta ein- staklingar og samtök þeirra gert eins vel eða betur? Mitt svar er á þessa leið: Ríkið er eini aðilinn sem getur stutt lista- og vísindastarfsemi. Það er einnig eini aðilinn sem getur haldið uppi stórum hluta heil- brigðis- og menntakerfis og ýmiss konar annarri þjónustu. Það er jafnframt eini aðilinn sem getur haldið uppi öflugu eftirliti með þeim fyrirtækjum sem eru í eigu einstaklinga eða félagasamtaka. En ríkið er ekki eini aðilinn sem getur rekið atvinnufyrir- tæki sem framleiða neysluvörur fyrir almennan markað. Slík fyrirtæki þurfa ekki annað að gera en að framleiða þá vöru sem neytandinn óskar eftir í samræmi við ákveðnar reglur. Þetta geta einstaklingar og sam- tök þeirra oftast gert eins vel eða betur en ríkið. Ef gera þarf kerfisbreytingar til þess að hliðra til fyrir lista- og vísindamönnum hlýtur það að koma niður á óþörfum ríkis- rekstri af þessu tagi. En hvernig sem þessu verkefni verður hrint í framkvæmd er kominn tími til þess að ríkið taki forystu í menningarmálum í stað þess að vera til athlægis á þessu sviði eins og nú er. Að lokum. Góðir listamenn eru dýrmætasta eign sjálfstæðr- ar þjóðar. Aðeins með því að veita þeim dyggan stuðning geta stjórnmálamenn vænst þess að þjóðin nái þeim markmiðum sem frumkvöðlar sjálfstæðisbarátt- unnar settu henni. Er ekki orðið tímabært að þeir stjórnmálamenn sem helst hafa áhuga á að auka þessi tengsl — og listamenn — tækju að ræða saman um lausn á þessum vanda. Ný kennslubók í íslenzkri málfræði ÚT er komin á, vegum IÐ- UNNAR bókin íslensk mál- fræði, kennslubók handa framhaldsskólum. Þetta er fyrri hluti bókarinnar. Höf- undur er Kristján Árnason. Hann lauk fyrir fáum árum doktorsprófi í málvísindum í Bretlandi og kennir nú mál- fræði við Háskóla íslands. íslensk málfræði skiptist í þrjá aðalkafla sem hver um sig greinist í marga undir- kafla. í fyrsta kafla er fjallað almennt um málfræði, eðli hennar og sögu. í öðrum kafla er gerð grein fyrir setninga- fræði og sagt frá stofnhlutum setninga, stofnhlutareglum og ummyndunum og samsett- um setningum. Þriðji kafli er stílfræði og er það nýlunda í málfræðikennslubókum. — í seinni hluta bókarinnar sem út kemur í vor verður beyg- ingafræði, málsaga og hljóð- fræði. í formála höfundar er kom- ist svo að orði: „Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Kristján Árnason bók Halldórs Halldórssonar, Islensk málfræði handa æðri skólum, kom út. Hvort tveggja er, að aðstæður hafa breyst í fræðiheimi málfræð- innar, og þá ekki síður í menntakerfinu íslenska, hvað varðar ytra skipulag og hug- myndir um móðurmála- kennslu. Ný kennslubók í málfræði er því löngu tíma- bær... Þetta kver er fyrst og fremst tilraun, og ég vona að menn séu reiðubúnir að taka henni með velvilja, en þó strangri gagnrýni, þannig að reynsla af notkun kversins geti leitt til einhverra fram- fara í fræðslu um málfræði og móðurmál á framhaldsskóla- stigi". Islensk málfræði er 133 bls. Prentrún sf prentaði. ■■■■ þetta er ekkert veró Splunkunýr Skoda 1980 á kr. 2.690.000.- á meöan gengið helst óbreytt. — þetta er ekkert verð - Á þessu frábæra verði bjóöast aðeins örfáir bílar, svo nú er um að gera að panta strax. tsm JÖFUR HF Þú hringir eða kemur og hann Rúnar Skarphéðins tekur einn frá fyrir þig. Umboösm. Akureyri: Sniðill h.f. Óseyri 8. AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.