Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 18

Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Hugurinn var annars staðar „ÉG held, að flokkarnir hafi (íjarnan verið með hugann við aðra stjórnarmyndunarmöífu- leika áður en árangurs væri að vænta af þeirra hálfu varðandi þjóðstjórn,“ sagði Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, er hann á blaðamanna- fundi í gær var spurður, hver hafi verið meginástæða þess að könnunarviðræður hans varð- andi myndun þjóðstjórnar leiddu ekki til frekari stjórnarmyndun- arviðrseðna. „Ég hef alls ekki gefið upp vonina," sagði hann síðar, er hann var spurður að því, hvort þjóðstjórnarmöguleikinn væri endanlega úr sögunni. Geir var þá spurður, hvort þetta ætti jafnt við um alla flokkana. Hann sagði:„Eg skal ekki segja. Ef til vill mætti frekar segja, að það ætti við um þá með mismunandi hætti." Hann var þá beðinn að útskýra, hvað hann ætti við með „mismunandi hætti“ og sagði þá: „Það hefur til dæmis ekki komið eins ljóst fram í viðræðum við forystumenn Alþýðuflokksins og hina, hvað þeir gætu hugsað sér.“ Geir var þá spurður um það, hvaða möguleikar hefðu komið fram varðandi samstarf Sjálf- stæðisflokks og einstakra annarra flokka. Hann tók fram, að Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki meirihluta í efri deild og þess vegna væri samstjórn þessara tveggja flokka á mörkum þess að vera meirihlutastjórn. Slík stjórn gæti að vísu afgreitt fjárlög til dæmis, en hún hefði ekki tryggan meirihluta til að koma lagafrumvörpum í gegn um báðar þingdeildir. „Það má um það deila, hvort stjórnarmyndunarumboð mitt náði til myndunar slíkrar Málamiðlun að slaka á aðhaldinu stjórnar," sagði Geir. „Og þess vegna má segja, að ég hafi ekki lagt svo ýkja mikla áherzlu á þennan möguleika." Geir var þá spurður, hvers vegna Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur hefðu ekki svarað kosningabandalagi Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks við kosningar til efri deildar með kosningabandalagi sín í milli til að láta ekki loka fyrir sér hugsan- legri leið til stjórnarmyndunar. Geir svaraði: „Forsvarsmenn Al- þýðuflokksins hafa sagt, að þeir hafi ekki viljað ganga í eða vera í kosningabandalagi við aðra flokka." Geir var þá spurður að því, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði reynt að koma á slíku kosningabandalagi. „Athygli Al- þýðuflokksins var vakin á þessari stöðu mála svo ekki sé meira sagt,“ sagði Geir. Spurningu um það, hvort þessar viðræður hefðu leitt í ljós sam- starfsgrundvöll milli Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks, svaraði Geir á þá leið, að þær hefðu ekki gefið honum neitt tilefni til að álíta, að svo væri. Spurningu um það, hvort Alþýðu- bandalagið hefði verið reiðubúið til að láta varnarmálin liggja milli hluta í þjóðstjórn, svaraði Geir á þá leið, að hann hefði enga heimild til þess að draga neinar ályktanir, hvað það snerti. „Varð- andi viðræður mínar við Alþýðu- bandalagsmenn kom auðvitað sitt- hvað fram, bæði um utanríkismál og efnahagsmál, en í viðræðum formanna flokkanna má segja, að við höfum einbeitt okkur að kjör- dæmamálinu og efnahags- vandanum og að þar af hafi mun minni tími farið í kjördæmamál- ið,“ sagði Geir. Hann var þá spurður að því, hvort rétt væri, að Alþýðubanda- lagið hefði viljað draga þjóð- stjórnarviðræðurnar á langinn, en svaraði því til, að hann hefði enga ástæðu til að ætla slíkt. „Ég held að allir flokksforingjarnir hafi komið fram í þessum viðræðum með heiðarlegum og hreinskiptum hætti," sagði Geir. Geir var þá spurður að því, hvort þessar viðræður hefðu breytt einhverju um afstöðu Framsóknarflokksins til Sjálf- stæðisflokksins. „Ég held ég megi segja það, að þessar viðræður hafi verið til að byggja brúarsporða til annarra flokka. Hvort brúarsmíð- inni lýkur í þessari umferð, er svo annað mál,“ sagði Geir. „En Sjálf- stæðisflokkurinn er alls ekki í neinni einangrun í íslenzkum stjórnmálum." Sérfræðingaráð- gjöf er ekki dómur „Sjálfstæðisflokkurinn vill auðvitað ekki slaka til hvað varðar aðhald í ríkis- fjármálunum,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var spurður að þessu á blaðamannafundi í fram- haldi af athugasemdum Þjóðhagsstofnunar við þær leiðir, sem ræddar voru í þjóðstjórnarviðræð- unum. Á þeim málamiðlunar- grundvelli, sem ég setti fram í viðræðunum, er slakað á aðhaldi í ríkis- fjármálunum," sagði Geir. „En það var gert í trausti þess, að sú slökun gerði það mögulegt að ná árangri gegn verðbólgunni á öðrum sviðum." Geir kvaðst hvorki telja, að þessi slökun væri slík, að hún stefndi fjárhag ríkis- ins í hættu, né yrði ein út af fyrir sig til þess að valda aukinni verðbólgu. „ÞAÐ á ekki aö nota slíkar stofnanir til þess að skjóta póli- tiskri stefnumörkun til þeirra mats. Stjórnmálaflokkarnir verða að leggja eigið mat á aðstæður og gera sínar tillögur um lausn mála.“ sagði Geir Hall grímsson formaður Sjáifstæðis- flokksins, er hann á blaðamanna- fundi i gær var spurður álits á hlut stofnana eins og Þjóðhags- stofnunar og hagfræðideildar Seðlabanka íslands að stefnu- mörkun stjórnmálaflokka. Geir sagði, að hann hefði ýmsar athugasemdir við umsagnir Þjóð- hagsstofnunar til þeirra, sem í þjóðstjórnarviðræðum stóðu. Hins vegar hefði ekki verið tími til þess að gera slíkar athugasemdir og fá viðbótarskýringar hjá Þjóðhags- stofnun, en hins vegar hefði hann mælt sér mót við forstjóra Þjóð- hagsstofnunar til að ræða málin frekar. Geir var þá spurður að því, hvaða mat hann legði á þann mismun, sem á umsögnum Þjóð- hagsstofnunar og hagfræðideildar Seðlabankans væri og hvort þessi munur benti til þess, að meiru réði um niðurstöður skoðanir þeirra, sem reiknuðu, en það, sem þeim væri fengið til útreiknings. „Ég held að þessi reynsla sýni okkur, hvaða takmörkunum þessar stofn- anir báðar eru háðar,“ svaraði Geir, „að þær geta aldrei verið einhver dómstóll í pólitískri um- ræðu.“ Geir sagði, að taka þyrfti tillit til svo fjölmargra atriða, þegar pólitískar leiðir væru metnar til árangurs, að öll einkunnagjöf í því sambandi væri ákaflega miklum vandkvæðum háð. Það væri svo margt sem ekki væri hægt að leggja tölulegt mat á. „Lífið er annað og meira en tölustafir," sagði Geir. „Við reynum að leggja fram spurningar um það, hverjar afleið- ingarnar verði, ef þetta er gert eða hitt. Matið er svo á valdi stjórn- málamannanna," sagði Geir. Hann sagði að menn yrðu að taka tillit til þess, hver reynslan væri af slíkum spám og að til dæmis væri auðveldara að segja fyrir um þróun mála í skamman tíma heldur en ef til lengri tíma væri litið. „Við þurfum bara að læra að nota rétt þessar stofnanir, sem við höfum sett á laggirnar, eins og Þjóðhagsstofnun og Seðlabank- ann. Það er ekki hægt að stjórna þjóðfélaginu með tölvu. Talvan skilar ekki öðru en því sem í hana er sett, sem hún er mötuð á, og við höfum reynslu af því, að það gengur ekki allt eftir því, sem tölvurnar segja. Meginatriðið er þó það, að stjórnmálamennirnir eiga að taka langtum víðfeðmara svið til at- hugunar og leiðbeininga, en sér- fræðingar geta eðli málsins sam- kvæmt gert.“ „Mér finnst ekkert að því að fá fram mismunandi mat um árang- ur tiltekinna leiða," sagði Geir. „Það sýnir bara að sérfræðingar eru ekki sömu skoðunar og undir- strikar þá staðreynd, að það er stjórnmálamannanna að vega hlutina og meta og taka ákvarðan- ir í framhaldi af því.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.