Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 19 Tímamót að formenn allra st jórnmálaflokka skuli hafa rætt saman „ÉG tel það nokkur tímamót, að formenn allra stjórnmálaflokk- anna skuli hafa komið saman og rætt vandann, eins og við höfum gert á fjórum fundum. Það er ljóst, að menn eru nú betur upplýstir og fram er kominn traustur grundvöllur. sem ég vona að leiði til myndunar meiri- hlutastjórnar,“ sagði Geir Hall- „ÉG vil taka það fram, að ég er mjög fylgjandi opinni stjórn- málaumræðu í sjálfu sér og legg áherziu á gott samstarf við fjöl- rniðla til að koma á framfæri upplýsingum og skýringum á viðfangsefnum og vandamálum líðandi stundar og einnig þegar til lengri tíma er ljtið.“ sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann á blaðamannafundi i gær var spurður um skoðun hans á frétta- flutningi af stjórnmáiasviðinu i ljósi þeirra ummæla hans, að hann teldi stjórnarmyndun ekki eiga að fara fram i fjölmiðlum. „Ég held að ég hafi ef til vili verið með þeim fyrstu í hópi islenzkra stjórnmálamanna, sem héldu reglulega blaðamanna- „ÉG lít ekki svo á, að þjóðstjórn sé neyðarkostur. Þvert á móti tel ég nauðsynlegt, að allir stjórn- máiaflokkarnir standi saman um lausn verðbólguvandans. Að þvi búnu er eðlilegt að taka upp að nýju stjórnarsamstarf, sem bygg- ir á stjórnarmeirihluta og stjórn- arandstöðu,“ sagði Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins á blaðamannafundi í gær. „ÉG vil láta það koma skýrt fram, að minnihlutastjórn er ekki æskilegur kostur og til dæmis mun Sjálfstæðisflokkur- inn ekki verja minnihlutastjórn vantrausti eða veita henni hlut- leysi,“ sagði Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær. „Og ef grímsson, er hann á blaðamanna- fundi í gær var spurður álits á þeirri gagnrýni. sem fram hefur komið á það. hversu lengi hann hefði haldið stjórnarmyndunar- umboðinu. og að hann skyldi haga tilraun sinni með þeim hætti sem hann gerði. „Varðandi tímann er það að „ÉG tel að það megi ef til vill geta sér þess tii, að annars vegar sé um það að ræða, að flokkar hafa ekki starfað saman í áratugi og hins vegar hafa ýmsar þær yfirlýsingar fallið, sem nokkurn aðdraganda og breyttar forsend- Geir sagði, að auk þess sem barátta gegn verðbólgu væri mál- efnalegt tilefni til þjóðstjórnar, þá vildi hann einnig nefna til kjör- dæmamálið og orkumálin sem dæmi um málaflokka, sem kölluðu á samstöðu. Hann var þá spurður, hvort orkumálin hefðu verið rædd í þjóðstjórnarviðræðunum ; en svaraði því neitandi. Það hefði aðeins verið drepið á þau, en ekkert meira. um minnihlutastjórn yrði að ræða, þá gæti það allt eins verið minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins, eins og einhver önnur gerð minnihlutastjórna.“ „Ég held að það sé alveg nauð- synlegt, ef einhverjir ganga með segja, að þetta var nú ekki nema rúmur hálfur mánuður," sagði Geir. „Þar á meðal urðu áramótin ódrjúg og sömuleiðis sá tími, sem þing sat ekki, en þá var erfitt að ná til þingmanna. En tíminn hefur verið mjög vel notaður og má í því sambandi benda á allar þær upp- lýsingar, sem hér liggja fyrir. Það hefur tekið sinn tíma að afla ur þarf til að breyta,“ sagði Geir Hallgrimsson á blaðamannafundi í gær, er hann var spurður að því, hvers vegna flokkarnir gætu ekki tekið höndum saman um stjórn landsins, fyrst hreinn mál- efnaágreiningur útilokaði ekki að hans mati slíkt samstarf. „Fyrir kosningarnar gengu yfir- iýsingar um það, að flokkar myndu ekki starfa með öðrum flokkum, og þegar úrslitin leiddu í ljós, að við vorum komnir í sjálfheldu, þá er nauðsynlegt að sýna fram á breyttar forsendur, sem leiði til þess að út úr henni megi komast," sagði Geir. Hann var þá spurður, hvort úrslit kosninganna, sem lágu strax fyrir, væru ekki ein út af fyrir sig nægilega breyttar for- sendur. Geir svaraði: „Það skyldi maður ætla. Ég er engan veginn að verja þetta, heldur aðeins að reyná að skýra afstöðu annarra með eins miklum velvilja og skiln- ingi og mér er unnt.“ Geir kvaðst hins vegar vilja útiloka það, að persónuleg óvild manna í millum réði því að flokkarnir næðu ekki saman. hugmyndir um minnihlutastjórn, sem einhverra hluta vegna tor- velda myndun meirihlutastjórnar, að þeir geri sér grein fyrir þeim annmörkum, sem slík stjórn er háð,“ sagði Geir. „Ósennilega yrði minnihlutastjórn langlíf og þaðan af síður áhrifarík." þeirra og þær munu koma að gagni áfram, hver sem á heldur. Geir kvaðst sjálfur ekki gera mikinn greinarmun á því, hvað menn kölluðu þessar viðræður, en í raun yrði hann að segja það, að hann teldi frekar, að óformlegar viðræður manna í millum leiddu til einhvers árangurs, heldur en formfastar stjórnarmyndunarvið- ræður, þar sem „hátíðlegar við- ræðunefndir setjast hver á móti annarri og þora svo ekki að segja neitt. Ekki fyrst og fremst vegna þess, sem gæti leitt til árangurs, heldur vegna hins, sem gæti leitt til ágreinings.“ Kvaðst Geir því telja affarasælast að ryðja braut- ina að minnsta kosti með ítar- legum könnunarviðræðum. Hitt væri svo annað mál, að þegar til úrslitanna kæmi, þá væri skyn- samlegt að setjast niður og festa samkomulag manna í stjórnar- sáttmála. myndun, þá hygg ég að fjölmiðlar séu ekki vel til þess fallnir að flytja boð milli viðræðuaðila eða að það sé heppilegt að í fjölmiðl- um birtist yfirlýsingar eins aðila til annars. Sagðist Geir alls ekki telja vænlegt til árangurs að þátttakendur til dæmis í stjórn- armyndun eða kjarasamningum töluðust við í gegn um fjölmiðla. Það yrði að gera greinarmun á þessu og því sem hann hefði áður sagt um opna stjórnmálaum- ræðu.“ Nefndi Geir sem dæmi að spurningar blaðamanna væru oft til þess fallnar, að leiða fram svör, sem menn festust svo illa í, að erfitt gæti verið fyrir þá að losa um sig. Til dæmis hefði hann verið spurður að því á þessum blaða- mannafundi, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn héldi nú enn fast við stefnu sína. „Varðandi þær fyrir- spurnir og hugmyndir, sem fram komu í könnunarviðræðunum, þá er rétt að það komi skýrt fram, að þar var ekki um tillögur Sjálf- stæðisflokksins að ræða, heldur voru þær samdar til að vera umræðugrundvöllur að málamiðl- un milli flokka. Þetta þýðir það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn til málamiðlunar," sagði Geir. Þá sagði Geir, að blaðamenn vildu helzt fá „marga leiki fram í tímann“ og helzt fá fréttirnar áður en þær gerðust, en það teldi hann ekki líklegt til að ná mætti samkomulagi um hlutina. Geir var þá spurður að því, hvort hann hefði rökstuddan grun um, að einhverjar viðræður um minnihlutastjórn færu fram og kvaðst hann ekki vita neitt með vissu, sem hann gæti byggt á í þeim efnum. Tveir togaranna með yfir 5 þúsund lestir TVEIR vestfirzku skuttogaranna öfluðu á síðasta ári meira en 5 þúsund lestir. Guðbjörg frá ísa- firði var eins og undanfarin ár aflahæst. nú með 5.G28 lestir á móti 1.626 lestum árið 1978. Páll Pálsson frá Hnífsdal kom með 5.282 lestir að landi. Bessi. Súða- vík, með 4.860 lestir, Dagrún frá Bolungarvík moð 4.690 lestir. Guðbjartur, ísafirði. með 4.347 lestir. Júlíus Geirmundsson. ísa- firði, með 4.239 lestir. Gyllir. Flateyri, 4.223 lestir og Framnes I frá Þingeyri kom með 4.052 lestir að landi á síðasta ári. Allir eru vestfirzku skuttogararnir af minni gerðinni, tólf talsins. Sæmilega góðar gæftir voru allan desembermánuð. Á tímabil- inu frá 20. desember til árarhóta var í gildi þorskveiðibann hjá bátaflotanum og féllu allir róðrar hjá línubátunum niður á því tímabili, en fram til þess tíma var ágætur afli á línu. Afli togaranna var einnig góður í desember, en margir þeirra voru í þorskveiði- banni hluta mánaðarins, flestir seinustu dagana. Þeir, sem voru búnir með bannið og voru að veiðum milli hátíðanna, fengu allir góðan afla. I desember stunduðu 37 (40) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörð- um, réru 25 (28) með línu, en 12 (12) stunduðu togveiðar. Heildar- aflinn í mánuðinum var 6.655 lestir, en var 4.752 lestir á sama tíma í fyrra. Afli línubátanna var nú 2.657 lestir í 332 róðrum eða 8,0 lestir að meðaltali í róðri. í fyrra var desemberafli línubátanna 1.635 lestir í 354 róðrum eða 4,6 lestir að meðaltali í róðri. Aflahæsti línubáturinn í mán- uðinum var Garðar frá Patreks- firði með 154,3 lestir í 15 róðrum, en í fyrra var Dofri frá Patreks- firði aflahæstur í desember með 117,0 lestir í 15 róðrum. Af togurunum var Páll Pálsson frá Hnífsdal aflahæstur í desember með 426,4 lestir, en hann var einnig aflahæstur í fyrra með 430,3 lestir. Heildaraflinn á tímabilinu okt- óber/desember var nú 19.079 lest- ir, en var 13.057 lestir á sama tímabili í fyrra. Er aflaaukningin bæði hjá togurunum og bátunum, en þó verulega meiri hjá bátunum eða 69%. Er þessi haustvertíð sú bezta sem hér hefir komið hjá línubátum. Var afli þeirra á þessu tímabili 8.131 lest í 1068 róðrum eða 7,6 lestir að meðaltali í róðri, en var í fyrra á sama tíma 4.813 lestir í 1042 róðrum eða 4,6 lestir í róðri. Aflahæsti línubáturinn á haust- vertíðinni var Orri frá ísafirði með 645,6 lestir í 69 róðrum, en hann var einnig aflahæstur á haustvertíðinni í fyrra, þá með 345,2 lestir í 62 róðrum. Vopnafjarðar- grunn opnað á ný Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur fellt úr gildi regiugerð frá 4. desember s.l. um bann við togveiðum á svæði í Vopnafjarð- argrunni. Bann þetta er fellt úr gildi að tillögu Hafrannsóknastofnunar- innar þar sem athugun á þessu svæði um s.l. helgi sýndi, að hlutfall smáþorsks í afla reynd- ist lágt eða mest 32% undir 60 cm. Mjög fylgjandi opinni stjórnmálaumræðu — en ekki heppilegt að fjölmiðlar flytji boð milli viðræðuaðila fundi. er ég tók upp þá venju sem En í sambandi við ummæli mín borgarstjóri. varðandi fjölmiðla og stjórnar- Þarf f leira til en kosningaúrslit Þrjú málef naleg tilefni þjóðstjórnar Sjálfstæðisflokkurinn andvígur minnihlutastjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.