Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANUAR 1980
fMfrvgrotiIiIfifcifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Tilraun Geirs
Hallgrímssonar
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur
samkvæmt umboði því, sem hann fékk frá forseta íslands
28. desember, kannað möguleika á myndun meirihlutastjórnar.
Tilraun Geirs tókst ekki, en í greinargerð um viðræðurnar
undir sinni stjórn segir hann:
„I viðræðum þeim um myndun þjóðstjórnar, sem farið hafa
fram síðustu daga, hefur það verið staðfest, að allir flokkar séu
sammála bæði um meginvandamálin, sem leysa þarf, svo og
nokkur aðalatriði í nauðsynlegum ráðstöfunum, þótt ágrein-
ingur sé um útfærslu og áherslur. Ég tel þó ekki að þessi
ágreiningur sé það, sem í raun og veru kemur að svo stöddu í
veg fyrir samkomulag, heldur það, að menn vilja fullvissa sig
um, hvort aðrir möguleikar til myndunar ríkisstjórnar séu
fyrir hendi áður en þeir eru reiðubúnir til að einbeita sér að
samstjórn allra flokka."
Augljóst er af þessu, að þannig hefur verið staðið að málum
undir forystu Geirs Hallgrímssonar, að til ávinnings er.
Greinilegt er, að fundir allra stjórnmálaforingjanna fjögurra
og þeirra manna, sem þeir fólu sérstaklega að kanna
efnahagsmálin hafa skapað ný og betri skilyrði fyrir því, að
samstaða takist um meirihlutastjórn á síðari stigum. Miðað
við þá stöðu, sem skapast hefur milli stjórnmálaflokkanna,
verður að telja það rétt mat hjá Geir Hallgrímssyni að kalla
forystumenn þeirra allra saman til að meta vandamálin.
Eins og fram kemur í þeim kafla úr greinargerð Geirs
Hallgrímssonar, sem birtur er hér að ofan, er það ekki endilega
málefnalegur ágreiningur, sem kemur í veg fyrir myndu'n
þjóðstjórnar, heldur hitt, að flokkarnir vilja fyrst reyna til
þrautar annað mynstur meirihlutastjórnar. Viðræðurnar
undir stjórn Geirs Hallgrímssonar hafa þjónað tvíþættum
tilgangi: í fyrsta lagi hefur á grundvelli þeirra verið stofnað til
samtala milli allra flokka um aðsteðjandi vanda. í öðru lagi
hefur fengist nokkur viðurkenning á því, að þessi vandi er
þannig vaxinn, að allir verða að leggja nokkuð af mörkum til
að leysa hann.
í síðustu viku kom upp nýr þáttur í stjórnarmyndunarvið-
ræðum, þegar umræður hófust um ráðgjöf efnahagssérfræð-
inga. Er Geir Hallgrímsson var spurður um þetta atriði á
blaðamannafundi í gær, sagði hann, að stjórnmálamenn yrðu
eðlilega að geta leitað til sérfróðra aðila eftir upplýsingum og
útreikningum. Hins vegar væri það misskilningur ef menn
teldu, að sérfræðingar væru beðnir að meta gæði hugmynda
eða fella dóm um þær. Efnahagsvandinn yrði ekki leystur með
tölvureikningi. Lausnin byggðist á fjölmörgum þáttum og
sjónarmiðum, sem nauðsynlegt væri að sætta, og það væri
hlutverk stjórnmálamannanna. Þeir yrðu að meta hlutina í
víðara samhengi.
Tilraun Geirs Hallgrímssonar til stjórnarmyndunar stóð í
rúmar tvær vikur. Tíminn var að ýmsu leyti ódrjúgur vegna
áramóta og jólaleyfa. Hins vegar er ósanngjarnt að segja
annað en hann hafi verið vel nýttur. Nú verður sú krafa
háværari, að til úrslita dragi í þófinu. Allar upplýsingar ættu
að liggja glöggar fyrir og mönnum ætti að vera orðið kunnugt
um meginsjónarmið hver annars.
Á blaðamannafundinum var Geir Hallgrímsson spurður um
álit hans á hugmyndum um minnihlutastjórn. Hann sagði þá,
að Sjálfstæðisflokkurinn teldi slíka stjórn ekki æskilega og
flokkurinn myndi ekki verja minnihlutastjórn vantrausti eða
veita henni hlutleysi. Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur
með þessu ótvírætt til kynna, að ekki þýðir fyrir menn að
reyna að spilla tilraunum til að mynda meirihlutastjórn með
áþreifingum eða óskhyggju um minnihlutastjórn.
Staðan í stjórnmálunum hefur skýrst. Samband hefur tekist
á milli allra flokka. Sameiginlega hafa leiðtogar þeirra og
trúnaðarmenn kannað einstaka þætti efnahagsvandans. Ólík
sjónarmið hafa verið reifuð og alvarleg tilraun hefur verið
gerð til að samhæfa þau. Nú er nauðsynlegt að höggva á
hnútinn.
Stjórnarmyndunartilraun Geirs Hallgrímssonar er
lokið án málefnaágreinings. Forseti íslands ræddi við
Geir 27. desember og daginn eftir svaraði Geir tilmælum
forseta um að hann tæki að sér myndun meirihluta-
stjórnar og lýsti sig reiðubúinn til þess að reyna það.
Þennan tæpa sólarhring hafði formaður Sjálfstæðis-
flokksins notað til að ráðfærast við miðstjórn sína og
þingflokk. Þar voru málin reifuð og Geir Hallgrímssyni
veitt sjálfdæmi í meðferð sinni á umboðinu frá forseta
án þess að skipuð væri formleg viðræðunefnd af hálfu
flokksins.
Þessar æðstu valdastofnanir
ræddu ýmsa möguleika. Snörp
andstaða kom fram gegn sam-
starfi við kommúnista í Alþýðu-
bandalaginu. Ekkert meirihluta-
mynstur var þó útilokað og sjálfur
mun Geir einkum hafa staldrað
við þjóðstjórn. í áramótagrein í
Morgunblaðinu 30. desember sagði
hann: „... ber að stefna að sem
víðtækastri samvinnu um stjórn
landsins og kanna þar á meðal
möguleika á myndun þjóðstjórn-
ar.“ í huga þeirra, sem höfðu
minnst á þann möguleika, að
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið könnuðu sameiginlega
stjórnarmyndun, vakti eftirfar-
andi kafli í grein Geirs Hall-
grímssonar sérstaka athygli: „Af
því (samanburði á lífskjörum í
mismunandi löndum) verður ekki
nema ein ályktun dregin, að við
hljótum að leitast við að læra af
þjóðum í vestrænum iðnaðarlönd-
um, sem byggja á svokölluðum
markaðsbúskap, þar sem ríkis-
afskiptin eru takmörkuð og frjáls
samskipti einstaklinga í fram-
leiðslu, kaupum og sölu ráða
ferðinni með þeim árangri að
verðmætasköpunin og velmegunin
er hvergi meiri." Einmitt með
þessari röksemd hafði því verið
hreyft, að ef til vill bæri ekki jafn
mikið á milli í efnahagsstefnu
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
bandalagsins. í raun stefndu báðir
flokkar að því að tryggja þau
lífskjör, sem aðeins er unnt að
öðlast við markaðsbúskap. Lífs-
kjörin, sem Guðmundur J. Guð-
mundsson vill tryggja láglauna-
fólki, byggja ekki á sósíalisma
heldur markaðsbúskap.
Raunsæi
sjálfstæðismanna
Undir forystu Geirs Hall-
grímssonar hafa farið fram við-
ræður milli Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðubandalagsins. Þær hafa
verið með ýmsum hætti. Ef ýtt er
til hliðar fordómum eiga þessir
gömlu höfuðandstæðingar ís-
lenskra stjórnmála auðvitað ým-
islegt sameiginlegt. Framkvæmd
sjálfstæðisstefnunnar hefur jafn-
an einkennst af raunsæi og ætíð
hafa ýmsir flokksmenn talið for-
ystuna of sveigjanlega í samstarfi
við aðra flokka. Sjálfstæðismenn
hafa að þessu leyti vanist því að
sætta sig við málamiðlun. Þeir
brugðust því ekki almennt harka-
lega við þeirri hugmynd, að þreif-
að yrði fyrir sér um samstarf við
Alþýðubandalagið — já, kommún-
istana sjálfa.
Slíkt samstarf krefst þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn gefi alls
ekki eftir varðandi þau málefni,
sem eru meginforsenda þess, að
menn bera til hans traust. Þess
vegna brá mörgum traustum
sjálfstæðismanni, þegar hann las
eftirfarandi í Þjóðviljanum 5. jan-
úar s.l.:
„Athygli vekur hins vegar að
fram mun hafa komið að mjög
mismunandi sjónarmið séu til
flestra mála innan Sjálfstæðis-
flokksins þar á meðal utanríkis-
mála og margt óuppgert á heima-
velli áður en hægt sé að ganga til
samninga. Sumir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins vilja leggja alla
áherslu á stórhuga uppbyggingu
atvinnulífs, bætta stjórnun án
tillits til sérhagsmuna atvinnu-
rekenda og eru jafnvel reiðubúnir
til stefnubreytinga og endurskoð-
unar á utanríkismálastefnu Sjálf-
stæðisflokksins ..
Sé þessi klausa byggð á reynslu
einhverra þeirra alþýðubanda-
lagsmanna, sem ræddu um stjórn-
armyndun við fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, hljóta menn að draga í
efa, að þeir þekki stefnu flokksins.
Raunsæi sjálfstæðismanna sækir
afl sitt til nokkurra úrslitaþátta
og varnir íslands í samstarfi við
vestræn nágranna- og vinaríki
vega þar einna þyngst.
Erfiðleikar
Alþýðubandalagsins
Hugmyndin um stjórnarsam-
starf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags hefur valdið nokkru
umróti meðal kommúnista. Svo
virðist sem forysta flokksins hafi
ekki þá stjórn á liðsmönnum
sínum, að hún geti sætt þá við
samvinnu við íhaldið, þótt hún
sjálf sé ekki öndverð nánari
tengslum við það. Forystusveitin
lendir þar ekki í andstöðu við
verkalýðsarm flokksins heldur
svonefnda menntamannaklíku.
Þjóðstjórnin s1
ekki á málefna;
- segir Geir Hallgrímson í greinargerð um s
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði blaðamenn á sinn
fund eftir að hann hafði gengið á fund forseta íslands í gærmorgun og skilað
aftur stjórnarmyndunarumboðinu. Á blaðamannafundinum dreifði Geir greinar-
gerð um stjórnarmyndunarviðræður og einnig þeim gögnum, sem stjórnarmynd-
unaraðilum bárust frá Þjóðhagsstofnun og hagfræðideild Seðlabanka íslands.
Einnig lagði Geir fram fyrirspurnir sínar til Þjóðhagsstofnunar. Greinargerð
Geirs um stjórnarmyndunarviðræðurnar fer hér á eftir:
Þróun mála hefur á síðustu 2—3
árum einkennst af vaxandi átök-
um flokka og hagsmunasamtaka,
sem komið hafa í veg fyrir að
tekið væri styrkri hendi á vanda-
málum sívaxandi verðbólgu. Mik-
ilvægast er því fyrir þjóðarheill að
leitað sé sem víðtækastrar sam-
stöðu um lausn þessa vanda sem
við blasir og allir eru í raun
sammála um að sigrast þurfi á. Ég
hef því reynt að beita mér fyrir
þjóðarsátt til lausnar þeim vanda,
sem að steðjar með því að reyna
að fá alla flokka til myndunar
þjóðstjórnar.
I viðræðum þeim um myndun
þjóðstjórnar, sem farið hafa fram
síðustu daga hefur það verið
staðfest, að allir flokkar séu sam-
mála bæði um meginvandamálin,
sem leysa þarf, svo og nokkur
aðalatriði í nauðsynlegum ráðstöf-
unum, þótt ágreiningur sé um
útfærslu og áherzlur. Ég tel þó
ekki að þessi ágreiningur sé það,
sem í raun og veru kemur að svo
stöddu í veg fyrir samkomulag
heldur það, að menn vilja fullvissa
sig um, hvort aðrir möguleikar til
myndunar ríkisstjórnar séu fyrir
hendi áður en þeir eru reiðubúnir
til að einbeita sér að samstjórn
allra flokka. Meðal þeirra atriða
sem víðtæk samstaða virðist vera
um má telja eftirfarandi:
a. að brýnt sé að draga með
ótvíræðum hætti úr hinni geig-
vænlegu verðbólgu, sem nú ríkir,
b. að þessu marki verði ekki náð
r.ema með því að stöðva eða draga
um tíma verulega úr víxlgangi
kaupgjalds og verðlags,
c. að byrðum þeim sem af því leiða
verði réttlátlega skipt eftir efna-
hag, og komið verði í veg fyrir að
þær lendi á hinum tekjulægstu,
d. að samræma þurfi aðgerðir í
launamálum og verðlagsmálum
annars vegar og styrkri stjórn
fjármála ríkisins og peningamála
hins vegar,
e. að leggja þurfi áherzlu á þróun
orkumála og notkun innlendrar
orku í sem ríkustum mæli.
Þótt ágreiningur um stefnumót-
un um þessi meginatriði sé að
vissu marki eðlilegur, eru mér það
vonbrigði með tilliti til þess þjóð-
arvanda, sem við blasir, að ekki
skuli hafa reynzt unnt að laða
menn til málamiðlunar og sam-
stöðu, sem vísað gæti leið út úr
ógöngunum.
Að loknum óformlegum viðræð-
um við forsvarsmenn stjórnmála-