Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 42

Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Körfuboltamenn byrjuðu nýja árið af miklum krafti ÚRVALSDEILDIN byrjaði að nýju á sunnudagskvöldið eftir jólahlé og verður ekki annað sagt en körfuboltamenn hafi byrjað nýja árið af krafti. Það voru gömlu erkióvinirnir KR og ÍR sem riðu á vaðið og enn einu sinni fóru íslandsmeistarar KR með sigur af hólmi í hröðum og skemmtilegum leik þar sem mik- ið var skorað, 112:100 voru loka- tölurnar en í hálfleik hafði ÍR haft verðskuldaða forystu, 52:48. Segja má að þarna hafi ÍR-ingar misst af strætisvagninum því mikið má gerast ef þeir eiga eftir að blanda sér i toppbaráttuna eftir ósigurinn á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í íþróttahús- inu í Hafnarfirði og var ástæðan sú, að KR-ingar voru sviptir heimaleik sínum vegna óláta áhorfenda atleik KR og Vals fyrir jól. Körfuboltamenn hafa látið vel af því að leika í hinu glæsilega íþróttahúsi Hafnfirðinga og það sannaðist í þessum leik að þar er gott að leika körfubolta. En snúum okkur að leiknum. KR-ingar voru sprækari til að byrja með höfðu náð 10 stiga forystu eftir 10 mínútna leik, 26:16. En ÍR-ingar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og þegar leiknar höfðu verið tvær mínútur til viðbótar var staðan orðin 35:34 ÍR í vil! Það má með sanni segja að sviptingarnar geta verið miklar í körfuboltanum. IR-ingar náðu mest 5 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og þegar blásið var til leikhlés hafði ÍR fjögurra stiga forystu, 52:48, og var það mjög verðskuldað. í upphafi seinni hálfleiks var leikur IR-inga hins vegar í molum og KRingar náðu fljótlega forystu sem þeir héldu til leiksloka. Juku þeir forystuna jafnt og þétt og KR — ÍR 112:100 komust mest 19 stig yfir, 98:79, og má segja að um tíma hafi KR með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar haldið nokkurs konar sýnikennslu í körfubolta. Undir lokin tókst ÍR-ingum aðeins að minnka mun- inn en sigur KR var aldrei í hættu. Segja má að síðustu 2—3 mínút- urnar hafi leikurinn snúist um það hvað KR-ingum tækist að komast hátt yfir 100 stiga markið og hvort IR-ingum tækist að ná 100 stigunum, sem þeir gerðu reyndar með síðustu körfu leiksins 7 sekúndum fyrir leikslok. Bæði liðin byrjuðu leikinn frem- ur illa og höfðu menn á orði að jólasteikin sæti enn í mönnum. En leikurinn breyttist svo þegar á leið og bæði lið sýndu góða spretti og prýðis hittni en varnirnar voru í lakara lagi eins og tölurnar bera með sér. Þrír menn báru nokkuð af í liði KR, þeir Jackson, Jón Sigurðsson og Birgir Guðbjörns- son. Jackson var í feikna miklu stuði og það geigaði varla hjá honum skot enda skoraði hann 44 stig. Jón var geysigóður, stjórnaði spilinu eins og herforingi, átti margar gullfallegar sendingar og skoraði mikið sjálfur. Þá er Birgis ógetið, sem lék sinn langbezta leik í vetur, var öruggur í langskotun- um og barðist allra manna bezt í vörninni. Einnig má geta Geirs Þorsteinsson, sem átti ennfremur góðan leik. Byrjunarlið IR er mjög gott en breidd er engin, enda var fyrsta innáskipting ekki framkvæmd fyrr en á 25. mínútu leiksins. Það mæðir því mikið á sömu mönnun- um, þeim Mark Christiansen, Kol- beini Kristinssyni, Kristni Jör- undssyni, Jóni Jörundssyni og Stefáni Kristjánssyni. Þeir stóðu sig mjög vel lengst af en þegar KR keyrði upp hraðann í seinni hálf- leik gáfu þeir eftir og náðu ekki að halda í við KR-inga. Guðbrandur Sigurðsson og Ingi Gunnarsson dæmdu leikinn vel ef á heildina er litið en þeir gerðu líka sínar skyssur eins og alltaf vill verða. Stig KR: Marvin Jackson 44, Jón Sigurðsson 28, Birgir Guðbjörns- son 18, Geir Þorsteinsson 16, Árni Guðmundsson 2, Eiríkur Jóhann- esson 2, Ágúst Líndal 2 stig. Stig ÍR: Mark Christiansen 35, Kristinn Jörundsson 18, Kolbeinn Kristinsson 18, Jón Jörundsson 17, Stefán Kristjánsson 10, Sigmar Karlsson 2 stig. - SS P.S. í hálfleik fór fram vítakeppni nokkurra þekktra lærifeðra í Hafnarfirði og bar hinn þekkti FH-ingur Ingvar Viktorsson sigur úr býtum. Þulur hússins tilkynnti að Ingvar keppti að þessu sinni fyrir Hauka og var eins og við manninn mælt, Ingvar skoraði sigurkörfuna með glæsibrag. Jón Sigurðsson KR-ingur átti að vanda stórgóðan leik með liði sínu. I Judofelag Reykjavikur bar sigur úr býtum SVEITAKEPPNI J.S.Í. - 1980 var háð s.l. sunnudag 13. janúar i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Fjórar sveitir kepptu að þessu mæim sinni, en í hverri sveit eru 7 menn, einn úr hverjum þyngdar- flokki. Sveit Judófélags Reykjavíkur bar sigur úr býtum að þessu sinni eins og jafnan áður, því að JFR hefur sigrað í þessari keppni frá upphafi eða sjö ár samfellt. Sveit- ina skipuðu að þessu sinni eftir- taldir judomenn: Svavar Carlsen, Benedikt Pálsson, Kári Jakobs- son, Halldór Guðbjörnsson, Eð- varð Benediktsson og Rúnar Guð- jónsson. Sameinuð sveit Suðurnesja- manna varð í öðru sæti (UMFK og UMFG). Sveitina skipuðu: Sigurður Hauksson, Ómar Sig- urðsson, Gunnar Guðmundsson, Jóhannes Haraldsson og Gunnar Jóhannesson. Eins og sjá má að ofan voru þessar sveitir ekki fullskipaðar. Heimilt er að senda fram sveit með 4 mönnum hið minnsta, en þrjár viðureignir eru þá fyrirfram tapaðar sveitinni ef hún keppir við aðra fullskipaða sveit. Sveit Ármanns varð að láta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni. óvæntust úrslit voru sigur Kára Jakobssonar JFR yfir Sigurði Haukssyni S, og Svavar Carlsen tapaði fyrir Bjarna Friðrikssyni Á. Heiidarniðurstaða keppninnar í tölum var sem hér segir: J.F.R. ■ ' 5 6 3 15 122:34 Suðurnes 2 4 2 11 99:67 Ármann — A 2 1 ■ f- 1 1 10 94:72 Ármann — B 0 JL m 0 2 14:156 L Svavar Carlssen til vinstri í einni glimu sinni i mótinu sem fram fór um helgina. Ljósm. Guðjón B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.