Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 25 , j ii gegn Dönum, en var atkvæðamikill í öðrum leikjum n í molum og tap gegn Dönum ísland: Danmörk 20:28 Þegar staðan var 14—20 gripu íslendingar tii þess ráðs að taka Thomas Pazyj úr umferð og sýnd- ist það ekki vitlaus ráðstöfun. Island skoraði næsta mark, en síðan var Þorbergi vikið af leik- velli fyrir klaufalegt brot og úr því fór að sækja í sama farið. Um þetta leyti skipti Jóhann Ingi Kristjáni út af og setti Jens í markið í hans stað. Skildu þessa ráðstöfun fáir, enda hafði Krist- ján varið ágætlega fram að því. Nokkru síðar var Kristján kominn í markið á nýjan leik, en var ekki samur eftir það. Undir lokin leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu, en endaði þó glæsilega þegar Bjarni Guðmundsson skor- aði eitt af sínum óviðjafnanlegu háloftamörkum úr vinstra horn- inu. Þrátt fyrir stórtap, var hér alls ekki um eitthvert haustmyrkur að ræða, íslenska liðið gerði ýmsa góða hluti. Engin ástæða er til að ætla að sú tilraun að yngja liðið upp á einu augnabliki eins og gert hefur verið, hafi farið í hundana. Þvert á móti sýndi þetta unga íslenska lið, að eftir 2—3 ár á það alla möguleika á að verða í fremstu röð. Auðvitað átti liðið misjafna leiki, en ekki má gleyma því, að leikreyndasti leikmaður liðsins er Bjarni Guðmundsson ... 22 ára gamall! Ýmsir leikmanna íslenska liðs- ins eru með því marki brenndir að standa alltaf fyrir sínu. Aðrir eru enn sem komið er góðir í dag, slakir á morgun. í fyrrnefnda hópnum eru menn eins og Bjarni Guðmundsson, sem átti góðan leik gegn Dönum. Auk Bjarna léku Olafur Jónsson og Sigurður Sveinsson bærilega, Olafur eink- um framan af leiknum. Þá lék Sigurður Gunnarsson mjög vel, skoraði mikið af glæsimörkum með furðu lítilli fyrirhöfn. Loks má geta Kristjáns Sigmundssonar sem varði um tíma mjög vel í síðari hálfleik. Um danská liðið er það að segja, að þó að það sé alltaf sárt að tapa fyrir gömlu herra- þjóðinni, er það engin skömm. Danir eru mjög sterkir og hafa flestir leikmanna liðsins leikið saman í landsliðinu í 4—5 ár. Auk þess léku Danir mjög vel og nýttu sér vel alla veikleika íslenska liðsins, sem að þessu sinni voru því miður of margir. „Skil þetta ekki“ „ÉG brotnaði nokkuð niður við þessa útafskiptingu og skil ekki hvers vegna hún var gerð,“ sagði Kristján Sigmundsson markvörð- ur islenska landsliðsins er getið var um atvik eitt í síðari hálfleik. Málavextir voru þeir, að Kristján var búinn að verja um tíma íslenska markið eins og berserk- ur, en þá var honum skyndilega skipt út af og Jens Einarsson settur í hans stað. Með fullri virðingu fyrir Jens, sem kom manna best frá keppninni í heild, var hér um ranga skiptingu að ræða. Nokkrum minútum síðar var Jens rekinn af leikveili og inn á kom því Kristján aftur. „Ég var virkilega farinn að finna mig, en ég náði mér aldrei á strik eftir að ég kom aftur inn á,“ sagði Kristján. „Einstaklingsfram- takið í fyrirrúmi“ sagði Axel Axelsson Meðal áhorfenda að landsleik íslands og Danmerkur í Olden- burg á laugardaginn, voru flestir þeirra íslendinga sem leika með þýskum liðum. Þarna voru t.d. Jón Pétur Jónsson, Axel Axels- son og Gunnar Einarsson. auk Jóns Karlssonar Valsmanns sem þarna var staddur einhverra hluta vegna, Gátu sér ýmsir til að Jón væri að gefa Jóhanni Inga síðasta möguleikann á að velja sig í liðið! Mbl. lagði nokkrar spurningar fyrir Axel varðandi leik íslenska liðsins. Hann sagði: „í stuttu máli þótti mér leikurinn frekar lélegur af hálfu íslenska liðsins. sóknarleikurinn var einhæfur og varnarleikurinn var í molum. Danska liðið lét knöttinn ganga vel manna á milli. á sama tíma og íslenska liðið lét einstaklings- framtakið sitja í fyrirrúmi. Allir ætluðu að gera allt sjálfir, sókn- um lauk of fljótt og þá gjarnan á þann hátt og Dönum var boðið upp á hraðaupphlaup.“ sagði Axel Axelsson. „Snúum dæminu við eftir 2—3 ár“ sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson „Eg vissi að þetta yrði erfiðasti leikurinn, enda sjöundi landsleik- urinn á 10 dögum. En engu að siður fannst mér Danir vinna stærri sigur en efni stóðu til,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Dönum. „Danska liðið er mjög sterkt, það hefur auk þess leikið saman í 5 ár á sama tíma og islenska liðið er raunar i sinni fyrstu keppnis- ferð. Eftir 2—3 ár verða það tslendingar sem vinna Dani en ekki öfugt hélt Jóhann Ingi áfram. Um lokaárangur íslands í keppninni sagði landsliðsþjálfar- inn: „í fyrra var ísland með sitt allra sterkasta landslið á Baltic- keppninni og hafnaði í 6. sæti. Og aftur erum við í því sæti nú, þó að flestir leikmanna liðsins séu ný- græðingar á landsliðsmæli- kvarða." Rússar sigruðu Það voru Sovétmenn sem sigr- uðu á Baltic-keppninni að þessu sinni. í úrslitaleiknum sigruðu þeir Austur-Þjóðverja 18—16, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 11 — 10 fyrir Rússa. Vestur-þýska A-liðið sigraði B-liðið í leiknum um þriðja sætið 20—15 í slökum leik, þar sem enginn innan vallar virtist hafa áhuga á leiknum. Svo sem kunn- ugt er sigruðu Danir síðan íslendinga 28—20 í keppninni um 5.-6. sætið. Loks má geta þess að Pólverjar vörðust neðsta sætinu með því að sigra Norð- menn með 23 mörkum gegn 16. Um hugsanlegar breytingar á hópnum sagði Jóhann: „Það vant- ar einhverja þunga, reynda og sterka karla, svona eins og Jón Pétur." Ljóst er hins vegar, að verði breytingar, verða þær ekki miklar og engin ástæða er til að klökkna út af því, vegna þess að liöið sýndi svo ekki var um að villast, að það væri á réttri leið svo enn sé gamla klisjan dregin fram. f J 1 p 1'^ , 1 L A. k v \ • Sigurður Gunnarsson náði sér ekki á strik svo heitið gat fyrr en í síðasta leik mótsins, þá tók hann líka við sér svo um munaði og skoraði fimm mörk. r # ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.