Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Efstu liðin töpuðu stigum ÞAÐ bar helst til tíðinda i ensku knattspyrnunni um helgina að efstu liðin Liverpool og Manchester Utd. töpuðu bæði stigum. Það kom meira á óvart jafntefli Liverpool á heimavelli gegn Southampton en jaftefii United á útivelli gegn sterku liði Middlesbrough. Fyrr í vikunni hafði Alan litli Ball, fyrirliði Southampton, lýst þvi yfir í blaðaviðtölum á Bretlandseyjum, að sér virtist sem flest lið í 1, deild hefðu þegar sætt sig við Liverpool sem meistara en með slíku- hugarfari væri einungis verið að færa liðinu titlinn á silfurfati. Tilkynnti Ball, að lið sitt, Southampton, hefði ekkert slíkt í hyggju. Stóðu bæði Ball og Southampton við stóru orðin, þannig að Liverpool hafði aðeins eitt stig upp úr krafsinu. Botnliðin töpuðu nema Brighton, en það fer að vera óþarfi að tal um það lið sem botnlið, enda hefur liðið ætt upp töfluna að undanförnu. Sama er að segja um Ipswich, sem komið var í neðsta sætið ekki löngu fyrir jól, en er nú í sjöunda sætinu. • Það hefur gengið á ýmsu hjá Everton og Wolves að undanförnu. Annars er ástand vallanna víða svipað og sjá má á meðfylgjandi mynd. Er þá oft hið mesta happadrætti hvar knötturinn hafnar og lakari liðin ganga oft með sigur af hólmi. Staðið í þeim stóru. Markhæsti leikmaður 1. deild- ar, Phil Boyer, skoraði fyrst mark sitt á útivelli á keppnis- tímabilinu, er hann sendi knött- inn í netið hjá Liverpool snemma í leiknum. Það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn, að Liverpool tókst að jafna. Fékk liðið vítaspyrnu og skoraði Terry McDermott úr henni af öryggi. Manchester Utd. og Middles- brough skildu jöfn í hörkuviður- eign. Úrslitin voru í sjálfu sér sanngjörn, en United var þó heldur nær sigri. Mick Thomas náði forystunni fyrir MU í fyrri hálfleik en Dave Armstrong, sem lék sinn 300. leik með Boro, tókst að jafna í síðari hálfleik með fallegu marki. Norwich og Villa sóttu á. Norwich skaust upp um eitt sæti með því að sigra Coventry á sama tíma og Arsenal tapaði heima fyrir Leeds. Coventry sótti mun meira gegn Norwich framan af leik og bæði Tom English og Tom Hutchinson fengu góð færi sem þeir nýttu ekki. Norwich rétti síðan hægt og bítandi úr kútnum og á 44. mínútu skoraði Keith Ronson það sem reyndist vera sigurmark leiksins. Unglingarnir hjá Aston Villa nældu í tvö dýrmæt stig gegn Everton og var það einkum markverði Everton, Martin Hodge, að þakka, en hann færði Villa bæði mörkin á silfurfati. Þá hefðu úrslitin getað orðið önnur ef Bob Latchford hefði skorað úr dauðafæri sem hann 1. DEILD I Liverpool 2314 7 2 50:15 35 1 I ManchfHtcr IJtd. 24 13 7 4 37:17 33 | Arfsensl 25 9 10 6 28:2 28 Norwich 25 910 6 38:33 28 Southampton 2511 5 9 37:30 27 Aston Villa 23 9 9 5 29:23 27 Ipawich 25 12 3 10 34:30 27 Lccda 25 9 9 7 29:30 27 Notth. Forest 21 11 4 9 36:30 26 MiddlcsbrouKh 24 11 6 8 25:22 26 Crystal Palacc 24 8 10 6 27:25 26 1 Wolverhampton 23 10 5 8 29:29 25 1 Coventry 25 11 2 12 37:43 24 Tottcnham 24 9 6 9 30:36 24 Manch. City 24 9 510 26:36 23 Evcrton 25 6 10 9 3:32 22 Brighton 24 8 6 1 33:36 22 Wcst Bromwich 24 6 8 1 32:35 2 Stokc 24 6 7 11 26:35 19 Bristol City 25 5 8 12 2:36 18 Ðcrby 25 6 4 15 23:37 16 Bolton 24 1 914 16:42 11 2. DEILD Chelsea 25 15 3 7 44:28 33 Newcastle 25 13 7 5 39:28 33 Luton 2511 10 4 43:27 32 Leicester 25 11 9 5 40:27 31 Sundcrland 2512 5 8 38:31 29 Birmingham 24 12 5 7 31:24 29 W'est Ham 23 12 3 8 30:23 27 Wrexham 25 12 3 10 30:26 27 QPR 24 10 5 9 43:32 25 Preston 25 7 11 7 33:30 25 Swansea 25 10 5 10 26:32 25 Orient 24 8 9 7 29:36 25 Notts County 25 8 8 9 35:31 24 Cardiff 25 9 511 23:31 23 CambridKc 25 6 10 9 33:33 22 Watford 24 6 8 10 19:26 20 Shrewsbury 25 8 3 14 32:36 19 Oldham 23 6 7 10 24:31 19 Bristol Rovers 24 7 5 12 33:41 19 Burnely 25 5 911 28:43 19 Charlton 24 5 7 12 21:41 17 Fulham 23 6 314 25:43 15 fékk á 16. mínútu leiksins, Það voru Colin Gibson og Terry Donovan sem skoruðu mörk Villa, en eina mark Everton skoraði Peter Eastoe. Arsenal tapaði heima fyrir Leeds, én tókst þó engu að síður að hanga í þriðja sætinu. Arsen- al sótti legnst af meira gegn Leeds, en gestirnir léku af skynsemi, vörðust með fjöl- menni og beittu síðan skyndi- sóknum þegar færi buðust. Upp úr einu slíku skoraði Terry Connor sigurmarkið í síðari hálfleik. Uppgangur Brighton og Ipswich. Velgengni Brighton og Ips- wich hefur verið með ólíkindum upp á síðkastið og nú er svo komið, að þessi lið, sem bæði hafa verið í 22. sæti deildarinn- ar, Brighton meira að segja liða lengst, eru varla í fallhættu lengur þó að enn geti brugðið til beggja vona. Bæði Brighton og Ipswich léku á útivelli gegn fallbaráttuliðum og unnu auð- veldari sigra en tölur benda til. Peter Ward var hetja Brighton, en hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Bolton og það var Paul Mariner sem skoraði sigup- mark Ipswich gegn Stoke. Ekki dagur botnliðanna. Áður er sagt, að öll botnliðin hafi tapað leikjum sínum um helgina, einnig Bristol City og Derby. Síðarnefnda liðið tefldi fram Alan Biley, nýkeyptum frá Cambridge, gegn Crystal Palace, en allt kom fyrir ekki. Palace var þó mjög heppið að hreppa bæði stigin í Derby, gangur leiksins bauð tæplega upp á það. En lið sem skorar mörkin er liði sem sigrar (nema að um sjálfsmörk sé að ræða). Og það var Palace sem átti beittari sóknarmenn, Ian Walsh var tekinn á síðustu stundu inn í lið Palace vegna meiðsla Mike Flannagans og það var Walsh sem skoraði bæði mörk Palace. Keith Osgood minnkaði muninn fyrir Derby, en fyrrnefndur Alan Biley fékk eitt dauðafæri í leiknum, færi sem hann nýtti ekki. Bristol City átti aldrei mögu- leika gegn Úlfunum og 3—0 sigur heimaliðsins hefði hæglega getað orðið helmingi stærri. Það var einkum John Richards sem var í essinu sínu, én fyrir utan að skora glæsilega fyrsta mark Úlfanna, var hann maðurinn á bak við mörkin sem Andy Grey og Peter Daniel bættu við. Enn í fyrstu deild. Nottingham Forest sýndi sínar bestu hliðar í síðari hálf- leiknum gegn WBA. í fyrri hálfleik var heimaliðið dapurt og hafði WBA mark yfir í leikhléi. Cirel Regis skoraði, en auk þess fóru þeir John Deehan og Tony Brown illa með góð færi. Dave Needham jafnaði síðan snemma í síðari hálfleik eftir undirbún- ing O’Neil og Birtles. Trevor Francis náði síðan forystunni skömmu síðar, en lokaorðið átti Viv Anderson á 74. minútu leiksins, 3—1 fyrir Forest. Þá á enn eftir að geta leiks Man. City og Tottenham. City náði forystu í fyrri hálfleik með vítaspyrnu Martin Robinson, en Glenn Hoddle jafnaði í síðari hálfleik. Enska knatt- spyrnan 2. deild. í 2. deild kom mest á óvart yfirburðasigur næstefsta liðsins, Chelsea, gegn efsta liðinu, New- castle. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá Newcastle og sigur EFTIR leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni eru eftir- taldir Ieikmenn markhæstir í deildunum. 1. Deild: Phil Boyer Southampton 20 mörk David Johnsson Liverpool 20 mörk Frank Stepleton Arsenal 15 mörk Alan Sunderland Arsenal 15 mörk 2. Deild: Clive Allen QPR 20 mörk Chelsea var í minnsta lagi miðað við gang leiksins. Fyrsta markið skoraði Fillery í fyrri hálfleik, en eftir að bakvörðurinn John Barton hafði sent knöttinn í eigið net snemma í síðari hálf- leik tók við algert hrun. Clive Walker skoraði þriðja markið og Tom Langley bætti því fjórða við áður en yfir lauk. Annars urðu úrslit sem hér segir. Bristol Rovers 1 (Penny) — Birmingham 0 Burnley 0 — Swansea 0 Cambridge 2 (O’Neil 2) — Shrewsbury 0 Cardiff 1 (Moore) — Wrexham 0 Charlton 0 — Orient 1 (Coats) Luton 0 Leicester 0 Preston 3 (Elliot 2, McGhee) — Fullham 2 (Gale, Davis) QPR 1 (Allen) — Notts County 3 (Christie, Hooks, Hunt) Sunderland 4 (Brown 3, Robson) — Oldham 2 (Stainrod, Atkin- son) West Ham 1 (Bonds) — Watford 1 (Rostron). Alan Shoulder Newcastle 17 mörk David Moss Luton 17 mörk David Cross West Ham 14 mörk Pop Robson Sunderland 14 mörk 3. Deild: Alan Mayes Swindon 22 mörk Andy Rowlands Swindon 20 mörk Terry Austin Mansfield 16 mörk Ronnie Clavin Barnsley 14 mörk 4. Deild: Colin Garwood Portsmouth 17 mörk Ian Robins Hudderfield 17 mörk. Markhæstu leikmenn í ensku deildunum Knatt- spyrnu urslit 1. deild. Arsenal — Leeds 0—1 Aston Villa — Everton 2—1 Bolton — Brighton 0—2 Derby — Palace 1—2 Liverpool — S.hampton 1—1 Man. City — Tottenham 1—1 Middlesbr. — Man. Utd. 1—1 Norwich — Coventry 1—0 Nott. Forest — WBA 3—1 Stoke — Ipswich 0—1 Wolves — Bristol City 3—0 3. deild: Barnsley — Swindon 1—2 Carlisle — Millwall 4—0 Chester — Bury 1—0 Chesterf. — Brontford 1—0 Exeter — Sheffield Utd. 3—1 Gillingham — Reading 1—1 Grimsby — Blackburn 1—2 Hull — Mansfield 3—1 Oxford — Colchester 0—2 Rotherham — Southend 2—1 Sheffield Wed. — Plym. 0—1 Wimbledon — Blackpool 1—2 Skotland Aberdeen — Rangers 3—2 Dundee — Morton 1—0 Hibs — Celtic 1—1 P.artick — Kilmarnock 1—1 St. Mirren — Dund. Utd. 2—1 Celtic hefur sem fyrr ör- ugga forystu, hefur nú hlotið 29 stig en Morton hefur 26 stig, auk þess að hafa leikið einum leik meira en Celtic. Úrslitin í Belgíu urðu þessi: Úrslit í 1. deildinni urðu þessi: Charleroi — Beringen 0—3 Winterslag — FC Liege 1—1 CS Brugge — Berchem 1—0 Molenbeek — Antwerpen2—1 Beerschot — Beveren 3—0 Lokeren — Waregem 2—1 Standard — Waterschei 2—0 Lierse — Anderlecht 0—0 Hasselt — FC Brugge 2—4 Staðan í 1. deild í Belgíu: Lokeren 19 14 2 3 46-15 30 FCBr. 19 13 2 4 42-17 28 Stand. 19 10 5 4 47-22 25 Molenb. 19 9 7 3 25-18 25 Anderl. 19 10 3 6 38-20 23 CS Br. 19 9 4 6 33-29 22 Beersch. 19 7 7 5 24-21 21 Beveren 19 6 9 4 20-21 21 Lierse 18 9 2 7 31-24 20 Antw. 19 6 6 7 25-19 18 Úrslitin í Hollandi urðu þessi: Ajax vann stórsigur og hefur fimm stiga forystu á Feyenoord í hollenzku úr- valsdeildinni. Úrslit um helg- ina. Twente-Roda 1—1 PEC Zwolle-Feyenoord 0—2 NEC Nijmegen-Utrecht 3—1 PSV Eindhoven-AZ’67 1-1 Maastricht-Haarlem 4—1 Den Haag-Arenhem 2—0 Sparta-Deventer 2—1 Excelcior-NAC Breda 4—2 Ajax-Tilburg 7—1 Staðan í úrvalsdeildinni í Hollandi: Ajax 18 14 2 2 50-19 30 Feycn. 17 9 7 1 34-12 25 AZ ’67 17 10 4 3 32-16 24 PSV 18 8 6 4 35-22 22 Utrecht 18 7 6 5 26-22 20 RODA 18 8 3 7 25-26 19 Excelcior 18 7 5 6 31-35 19 Twente 18 7 5 6 23-26 19 Deventerl7 7 4 6 29- 22 18 D. Haag 17 6 6 5 21-22 18 Maastr. 18 3 9 6 23-25 15 PEC Zw. 18 5 5 8 19-23 15 Tilburg 18 4 7 7 21-37 15 Spartu 16 5 3 8 22-25 13 Arnhem 18 3 6 9 20-34 12 Haarlem 18 3 6 9 20-36 12 NEC Ni. 16 4 2 10 16-26 10 NACBr. 16 2 4 10 10-29 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.