Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
31
Viðræðurnar gagnlegar
enginn möguleiki útilokaður
— segir Steingrímur Hermannsson
MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við þá Steingrím
Hermannsson og Benedikt Gröndal um þjóðstjórnar-
viðræðurnar og það, sem nú tekur við. Blaðinu tókst
ekki að ná tali af Lúðvík Jósepssyni, formanni
Alþýðubandalagsins, en svör hinna fara hér á eftir:
„Þessar viðræður, sem Geir
gekkst fyrir, voru gagnlegar og
þær leiddu til margvíslegra upp-
lýsinga, sem ég tel spor í áttina,"
sagði Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins,
er Mbl. ræddi við hann í gær
eftir að Geir Hallgrímsson hafði
skilað forseta Islands aftur
stjórnarmyndunarumboðinu.
„Geir lagði reyndar áherzlu á, að
hann vonaði að þjóðstjórnar-
möguleikinn kæmi upp aftur,
þannig að segja mætti að hann
sofi bara núna, og það kann að
vera rétt. Þjóðstjórn er að mínu
mati sá möguleiki, sem menn
ræða fyrst í alvöru, þegar allt
annað er búið.
Það leiðir af eðli þjóðstjórnar
að hún myndi ná mjög litlum
áfanga í verðbólgumálunum, því
svo mikið ber í milli flokkanna,
að ef menn losa sig við öll
deilumálin, þá stendur harla
lítið eftir. Ég hygg að Geir hafi
komizt að sömu niðurstöðu og ég
í mínum vinstri viðræðum; að
það ætti að vera hægt að ná
hlutunum saman, ef viljinn væri
fyrir hendi. En það er út af fyrir
sig eðlilegt að menn vilji full-
kanna þá möguleika, þar sem
þeir þurfa ef til vill að slá minna
af, áður en þeir í alvöru taka
höndum saman um þann mögu-
leikann, sem mesta málamiðlun-
in er fólgin í.“
Mbl. spurði Steingrím, hvort
þetta þýddi, að hann teldi ein-
hverja aðra möguleika á vinstri
stjórn nú en þegar hann hætti
stjórnarmyndunartilraun sinni.
„Það er það sem maður vonar,“
sagði Steingrímur. „Alþýðu-
bandalagið hefur nú unnið upp
tillögur i efnahagsmálum og ég
fagna því. Þær verða eflaust
lagðar fram á næstunni og við
framsóknarmenn munum skoða
þær vandlega. Ef við teljum þær
spor í rétta átt munum við
vafalaust vilja ræða málið.“
— Við Alþýðubandalag og
Sjálfstæðisflokk?
„Ég vil ekkert út af fyrir sig
útiloka slíkar viðræður."
Viðhorf
Benedikts
Benedikt Gröndal sagði: „Það
er lítið um þessar þjóðstjórnar-
viðræður að segja annað en það,
að það reyndist ekki almennur
vilji og þar af leiðandi náðust
endarnir ekki saman. En Geir
hefur nefnt, að hann vonaði, að
menn útilokuðu þó ekki þjóð-
stjórnarmöguleikann hér með.“
Mbl. spurði Benedikt, hvað
hann héldi um framhaldið og
kvaðst hann ekki vilja gerast
spámaður í þeim efnum. Varð-
andi nýjar vinstri viðræður
sagði hann: „Ég hef ekki séð
tillögur Alþýðubandalagsins,
þannig að ég get ekkert um það
sagt. Ef þeir eru við sama
heygarðshornið, þá er nú vonin
ekki sterk. Ef þeir aftur á móti
eru komnir niður á jörðina, þá
getur vel verið að tilefni sé til
alvarlegra umræðna um vinstri
stjórn."
Mbl. spurði Benedikt um fund
flokksstjórnar Alþýðuflokksins í
gær og sagði hann að fundurinn
hefði verið ákveðinn fyrir all-
löngu þannig að tímasetningin
ætti ekkert skylt við þau þátta-
skil í stjórnarmyndunarviðræð-
um, sem nú eru. „Þetta voru
mjög almennar umræður um
stjórnmálaástandið og stjórn-
armyndunarviðræður, svona al-
mennt eldhús," sagði Benedikt
og hann kvað enga ályktun hafa
verið gerða né neinar ákveðnar
línur lagðar fyrir framtíðina.
Alþýðubandalagið með tillögur í efnahagsmálum:
Fjölsótt
kveðju-
athöfn um
Hákon Guð-
mundsson
SÍÐASTLIÐINN laugardag fór
fram á Selfossi kveðjuathöfn um
Hákon Guðmundsson fyrrver-
andi yfirborgardómara og flutti
séra Sigurður Sigurðarson minn-
ingarræðuna. Skógræktarmenn
komu austur og skreyttu kirkj-
una fagurlega með barri. en
Hákon var mikill baráttumaður
fyrir islenzkri skógrækt.
Þá komu hæstaréttardómarar
og borgardómarar ásamt fleira
fólki til Selfoss, en Hákon var vel
metinn lögfræðingur. Tveir leik-
menn fluttu ávörp í kirkjunni,
þeir Stefán Már Stefánsson borg-
ardómari og Hákon Bjarnason
fyrrverandi skógræktarstjóri. 16
félagar úr Karlakór Selfoss sungu
undir stjórn Ásgeirs Sigurðsson-
ar. Sigríður Ella Magnúsdóttir
söngkona söng, en organleikari
var Ólafur Sigurjónsson Forsæth.
Kveðjuathöfnin var fjölsótt.
Nýtt skip til
Húsavíkur
Grænlandsvaka í
Norræna húsinu
í NORRÆNA húsinu standa nú
yfir tvær sýningar frá Grænlandi
— listsýningin „Land mann-
anna“ og grænlensk bókasýning í
bókasafni hússins — af þessu
tilefni svo og vegna Norræna
málaárðins efna Grænlandsvina-
félagið INUIT og Norræna félag-
ið á íslandi til Grænlandsvöku
fimmtudaginn 17. janúar kl.
20.30 í Norræna húsinu.
Dagskrá verður á þá lund að
Hjálmar Ólafsson form. Norræna
félagsins flytur ávarp — Bene-
dikta Þorsteinsson — grænlensk
kona, sem er við nám hér í
háskólanum, talar um tungu
Grænlendinga — Kynnt verður
grænlensk tónlist — Ási í Bæ
flytur stemningar frá Grænlandi.
— Árni Johnsen kynnir græn-
lenska söngva. Loks sýnir Páll
Steingrímsson litskyggnur frá
Grænlandi.
Báðar sýningar — listsýningin
og bókasýning verða opnar þetta
kvöld.
Öllum er heimill aðgangur,
meðan húsrúm leyfir.
íslandskynning í Hong Kong
Fyrir skömmu var haldin í Hong Kong matar- og landkynning m.a. með sérstakri íslandsviku. World
Trade Center þar í borg átti frumkvæðið að kynningu þessari og fóru héðan Hilmar Jónsson
veitingastjóri Hóteis Loftleiða og Sylvia Briem fulltrúi Ferðamálaráðs með 1500 kg af íslenskum mat,
m.a. hangikjöt, lambahrygg, lax, síld, loðnu, skötusel, fjallagrös, saltkjöt og skyr. Ferðamálaráð sá um að
koma íslandsbæklingum og öðrum gögnum til Hong Kong og klæddist Sylvia upphlut við öll tækifæri við
kynninguna.
NÝTT fiskiskip sem hefur hlotið
nafnið Geiri Péturs, hefur bæst í
fiskiskipaflota Húsavíkur. Skipið
er 138 lestir og keypt frá Hafnar-
firði. Það hét áður Sigurbergur, en
kaupandinn er útgerðarfélagið
Korri á Húsavík. Skipstjóri verður
Sigurður Olgeirsson og vélstjóri
Agnar Harðarson. Skipið fer á
línuveiðar í mánaðarlokin.
Fréttaritari.
Hættir sem
rekstrarstjóri
Þjóðviljans
ÚLFAR Þormóðsson rekstrar-
stjóri Þjóðviljans hefur sagt starfi
sínu lausu. I samtali við Úlfar í
gær sagðist hann hafa verið í tæp
tvö ár í þessu staríi, en ekki
kvaðst hann ákveðinn í því hvað
hann tæki sér fyrir hendur.
hjöðnun verðbólgu, eflingu at-
vinnuveganna og jöfnun
lífskjara til fyrri hluta árs 1983.
Meginefni skammtímaaðgerð-
anna munu vera niðurfærsluað-
gerðir í efnahagsmálum. Alþýðu-
bandalagsmenn leggja til breyt-
ingar á ríkisfjárlögunum 1980 og
eru þær upp á 20—24 milljarða
króna bæði tekju- og gjaldamegin.
Þeir setja ársfjórðungsleg mörk á
verðlagsþróunina og vilja halda
breytingum á bilinu 5—6%. Fisk-
verðsákvörðun vilja þeir leysa án
þess að hróflað verði við genginu. í
kjaramálum telja alþýðubanda-
lagsmenn að tillögur þeirra hafi
enga kjaraskerðingu í för með sér.
Loks eru tillögur í landbúnaðar-
málum.
Síðari hlutinn er í 9 meginköfl-
um. Þar er fyrst fjallað um
framleiðsluaukningu í sjávarút-
vegi og iðnaði og munu takmörkin
vera 7% framleiðniaukning í sjáv-
arútvegi á þessu ári og 10% í
iðnaði.
Alþýðubandalagsmenn vilja
breytt skipulag efnahagsstofnana
og eru m.a. með tillögur um
breytingar á Framkvæmdastofn-
un ríkisins og Þjóðhagsstofnun.
Síðari kaflar fjalla um fjárfest-
ingarmál, sparnað í hagkerfinu,
ríkisfjármálin, félagslegar um-
bætur, orkumál og samgöngumál.
MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags-
ins samþykkti um helgina tillög-
ur Alþýðubandalagsins í efna-
hagsmálum. Tillögurnar eru í
tveimur meginköflum; annars
vegar um aðgerðir í efnahags-
málum á næstunni, sem eiga að
færa verðbólguna niður fyrir
30% í lok þessa árs og hins vegar
fjalla þær um 3ja ára áætlun um
ís nálgast
loðnumiðin
GÓÐ loðnuveiði var hjá loðnu-
skipunum um helgina og er
aflinn nú orðinn liðlega 33 þús-
und lestir. Ágætt veður var á
miðunum í gær, en í gærkvöldi
var vindur orðinn vestanstæður
og ísinn farinn að nálgast miðin.
Eftirtalin skip hafa tilkynnt
loðnunefnd um afla síðan um
hádegi á laugardag:
Laugardagur: Gígja 480, Júpít-
er 700, Dagfari 110. Alls á laugar-
dag 27 skip með 13000 lestir.
Sunnudagur: Ljósfari 500, Al-
bert 470, Arsæll 280, Örn 430. Alls
4 skip með 1680 lestir.
Mánudagur: Víkingur 900,
Skírnir 250, Guðmundur 900,
Hrafn 650, Gullberg 600, Hákon
750, Pétur Jónsson 600, ísleifur
440, Náttfari 520, Þórður Jónasson
460, Helga II 530, Súlan 650,
Hafrún 180.
Mestu hefur verið landað á
Siglufirði, en einnig í Krossanesi
og á Bolungarvík, þrjú skip hafa
siglt með afla sinn til Faxaflóa-
hafna, en ekkert skip hefur t.d.
enn landað á Raufarhöfn.
Eiga að f æra verðbólguna
niður fyrir 30% á árinu